Morgunblaðið - 14.04.2007, Side 16

Morgunblaðið - 14.04.2007, Side 16
16 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is FIMM af sex ráðherrum Sjálfstæð- isflokksins sátu fyrir svörum á landsfundi flokksins í gær. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var fjarverandi vegna veikinda en sendi fundarmönnum kveðju sína. Dagskrá gærdagsins hófst raunar með framsögu Illuga Gunnarssonar um stjórnmálaályktun flokksins. Enginn kvaddi sér hljóðs eftir fram- söguna og var röðin þá komin að framkvæmdastjóra flokksins, Andra Óttarssyni, að flytja skýrslu sína. Hann lagði töluverða áherslu á jafn- réttismál í ræðu sinni. „Ég er þeirr- ar skoðunar að við sjálfstæðismenn höfum tækifæri til þess að auka fylgi okkar meðal kvenna ef við leggjum okkur betur fram um að skýra af- stöðu okkar í þeim málum sem helst virðast draga úr fylgi kvenna við flokkinn. Þar tel ég að flokksmenn geti lyft grettistaki með því að koma áherslum okkar og árangri í þeim málum betur á framfæri. Gjarnan er talað um að Sjálfstæðisflokkurinn standi betur í svokölluðum hörðum málum heldur en mjúkum, og að karlar taki frekar afstöðu út frá hörðum málum, en konur mjúkum. Þessi aðgreining í hörð og mjúk málefni á tæplega rétt á sér. Við er- um vonandi öll sammála um að skattalækkanir snerta konur jafnt og karla og að málefni barna koma körlum nákvæmlega jafn mikið við og konum. Málefni fjölskyldunnar, umhverfismálin, heilbrigðismálin og málefni þeirra sem minnst mega sín eru að sjálfsögðu málefni beggja kynja alveg eins og önnur málefni,“ sagði Andri. Stuttar umræður urðu eftir ræðu Andra. Röðin kemur að stimpilgjöldum Þegar leið að fyrirspurnatíma ráð- herra eftir hádegishlé fylltist Laug- ardalshöllin en fram að því hafði fundurinn þó verið þokkalega sóttur. Fundarstjóri, Sólveig Pétursdóttir, var með vænan bunka skriflegra spurninga en þar við bættust spurn- ingar úr sal og það ófáar. Spyrjendur komu víða við. Geir H. Haarde forsætisráðherra svaraði fyrirspurn um stimpilgjöld á þann veg, að þau væru skattur sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefði ekki haft svigrúm til að lækka eða fella niður því flokkurinn hefði verið upptekinn af að lækka eða fella niður aðra skatta. „Það styttist í að röðin komi að stimpilgjöldum,“ sagði hann. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra lýsti stefnu Sjálfstæðisflokksins í jafnrétt- ismálum og þá sérstaklega út frá menntakerfinu, sagði að þar væri stuðlað að því að draga fram mögu- leika beggja kynja. Hún sagði að standa þyrfti vörð um stefnu flokks- ins um einstaklingsfrelsi, því ein- staklingsfrelsi í raun væri jafnrétti í raun. „Ég spái því að innan skamms náum við frekara launajafnrétti og það er stóra málið núna.“ Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra sagði aðspurður að afleiðingar af stóriðjustoppi eða hléum gætu orðið margvíslegar. „Við gætum gert ráð fyrir að hagvöxtur yrði um 1% minni á ári næstu 10 ár, líkur á atvinnuleysi munu aukast og jafn- framt gætu afleiðingarnar fyrir fyr- irtæki sem útbúa útrás í orkugeir- anum orðið miklar, ef þau gætu ekki lengur treyst á heimamarkað,“ sagði Árni. Gagnrýni kom fram á þröngar reglur um styrk hreyfihamlaðra til bifreiðakaupa og forsætisráðherra sagði einboðið að til einhverrar rýmkunar kæmi á þeim reglum. Hann tók hins vegar upp hanskann fyrir fjármálaráðherra sinn og sagði ekkert nýtt að fjármálaráðherra væri talinn ljóti karlinn, en bætti reyndar við að það hefði ekki batnað þegar Árni tók við embættinu af sér. Einar Kr. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra fékk spurningu sem laut að auðlindagjaldi á sjáv- arútvegsfyrirtæki og hvort hann vildi taka af öll tvímæli um einka- eignarrétt á aflahlutdeild með því að breyta orðalagi í lögum um stjórn fiskveiða, t.d. að fjarlægja orðið þjóðareign. Einar sagði auðlindagjaldið ekki hafa verið sérstakt baráttumál Sjálf- stæðisflokksins en flokkurinn hefði tekið þátt í að ná niðurstöðu um mik- ið deilumál. Upphæð gjaldsins fari eftir afkomu sjávarútvegsins og sé lítil núna vegna lakari framlegðar á síðasta ári. „Þetta sýnir að við stóð- um vörð um að ganga ekki of nærri sjávarútveginum með óeðlilegri gjaldheimtu,“ sagði ráðherrann. Hann kvaðst sammála því að lög og reglur þyrftu að vera skýr, sem tryggðu afnota- og nýtingarréttinn á fiskimiðunum og sá réttur ætti að vera einstaklingsbundinn, eins og hann hefði verið. Nýr sæstrengur Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra lýsti því hvernig bæta ætti netsamband við landið um sæstreng og kvaðst vongóður um að hægt yrði að hefjast handa á næstu misserum. Fjarskiptasamband er nú um tvo strengi, Cantat 3 og FarIce, en Sturla segir að vænta megi þess að nú í sumar verði valin leiðin, þar sem þriðji strengurinn verður lagður. „Samgönguráðuneytið er að vinna að þessu, í samráði við Grænlend- inga og Færeyinga,“ sagði Sturla, sem lagði mikla áherslu á mikilvægi öruggs netsambands. Ný vinnubrögð Fjármálaráðherra lýsti því hvern- ig hann vonaðist til að kröfugerð rík- isins í þjóðlendumálum yrði betri og fyllri með nýjum vinnubrögðum, en framkvæmd þjóðlendulaga hefur verið töluvert gagnrýnd. Samgöngu- ráðherra ítrekaði að ekki mætti veikja innanlandsflug og það yrði ekki gert, sama hver niðurstaðan yrði í flugvallarmálum. Sjáv- arútvegsráðherra sagði menntasókn á Vestfjörðum mikilvæga, forsætis- ráðherra tók undir áhyggjur vegna ofbeldisverka en benti jafnframt á að dómsmálaráðherra hefði eflt lög- gæslu verulega og mennta- málaráðherra ítrekaði að þjónustu- samningur við RÚV myndi styrkja innlenda dagskrárgerð og þar með menningarhlutverk stofnunarinnar. Enn héldu spurningarnar áfram að berast, um hugsanlegar breyt- ingar á skipan stjórnarráðsins, þar sem forsætisráðherra telur að svig- rúm til breytinga og færslu verkefna milli ráðuneyta, hann telur líka að sameiginlegt forræði eigi að vera meginregla við skilnað og honum sýnist einboðið að það sé réttlæt- ismál að einhleypar konur geti nýtt sér tæknifrjóvgun hér á landi, en lög hamla því nú. Fjármálaráðherra sagði tengingu bóta við tekjur maka nánast hverfa um næstu áramót, forsætisráðherra mótmælti fullyrðingu um að lög um eftirlaun þingmanna væru „arfavit- laus“ eins og fyrirspyrjandi hélt fram og samgönguráðherra svaraði ítrekað spurningum frá Vest- mannaeyingum, sem vilja greinilega úrbætur í samgöngumálum. Forsætisráðherra uppskar klapp fundarmanna þegar hann lýsti því yfir að auðvitað hefði Sjálfstæð- isflokkurinn áhuga á að taka við heil- brigðis- og tryggingarmálaráðu- neytinu eftir kosningar. „Getur nokkur verið í vafa um það?“ spurði hann. „Við höfum margar og góðar hugmyndir um hvernig mætti reka þann málaflokk, eins og sést af drög- um að ályktun landsfundarins.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tækifæri til að auka fylgið meðal kvenna Forusta Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, og Geir G. Haarde, formaður flokksins, svara fyrirspurnum landsfundarmanna í Laugardalshöllinni í gær. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins, kvaddi sér hljóðs eftir að arftaki hans hafði flutt skýrslu sína og þakkaði þann hlýhug og elskusemi sem hann hefði notið eftir að hann ákvað að láta af störfum. Hann upplýsti að kveðjugjöf miðstjórnar flokksins til sín væri að hann fengi að ritstýra bók um sjálfstæðistefnuna. Í bókinni, sem gefin verður út á næsta ári, verða greinar eftir ungt fólk. Kjartan upplýsti að ritstjórn yrði honum til halds og trausts en kvaðst jafnframt vona að hún vildi ekki ráða of miklu. Ritstýrir bók um sjálfstæðisstefnuna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.