Morgunblaðið - 14.04.2007, Síða 55

Morgunblaðið - 14.04.2007, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 55 ✝ Árni KristinnÞorsteinsson fæddist á Djúpalæk 6. október 1916. Hann lést á Sunda- búðum á Vopnafirði 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar Árna voru Þorsteinn Ei- ríksson, f. 1874, d. 1917, og Ölveig Sig- urlaug Benedikts- dóttir, f. 1878, d. 1945. Systkini Árna voru Elísabet, f. 1900, d. 1995, Anna Stefanía, f. 1902, d. 1974, Eiríkur Matthías, f. 1905, d. 1984, El- ínborg, f. 1907, d. 1941, og Jón Árni Benedikt, f. 1909, d. 1989. Kona Árna er Lilja Benedikts- dóttir. Börn þeirra eru a) Jóhann Karl, f. 1958, b) Ása, f. 1961, maki Stefán Kristvinsson, börn Árni Leó og Lilja Björk, c) Halldóra Sigurveig, f. 1962, maki Ólafur Hann- esson, börn Unnur Margrét og Bjarki Snær, d) Elínborg, f. 1963, maki Jón Sveinsson, börn Guðrún Lilja og Ásta Sóley, e) Unn- steinn Benedikt, f. 1968. Árni bjó alla sína tíð í Miðfjarð- arnesseli í Skeggjastaðahreppi, þar sem hann stundaði búskap. Útför Árna verður gerð frá Skeggjastaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er erfitt að kveðja í örfáum línum mann sem lifði níu áratugi, og við þekkjum ekki heiminn án. Til þess þarf meira skáld en okk- ur. Við vitum að afi hefði treyst Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi manna best til þess, og látum hon- um það eftir. Ég finn það gegnum svefninn, að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, og veit, að það er konan, sem kyndir ofninn minn, sem út með ösku fer og eld að spónum ber og yljar upp hjá mér, læðist út úr stofunni og lokar á eftir sér. Ég veit, að hún á sorgir, en segir aldrei neitt, þó sé hún dauðaþreytt, hendur hennar sótugar og hárið illa greitt. Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. – Sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð. Ég veit, að þessi kona er vinafá og snauð af veraldlegum auð, að launin, sem hún fær, eru last og daglegt brauð. En oftast er það sá, sem allir kvelja og smá, sem mest af mildi á. – Fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá. (Davíð Stefánsson Bestu þakkir fyrir okkur. Hvíl í friði. Halldóra, Ólafur, Unnur og Bjarki Elsku afi. Ég veit ég var rosa- lega heppin að eiga þig að, er hálf- partinn alin upp í fjárhúsunum á Lindarbrekku og hef farið á Bakkafjörð hvert einasta vor síðan ég fæddist. Það eru ekki margar 16 ára stelpur sem fá þetta tæki- færi, losna frá öllu stressinu í borginni og geta farið lengst út á land þar sem stressið snýst bara um kindurnar. Og ekki var það mikið. Síðustu árin, þrátt fyrir að afi væri orðinn gamall og sjónlítill þekkti hann allar kindurnar með nafni, jafnvel þó þær væru langt í burtu og mín óslitnu augu sáu ekki annað en hvítan depil. Þannig var afi, þegar læknirinn á Vopnafirði spurði hann einu sinni fyrir mörg- um árum hvort hann ætlaði ekki að fara að hætta með kindurnar og setjast í helgan stein svaraði hann bara „Hvað á ég þá að gera?“ Við afi vorum þó ekki alltaf sammála um allt eins og td. var ég ekki allt- af hrifin af því þegar hann spurði mig af hverju ég vildi ekki frekar leggja mig eftir hádegismatinn en að fara að hitta vinkonur mínar og oft fussaði og sveiaði afi yfir öllum rafmagnstækjunum sem ég tók með mér, gemsanum, ipodnum og sléttujárninu. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa náð að kveðja þig en núna ertu dáinn og ég hugsa til þín á himnum og sakna góðu stundanna okkar. Lilja Björk. Nú er komið að því að kveðja hann afa. Hann er tengdur svo mörgum æskuminningum okkar, því við frændsystkinin nutum þeirra forréttinda að fá að eyða fjölmörgum sumrum í sveitinni hjá afa og ömmu þar sem við þóttumst vera sérlegir aðstoðarmenn hans afa í fjárhúsunum. Líklega vorum við nú stundum frekar að tefja fyr- ir en hitt, en það lét afi okkur aldrei finna, og við munum ekki til þess að hann hafi nokkurn tímann látið styggðaryrði falla við okkur. Afi var mikill dýravinur og átti kindur alla tíð. Þær áttu allar sín nöfn og þrátt fyrir dapra sjón síð- ustu árin þekkti hann þær alltaf allar. Hann var bóndi af gamla skólanum, og hugnaðist ekki verk- smiðjubragurinn sem nú er kom- inn á búskap. Virðing skyldi borin fyrir dýrunum. Afi fæddist í torfbæ og upplifði miklar breyt- ingar á ævi sinni. Við vorum hepp- in að fá að umgangast hann svo mikið á æskuárum okkar því hann var afar minnugur og hafði gaman af að segja okkur frá gömlu dög- unum. Hann fylgdist vel með frétt- um og stjórnmálum alla tíð og hafði sterkar skoðanir á þeim, það var engin leið að hafa betur í rök- ræðum við hann, enda reynslunni ríkari. Hann var líka mikill spila- maður, og þrátt fyrir að hvorugt okkar sýndi neina sérstaka hæfi- leika í þeirri deildinni eyddi hann þolinmóður ófáum stundum í að spila við okkur milli fjárhúsferða. Í einu gátum við afi aldrei verið sammála, og það var í matarmál- um. Hann reyndi mikið að fá okk- ur til að borða siginn fisk og súrt slátur, og við reyndum á móti að fá hann til að borða pizzu og ora grænar baunir úr dós. Það gekk þó hvorki né rak, enda við öll hald- in ættarþrjóskunni, en þar sem hann náði tíræðisaldri er nú orðið erfitt að draga ágæti mataræðis hans í efa. Við lærðum margt af honum afa, og sennilega mikið fleira en við gerum okkur grein fyrir ennþá. Við þökkum þér afi kærlega fyr- ir okkur. Hvíldu í friði. Árni Leó og Unnur Margrét. Í dag, 14. apríl, verður til grafar borinn frá Skeggjastaðakirkju í Bakkafirði Árni Kr. Þorsteinsson frá Miðfjarðarnesseli. Það er með hlýhug og þakklæti sem ég minn- ist hans og ýmislegt kemur upp í hugann. Það er fagur sunnudags- morgunn um miðjan júní 1975. Árni kom að hitta mig, vantaði ein- hvern með sér á greni. Þar með hófst áralangt samstarf og sam- vinna okkar við grenjavinnslu. Fyrsta grenið sem við lágum á var svokallað Stórasteinsaxlargreni og er ekki svo langt frá Seli. Margar fagrar vornætur höfum við vakað og virt fyrir okkur dásemdir nátt- úrunnar, gróður og fuglalíf, fylgst með búfénaði dreifa sér um víð- lendar heiðar þessarar sveitar sem Árni unni svo mjög. Sjónaukinn var alltaf við hendina og hann not- aði Árni óspart og var fljótur að kveða uppúr með hvort hann, ég eða einhver annar ætti féð sem fyrir augu bar enda var hann með afbrigðum fjárglöggur og áhuginn á sauðfénu óþrjótandi. Í göngum á Kverkártungu var Árni á heima- velli, skemmtilegur félagi sem gjörþekkti landið, sögu þess og ör- nefni. Þegar við hjónin hófum bú- skap á Miðfjarðarnesi varð fljótt samgangur á milli bæjanna, oft kom Árni akandi á dráttarvél sinni, staldraði við um stund enda þurftum við að ræða málin, eins og sagt er, en hann var fróður og fylgdist vel með bæði landsmálum og málefnum sinnar sveitar. Andi ungmennafélagshreyfing- arinnar var honum í brjóst borinn. Samvinnuhreyfingin og menning bænda samfélagsins voru rótgróin í huga hans og ég held að hann hafi aldrei efast um að býlið hans fyrir botni hins breiða Bakkaflóa væri besti staður á Íslandi. Eftir að fjölskyldan flutti hingað í þorp- ið og ég fór að stunda hér fasta vinnu var ég oft því sem nær fast- ur gestur í kaffi hjá þeim hjónum og ef það kom fyrir að einhverjir dagar liðu án þess að ég kæmi sagði hann þegar ég kom næst: „Þú ert ekki að hafa fyrir því að láta sjá þig.“ Það var eitthvert vorið er kalt var í veðri og lítill gróður að ég kom í kaffi til Árna og var eitthvað að kvarta og sagði eitthvað á þá leið að það væri ekki búandi hér í þessum kulda. Þá leit hann á mig og sagði: „Ég get bara sagt þér það að þetta er eini stað- urinn á Íslandi þar sem maður getur sofið rólegur.“ Þessi orð hans segja allt sem segja þarf um hvaða hug Árni bar til sinnar sveitar. Við hjónin þökkum samfylgdina gegnum árin og vottum aðstand- endum hans okkar innilegustu samúð. Indriði og Unnur Árni Kristinn Þorsteinsson fjölskyldu, sendum við Anna okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Magnússon. Kynni okkar hófust fyrir mörgum árum þegar þau Þráinn og Margrét flytja með börnin sín í Fellsmúlann. Upp frá því myndaðist á milli okkar mikil og góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Margar ferðir fórum við saman til útlanda og fékk Þráinn ávallt það hlutverk að vera farar- stjóri litla ferðaklúbbsins. Það var gott að hafa Þráin með, hann var fróður og skemmtilegur og mikill viskubrunnur um land og þjóð hvar sem komið var. Eigum við margar dýrmætar minningar úr þessum ferðum okkar saman, oft var lagt af stað að finna gott veitingahús sem bauð upp á appelsínuönd. Kær vinur er fallinn frá og þökk- um við honum innilega samfylgdina. Margréti og fjölskyldu hennar send- um við okkar dýpstu samúð og biðj- um Guð að blessa minningu Þráins. Sigrún og Tómas. Þráinn Guðmundsson er fallinn frá. Lífsstarf sitt helgaði Þráinn skóla- og fræðslumálum auk fé- lagsstarfa sinna að skáklistinni. Af hans fjölþætta starfsviði sem skóla- stjóri og fræðslustjóri er ástæða til þess að nefna sérstaklega þátt hans í stofnun Kvöldskólans í Reykjavík og forystu um að komið var á fót hér á landi fullorðinsfræðslu sem með prófum veitti réttindi til framhalds- skólanáms. Leiðir okkar Þráins lágu saman í félagsmálum skákmanna. Þar eru störf Þráins slík að vöxtum. Í nær 40 ár sat hann í stjórn Skáksam- bands Íslands og gegndi lykilhlut- verki í framvindu skákmála í landinu. Ekki er færi á að rekja hér öll hans trúnaðarstörf fyrir skákhreyfinguna. Hann ritaði sögu Skáksambands Íslands. Þær bækur munu lengi halda nafni hans á lofti enda ómet- anlegar heimildir um skáksöguna hérlendis. Hann var snarpur skák- maður. Ólíklegt er að íslensk skák- hreyfing eignist marga jafnoka Þrá- ins Guðmundssonar í félagsmálum. Þráinn var hógvær maður en skoð- anafastur. Hann var allra manna traustastur, myndarlegur á velli og glaðlegur í framgöngu. Þráinn Guð- mundsson sóttist ekki eftir eigin upphefð. Hann vann að hugsjón sinni og áhugamáli af óbilandi dug og festu. Hann studdi framgangi ann- arra, jafnt ungu kynslóðarinnar sem afreksskákmanna af hug og hjarta og tókst oft að hleypa kappi í félaga sína þegar á móti blés. Það þarf eld í hjarta til þess að vinna í marga ára- tugi launalaust áhugamannastarf, leggja mikið af mörkum, efla áhuga annarra án tillits til eigin hags. Það sem hann tók að sér gekk upp, það sem hann sagði stóð, orð hans voru betri en loforð margra annarra. Þráinn bar gæfu til að lifa lífi sínu vammlaus, mikils metinn af félögum sínum og skila fórnfúsu starfi sem lengi eldir af. Þráinn var gæfumaður í sínu einkalífi, átti gott heimili,var um- hyggjusamur faðir og afi. Konu hans Margréti og ættingjum öllum sendi ég mínar samúðarkveðj- ur. Guðm. G. Þórarinsson Það er með söknuði og þakklæti sem ég og skákfélagar mínir kveðj- um okkar góða vin Þráin Guðmunds- son, fyrrum forseta Skáksambands Íslands. Eftir að hann lauk erilsöm- um starfsferli sínum sem farsæll skólastjóri urðu árin sem hann náði að sinna áhugamálum sínum óskipt- ur því miður alltof fá. Það var einstakt lán að Skáksam- bandið skyldi fá Þráin í forystuhlut- verk í eins langan tíma og raun ber vitni. Hann var sérlega farsæll í sín- um störfum enda maður vinmargur og vel liðinn. Þráinn hafði bæði gam- an af því að tefla sjálfur og að fylgjast með spennandi skákum fremstu stórmeistara. Þrátt fyrir margra ára- tuga félagsmálastörf fyrir skáhreyf- inguna var Þráinn þó aðeins forseti Skáksambandsins í þrjú ár frá 1986– 89. Hann kaus fremur að vera til hlið- ar og leggja góðum málum lið í sátt en að vera í sviðsljósinu. Forseta- starfinu fylgdu líka oft erfiðar ákvarðanir og deilur sem áttu ekki við hann. Þau ár sem Þráinn gegndi forseta- starfinu voru einstaklega farsæl fyrir skákhreyfinguna. Ólympíuliðið náði fimmta sætinu í Dubai haustið 1986 og í ársbyrjun 1988 náði Jóhann Hjartarson að leggja Viktor Korts- noj að velli en Viktor hinn grimmi hafði þá skömmu áður verið áskor- andi Karpovs í heimsmeistaraeinvígi. Ég er ekki frá því á bestu árum Friðriks Ólafssonar hafi skákin haft jafn mikinn meðbyr. Hér voru haldin fjölmörg öflug skákmót og árangur landsliðsins aldrei betri, hvorki fyrr né síðar. Ég held að það hafi ekki verið nein til- viljun að allur þessi frábæri árangur náðist í forsetatíð Þráins. Hann sýndi okkur atvinnuskákmönnunum mik- inn skilning og reyndi að skapa okk- ur sem best skilyrði. Auk þess var hann einstaklega góður ferðafélagi sem náði að skapa góða stemningu og efla liðsandann. Jafnvel eftir stór töp gat hann slegið á léttari strengi og strítt mönnum góðlátlega, þannig að þeir náðu vopnum sínum. Þegar horft er til þess að við skákmenn get- um í erfiðum keppnum verið afar mislyndir, uppstökkir og sjálfhverfir, þá komu þessir eiginleikar Þráins sér einstaklega vel. Ég held að hann hafi líka horft með talsverðu stolti og ánægju yfir farinn veg og ekki að ástæðulausu. Það duldist engum sem kynntist Þráni vel að hann var fyrst og fremst mannvinur sem var það efst í huga að láta gott af sér leiða. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að telja upp öll hans verk í þágu skákhreyf- ingarinnar og æskulýðsstarfsemi. Hafðu þökk fyrir og guð geymi þig. Margeir Pétursson. Þráinn Guðmundsson er fallinn frá. Hann hefði orðið sjötíu og fjög- urra ára seinna í mánuðinum. Þráinn var einn af máttarstólpum íslenskrar skákhreyfingar áratugum saman, sannkallaður burðarás. Kom fyrst inn í stjórn Skáksambands Íslands fyrir Skákfélag Akureyrar 1968 og var í forystusveitinni allar götur meira og minna út öldina. Frá stofn- un Skáksambands Íslands 1925 hef- ur líklega enginn maður setið jafn lengi í stjórn sambandsins og Þráinn sat. Ég var 11 ára gamall þegar ég kynntist Þráni. Hann var 28 ára gam- all 1961, ráðinn yfirkennari í nýreist- um Laugalækjarskóla í Reykjavík. Þar hvatti hann okkur drengina til tafliðkunar, raðaði okkur upp í fyrstu sigursveit Laugalækjarskóla sem mætti gömlu félögum sínum úr Laugarnesskóla. Þráinn var mér allt- af ákaflega kær. Hann var gjörvileg- ur maður og góðlegur. Hávaxinn með tinnusvart hár og dökk tindrandi, gáfuleg augu. Þegar ég eltist og leiðir okkar lágu aftur saman í stjórn Skáksambandsins á árunum upp úr 1980 hafði ég tök á að kynnast enn betur mannkostum Þráins. Hann var mannasættir, skynsamur og ráðgóð- ur. Öll störf sem lögð voru á Þráin leysti hann af hendi af stakri prýði. Hann var bæði vinnusamur og skipu- lagður. Frábært framlag Þráins til skákhreyfingarinnar, sem mun halda nafni hans á lofti um ókomin ár, var ritun sögu Skáksambands Íslands í 70 ár. Þetta verk hans í tveimur bind- um um upphaf og sögu Skáksam- bandsins á síðustu öld, er skrifað af vandvirkni og ást á verkefninu og ber Þráni fagurt vitni. Þráinn var mikill Taflfélagsmaður og bar hag Tafl- félags Reykjavíkur alla tíð fyrir brjósti, hafði gengið í TR eftir að hann flutt að norðan suður til Reykjavíkur. Við félagarnir í TR fyll- umst þakklæti og minnumst Þráins með söknuði, það gerir einnig gjörv- öll skákhreyfingin. Það er skarð fyrir skildi í herbúðum skákgyðjunnar Cassiu. Nú er fallinn í valinn einn af ráðagóðu riddurum hennar. Við skul- um biðja Guð almáttugan að blessa minningu góðs drengs og vottum fjölskyldu Þráins Guðmundssonar alla samúð okkar. Fyrir hönd Taflfélags Reykjavíkur, Óttar Felix Hauksson formaður. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.