Morgunblaðið - 14.04.2007, Page 22
22 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
BJÖRGUNARMENN hættu í gær
leit að fimm mönnum sem saknað
er eftir að dráttarbáti hvolfdi ná-
lægt olíuborpalli vestan við Hjalt-
landseyjar í fyrradag. Björg-
unarmennirnir sögðust vera úrkula
vonar um að mennirnir fimm fynd-
ust á lífi. Lík þriggja manna fund-
ust og er því talið að átta menn hafi
farist í slysinu.
Af fimmtán mönnum sem voru í
bátnum voru fjórtán Norðmenn og
einn Dani. Fimmtán ára piltur og
faðir hans eru á meðal þeirra sem
saknað er.
Sjö menn í áhöfninni voru fluttir
á sjúkrahús eftir slysið sem varð
um 75 sjómílum vestan við Hjalt-
landseyjar. Ekki er enn vitað hvers
vegna bátnum hvolfdi.
Báturinn var tæplega árs gamall,
um 75 metra langur og 2.500 tonn.
Flestir starfsmenn olíuborpallsins
voru fluttir af honum vegna hættu
á að báturinn skemmdi hann, að
sögn norskra fjölmiðla.
Talið að átta menn hafi farist
í norska bátnum sem hvolfdi
AP
Bjargaðist Norðmaður sem komst
lífs af fer úr sjúkrabíl á Hjaltlandi.
NORSKA ríkisstjórnin kvaðst í gær ætla að setja strang-
ari siðareglur um fjárfestingar olíusjóðs Norðmanna og
fyrsta skrefið yrði að banna kaup á skuldabréfum frá
Myanmar (sem hét áður Búrma). Kristin Halvorsen, fjár-
málaráðherra Noregs, sagði að einnig væri gert ráð fyr-
ir því að bannað yrði að kaupa skuldabréf frá löndum
sem sæta refsiaðgerðum af hálfu Sameinuðu þjóðanna
eða öðrum refsingum sem norsk stjórnvöld styðja.
Olíusjóðurinn nemur nú sem svarar 21.000 milljörðum
ísl. króna og gert er ráð fyrir að hann nemi andvirði
tæpra 58.000 milljarða króna eftir tíu ár. Halvorsen
sagði að sjóðurinn veitti Norðmönnum mikil völd og þeir
hygðust nýta þau til að stuðla að betri heimi á tímum alþjóðavæðingar.
Sjóðurinn á hlutabréf í um 3.400 fyrirtækjum víða um heim og honum
hefur þegar verið bannað að fjárfesta í „sérlega ómannúðlegum“ fyr-
irtækjum á sviði vopnaframleiðslu eða fyrirtækjum sem gerast sek um
stórfelld mannréttindabrot, spillingu eða mengun.
Norska olíusjóðnum settar
strangari siðareglur
Kristin
Halvorsen
SVISSLENDINGUR, sem var náð-
aður eftir að hafa verið dæmdur í
tíu ára fangelsi fyrir móðgun við
konung Taílands, kom til Sviss í
gær eftir að taílensk yfirvöld vís-
uðu honum úr landi.
Oliver Jufer, 57 ára Svisslend-
ingur, hafði játað sig sekan um brot
á lögum, sem banna hvers konar
móðgun við konunginn, með því að
úða málningu á myndir af Bhumi-
bol Adulyadej konungi í ölæði í
borginni Chiang Mai 5. desember.
Svissneska utanríkisráðuneytið
fagnaði því að Svisslendingurinn
var leystur úr haldi og sagði að
Micheline Calmy-Rey, forseti Sviss,
hefði þakkað konunginum fyrir að
náða Jufer.
Reuters
Sleppt Svisslendingurinn Rudolf
Jufer á leið úr fangelsi í Taílandi.
Náðun fanga
fagnað í Sviss
LÖGREGLAN í Brasilíu kvaðst í gær hafa leyst upp hóp leigumorðingja
sem grunaðir eru um að hafa myrt um þúsund manns á fimm árum. Að
minnsta kosti 20 manns hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins,
þeirra á meðal lögreglumenn, kaupsýslumenn og leigumorðingjar.
Dauðasveitir, oft skipaðar fyrrverandi eða starfandi lögreglumönnum,
hafa lengi verið vandamál í Brasilíu og kaupmenn hafa stundum beitt þeim
gegn götubörnum.
Lögreglan segir að glæpahópurinn, sem hún kallar „Morð hf.“, hafi
framið um fjögur morð að meðaltali á viku fyrir sem svarar 33.000–
170.000 krónum hvert. Mörg fórnarlambanna voru myrt vegna skulda við
okurlánara en önnur í hefndarskyni vegna ýmissa deilumála, meðal annars
milli karlmanna um konur.
Leigumorðingjar grunaðir
um þúsund morð í Brasilíu
DANSKA lögreglan notaði þyrlur,
kafara og leitarhunda í tveggja
vikna leit að 82 ára gamalli konu
sem fannst að lokum undir rúminu
sínu, að sögn danskra fjölmiðla í
gær.
„Við höfðum farið nokkrum sinn-
um inn í húsið hennar og töldum að
við hefðum leitað þar nógu vel.
Þannig að stolt okkar er svolítið
sært,“ sagði talsmaður lögregl-
unnar í Gentofte. Konan hafði fyr-
irfarið sér.
Leitaði langt
yfir skammt
UPPREISNARHREYFING í Mið-
Afríkulýðveldinu, UFDR, undirrit-
aði í gær friðarsamning við stjórn
landsins. Samkvæmt samningnum
fá liðsmenn uppreisnarhreyfing-
arinnar sakaruppgjöf.
Samið um frið
FIDEL Castro, leiðtogi Kúbu, hefur
að miklu leyti tekið við völdum að
nýju eftir að hafa „náð sér nær al-
veg“ átta mánuðum eftir að hann
gekkst undir skurðaðgerð, að sögn
Hugo Chavez, forseta Venesúela.
Castro við völd?
HÓPUR þjóðdansara frá Punjab-ríki á Norður-
Indlandi sýnir hefðbundinn bhangra-dans við setning-
arathöfn hátíðar í indversku borginni Jammu í gær.
Yfirvöld í Jammu og Kasmír skipulögðu hátíðina sem
á að standa í þrjá daga og hófst með mikilli viðhöfn í
gær.
AP
Þjóðdans á hátíð í Jammu
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
HART er nú sótt að Paul Wolfowitz,
yfirmanni Alþjóðabankans, fyrir að
hafa hyglað ástkonu sinni, Shaha Ali
Riza óeðlilega og þrýst er á hann að
segja af sér. Riza starfaði hjá bank-
anum og að skipun Wolfowitz fékk
hún árlegar launahækkanir er námu
um 200 þúsund dollurum, 14 millj-
ónum króna, skömmu áður en hún
skipti um vettvang og hóf störf í ut-
anríkisráðuneytinu bandaríska. Allir
24 framkvæmdastjórar lánadeilda
bankans undirrituðu í gær yfirlýs-
ingu þar sem þeir vísuðu eindregið á
bug skýringum yfirmannsins.
Haldinn var tilfinningaþrunginn
fundur með Wolfowitz og starfs-
mönnum bankans á fimmtudag. „Ég
gerði mistök og harma það mjög,“
sagði Wolfowitz fyrir fundinn. Hann
flutti þar óundirbúið ávarp en við-
staddir munu hafa búist við að hann
segði þar af sér, að því er segir í
blaðinu Financial Times. Það gerði
hann ekki en sagði að deilan hefði
verið afar „sársaukafull“. Hann hefði
hyglað Riza til þess að koma í veg
fyrir að hún færi í mál við bankann ef
hún yrði neydd til að hætta með vís-
un til þess að samkvæmt reglum
bankans mega starfsmenn ekki
starfa undir neinum sem þeir eiga í
ástarsambandi við.
Bað Wolfowitz um að sér yrði
sýndur skilningur, hann hefði átt við
„erfiðan, persónulegum vanda“ að
stríða þegar hann hóf störf og var að
reyna að læra hvernig hlutirnir
gengju fyrir sig á nýjum slóðum. Al-
ison Cave, formaður starfsmanna-
félagsins, fagnaði afsökunarbeiðn-
inni en sagði að Wolfowitz nyti ekki
trausts starfsmanna. Hann yrði að
gera það sem rétt og viðeigandi væri
í stöðunni og segja af sér.
Einn af þekktustu haukunum
Wolfowitz er þekktur sem einn af
forystumönnum svonefndra ný-
íhaldsmanna (e. neocons), haukur í
utanríkismálum og eindreginn
stuðningsmaður Ísraels. Hann var á
sínum tíma aðstoðarvarnarmálaráð-
herra í stjórn George W. Bush
Bandaríkjafor-
seta og einn af
helstu hvata-
mönnum þess að
ráðist yrði inn í
Írak og Saddam
Hussein steypt.
Ráðning hans
sem yfirmanns
Alþjóðabankans
2005 var afar um-
deild, m.a. vegna deilnanna um
Íraksstríðið. Ekki hefur síður staðið
styr um þá stefnu hans í bankanum
að berjast gegn spillingu í þróunar-
löndum. Wolfowitz hefur bent á að til
lítils sé að lána fé til fátækra landa ef
spilltir stjórnmálamenn stingi því
undan.
Shaha Ali Riza var ráðin til Al-
þjóðabankans 1997. Hún er fædd í
Líbýu (sumar heimildir segja Túnis)
en alin upp í Sádi-Arabíu og lauk há-
skólanámi við London School of
Economics og Oxford. Hún er búsett
í Bandaríkjunum en er breskur rík-
isborgari, múslími en einnig ákafur
femínisti. Hún er fráskilin og hefur
barist ákaft fyrir lýðræði, kvenfrelsi
og mannréttindum í arabalöndunum.
Riza er um 10 árum yngri en
Wolfowitz sem er 64 ára, kvæntur og
á þrjú börn. Samband þeirra, araba-
konunnar og bandaríska gyðingsins,
var framan af vel varðveitt leyndar-
mál í Washington enda forðuðust
þau að láta mikið á því bera. Wolfo-
witz og eiginkona hans, Clare Selgin,
hafa ekki búið saman frá 2001 eftir
að hann var sakaður um að hafa átt í
ástarsambandi við starfsmann Scho-
ol of Advanced International Studies
en þar var hann kennari um sjö ára
skeið.
Riza vann m.a. með íröskum útlög-
um í Bandaríkjunum fyrir innrásina
2003 og barðist fyrir því að einræði
Saddam Husseins yrði hnekkt. Í vef-
ritinu arab news er fullyrt að Wolfo-
witz hafi lengi verið svo blindaður af
ást til Riza að hann hafi, er hann var
ráðherra, látið skoðanir hennar hafa
mikil áhrif á sig þegar hann mat
kosti og galla þess að ráðast á Írak.
Þau hafi verið sameinuð í þeirri hug-
sjón að koma á lýðræði í Miðaust-
urlöndum. Talið er að vegna sam-
bandsins við Wolfowitz hafi Riza
verið einhver áhrifamesti múslíminn
í Washington er hann var ráðherra.
„Kvennafarið er að koma honum í
koll,“ sagði ónefndur heimildarmað-
ur í Washington fréttamönnum fyrir
tveimur árum. „Paul var haukur í ut-
anríkismálum löngu áður en hann
hitti Riza en það er ekki gott fyrir
ímyndina að vera sakaður um að
vera leiksoppur ástkonu sinnar.“
„Ég gerði mistök og
harma það mjög“
AP
Í vörn Paul Wolfowitz á blaðamannafundi í Washington. Fast hefur verið
lagt að honum að segja af sér fyrir að hafa hyglað ástkonu sinni.
Shaha Ali Riza