Morgunblaðið - 14.04.2007, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 51
✝ Páll GuðfinnurElíasson fæddist
í Reykjavík 7. sept-
ember 1955. Hann
lést 7. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Elías
Magnús Finn-
bogason, f. í Bol-
ungarvík 10.10.
1923 og Petrea
Guðný Pálsdóttir, f.
á Kvíabryggju í
Eyrarsveit 14.1.
1927. Páll var þriðji
í röð átta barna
þeirra hjóna, en hin
eru: Steinbjörg, f.
1948, Guðný, f.
1950, Margrét, f.
1956, Elín Katla, f.
1958, Sigmundur, f.
1959, d. 23.2. 1992,
Finnbogi, f. 1960 og
Kjartan, f. 1962.
Útför Páls verður
gerð frá Grund-
arfjarðarkirkju í
dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
Það var mér sárt að vita þig
á veikindanna þunga stig
en Drottinn græðir sérhvert sár
og sendir bros í gegnum tár.
Þig kveðja vinir kvölds á stund
með kærleiksríkri en dapri lund.
Ég bið að englar annist þig
við aftur sjáumst lífs á stig.
(Guðrún Guðmundsdóttir)
Guð varðveiti þig og geymi elsku
drengurinn minn.
Þín
mamma.
Elsku Palli minn.
Ég trúi varla að þú sért farinn frá
okkur því það skeði svo snöggt. Ég
skrapp út í búð og þegar ég kom til
baka var lögregla komin og sagði
mér að þú værir dáinn. Þú hefðir
verið á gangi með Brynjari frænda
og hnigið niður og dáið strax. Endur-
lífgun var reynd en bar ekki árang-
ur.
Palli bróðir var fæddur og uppal-
inn í Grundarfirði og ólst upp í
stórum og fjörugum systkinahóp.
Hann var mjög fjörugur og uppá-
tækjasamur drengur. Það var mikið
áfall þegar Palli missti andlega
heilsu milli tvítugs og þrítugs.
Hann varð að hætta á sjónum og
fara í land og innan fárra ára varð
hann að hætta alveg að vinna og varð
öryrki. Hann var lengi ósáttur við
það og langaði á sjóinn aftur og tal-
aði oft um árin á sjónum.
Það var oft erfitt hjá Palla, hann
fjarlægðist vini sína, var oft einmana
og dapur. En svo komu góðir tímar á
milli og þá var allt gott, þá skrapp
hann oft vestur í Grundarfjörð til
mömmu sem tók alltaf vel á móti
honum. Þar var gott að slaka á.
Það var eitt ár á milli okkar Palla
en samt hafði ég alla tíð mikla
ábyrgðartilfinningu gagnvart hon-
um og hann treysti mikið á mig.
Hann hringdi oft í mig og bað mig
um að redda sér, skutla sér eitthvað,
kaupa með sér föt, hjálpa sér að
flytja sem var nokkuð oft, sjá um
peningamál o.fl.
Palli var ekki alltaf auðveldur í
umgengni, stundum var hann ör og
þá átti allt að gerast strax og stund-
um var hann langt niðri og þá var
erfitt að ná til hans. En það sem ein-
kenndi hann var góðmennska, hann
var gæðasál, hrekklaus og mátti ekk-
ert aumt sjá. Ég sagði stundum við
hann að hann myndi gefa fötin utan
af sér og ganga um nakinn ef það
myndi gagnast öðrum.
Palli var alltaf mjög líkamlega
hress þangað til hann fékk mjög
slæma lungnabólgu í haust og
lungnaþembu upp úr því.
Palli var búinn að panta dagsferð
til Grænlands í næsta mánuði, hann
var búinn að dreyma um að fara
þangað í mörg ár. Daginn sem hann
lést hringdi hann í mig og bað mig
um að afpanta ferðina því að hann
treysti sér ekki til þess að fara, hann
væri svo móður og gæti örugglega
ekkert labbað í ferðinni. Þremur
tímum seinna var hann allur.
Ég á örugglega eftir að sakna þín
því þú varst svo stór partur í mínu
lífi.
Nú hringir þú ekki oftar milli 7 og
8 á laugardags- eða sunnudags-
morgnum bara til þess að spjalla og
spyrð ,,var ég nokkuð að vekja þig?“
Elsku Palli minn, ég vona að þér
líði vel núna og ég trúi því að pabbi
og Simbi bróðir hafi tekið vel á móti
þér í himnaríki.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Nú skilja leiðir en minning þín lif-
ir.
Hvíl í friði, elsku Palli.
Þín systir
Margrét.
Það sem er skærast í minningu
okkar um Palla frænda eru allar sög-
urnar sem hann sagði okkur. Hann
hafði unun af því að segja alls kyns
sögur frá sjómannslífi sínu þegar
hann var ungur maður og við höfðum
mikla ánægju af að heyra þær. Ein
saga var sérstaklega í uppáhaldi hjá
okkur en það er sagan um bræðurna
tvo, Palla og Simba heitinn, sem fóru
saman út á lífið á einum af viðkomu-
stöðum sínum þegar þeir voru til
sjós saman.
Einnig munum við vel hvað Palli
frændi var mikill göngugarpur, en
þegar við vorum litlar í Kópavogin-
um voru það ófá skiptin sem hann
kom í heimsókn til okkar, þá búinn
að labba alla leið frá miðbænum og
upp í Kópavoginn.
Ein okkar systra var svo heppin
að fá að verja tíma með honum Palla
stuttu fyrir andlát hans. Hann vildi
kaupa ferð til Grænlands og vantaði
einhvern til að aðstoða sig við ferða-
kaupin en hann hafði mikil dálæti á
Grænlandi. Hann hlakkaði mikið til
ferðarinnar og sagðist vera búinn að
dreyma að hann ætti skemmtilegt
ferðalag fyrir höndum, það væri lík-
legast Grænlandsferðin. Engan ór-
aði fyrir því að ferðalag hans yrði
öllu frábrugðnara. Ferðalag hans
yrði til annars heims, langt í burtu
frá okkur hinum. Palli var sérstakur
maður og átti sérstakt líf, nú er hann
farinn frá okkur og eftir situr minn-
ingin ein, um mann sem á eftir að
eiga sérstakan stað í huga okkar og
hjörtum.
Góða ferð kæri frændi.
Herdís og Helena Dagmar
Steinarsdætur.
Páll Guðfinnur
Elíasson
arsGunna … og þá bað amma hann
að hætta nú þessari vitleysu þá
hækkaði hann jafnan róminn og
söng hátt … en Gæi stóð þar einn
sá undur fagri sveinn … svo kláraði
hann lagið og hló dátt. Hann var
nefnilega spéfugl hann afi í
Glaumbæ. Fæddist til dæmis
stúlkubarn í fjölskylduna lagði hann
ætíð til að það yrði skírt Gardína í
höfuðið á sér og jafnan þegar ég
kvaddi þau í Glaumbænum sagði
hann: og komdu svo fljótt aftur, það
er svo gaman þegar þú ferð. Svona
er minningin um góðan mann, hann
var alltaf glaður og kátur, raulandi
eitthvað fyrir munni sér.
Á unglingsárunum var ég vön að
fara með þeim ömmu og afa í
messu, afi var mikill söngvari og ég
fylltist alltaf stolti þegar hann byrj-
aði að syngja sálmana. Söngur var
hans yndi og svo var hann líka mik-
ill sælkeri. Einu sinni fyrir jólin var
ég að baka smákökur úti í
Glaumbæ, skildi síðustu sortina eft-
ir á eldhúsborðinu meðan hún kóln-
aði og skrapp eitthvað á meðan.
Þegar ég kom aftur var bara
mylsna eftir á borðinu, ég fór inn í
stofu og þakkaði afa fyrir að hafa
gengið frá þessu í boxið fyrir mig,
hann varð eitthvað undarlegur á
svipinn og upp úr kafinu kom að
hann hafði klárað allar smákökurn-
ar, hverja einu og einustu. Sagði
svo að það þýddi ekkert að skamma
sig, ég hefði ekki sagt neitt um að
það ætti að geyma þetta. Við hlóg-
um lengi að þessu.
Ég er þakklát fyrir að á fullorð-
insárum fékk ég tækifæri til að
hjálpa þeim heimavið og á þann
hátt gat ég þakkað fyrir mig. Afi
var alltaf ánægður með allt sem ég
gerði og honum fannst maturinn
alltaf góður, að ógleymdum bakstr-
inum.
Ég kveð afa með fallegu kvæði
um Bíldudal, dalinn sem var honum
svo kær, fjöllin og fjörðinn sem
hann hafði unun af að horfa á.
Bíldudalur, Bíldudalur,
stöðum ertu flestum fegri,
friðsælli og yndislegri,
ástkær ertu mér.
Bíldudalur, Bíldudalur,
ævinlega mestar mætur
mildar, bjartar sumarnætur
hef ég þó á þér.
Falleg móti blasir Byltan,
bjarma slær á flóann stilltan.
Bregður ljóma á Lækjarskörðin
logn er yfir fjörðinn.
Bíldudalur, Bíldudalur,
um þig fagur fjallahringur
faðmar svo að útsynningur
aldrei að þér nær.
Bíldudalur, Bíldudalur,
sveipast þú í sunnanblænum
svefnsins ró er yfir bænum,
sumarkyrrðin kær.
Í höfn er bátur bundinn hljóður,
brátt skal hafinn næsti róður.
Lifnar bær til lífs að nýju
í ljósi morguns hlýju.
Bíldudalur, Bíldudalur,
þú ert stöðum flestum fegri,
frisælli og yndislegri,
ó, þú ert mér kær.
(Hafliði Magnússon.)
Nú bið ég Guð að geyma afa.
Alda Hlín.
Ömmubróðir minn, Gunnar Hólm
Sigurgarðsson, átti ungur vin á
Bíldudal, er hét Garðar. Ég bið að
fyrirheit vort um líf að dauða yf-
irstignum verði þeim tveimur til
farsældar. Ég kveð einnig Unu,
elskulegu, með þessum fátæklegu
orðum. Hver íslensk fjölskylda á
sinn gæja, sem við elskum, hlæjum
með og að, því þeir auðga svo til-
veru okkar.
Ég kynntist Garðari rosknum, en
naut þess við eina guðsþjónustu að
hann var tenórinn á kirkjuloftinu.
Saga hans, staða í samfélaginu og
síðasti fundur þ. 26. nóvember sl. er
mér rík minning.
Ég þakka og kveð.
Far heill.
Séra Flosi.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SOFFÍA JÓHANNSDÓTTIR
frá Skálum
á Langanesi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn
9. apríl.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn
16. apríl kl. 15:00.
Guðbjörg Nielsen, Kári Nielsen,
Fróði Indriðason, Leena Janus,
Kristján Indriðason,
Kristín María Indriðadóttir, Kristinn Óskarsson,
Guðmundur Hólm Indriðason,
Ragnar Indriðason, Aðalheiður Daníelsdóttir,
Birgir Indriðason,
Rut Indriðadóttir, Pétur Bolli Jóhannesson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
VALBORG VESTFJÖRÐ EMILSDÓTTIR
frá Dröngum,
síðar Borgarholtsbraut 27,
Kópavogi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstu-
daginn 6. apríl, verður jarðsungin frá Kópavogs-
kirkju þriðjudaginn 17. apríl kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta hjúkrunarheimilið Sunnu-
hlíð njóta þess.
Ólafur Kr. Guðmundsson, Herdís Jónsdóttir,
Kristjana Emilía Guðmundsdóttir, Jón H. Sigurðsson,
Unnsteinn Guðmundsson, Hildigerður Skaftadóttir,
Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir, Kári Þórðarson,
Kristín Björk Guðmundsdóttir, Friðbjörn Örn Steingrímsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir vandamenn.
✝
Elskuleg móðir mín og systir,
SIGRÍÐUR JÚLÍANNA BJÖRG
JÓHANNSDÓTTIR,
(Sirrý),
lést á heimili sínu miðvikudaginn 4. apríl.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Friðjón Hilmir Þórarinsson.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HÓLMFRÍÐUR JÓNA ÁGÚSTSDÓTTIR,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
11. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn
20. apríl kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kittý M. Jónsdóttir, Elías Skúlason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
GÍSLI SIGURÐUR GUÐJÓNSSON,
Ofanleiti 17,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Auður Fanney Jóhannesdóttir,
Reynir Sigurður Gíslason,
Sigríður Edda Hafberg.
✝
Faðir okkar,
LÁRUS HERMANNSSON,
er látinn.
Sigurður Lárusson,
Rúnar Lárusson,
Hermann Lárusson,
Ólafur Lárusson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi.
Minningargreinar