Morgunblaðið - 14.04.2007, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.04.2007, Qupperneq 32
tíska 32 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Hopp í polla“ söng hljómsveitinSigur Rós á síðasta diski sínumTakk og á regnvotum vordög-um er fátt meira freistandi en að taka gott tilhlaup og sjá gusurnar skvettast í allar áttir þegar hoppað er í næsta polli. Hver minnist líka ekki þeirra sæludaga í æsku þegar maður kom alsæll heim forugur upp fyrir haus og renn- blautur eftir drullumall og pollasull dags- ins? Drullumallið freistar þó líklega fæstra sem náð hafa fullorðinsárum – nema ef til vill að góður skurkur í garðinum á vordög- um geti fallið í þann flokk. Að hoppa í pollum hættir hins vegar aldrei að vera freistandi, sama hvaða aldri er náð og enginn skófatnaðar hentar betur til slíkra æfinga en almennileg gúmmístíg- vél. Hver man líka ekki eftir svörtu Nokia- stígvélunum, sem flestir þeirra, sem komir eru yfir ákveðinn aldur, klæddust í æsku? Í dag er litadýrðin og fjölbreytnin í úrvali gúmmístígvéla mun meiri en þá – og jafn- vel líka fyrir fullorðna. Munstraðar gúmmí- túttur, ökklastígvél, gúmmístígvél sem ná upp á kálfa og svo klassíska hnéhæðin – allt er þetta í boði og litirnir ljósir, dökkir, pastel sem og lífleg munstur. Nei, gúmmí- stígvél þurfa víst alls ekki að vera leiðinleg. Og ólíkt penum hælum sem sitja fastir í leðju, mjúku leðri sem bregst illa við bleytu eða litríkum tauskóm sem þola varla minnsta hnjask þá henta gúmmístígvélin fullkomlega íslensku vorveðri. Þau eru líka frábær leið til að rifja upp tengslin við barnið innra með sér og losa þannig um höft og tepruskap fullorðinsáranna. Láttu það bara eftir þér, þú veist að þig langar – taktu smá tilhlaup og búðu til góðar gusur í næsta polli… Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hopp í polla 1. Hvít með penu munstri. Europris 1.790 kr. 2. Klassískur svartir litur fyrir kálfastígvélin. Noa Noa 4.190 kr. 3. Unikko-munstrið hæfir líka regninu. Marimekko 6.900 kr. 4. Bleik og dömuleg í garðvinnuna. Europris 1.790 kr. 5. Hvít og pen fyrir pollana. Noa Noa 4.190 kr. 6. Rauðu Unikko-valmúablómin eru sumarleg. Marimekko 6.900 kr. 7. Ökklaháar gúmmítúttur sem passa hvar sem er. Focus skór 4.990 kr.        Fréttir í tölvupósti Ættingjabandsins, Ættingja- og vinasambands heimilisfólks á Hrafnistu í Reykjavík verður haldinn á Helgafelli, 4. hæð á Hrafnistu í Reykjavík, þriðjudaginn 24. apríl nk. kl. 20.00. Dagskrá: Elna Þórarinsdóttir, formaður, setur fundinn. • Lesin skýrsla sjórnar. • Sveinn Skúlason, forstjóri, flytur ávarp um væntanl. breytingar á Hrafnistu. • Skemmtiatriði. • Ávarp flytur Hinrik Greipsson, form. Ættingjabands Grundar. • Kosning nýrrar stjórnar. • Önnur mál. • Kaffiveitingar. Okkur vantar nýtt, áhugasamt fólk í stjórnina! Sjáumst hress. Aðalfundur Stjórnin. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.