Morgunblaðið - 14.04.2007, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 47
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Í einkasölu vandað 262 fm einbýli á góðum stað í Hafnarfirði, m/auka íbúð og innb. bílskúr. Efri hæð:
Forstofa m/flísum á gólfi. Rúmgott svefnh. ásamt 3 góðum herb. Baðh. m/baðkari, flísalagt í hólf og
gólf, eldri innrétting en til er ný innrétting sem ekki er uppsett. Verönd m/heitum potti. Rúmg.
stofa/borðstofa m/fallegum arni, halogenlýsing í stofu. Gott eldhús m/vandaðri hvítri Alno innréttingu,
granitborðplata, gaseldavél, góður borðkrókur. Á efri hæð er plankaparket á gólfum frá Agli Árnasyni.
Neðri hæð: ágætis stigi til neðri hæðar. Gott herb. m/parket á gólfi, gangur m/ágætis vinnuaðst.
Rúmg. þvottahús flísalagt. Innangengt í góðan bílskúr m/hurðaopnara. Íbúð neðri hæð: Góður inng.
Opið rými, stofa og eldhús m/vandaðri innréttingu. Rúmgott svefnh. Snyrtilegt baðh. m/sturtu. Í dag
er opið á milli íbúða. Sélega vandað einbýli/tvíbýli, m/möguleikum á góðum leigutekjum. Góð staðs.
og fallegt útsýni. V. 58,5 millj.
Þórhallur og Ingileif bjóða ykkur velkomin.
Kelduhvammur 10 Hf. - 2 samþykktar íbúðir
Opið hús í dag milli kl. 15.00 -16.00
• Laugarnes og Teigahverfi - 100–130 fm helst með bílskúr.
• Grafarvogur / Grafarholt - 70–90 fm. Í nýlegu húsi.
• Heimar - 80-90 fm í fjölbýli.
• Hlíðar / Hvassaleiti - 100-120 fm í fjölbýli.
• Háaleitishverfi - 100 fm.
Okkur vantar eignir fyrir viðskiptavini okkar
á eftirtöldum stöðum:
TIL LEIGU - EYJARSLÓÐ
Tveggja hæða verslunar-, iðnaðar- og skrifstofu-
húsnæði við Eyjarslóð í Reykjavík, samtals 596
ferm. Húsnæðið skiptist þannig: Neðri hæð: 302
ferm. Verslun, tvær skrifstofur og lagerhúsnæði
með stórum innkeyrsludyrum, mikil lofthæð. Efri
hæð: 294 ferm. Móttaka, skrifstofur, opið rými
og kaffistofa. Möguleiki að leigja hvora hæð fyrir
sig. Fallegt sjávarútsýni.
FLÉTTUVELLIR
Glæsilegt, einlyft einbýlishús með tvöföldum bíl-
skúr, samtals 214,5 fm. Fjögur svefnherbergi,
stór stofa, mikil lofthæð. Húsinu verður skilað
fullbúnu að utan, sléttpússað og harðviðarklætt
að hluta, lóð verður grófjöfnuð. Gluggar og hurð-
ir verða hvítmálaðar og hvítmálaðar hurðir fyrir
bílskúrsdyrum. Að innan verður húsinu skilað til-
búnu undir tréverk, innveggir eru hlaðnir og múr-
aðir, nema burðarveggir sem eru steyptir og
múraðir, loftaplata er steypt, lofthæð er 2,9
metrar, gert er ráð fyrir innbyggðri halógenlýs-
ingu í stærstum hluta hússins. Loft og veggir
verða spartlaðir og grunnaðir eina umferð, til-
búnir undir málningu. Þak er einangrað að utan
og fullfrágengið. Garður snýr á móti suðri. Fal-
lega hannað, vandað og vel staðsett hús.
FLÓKAGATA
Fjögurra herbergja íbúð á 2. hæð í fjórbýlishúsi
við Flókagötu í Reykjavík. Þar af er eitt 22 fm
herbergi í kjallara er með aðgangi að salerni,
sem hentað getur til útleigu. Sameiginlegt
þvottahús og sér geymsla. Suðursvalir. Gróinn
garður snýr í mót suðri. Verð 23,9 millj.
MARKARFLÖT - GARÐABÆ
LAUST við kaupsaming. Einbýlishús á frábærum
stað, neðan götu, á Flötunum í suðurhlíðum
Garðabæjar. Efri hæð: Forstofa og forstofuher-
bergi. Stofa er stór og björt, parketlögð. Borð-
stofa og sólstofa, flísalögð. Eldhús er flísalagt,
falleg innrétting. Í svefnherbergjaálmu eru 3 her-
bergi auk baðherbergis með baðkari og sturtu-
klefa. Neðri hæð hefur nýlega verið standsett,
þar eru þrjú svefnherbergi, öll parketlögð. Bíl-
skúr er tvöfaldur. Timburlögð sólverönd. Glæsi-
legur og vel gróinn garður. Lóðin er 1.200 fm.
Verð 59,5 millj.
MIÐTÚN - 105 REYKJAVÍK
Falleg, mikið endurnýjuð, tveggja herbergja kjall-
araíbúð í litlu fjölbýlishúsi í rólegu hverfi. Verð
16,9 milljónir.
NAUSTABRYGGJA - SJÁVARÚT-
SÝNI
Fallega 86,6 fm þriggja herbergja íbúð á annarri
hæð í litlu fjölbýlishúsi í Bryggjuhverfinu, með
frábæru sjávarútsýni, tvennar svalir og bílskýli.
Íbúðin er parketlögð fyrir utan baðherbergi og
þvottahús. Stofa er parketlögð, útgengi út á litlar
svalir, sjávarútsýni. Svefnherbergin eru rúmgóð,
gólf parketlögð. Stórar hellulagðar suðursvalir.
Eldhús er rúmgott, opið inn í stofuna, sér þvotta-
hús. Baðherbergi er flísalagt hólf í gólf, sturtu-
klefi. Stæði í bílageymslu, sérgeymsla og sam-
eiginleg hjóla- og vagnageymsla. Áhugaverð,
frábærlega staðsett íbúð með glæsilegu sjávar-
útsýni. Verð 25,4 millj.
MÚLABYGGÐ - SUMARHÚS
Sumarhús í Múlabyggð (við Grímstaðamúla) í
Borgarfirði, u.þ.b. 20 mín. akstur frá Borgarnesi.
Aðalhúsið er 64 fm að grunnfleti auk 12,4 fm
svefnlofts samtals 76,4 fm, eldhús, stofa og tvö
rúmgóð svefnherbergi. Við húsið stendur u.þ.b.
14 fm gestahús (svefnherbergi og baðherbergi).
Einnig fylgir með í kaupunum annað samskonar
gestahús, óuppsett. Húsin standa í sumarhúsa-
byggð, sunnan undir Grímstaðamúla.
SKEIÐARÁS
FJÁRFESTNGARTÆKIFÆRI. Iðnaðar- og skrif-
stofuhús 1.063 fm, á 2.987 fm lóð, með vannýtt-
um byggingarrétti. Nýtt deiliskipulag er á um-
ræðustigi hjá skipulagsnefnd Garðabæjar. Í
næsta nágrenni er mikil uppbygging íbúðarhús-
næðis (Sjáland). Upplýsingar á skrifstofu Húsa-
nausts eða í síma 530 7200.
UNUBAKKI - ÞORLÁKSHÖFN
Vel staðsett, steinsteypt atvinnuhús í Þorláks-
höfn, sem nýta má til margvíslegrar atvinnustarf-
semi. Húsið er skv. skráningu FMR. 1.591,5 fm,
auk millilofts (206,5 fm), eða 1.798 fm samtals.
Það er einangrað og klætt utan með stálklæðn-
ingu. Lóðin, sem er fullfrágengin og malbikuð er
6.361 fm, byggingarréttur er á lóðinni fyrir um
990 fm viðbyggingu. Húsið skiptist í tvo sali auk
millilofts, sem hýsir skrifstofur og kaffistofu
starfsmanna. Einnig er mjög góð aðstaða fyrir
starfsmenn á neðri hæðinni. Frystigeymsla (216
fm), lausfrystir og vélasalur með tveim frystivél-
um geta fylgt með í sölunni. Góð, vel staðsett
eign, með mikla möguleika til margskonar at-
vinnustarfsemi.
Ásgeir E.
Gunnarsson
löggiltur
fasteignasali
Páll Kolka
löggiltur
fasteignasali
Skúli Sigurðarson
löggiltur
fasteignasali
Andrés
Kolbeinsson
löggiltur
fasteignasali
BORGARTÚNI 29
105 REYKJAVÍK
SÍMI 530 7200
FAX 530 7207
HUSANAUST.IS
husanaust.is
Það er vandasamt verk að ráða börn og unglinga í vinnu og taka
þar með á sig þá ábyrgð að leiða þá fyrstu skrefin á vinnumarkaði.
Við sjáum það að hvarvetna í stórmörkuðum og á skyndibitastöðum
vinna unglingar allt frá 13 ára aldri og jafnvel yngri. Á flokksþingi
Framsóknarflokksins var ályktað um málefni barna og
unglinga. Þar var m.a. tekið á því nauðsynlega máli
að tryggja og standa vörð um réttindi barna og ung-
linga á vinnumarkaði. Einnig var sérstaklega tekið
fram að foreldrar eða forráðamenn vinnandi unglinga
undir 18 ára aldri verði með sannanlegum hætti að
samþykkja formlega ráðningarsamninga. Það á alls
ekki að vera hægt að ráða ungling yngri en 18 ára í
vinnu, setja hann á launaskrá án þess að foreldri sam-
þykki ráðninguna og jafnvel án þeirra vitundar. Í ráðningarsamn-
ingi þarf að koma fram vinnutilhögun og launakjör. Barn eða ung-
lingur sem ekki hefur náð sjálfræðisaldri ætti alls ekki einn og sér
að geta ráðið sig til starfa og skuldbundið sig til að leggja af mörk-
um ákveðið vinnuframlag. Foreldrar bera hér mikla ábyrgð og
gegna lykilhlutverki í að fylgja barni sínu eftir út á vinnumarkaðinn.
Vert er að taka fram að ýmsar gagnlegar upplýsingar um vinnu
barna og unglinga er að finna á heimasíðu Umboðsmanns barna. Það
er mín skoðun að hér verði að koma til gott samstarf aðila vinnu-
markaðarins. Vinnuveitendur verða að taka vel á móti börnum og
unglingum á vinnustað og sjá til þess að umsamin réttindi á vinnu-
markaði séu virt. Einnig þarf að fræða börn og unglinga um að at-
vinnuþátttöku fylgja bæði réttindi og skyldur. Í elstu bekkjum
grunnskóla á að koma til fræðsla í lífsleikni en í námskrá stendur að
nemendur eigi að þekkja íslenskan vinnumarkað og réttindi sín og
skyldur sem launþegar. Ábyrgðin er eftir sem áður fyrst og fremst á
heimavelli og hjá þeim sem ráða börnin og unglingana í vinnu. Stétt-
arfélög leika einnig stórt hlutverk, hér er um að ræða fjölmennan
hóp sem þarf sérstaklega á góðum upplýsingum og stuðningi að
halda. Hér á landi eru í gildi reglur sem taka á vinnu barna og ung-
linga. Við styðjumst við tilskipun frá Evrópusambandinu en þar er
m.a. kveðið á um lengd vinnutíma og á hvaða tíma sólarhrings þessir
starfsmenn mega vinna. Hér á landi gildir sú regla að börn og ung-
lingar 15 ára og yngri í grunnskóla mega á starfstíma skóla aðeins
vinna 2 klst. á dag eða 12 klst. á viku. Þessir krakkar mega alls ekki
vinna eftir kl. 20 á kvöldin. Ég hef í gegnum starf mitt fylgst með
unglingum á mörgum og ólíkum vinnustöðum. Því veit ég að hér er í
mörg horn að líta og nauðsynlegt að standa betur að málum, vinnu-
staðir kalla eftir vinnuframlagi ungmenna og því er það skylda okk-
ar sem komum að uppeldi barna og unglinga að sjá til þess að farið
sé í hvívetna að settum reglum. Því fagna ég áherslum Framsókn-
arflokksins og tel hér um mjög nauðsynlegt mál að ræða sem við
verðum sameinast um að vinna.
Börn og unglingar
á vinnumarkaði
Eftir Fannýju Gunnarsdóttur
Höfundur skipar 6. sæti á lista
Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn