Morgunblaðið - 14.04.2007, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 14.04.2007, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 49 ✝ Bergþóra Páls-dóttir var fædd að Veturhúsum við Eskifjörð 28. janúar 1918. Hún andaðist 27. mars sl. að Ási í Hveragerði. For- eldrar hennar voru Páll Þorláksson frá Keldunúpi á Síðu, f. 9. júní 1877, d. 1940, bóndi í Vetur- húsum og kona hans Þorbjörg Kjartansdóttir frá Eskifjarðarseli, f. 12. apríl 1882, d. 1962. Bergþóra átti níu systkini: Magnús, f. 28.10. 1926, búsettur á Egils- stöðum, og þau sem látin eru: Emerentsíana Kristín, f. 23.4. 1900, d. 1993; Ólafur, f. 29.9. 1901, d. 1984; Kjartan, f. 26.6. 1903, d. 1986; Arnbjörg, f. 3.8. 1905, d. 1932; Pétur Björgvin, f. 19.09. 1912, d. 1989. Páll, f. 26.6. 1910, d. 1999; Björgólfur, f. 10.10. 1913, d. 1981, og Steinþór, f. 3.10. 1922, d. 1962. Bergþóra bjó ásamt Páli bróður sínum að Eskifjarð- arseli frá árinu 1945 til ársins 1971, en þá lentu þau í bílslysi og urðu að bregða búi. Páll lamaðist upp að hálsi í slysinu og Bergþóra náði ekki fullri heilsu eftir það. Eftir Bergþóru komu út barnabæk- urnar „Giggi og Gunna“ og „Drengirnir á Gjögri“. Þá birtust frásagnir hennar í ýmsum tímaritum og barnabækur í handriti voru lesn- ar í Ríkisútvarpinu. Einnig samdi hún mörg ljóð um menn og mál- efni og ekki síst um sveitina sína sem hún unni mjög. Berþóra dvaldi hin síðari ár að hjúkr- unarheimili Áss í Hveragerði. Bergþóra verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju í dag kl. 14. Það var þreytt kona sem lagðist til sinnar hinstu hvílu hinn 27. mars eft- ir langan og strangan vinnudag. Ef- laust var hún ferðbúin. Bergþóra ólst upp í stórum systkinahópi og hætt er við að oft hafi verið þröng á þingi með svo stóran hóp. Barns- skónum var slitið í Veturhúsum, skólagangan var farkennsla heima, hálfan mánuð í senn, nokkrum sinn- um á vetri fram að fermingu. Síðar á lífsleiðinni urðu þessi uppvaxtarár í Veturhúsum henni óþrjótandi upp- spretta hugmynda er hún hóf að skrifa sögur er byggðust á minning- um hennar. Húsmóðurstörf urðu síð- ar hlutskipti Bergþóru. Árið 1945 keyptu þau Páll bróðir hennar jörð- ina Eskifjarðarsel sem stóð handan Eskifjarðarár gegnt Veturhúsum og fluttu þangað ásamt móður sinni Þorbjörgu. Eftir lát hennar bjuggu þau Páll og Bergþóra tvö í Seli, en fjöldi sumarbarna átti hjá þeim dvöl í lengri eða skemmri tíma. Bergþóru, eða Bergu eins og hún var oftast kölluð, kynntist ég árið 1971 er ég hóf sambúð með Eygló bróðurdóttur hennar. Þá var Berga nýflutt suður eftir bílslysið sem olli því að systk- inin urðu að yfirgefa Sel. Páll dvald- ist í kjölfarið lengi á Landspítalanum og Reykjalundi, en Berga flutti á dvalarheimilið Ási í Hveragerði. Í mörg ár starfaði hún svo hluta úr degi í eldhúsinu á Ási og eignaðist þar marga góða vini. Berga tók mér vel þegar ég kom inn í fjölskylduna enda prúð kona og hæversk. Eygló kona mín hafði dvalist öll sumur bernsku sinnar í Seli og leit Berga á hana sem hálfgerða dóttur sína og mig síðar sem hálfgildings tengda- son. Hún reyndist mér vel og börn- unum okkar reyndist hún besta amma sem vakti yfir velferð þeirra og heilsu, var óspör bæði á gjafir og góð ráð. Umhyggja hennar var tak- markalaus. Það var ljóst að hugur Bergu, á hennar yngri árum, stefndi á annað en að sinna búskap. Hún tal- aði um löngun sína til þess að ferðast, sjá heiminn og læra eitthvað nýtt, en aðstæður hennar leyfðu það ekki. Berga var nægjusöm og ákaf- lega hlý kona. Viðkvæm og gaf gaum því smáa. Hún hóf ung að stunda rit- störf. Ein kunnasta frásögn hennar birtist í bókinni „Eskja – bókin um Eskifjörð“ (1. bindi bls. 191) en það er frásögn frá því þegar heimilisfólk- ið í Veturhúsum bjargaði hópi her- manna frá því að verða úti veturinn 1941–42. Það er ekki hægt að minnast Bergu án þess að nefna Palla bróður hennar í sömu andrá, svo samrýmd voru þau og góðir vinir. Þau nutu samvista þegar færi gafst og reynd- um við „börnin hennar“ að stuðla að því að þau hittust eins oft og gerlegt var. Magnús bróðir þeirra var þeirra stoð og stytta eftir bílslysið og studdi þau í gegnum þær breytingar sem fylgdu í kjölfarið. Á Ási leið Bergu vel, hafði þar sitt skrifborð og ritvél- ina góðu sem var henni afar kær gripur. Við fjölskyldan viljum þakka öllu því góða fólki sem á Ási starfar fyrir þess frábæra starf og umönn- un. Blessuð sé minning Bergþóru Pálsdóttur. Jón Símon Gunnarsson. „Það er kjarnafólk í Kálkinum, hvort sem er til munns eða handa“, sagði faðir minn oft, en þar hafði hann allnokkra hríð annast kennslu og þekkti því vel til fólksins þar. Þessi orð hans komu mér í hug þegar ég fór að festa á blað fáein og fátæk- leg minningarorð um hana Bergþóru Pálsdóttur, en í Veturhúsum í Eski- fjarðarkálki fæddist hún og átti þar heima til 1944, en síðan í Eskifjarð- arseli fram til ársins 1971, bjó þar ágætu búi ásamt Páli bróður sínum, þótti harðdugleg og myndvirk. Páli fékk ég færi á að kynnast vel á Reykjalundi og naut margra góðra stunda með þeim ljómandi vel gjörða manni. Bergþóra átti þá og síðar mörg góð samtöl við mig og það var gaman að hlusta á frásagnir hennar og ekki síður kvæðagerð, en flest okkar samtöl snérust að einhverju leyti þar um. Bergþóra var einkar ritfær svo sem dæmin sanna í skrif- um hennar öllum og ljóðæð átti hún góða einnig, enda oft fengin til þess að semja minningar- og afmælisljóð sem ég fékk gjarnan að heyra og fara yfir um leið. Í spjalli okkar þá var á ýmsa aðra strengi slegið, því Bergþóra var bæði fróð og minnug vel. En sem gott dæmi um hæfileika hennar á ljóðasviði læt ég hér fylgja brot úr ljóði hennar: Hugleiðing á haustdögum: Á sumrin þegar sólin lækkar sígur yfir húmsins ró. Sumarblómum sífellt fækkar, söngfugl hljóðnar þá í mó. Vetur tekur, vetur gefur, víst á hann sín björtu kvöld. Norðurljós á bláum boga, birta þeirra tekur völd. Ungur heyrði ég um afreksverkið sem unnið var í Veturhúsum 1942, þegar bjargað var í hús tugum brezkra hermanna sem lent höfðu í ógurlegum hrakningum á Eskifjarð- arheiði og voru nær dauða en lífi og sýndi fjölskyldan þar þrek, dug og alúðarfulla umhyggju svo af bar. Frásögnin þar af kraftaverki líkust og þar átti Bergþóra vissulega verkadrjúgan hlut. Í Eskifjarðarseli hefðu þau systkin eflaust búið til elli- ára, ef þau hefðu ekki lent í skelfi- legu bílslysi 1971 þar sem bæði slös- uðust alvarlega, Páll lamaðist og Bergþóra beið þessa aldrei bætur heldur, en um það var hún fáorð í okkar samtölum öllum. Bergþóra átti einlæga trúarsann- færingu, svo sem þessar ljóðlínur hennar sanna: Hlýðum ætíð Herrans kalli, hann er lækning mild og góð. Sú var sannfæring hennar, hún taldi að sú trúarvissa fengi lýst henni inn á land lifenda. Ég minnist mik- illar greindarkonu ágætra eiginda og er þakklátur fyrir öll samtölin sem við áttum og sem sönnuðu orð föður míns um kjarnafólkið í Kálkinum. Þar fór kona hjartahlý og hæfileika- rík. Blessuð sé björt minning Berg- þóru Pálsdóttur. Helgi Seljan. Bergþóra Pálsdóttir ✝ Guðmundur ÞórBenediktsson fæddist á Siglufirði 2. janúar 1930. Hann lést á Dval- arheimilinu Horn- brekku 8. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Einarsson og Mar- grét Guðmunds- dóttir. Guðmundur ólst upp hjá móð- urforeldrum sínum Guðmundi Steins- syni og Þóreyju Ólafsdóttur. Hálfsystir Guð- mundar sammæðra er Árndís Pálsdóttir og hálfsystkin sam- feðra eru: Sigurður látinn, Guð- björg, Guðmundur, Einar og Ragnar. Guðmundur átti einn uppeld- isbróður Eirík Sævaldsson, en þeir voru systrasynir og ólust upp saman í skjóli ömmu og afa. Hinn 2. júní 1968 kvæntist Guðmundur Klöru Jenný Arn- björnsdóttur. Þau eignuðust tvo syni, Dag Óskar og Fylki. Dagur Óskar býr á Ólafsfirði, kvæntur Maríu Guðmunds- dóttur, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn og Fylk- ir býr á Akureyri, kvæntur Mattheu Sigurðardóttur, þau eiga þrjú börn. Fyr- ir átti Klara Arn- björn Arason, eig- inkona hans er Soffía Húnfjörð, börn þeirra eru sex og barnabörnin fjögur. Guðmundur var á fyrsta ári þegar hann flutti með móður sinni til Ólafsfjarðar og þar átti hann heima alla tíð. Í 50 ár eða alla starfsævi sína vann Guðmundur sem fulltrúi bæj- arfógeta. Guðmundur var lengi félagi í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar og tók virkan þátt í starfi Leikfélags Ólafsfjarðar. Eftir að Guð- mundur hætti að vinna átti ætt- fræðin hug hans allan. Útför Guðmundar verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Pabbi minn er fallinn frá. Annar pabbinn sem ég missi, en það er sama, þetta er ekki eitthvað sem venst. Söknuðurinn er alveg jafnmikill. Sorgin alveg jafnsár. Ég geri mér samt alveg grein fyrir því að tilfinningin sem ég finn er eig- ingjörn. Ég hefði viljað hafa pabba minn lengur. Fyrir mig. En gangur lífsins er svona, fyrst fæðumst við í holdi, síðan í anda. Að fæðast í anda er sennilega hin eiginlega fæðing, hin er bara und- irbúningur. Pabbi minn hefur öðlast eilíft líf, ég ætti að gleðjast. Það kemur kannski að því. Seinna. Ég man eftir því þegar ég kynntist honum fyrst, 10 ára púki með allt á hreinu. Svona skrifstofukall var sko eng- inn almennilegur pabbi. Hann færi aldrei með mér í fót- bolta eða tæki mig með í skotveiði. En með sínu æðruleysi bauð hann mér að hann yrði pabbi minn, hve- nær sem ég þyrfti á því að halda. Þegar fram liðu stundir varð vin- skapurinn meiri. Elskan jókst. Ég man vel þegar hann tók mig með sér á rúntinn út í Kleifarhorn og við stálumst til að skiptast á að keyra. Gamla Renaultinn sem hann mút- aði mér með seinna til að fá mig ofan af mótorhjólakaupunum. Þau skipti sem hann fór með mig til læknis til að sauma sárin sem komu alltaf annað slagið, á fætur eða handleggi, vegna svaðilfaranna sem við strákarnir lögðum í. Aldrei skammir, bara handleggur um axlir og umhyggja. Við vorum ekki alltaf sammála. En við rifumst sjaldan. Rökræddum oft. Mig grunar að hann hafi haft lúmskt gaman af. Oft kom ég við uppi á skrifstofu. Fógetaskrifstofan var svakalega flott. Alltaf mátti ég vera eins lengi og ég vildi. Ég var aldrei fyrir. Ég fékk að búa til ökuskírteini og stimpla það meira að segja! Ég man að hann bað mig um að geyma það bara í nokkur ár, ég mætti ekki keyra alveg strax. En ég verð að viðurkenna að hann var næstum búinn að drepa mig með ættfræðinni. Og það margoft! Hverjum dettur í hug að rekja ættir manns aftur til Adams? Pabba mínum. Vitið þið hvað tekur langan tíma að útlista fyrir manni ættarsöguna svo langt aftur? Ég veit það. Hann fór yfir þetta allt saman með mér. Sennilega get ég haldið áfram endalaust að tala um pabba minn. En þá er ég farinn að líkjast hon- um og ættfræðifyrirlestrunum. Það gengur að sjálfsögðu ekki. Ég veit þú ert í betri veröld núna pabbi minn. Ég sakna þín samt. Finn arminn þinn á öxlinni og sé í huganum góðlátlegt brosið og veit um leið að þetta verður allt í lagi. Við eigum eftir að hittast aftur og hlæja að því að ég skuli hafa haldið að þetta væri bara búið núna. Þangað til, eins og þú varst vanur að segja á einhverju óskiljanlegu tungumáli sem skildist samt svo vel: „Kommen sie blessen sie“. Þinn sonur, Arnbjörn. Elsku afi minn. Þessir síðustu tímar með þér voru erfiðir en ómetanlegir. Það er gott að vita að nú hvílist þú og ég er búin að biðja hann að passa vel upp á þig. Það er erfitt að skrifa um hversu mikið mér þykir vænt um þig þegar mig langar mest af öllu bara til að segja þér það augliti til auglitis. Það er rétt hjá ömmu að hjartað þitt er sterkt, ég man ekki eftir að þú hafir nokkru sinni verið lasinn. Þú hefur alltaf verið svo hress, talandi um ættarsöguna okkar og fleira sem ég skyldi nú ekki mikið í. Samt hlustaði ég alltaf á þig með miklum áhuga því það var yndislegt að sjá hversu mjög þér þótti vænt um þetta áhugamál þitt. Ég veit að það á eftir að vera einmanalegt án þín þar sem þú varst einn af fáum ættingjum mínum hér fyrir norðan. Samt er ég einhvern veginn með samviskubit yfir að hafa ekki komið oftar til þín í heimsókn. En við geymum þig alltaf í hjarta okkar og þá fylgirðu okkur hvert sem er. Við elskum þig afi. Klara Jenný, Pétur og Linda Rós. Hratt flýgur stund. Liðin er meira en hálf öld síðan kynni okkar hófust. Það er ekki langur tími af eilífðinni, en langur og góður tími af lífi okkar. Gagnkvæmar heimsóknir, þínar suð- ur og okkar Elsiear til ykkar vina okkar í Ólafsfirði, verða ávallt ógleymanlegar. Að koma keyrandi fyrir Múlann, eins og hann var hér áður fyrr, horfa til hafs og sjá Gríms- ey í fjarska við heimskautsbaug. Síð- an opnast sýn til Ólafsfjarðar með sínum tígulegu fjöllum og þá til kaupstaðarins og vatnsins innaf firð- inum. Hvílík náttúrufegurð. Á þess- um stað, Ólafsfirði, hefur öll vinnu- ævi Guðmundar Þórs verið. Ég veit, þótt ég hafi aldrei búið í Ólafsfirði, að öll störf hans hjá bæjarfógetaemb- ættinu hafa verið unnin af mikilli fagmennsku og trúnaði við fólkið. Þegar vinnuskyldu Guðmundar lauk, var ekki setið auðum höndum. Tölvuvinnsla úr ættarskrám og fræðiritum urðu hans áhugamál. Það tók hann t.d. stuttan tíma, að vinna ættarskrá undirritaðs, allt aftur til ársins 870. Í einkalífi naut Guðmundur mik- illar farsældar. Konan hans, hún Klara, drengirnir þeirra þrír og fjöl- skyldur þeirra, hafa sameinast um að gera líf þeirra sem farsælast. Við Elsie og börnin okkar, Sigmar og Vilborg og fjölskyldur okkar, flytjum ykkur öllum hjartans sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar Þórs Benediktssonar. Teitur Jensson. Það er vetur. Lítill drengur kastar snjóbolta í frakkaklæddan mann. Maðurinn snýr sér við og brosir blíð- lega við hrekknum. Stuttu seinna sitja þeir við sama borð og njóta góðra veitinga, drengurinn hjá ömmu sinni og maðurinn hjá móður sinni. Drengurinn var undirritaður og frakkaklæddi maðurinn var nafni minn og móðurbróðir, Guðmundur Þór Benediktsson sem lést á páska- dag 2007, sjötíu og sjö ára að aldri. Ég á nafna mínum að þakka fyrstu bílferðina, sem keyrði mig nýfæddan og móður mína heim frá Láru ljós- móður í október fyrir rétt rúmum fjörutíu árum. Seinna fékk hann það hlutverk að halda mér undir skírn. Gummi frændi var alla tíð vinnu- samur maður. Hóf ungur störf sem fulltrúi og aðalbókari hjá fógetaemb- ættinu í Ólafsfirði, seinna Sýslu- mannsembættinu. Í hálfa öld sinnti hann af alúð starfi sínu hjá þessum embættum með örstuttu hléi eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Með einni fallegustu rithönd sem ég hef séð, færði Gummi af natni færslur í dagbækur embættanna og þrátt fyrir komu tölvunnar hélt hann áfram að færa í bækurnar færslur með Ballograf-pennanum sínum. Síðustu árin átti ættfræðin hug hans allan og var sú fræði hans ástríða. Á nýjum stað og í annarri vídd mun hann svara gátunni um upprunann og getur fært til bókar tengingu margra við forna höfðingja og kónga. Það segir einhvers staðar að það skipti litlu máli hvað maður tekur með sér héðan en meira máli hvað maður skilur eftir. Ríkidæmi frænda míns og nafna var góð kona og af- komendur og þeim sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur og megi góð- ur Guð styrkja þau í sorginni. Bókarinn með Ballograf-pennann hefur fært sína síðustu færslu. Njóttu vel á nýjum stað, nafni. Guðmundur Þór Guðjónsson. Guðmundur Þór Benediktsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.