Morgunblaðið - 14.04.2007, Qupperneq 31
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 31
Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00
Pink Dream tungusófi
Stærð: 360cmX150cmXtungubr:152cm
Verð: 188.000,-
Fáanlegur í tweed áklæði
Hægt að taka áklæði af og hreinsa
Austria tungusófi
Stærð: 333cmX200cmXtungubr:112cm
Verð: 188.000,-
Fáanlegur í tweed og microfiber áklæði
Hægt að taka áklæði af og hreinsa
Romeo leðurtungusófi
Stærð: 320x165
Verð: 222.000,-
Veggskápur
Br:160cmxD:32cmxH:35cm
Verð: 59.000,-
Borðstofuskenkir
Tvær stærðir
Br:180cmxD:50cmxH:85cm
Br:240cmxD:50cmxH:85cm
Verð frá: 124.000,-
Glerskápur
Br:120cmxD:50cmxH:200cm
Verð: 138.000,-
Quant skápur
stærð: 100cmX40cmX105cm
Einnig fáanlegur í háglans svörtu
Verð: 77.000,-
Háglans
sjónvarpsskenkur
Fáanlegur í stærðum:
240cmX50cmX45xm
180cmX50cmX45cm
120cmX50cmX45cm
Verð frá: 77.000,-
Einnig fáanlegir í hvítu háglans
Ný húsgögn - stílhrein hönnun
Stórir og mjúkir sófar frá HOME FEELING
Mikið úrval af
háglans húsgögnum
Mikill hugur er í eigendum Hótels
Hvolsvallar. Þar á bæ er meiningin
að stækka hótelið umtalsvert og er
nú þegar hafin bygging 26 herbergja
álmu sem tekin verður í notkun í
júní á þessu ári og í næstu viku verð-
ur opnaður nýr veitingasalur fyrir
160 manns. Þá hafa verið settir niður
tveir nýir heitir pottar og næsta vet-
ur er gert ráð fyrir byggingu 32
nýrra herbergja og verður heild-
arfjöldi herbergja þá 86, allt mjög
vel búin herbergi. Að sögn Óla Jóns
Ólasonar hótelstjóra er mjög bjart
framundan í rekstrinum. Bókanir
fyrir sumarið eru afar góðar og búið
er að ráða Stefán R. Kristjánsson
sem bæði er matreiðslumeistari og
bakari og ætlar hann að töfra fram
mat sem allur verður heimalagaður.
Rangæingar hafa nú stofnað
byggðasamlag um skipulags- og
byggingarmál. Ákveðið hefur verið
að stofna eitt embætti sem fara mun
með málaflokkinn fyrir öll þrjú
sveitarfélögin í sýslunni. Gert er ráð
fyrir að við embættið muni verða
þrír starfsmenn og hefur nú verið
skipað í hina nýju skipulags- og
bygginganefnd, svo og í stjórn
byggðasamlagsins. Markmiðið með
þessu mun vera að sveitarstjórn-
irnar hafi meiri afskipti af mála-
flokknum og komi fyrr að málum.
Hestamenn á Hvolsvelli hafa lengi
átt sér þann draum að byggja sér
reiðskemmu við hesthúsahverfi sitt í
Miðkrika. Í því skyni hafa þeir leitað
til opinberra aðila um fjárstuðning
og fengið jákvæðar undirtektir bæði
frá sveitarfélaginu og ríkinu. Fyrir
nokkru buðu þeir byggingu skemm-
unnar út og fengu nokkur tilboð.
Ekki hafa menn orðið sammála um
hvað tilboði eigi að taka, svo nú lítur
allt út fyrir að ekkert verði af fram-
kvæmdum. Sannast hið fornkveðna
að samstaðan er það sem gildir í öll-
um góðum málum.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra
hefur nú ákveðið að ráðast í breyt-
ingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins
vegna byggingar ferjuhafnar við
Bakka. Undirbúningur og rann-
sóknir fyrir framkvæmdina eru það
vel á veg komnar að ekki er annað
sýnt en að þetta sé vel framkvæm-
anlegt. Ekki hafa þó allir Vest-
mannaeyingar trú á því að Bakka-
fjöruhöfn muni duga þeim sem
samgöngubót því margir þeirra hafa
áhyggjur af því að oft verði ófært
milli lands og Eyja þessa leið vegna
veðurs og brims við ströndina.
Nú er í bígerð að láta gera nýtt deili-
skipulag við Dvalarheimilið Kirkju-
hvol. Þar er ætlunin að byggja íbúðir
fyrir aldraða sem vilja minnka við
sig en eru ekki tilbúnir að fara á
stofnun. Staðsetningin tekur þó mið
af því að íbúarnir geti nýtt sér þjón-
ustu dvalarheimilisins kjósi þeir svo.
Áreiðanlega er þörf fyrir slíka bygg-
ingu því eftirspurn eftir litlum íbúð-
um á Hvolsvelli er alltaf mikil og
seljast slíkar íbúðir fljótast og best.
Kennarar og starfsfólk Hvolsskóla
gerðu víðreist í páskafríinu og heim-
sóttu skóla í Minneapolis, en í Am-
eríkunni er það þannig að skólar
gefa aðeins frí á föstudaginn langa.
Lætur hópurinn vel af ferðinni og
telur að ferðin muni hafa jákvæð
áhrif á skólastarfið, enda eykur það
víðsýni að kynnast nýjum aðstæðum
og hugmyndum.
Ljósmynd/Steinunn Ósk
Framkvæmdir Til stendur að
stækka Hótel Hvolsvöll umtalsvert.
HVOLSVÖLLUR
Eftir Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur
fréttaritara
Erlingur Sigtryggsson frétti aflandsfundarræðu Steingríms
J. Sigfússonar og orti í orðastað
hans:
Við skulum öll til vorsins hlakka.
Víst er að stjórnin fer.
Einu verður það að þakka,
þ.e.a.s. mér.
Séra Hjálmar Jónsson hefur
gaman að því þegar menn „yrkja,
kankast á, skjóta laust og fast.
Taka hina ýmsu og ólíkustu póla.
Það má ekki þrengja á nokkurn
máta.“ Og hann yrkir:
Einsýni er oft til meins
og ekki rétta strikið.
Þar sem hugsa allir eins
enginn hugsar mikið.
Hjálmar Freysteinsson læknir á
Akureyri yrkir kostulega limru:
Hann Sveinbjörn er mikið í mælingum,
margskonar grúski og pælingum,
en kona hans góð
sem gefur út ljóð
er meira í stuldi og stælingum.
Kristján Eiríksson las í pistli
Kolbrúnar Bergþórsdóttur í
Blaðinu að Steingrímur J. Sigfús-
son hefði í eldhúsdagsumræðum
farið með ljóð eftir Jónas
Hallgrímsson og jafnvel talið
skáldið vinstri grænt. Kolbrúnu
blöskraði að vonum að láta ræna
slíkum „eðalkrata“, eins og hún
nefnir skáldið, frá Samfylkingunni.
Kristján yrkir í hennar orðastað.
Víst fylginu frá oss þeir ræna,
jafnvel fornskáldin dauð að sér hæna.
Vér Jónasi glötum
úr garði hjá krötum.
Hann er genginn í vinstri græna.
Bjarki Bjarnason telur fullvíst að
Jónas væri framsóknarmaður væri
hann uppi nú:
Skáldið var lúið á skrokkinn
og skildi við lífsþreyttan rokkinn.
En listaskálds kraftur
kemur nú aftur.
Hann er genginn í Framsóknarflokkinn.
Í Mogganum í gær kom fram að
listamaðurinn Spencer Tunick
leitaði að fyrirsætum hérlendis.
Már Högnason yrkir á bloggi sínu:
Þjóna vilja þjóðar hvötum
þyrstir fólk í myndirnar.
Leiðtogarnir fara úr fötum
fyrst næstu kosningar.
VÍSNAHORNIÐ
Hlakkað
til vorsins
pebl@mbl.is