Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 43
STAKSTEINAR Morgunblaðs-
ins 12. apríl fjalla, að mér finnst
með skætingi, um hógværa grein
eftir mig í Morgunblaðinu 11. apríl
um Reykjavíkurbréf. Staksteinar
biðja um skýringar á grein minni,
sem þeir kalla furðuskrif.
Áður en ég svara skætingi Stak-
steina vil ég taka
fram að Morg-
unblaðið á þakkir
skildar fyrir þá þjón-
ustu við lýðræðið að
vera öllum opið.
Mogginn er miðja
umræðunnar í land-
inu. „Morgunblaðið er
málþing þjóðarinnar“
var eitt sinn fyrirsögn
á grein. Morg-
unblaðið er helsti far-
vegur lýðræð-
isumræðu í landinu.
Þetta er sérstaklega þakkarvert
þegar haft er í huga að Mogginn er
rammpólitískur. Pólitík sína birtir
hann í Staksteinum, leiðara og
Reykjavíkurbréfi og stundum má
lesa hana úr fréttavali blaðsins.
Ekki benda á mig
Staksteinar nánast frábiðja sér
ábyrgð Moggans á innihaldi
Reykjavíkurbréfsins og skjóta sér
bak við grein eftir Gylfa Arn-
björnsson.
Í Staksteinum segir: „Það eru
þrjár hugsanlegar skýringar á
þessari furðulegu grein Birgis
Dýrfjörð. Í fyrsta lagi er hugs-
anlegt að hann hafi ekki tekið eftir
tilvitnunarmerkjum. Sé svo er hon-
um fyrirgefið. Í öðru lagi er hugs-
anlegt að hann hafi verið að gera
að gamni sínu og það er líka hægt
að fyrirgefa. En í þriðja lagi má
spyrja hvort hann er að ráðast á
Gylfa Arnbjörnsson með þeim sér-
kennilega hætti sem á dögum kalda
stríðsins var kennd við Albaníu.“
Auðvitað vefst ekki fyrir neinum
að höfundur Reykjavíkurbréfsins
er að skrifa um efnahagsþensluna í
þjóðfélaginu og sækir rök fyrir
þeim skrifum að hluta til í grein
Gylfa Arnbjörnssonar
og að hluta til í eigin
ályktanir.
Frá eigin brjósti
Mogginn segir m.a.
frá eigin brjósti: Þegar
ákvarðanir höfðu verið
teknar um stórvirkjun
og stóriðju á Austur-
landi „var öllum ljóst,
að þær aðgerðir gætu
leitt til nýrrar þenslu í
efnahagsmálum, sem
gæti raskað hinum
efnahagslega stöðugleika og aukið
verðbólguna á ný. Það gerðist“. Já,
„það gerðist“ segir Mogginn og
skammar svo mig fyrir að misskilja
sig ekki.
Eftir gæsalappaðan kafla úr
grein Gylfa um verðtryggðar
skuldir heimilanna segir Morg-
unblaðið frá eigin brjósti: „Þarna
setur Gylfi Arnbjörnsson fram
heildartölur um áhrif þenslunnar á
undanförnum árum, sem hver og
einn landsmaður og þá ekki síst
yngra fólk hefur fundið á eigin
buddu.“ Hver og einn hefur fundið
á eigin buddu segir Mogginn og
skammar svo mig fyrir að skilja
sig!
Og enn segir Morgunblaðið frá
eigin brjósti: „að sá viðbótarkostn-
aður, sem Gylfi Arnbjörnsson færir
rök fyrir að hafi leitt af mikilli
efnahagsþenslu undanfarinna ára,
sé sá kostnaður, sem þjóðfélagið
hafi þurft að axa til þess að standa
undir uppbyggingu Austurlands.“
Hér heldur Mogginn því fram
sjálfur og hjálparlaust að efna-
hagsþensla undanfarinna ára, sé sá
kostnaður, sem þjóðfélagið hafi
þurft að axla til að standa undir
uppbyggingu Austurlands. Svo
skjóta Staksteinar sér bak við
Gylfa Arnbjörnsson þegar ég and-
mælti þessari fullyrðingu Morg-
unblaðsins. Hvað eiga svona furðu-
skrif eiginlega að þýða?
Furðuskrif í Staksteinum
Birgir Dýrfjörð svarar
skrifum Staksteina
Birgir Dýrfjörð
» Já, „það gerðist“segir Mogginn og
skammar svo mig fyrir
að misskilja sig ekki.
Höfundur er rafvirki og
áskrifandi Morgunblaðsins.
Glæsileg 4ra-5 herb. 145 fm endaíbúð á jarðhæð með gluggum í þrjár
áttir í þessu eftirsótta lyftuhúsi auk sér stæðis í bílgeymslu og sér
geymslu í kj. Íbúðin skiptist í forstofu með fataherb. innaf, hol, stórar
og bjartar samliggjandi stofur með útgangi á verönd til suðurs og
vesturs, húsbóndaherbergi innaf stofum, rúmgott eldhús með góðri
borðaðstöðu, 2 herbergi og baðherbergi sem er nýlega endurnýjað
að hluta. Útgangur á verönd úr hjónaherbergi. Hlutdeild í mikilli sam-
eign m.a. sundlaug, gufubaði og líkamsræktarsal. Verðtilboð
Íbúðin verður til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 14-16.
Bjalla nr. 314. Innsti stigagangur.
Verið velkomin.
Efstaleiti 14 „Breiðablik“
Glæsileg 4ra - 5 herb. endaíbúð
Opið hús í dag frá kl. 14-16
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali
Nánari upplýsingar
veittar á skrifstofu.
Ármúla 42 · Sími 895 8966
mánudaga - föstudaga 10-18
laugardaga og sunnudaga 11-18Opið
Gríptu tækifærið!
Fullt af nýrri vöru
Frábær tilboð
laugard. og sunnu
d.
Fjölbreytt úrval
Feng-Shui vörum
• Vasar
• Diskar
• Lampar
• Pottar
• Myndir
o.m.fl .
UNDANFARIÐ hefur verið mikil
umræða um versnandi tannheilsu ís-
lenskra barna. Samkvæmt nið-
urstöðum landsrann-
sóknar á tannheilsu
barna (Munnís) hefur
tíðni tannskemmda
aukist, sérstaklega hjá
efnaminni fjölskyldum.
Dregið hefur verið úr
greiðsluþátttöku al-
mannatrygginga í
kostnaði vegna tann-
lækninga barna og
virðist það bitna mest á
þeim sem hafa lágar
tekjur.
Sykurneysla Íslend-
inga er með því mesta
sem þekkist, gott að-
gengi er að gosi og sæ-
tindum og umræddar
vörur hafa aldrei verið
ódýrari!
Fjölgun tann-
skemmda er óhjá-
kvæmileg við þessar
aðstæður. Ef við viljum
snúa þessari þróun við
er nauðsynlegt að auka
greiðsluþátttöku hins
opinbera og breyta
verðskrá Trygg-
ingastofnunar veru-
lega. Það er staðreynd
að endurgreiðsla sem var 100% hefur
minnkað ár frá ári og er nú að raun-
gildi um 50% og í sumum tilvikum
engin. Ef barn brýtur t.d. fyllingu eða
skemmd myndast við fyllingu sem er
innan við 3 ára gömul, er viðgerð-
arkostnaður alfarið hjá foreldrum.
Bent skal á í þessu samhengi að
stærri fyllingar brotna frekar en þær
smærri og hætta á frekari tann-
skemmdum er oft meiri ef barn er
með margar fyllingar í munni. Sem
sagt, umrædd „regla“ bitnar mest á
þeim börnum sem eru í
hvað mestri áhættu að
fá tannskemmdir. Hægt
er að taka fleiri dæmi
þar sem gjaldskrá eða
höft á endurgreiðslu er á
skjön við nauðsynlega
meðferð tannlæknis.
„Kerfið“ er orðið svo
flókið að nær ógjörn-
ingur getur verið að
áætla raunkostnað al-
mennings í sumum til-
vikum.
Átak þarf í þessum
málaflokki og mikilvægt
að breytingar verði
gerðar á næstunni.
Tannheilbrigðismál hafa
ekki verið í forgangi í
nær áratug og fyrstu
viðbrögð heilbrigð-
isráðherra gefa því mið-
ur lítið tilefni til bjart-
sýni.
Ég vil skora á heil-
brigðisráðherra að gera
almenningi grein fyrir
þeim úrbótum sem hún
hyggst beita sér fyrir.
Það er ekki nóg að
benda foreldrum á að
bursta tennur barna sinna. Raun-
verulegur vilji til úrbóta verður að
vera fyrir hendi svo sporna megi við
þessari válegu þróun.
Tannheilsa
íslenskra barna
Þórður Birgisson skrifar um
auknar tannskemmdir
Þórður Birgisson
» SykurneyslaÍslendinga
er með því
mesta sem
þekkist. Gott
aðgengi er að
gosi og sætind-
um og umrædd-
ar vörur hafa
aldrei verið
ódýrari.
Höfundur er tannlæknir.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík