Morgunblaðið - 14.04.2007, Side 46

Morgunblaðið - 14.04.2007, Side 46
46 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍSLENSKA hagkerfið hefur vax- ið síðustu ár í risaskrefum sem eiga ekki sinn líka í hinum vestræna heimi. Þetta hefur aðeins verið hægt með því að sækja til útlanda vinnuafl til að manna störfin sem hafa orðið til. Til landsins hafa komið um 20 þúsund manns síðustu tvö ár, aðallega frá nýju aðildarríkjum Evrópusam- bandsins í Austur-Evrópu. Eðlilega er spurt: hvaða áhrif hefur þetta á launaþróun á innlendum vinnumark- aði og hvað gerist þegar harðnar á dalnum og störfum fækkar? Er nær- tækt að benda á nýja efnahagsspá Seðlabankans, þar sem fram kemur að á næstu árum muni 6.000 manns missa vinnuna. Í því samhengi er líka rétt að minna á að útlendingar sem hingað koma í þenslunni eru ekki bara vinnuafl sem við Íslendingar höfum við höndina þegar okkur hentar, heldur eru þeir fyrst og fremst fólk sem á sín réttindi eins og við hin. Þótt búast megi við að margir fari aftur úr landi þegar um hægist verða þeir örugglega líka fjölmargir sem munu kjósa að setjast hér að og leita eftir vinnu í samkeppni við þá sem fyrir eru. Að þessu þarf að hyggja strax. Við mat á hugsanlegum áhrifum skiptir verulegu máli umfangið á innflutningnum. Til samanburðar vil ég nefna Bretland. Þangað hafa komið um 500 þúsund manns frá nýju ESB-ríkjunum síðan vinnu- markaður þeirra opnaðist 2004. Það jafngildir því að til Íslands hefðu komið um 2.500 manns en ekki 20.000. Á tveimur árum hafa komið að höfðatölu til 8 sinnum fleiri er- lendir verkamenn en komu til Bret- lands á þremur árum og er þá miðað við frá nýju ESB-löndunum. Um- fangið hér á landi sem átta sinnum meira. Guardian greinir frá því í vef- útgáfu sinni föstudaginn 30. mars að áhrifin af hinum mikla innflutningi vinnuafls frá löndunum 10 til Bret- lands séu hugsanlega farin að þrýsta niður launum láglaunafólksins og stuðla að auknu atvinnuleysi ófag- lærðra verkamanna. Greinir blaðið frá því að Tony Blair forsætisráð- herra hafi verið greint frá þessum áhyggjum. Nefndur er sérstaklega Turner lávarður, sem var formaður svonefndar láglaunanefndar og að hann hafi sagt Blair frá því að nýj- ustu gögn gæfu þetta til kynna. Ótt- ast er að af þessu leiði að erfiðlega muni ganga að hækka lágmarks- launin, sem eru lögbundin í Bret- landi, en launamunur fer vaxandi í landinu. Rétt er að taka fram að ennþá hafa opinberir efnahagsaðilar ekki staðfest sambandið milli lækk- andi launa og innflytjenda frá Aust- ur-Evrópu, en engu að síður hafa hátt settir menn það miklar áhyggj- ur af málinu út frá þeim gögnum sem fyrir liggja að forsætisráð- herranum hefur verið formlega gert viðvart. Í ljósi þess að umfangið hér á landi er átta sinnum meira er líklegt að vandinn verði að sama skapi meiri og að það muni koma fram mjög fljótt, sérstaklega ef efnahagsspá Seðlabankans reynist á rökum reyst og að störfum fækki um 6.000 á skömmum tíma. Þessar aðstæður eru líklegar til þess að stuðla að lækkandi launum og þá helst hjá ófaglærðum, ef ályktað er út frá fyr- irliggjandi upplýsingum frá Bret- landi. Í skýrslu Þóru Helgadóttur, hag- fræðings hjá Kaupþingi, sem birt var í janúar sl., kemur fram að er- lent vinnuafl í Bretlandi og Svíþjóð þiggi lægri laun en innlent og að vís- bendingar megi greina í þá veru að það sama sé að gerast hér á landi. Bendir hún m.a. á að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hafi launakostnaður lækkað í bygg- ingariðnaði og mannvirkjagerð öf- ugt við þróunina í öðrum geirum at- vinnulífsins. Þetta séu einmitt þau störf sem erlent vinnuafl hafi að mestu fyllt. Þessi ábending Þóru vekur upp þá spurningu hvort ís- lenska þjóðfélagið sé að verða stétt- skipt að því leyti að erlent vinnuafl sinni illa launuðum störfum og fái jafnvel lægri laun en íslenskir starfsmenn fyrir vinnu sína. Mun sú þróun halda áfram á næstu árum og andstæður skerpast, sérstaklega í versnandi efnahagsástandi? Ég held að fyllsta ástæða sé til þess að taka málefni erlendra starfs- manna til alvarlegrar umfjöllunar og athuga hvert stefnir að óbreyttu. Það er engum til góðs að koma í veg fyrir umræðuna með stóryrðum. Lægri laun og stéttaskipting? Eftir Kristin H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. ÞAÐ er sérstætt hvernig við Ís- lendingar vöknum oft upp með and- fælum þegar við áttum okkur á því að eitthvað hefur farið úrskeiðis, bæði í stórum málum og smáum, en það er mjög skemmtilegt, hreint frábært, hvernig áhugi lands- manna á umhverf- isvernd hefur aukist á stuttum tíma og það sjónarmið að mun betur þurfi að vanda til verka í allri umgengni við landið sjálft, náttúruundrið sem við eigum öll sameiginlega. Lengur verður engu einu orkufyrirtæki treyst í þessum efnum, málið er of vandmeðfarið til þess. Við verðum að byggja nýtingu orkunnar í landinu á hinni svokölluðu grænu hagstjórn eins og til dæmis Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins til komandi al- þingiskosninga, hefur orðað það svo vel. Við þurfum að vinna allt í þessum efnum út frá skynsemi og með það fyrir augum að við elskum bæði land- ið okkar og fólkið okkar og látum landið njóta vafans, líkama íslenskrar þjóðar vonandi um aldir alda. Við eigum að verja fossa og ár eins og kostur er, verja heiðar og sér- stæða náttúru, sækja meira í orku- safn okkar neðan jarðar, í háhita og gufuafl. Við þurfum að hafa mark- vissa stefnu, en ekki stopp. Stefnu sem er boðleg bæði landi og þjóð, var- færni og tillitssemi. Enginn hefur leyfi til að breyta listaverki Kjarvals og við eigum að hafa mjög takmarkað vald til þess að breyta landinu á kostnað framtíðarinnar, en við getum ekki útilokað að nýta afl og auð lands- ins, meginástæðu þess að íslensk þjóð er til og verður til. Í mörgu getum við tekið okkur tak strax og þá er að ráðast í það. Það er til að mynda skelfilegt hvernig Hellis- heiðin er að verða hálfgert flugnanet af raflínumöstrum og þannig er það því miður víða á viðkvæmum stöðum, bæði í byggð og á ferðamannaleiðum. Stjórnvöld þurfa að taka af skarið og láta setja allar línur í jörð eða stokka, vatn eða sjó eins og til dæmis Reykja- nesbær, Sandgerði og Garður hafa tekið ákvörðun um á Suðurnesjum. Það á að gilda um öll viðkvæm svæði héðan í frá sem línur þarf að leggja um og það þarf nú þegar að hreinsa Hellisheiðina og nálæg svæði af „ víradraslinu“, þótt við þurfum á raf- magninu að halda. Þetta kostar lík- lega meiri peninga en möstrin, en það hafa engir reiknað það út nema „hagsmunaaðilarnir“, orkufyrirtækin sjálf. Framtíðin krefst þess að þessi fórnarkostnaður verði viðurkenndur. Hellisheiðin og nágrenni á ekki að líta út eins og austurevrópsk iðn- aðarborg, eða bandarísk borg með óendanlega ósmekklegum rafmagns- flækjum. Byrjum á því að hreinsa „fuglanetið“ og járnadraslið á Hellis- heiði. Úr því að við leggjum strengi í jörð inn í húsin okkar, af hverju ætt- um við ekki að gera það sama varð- andi stolt okkar, íslenska náttúru, sem er hin stofan á heimili okkar. Hreinsum Hellisheiðina strax og höldum síðan áfram með hreint borð, allar línur í jörð, stokka eða sjó. Allar línur í jörð eða stokka Eftir Árna Johnsen Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. LIFANDI land er tákn fyrir iðandi mannlíf í lifandi landi þar sem frelsi til athafna fær notið sín. Í stefnu hreyf- ingarinnar er sérstök áhersla lögð á jöfnun búsetuskilyrða þar sem sjálfbær nýting lands og sjávar er höfð að leiðarljósi og eigna- réttur virtur. Auðlindir geti þó enginn átt. Þær eru ekki einu sinni þjóðareign, heldur sameiginleg verðmæti sem okkur hefur verið trúað fyrir á meðan við erum hér. Þetta við- horf er í góðu samræmi við hugtakið sjálfbæra þróun sem svo margir hafa tamið sér að nota en því miður aðeins í orði en ekki á borði. Hvað er sjálfbær þróun? Hugtakið sjálfbær þróun nær yfir það að fullnægja þörfum samtíðar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Sjálfbær þróun byggist á þremur grundvallarþáttum. Þeir eru nátt- úruvernd, efnahags- og félagsmál. Þessa þrjá þætti þarf að styrkja án þess að einhver þeirra vaxi á kostnað hinna. Ef hlutfallið raskast of mikið mun jafnvægi í þjóðarbúskapnum og í þjóðarsálinni fara úr skorðum. Hug- takið sjálfbær þróun er viðurkennt, ekki nýtt af nálinni og ekki einu sinni íslenskt. Hugmyndafræði gömlu flokkanna á Íslandi hefur margt að geyma sem gagnast framtíðarsýn um sjálfbæra þróun. Íslandshreyfingin mun nýta það besta sem þar er að finna og tengja nýrri hugsun um velferð og frumkvæði fólks til góðra verka. Hér skal þó undirstrikað að náttúruvernd verður í fyrirrúmi hjá hinum nýja stjórnmálaflokki. Sú sérstaka áhersla mun ekki skekkja myndina, heldur rétta hana af. Gömlu áherslurnar hafa skekkt þá mynd sem flestir vilja sjá. Byggðamál Ekki hefur farið fram hjá neinum, þrátt fyrir bættan efnahag, að misrétti hefur aukist á Íslandi undanfarið og búseturöskun valdið skaða. Þessi staða er engin tilviljun. Umgjörðin er skökk. Við hjá Íslandshreyfingunni höfum síður en svo á móti því að einhverjir efnist, það ætti að koma öllum til góða ef rétt er á haldið. Það má þó aldrei verða á kostnað náttúrunnar eða bú- setuskilyrða. Við viljum þó ekki ákveða hvar hver á að búa og við hvað hver starfar. Við treystum fólki til að ákveða slíkt sjálft. Til að ná fram breyttu viðhorfi þarf að bæta ímynd landsbyggðarinnar, leggja áherslu á betri menntun í víðum skilningi, bæta samgöngur og jafna búsetuskilyrði. Grundvallarskilyrði er að greiðar leiðir verði að byggða- kjörnum þar sem nauðsynlega þjón- ustu er að fá. Ný hugsun í anda lifandi lands mun breyta ímyndinni, en til þess þarf þjóðin að vinna saman. Ís- land allt er land tækifæranna. Alþingi og lýðræði Til þess að geta tekið afstöðu til mála þarf upplýsta umræðu í þjóð- félaginu áður en stórar ákvarðanir eru teknar, ekki innantóm slagorð og skít- kast. T.d. hafa íslensk stjórnvöld og al- þingismenn svikist undan í því að upp- lýsa um kosti og galla einstakra ákvarðana. Flestir ráðamanna hafa ekki einu sinni fyrir því að skoða þau svæði sem ákveðið er að fórna á altari stóriðjunnar. Að fara gegn grundvall- arreglum lýðræðisins í slíkum málum er mjög alvarlegt og ætti ekki að líð- ast. Til að endurheimta virðingu Alþing- is þarf ýmsu að breyta, m.a. því að inn- an flokka geti talist eðlilegt í sumum málum að farið sé á svig við vilja meiri hluta þingflokks. Að rekast illa í flokki, eða að vera trúr sannnfæringu sinni í einstökum málum er tvennt ólíkt. Skoðanaskipti ættu aldrei vera þannig að alþingismenn starfi eins og áhorfendur á fótboltavelli þar sem hver heldur með sínu liði á hverju sem gengur og engin virðing borin fyrir andstæðingunum. Við hjá Íslands- hreyfingunni – lifandi landi viljum ekki hafa Alþingi Íslendinga þannig. Vinstri, hægri snú … Margir kjósendur treysta ekki sín- um gamla flokki lengur af ýmsum ástæðum, m.a. í umhverfismálum. Þarna er tómarúm og þar hefur Ís- landshreyfingin ætlað sér stórt hlut- verk. Að bjóða fram til Alþingis á öllu landinu er stór ákvörðun. Sú ákvörðun er til komin af illri nauðsyn. Hálendið og Ísland allt er í mikilli hættu. Ánægjulegt er þó að þjóðin er að vakna til umhverfisvitundar og að slík sjónarmið hafa nú fengið rými í öllum flokkum, en það mun ekki duga. Í Samfylkingunni, Frjálslynda- Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokknum er ennþá til staðar ótrúlegt fylgi við stór- iðjuáform. Höfum hugfast að „hófleg stóriðja“ er ekki til. Ef þú ert einlægur náttúruvernd- arsinni en ekki mjög vinstrisinnaður þá er kominn nýr valkostur fyrir þig, valkostur um lifandi land. Þótt flestir séu farnir að veifa grænum flöggum þá liggur fyrir að enn er veðjað á mengandi stóriðju í skjóli atvinnu- sköpunar. Um leið og stóriðja býðst í einhverju byggðarlaginu munu hin fögru áform bresta. Stóriðjublindan er ekki læknuð. Íslandshreyfingin – lifandi land er flokkur til framtíðar. Umhverf- ishraðlestin er komin í gang. Það er ekki of seint að stökkva upp í með Óm- ari og Margréti. Setjum X við I og njótum ferðarinnar. Hvað er Íslandshreyf- ingin – lifandi land? Eftir Snorra Sigurjónsson Höfundur er lögreglufulltrúi og er í bráðabirgðastjórn Íslands- hreyfingarinnar – lifandi lands. Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Opið hús - Katrínarlind 5 Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is Upphituð bílageymsla og fleira. Verð 24,6 millj. Laus til afhendingar fljótlega. tákn um traust Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Þverholti 14. Upplýsingar gefur Stefán Bjarni Bjarnason í s. 694 4388. Í dag laugardag sýnum við frá kl. 15-16 glæsilega 96 fm íbúð á efstu hæð í lyftublokk við Katrínarlind 5 í Grafarholtinu. Lúxusíbúðir. Opið hús í dag frá kl. 13.00 til 14.00. Stórglæsileg ný, 100 fm endaíbúð á 2. hæð í nýju vönduðu húsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Íbúðin er til afhendingar strax, fullbúin með parketi á gólfum. Glæsilegar innréttingar, arkitektateiknuð íbúð. Granítborðplötur og sólbekkir í stofu. Sérinngangur, forstofa, vandaður skápur, þvottaherbergi inn af for- stofu, vaskaborð þar. Hol: tölvuaðstaða með borði, skápur. Björt falleg stofa, útgengi út á s-v.svalir. Rúmgott svefnherbergi með skáp, gott barna- herbergi með skáp, glæsilegt baðherbergi, baðkar m. sturtu. Flísar í hólf og gólf. Rúmgóð sérgeymsla í kjallara. Húsið er steypt og klætt að utan. Sér- bílastæði. Frábær staðsetning, útsýni m.a. yfir höfnina. Öll þjónusta innan handar. Sjón er sögu ríkari. Verð 28,5 millj Hlynur sölumaður verður á staðnum, s. 698-2603. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Strandgata 43 - Hf. Opið hús í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.