Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Rósu Björk Brynjólfsdóttur
rosabjork@mbl.is
MONA Sahlin er þriggja barna
móðir sem hefur séð tímana tvenna í
sænskum stjórnmálum. Hún hóf af-
skipti af pólitík aðeins 16 ára gömul og
var lengi vel talin ein helsta von-
arstjarna sænska jafnaðarmanna. En
hún hefur verið afar umdeild og marg-
ir töldu að dagar hennar í pólitík væru
taldir fyrir tólf árum síðan þegar hún
þurfti að segja af sér varaforsæt-
isráðherraembætti vegna fjármála-
hneykslis. Hún var á þeim tíma talin
helsti arftaki Ingvar Carlssonar, sem
var formaður jafnaðarmanna í Svíþjóð
og forsætisráðherra. En í stað hennar
settist Göran Person í formanns-og
forsætisráðherrastólinn. Þrátt fyrir
skipbrotið lagði Mona Sahlin ekki árar
í bát og fyrir tæpum mánuði var hún
kosin formaður sænskra jafn-
aðarmannaflokksins og varð þar með
fyrsta konan til að veita flokknum for-
ystu í 118 ára sögu hans.
Hún segist engan áhuga hafa á að
vera leiðtogi sem hafi hundrað prósent
stuðning flokkssystkina sinna, bara
réttan stuðning.
Heiðursgestir landsfundar
Á landsfundi Samfylkingarinnar,
sem settur var í gær, voru þær stöllur
Helle Thorning-Smith, formaður jafn-
aðarmannaflokksins í Danmörku og
Mona Sahlin, formaður sænska sósíal-
demókrata, heiðursgestir. Ásamt Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur mynda
þær einstakt norrænt tríó kvenna sem
leiða jafnaðarmannaflokkana. Sahlin
segir í samtali við Morgunblaðið það
hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir
hana að vera hluti af þessu þríeyki,
bæði persónulega og sem leiðtogi
stjórnmálaflokks.
„Þar sem við erum svo fáar konur
sem leiðum jafnaðarmannaflokka er
nauðsynlegt að við stöndum saman.“
- En nú eruð þið allar í stjórnarand-
stöðu, má segja að það sé dæmigert
fyrir stöðu kvenna að þær nái síður að
stýra þeim flokkum sem halda um
stjórnartaumana?
„Ég myndi frekar segja að það sýni
traust á konur að kjósa þær til þess að
velta stjórnarflokkum úr sessi,“ svarar
Mona og hlær.
- Er þá munur á kvenkyns- og karl-
kynsleiðtogum í pólitík?
„Að sjálfsögðu. Konur og menn eru
ólík og fyrir utan það hafa karlar haft
aðgang að valdinu mun lengur en kon-
ur. Bara að hafa þrjár konur sem leiða
þessa jafnaðarmanna flokka í lönd-
unum þremur er stór sigur fyrir kon-
ur. “
- Þú hefur átt langan stjórnmálaferil
þar sem hefur gustað um þig, hefðir
þú ekki átt að vera í þessari stöðu sem
þú ert í nú fyrir 12 árum síðan?
„Ég fæ þessa spurningu oft, en ég
hugsa ekki þannig. Hlutir gerast og
við verðum að læra af þeim. Það koma
lægðir og hæðir í lífinu og ef þú ferð í
gegnum lífið án áfalla þá ertu ekki sér-
staklega vel undirbúin fyrir ábyrgð-
arfulla stöðu. Ég varð ekki formaður
fyrir 12 árum síðan, það gerðist núna
og ég er bara mjög stolt yfir því að
vera fyrsta konan til að vera kosinn
formaður flokksins akkúrat núna.“
Eins og margir vita hafa opinskáar
lýsingar fyrrverandi forsætisráð-
herrans, Göran Persons, á mönnum og
málefnum í sænskum fjölmiðlum eftir
að hann lét af starfi sínu, vakið gríð-
arlega athygli. Í lýsingum sínum hefur
meðal annars komið fram að Person
hefði frekar kosið Margot Wallström,
sem á sæti í framkvæmdastjórn ESB,
sem eftirmann sinn í stað Monu Sa-
hlin. Sahlin er spurð um hvernig sam-
bandi þeirra Persons sé háttað eftir
opinberanir hans.
„Samband okkar Görans er mjög
fínt og Margot Wallström er minn
besti vinur og ef hún hefði ákveðið að
bjóða sig fram til formanns, hefði ég
stutt hana til hins ýtrasta. En það
gerðist ekki og bæði hafa stutt mig
mikið og hjálpað mér. Göran hefur
verið hreinskilinn um margt ...“
- Of hreinskilinn ?
„Nei, í rauninni er þetta hans mál.
Venjulega opna leiðtogar sig ekki fyrr
en kannski 30 árum eftir að þeir láta af
embætti. Þá eru margir búnir að
gleyma þeim málum og persónum sem
um ræðir. Þess vegna er það í raun
mjög heillandi fyrir marga að heyra
hann tala af svo mikilli hreinskilni um
mál sem allir verða kannski búinn að
gleyma eftir einhvern tíma. Það að
stjórnmálaleiðtogi tali opinskátt um
hluti og fólk sem er enn svo nálægt
okkur í tíma er glænýtt fyrir Svía og
það er líka nýtt í sænskum stjórn-
málum.“
- Margar skoðanakannir fyrir for-
mannskjörið ykkar í síðasta mánuði
sýndu að bæði kjósendur og flokks-
félagar þínir vildu frekar Margot
Wallström sem formann sósíal-
demókrata eftir brotthvarf Persons.
Hefur þú reynt að lægja einhverjar
óánægjuöldur innan flokksins eftir að
þú tókst við sem formaður ?
„Veistu, ég er ekki þannig leiðtogi
að vilja hundrað prósent stuðning við
mig, því ég veit að lífið er ekki þannig.
Ég vildi vita að ég hefði nægan stuðn-
ing til að sinna þessu erfiða starfi og sá
stuðningur hefur aukist eftir kjörið.
Ég lít síður en svo á Margot sem óvin
minn, hún er flokknum afar mik-
ilvægur liðsmaður.“
- Ríkisstjórn Svíþjóðar er nú skipuð
hægri- og miðjuflokkum, í fyrsta sinn í
langan tíma. Hvað ætlið þið jafn-
aðarmenn að leggja áherslu á til að
koma þessari ríkisstjórn frá völdum ?
„Ríkisstjórnarflokkar Svíþjóðar
halda úti mjög ósanngjarnri stefnu,
þeir gera fátæka enn fátækari, þeir
lækka skatta á þá ríku, þeir níðast á
atvinnulausum. Ég held í hreinskilni
að Svíum líki ekki þessi stefna en Svíar
voru líka orðnir þreyttir á okkur og
vildu eitthvað nýtt. Þeir fengu það og
það kemur í ljós að þeim líkar það
ekki. Ég vil sýna þeim að við erum
ekki þreytt og að okkur þyrstir ennþá í
að breyta Svíþjóð í réttari átt.“
- Það er oft talað um að erfiðara sé
fyrir konur að fóta sig innan stjórn-
málanna og margir telja að þær fái
mun ósanngjarnari gagnrýni en karl-
ar, ertu með einhver ráð handa ungum
konum sem eru að stíga sín fyrstu
skref í stjórnmálum?
„Hvað höfum við marga klukku-
tíma?“ svarar Mona og hlær. „Konur
verða að standa saman, þær verða að
skilja að stjórnmál eru mjög erfið og
geta verið ljót. Konur ættu ekki að
treysta neinu nema þeirra eigin til-
finningum og alls ekki að líkja eftir
körlum. Það er aldrei vænlegt til ár-
angurs. Konur eiga að vera áfram kon-
ur og muna að stjórnmál snúast um að
breyta framtíðinni til hins betra,“
- Þannig að þú nýtur þess ennþá að
lifa og hrærast í hringiðu stjórnmál-
anna, þrátt fyrir allt ?
„Algjörlega.“
Stjórnmálakonur sem
líkja eftir körlum tapa
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leiðtogi Mona Sahlin var gestur landsfundar Samfylkingar í Egilshöll.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur fallist á kröfu föður um að
hann fái dóttur sína afhenta til
Frakklands, þar sem hann býr, hafi
móðirin ekki fært hana þangað innan
þriggja vikna.
Málavextir eru þeir að foreldrarn-
ir voru í óvígðri sambúð í Frakklandi
sem lauk árið 2005. Árið áður eign-
uðust þau dóttur. Í aðfarabeiðni kom
fram að stúlkan hefði búið hjá for-
eldrunum til skiptis eftir sambúðar-
slit. Dómstóll í París kvað upp þann
dóm 8. janúar sl., að lögheimili stúlk-
unnar skyldi vera hjá föðurnum og
að móðirin skyldi njóta umgengnis-
réttar við stúlkuna en að óheimilt
væri að fara með barnið úr landi
nema með samþykki beggja forsjár-
aðila.
Í dómi segir að varnaraðili máls-
ins, þ.e. móðirin, hafi numið stúlkuna
á brott frá Frakklandi og flutt með
sér til Íslands. Að mati dómsins
kváðu frönsk lög skýrt á um sameig-
inlegan forsjárrétt. Þá þættu fram-
lögð gögn ekki benda til þess, að al-
varleg hætta væri á að afhending
barnsins myndi skaða stúlkuna and-
lega eða líkamlega eða koma henni á
annan hátt í óbærilega stöðu með af-
hendingu til föður síns. Þá segir í
dómi að stúlkan sé ung að árum og
verði ekki annað ráðið en að fram til
þess tíma, sem móðir hennar flutti
hana með sér til Íslands, hafi hún
verið í góðum tengslum við báða for-
eldra sína. Þá þættu engin efni til að
hafna beiðni föðurins á þeim grund-
velli að afhending stúlkunnar væri
ekki í samræmi við grundvallarregl-
ur hér á landi um verndun mannrétt-
inda.
Sigríður Hjaltested héraðsdómari
kvað upp úrskurðinn.
Fær dóttur
sína af-
henta til
Frakklands
ÞRJÚ slys urðu með skömmu milli-
bili á höfuðborgarsvæðinu í gær og
fyrradag.
Sextán ára piltur fingurbrotnaði
í Kópavogi á fimmtudagsmorgun.
Pilturinn og félagi hans, sem er ári
eldri, voru að fikta með sprengiefni
þegar óhappið varð, að sögn lög-
reglu. Sá slasaði datt þegar hann
var að kasta frá sér heimatilbúinni
sprengju og við það fingurbrotnaði
hann. Í fórum piltanna voru fleiri
heimatilbúnar sprengjur sem lög-
reglan lagði hald á.
Í hádeginu í gær datt kona við
Krísuvíkurkirkju. Konan, sem er
hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu
sinni, var flutt á slysadeild en hún
mun hafa fótbrotnað.
Síðdegis slasaðist síðan karl-
maður á þrítugsaldri við vinnu sína
í Sundahöfn. Hann klemmdist á
milli tveggja vörulyftara en ekki er
vitað frekar um meiðsli hans.
Slysabylgja
Í KÖNNUN sem Blaðið birti í gær
mælast vinstri grænir með mun
minna fylgi en flokkurinn hefur
fengið í könnunum að undanförnu.
VG fær 15,5% fylgi í könnunni og
mælist með minna fylgi en Samfylk-
ingin.
Samkvæmt könnuninni fær Sjálf-
stæðisflokkurinn 45% fylgi, Sam-
fylking 19%, VG 15,5%, Framsókn-
arflokkur 9%, Frjálslyndi
flokkurinn 9%, og Íslandshreyf-
ingin 2,4%.
Skoðanakönnun Blaðsins var
símakönnun sem gerð var 11. apríl.
Úrtakið var 800 manns. 54,7% tóku
afstöðu, 36,7% sögðust vera
óákveðin og 8,6% ætluðu að skila
auðu.
VG mælist með
15,5% fylgi
♦♦♦
♦♦♦