Morgunblaðið - 14.04.2007, Side 60
60 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLANDSMÓTIÐ í 5 & 5
dönsum, með frjálsri aðferð,
fór fram í Laugardalshöll
helgina 31. mars til 1. apríl.
Rúmlega 130 pör voru skráð
til leiks að þessu sinni. Móta-
nefnd Dansíþróttasambands
Íslands ber hitann og þung-
ann af skipulagningu flestra
móta hér á landi og fór mótið
vel fram í flesta staði. Keppn-
isstjórar voru þeir Stefán
Guðleifsson og Haukur Ei-
ríksson. Keppni hófst að
venju með keppni í flokkum
sem dansa með grunnaðferð,
sem gleðja ávallt augað. Þar
er efniviður í framtíð-
arafreksfólkið okkar. Þegar
nokkrir flokkar höfðu lokið
keppni var setningarathöfnin
á dagskrá. Ég verð að við-
urkenna að innmarsinn í setn-
ingarathöfninni var rislítil og
ómerkilegur og langt í frá að
vera eins hátíðlegur og hann
hefur verið í áranna rás. Í
kjölfar fánabera héldu tveir
og tveir einstaklingar á skilt-
um með nöfnum dansíþrótta-
félaganna sem tóku þátt í
mótinu. Gott og vel ef þessir
„spjaldaberar“ hefðu verið í
dansklæðnaði, en því var ald-
eilis ekki fyrir að fara, heldur
voru þeir bara „einhvern veg-
inn“ klæddir. Svona gera
menn ekki. Það er betra að
sleppa innmarsinum en hafa
hann svona, að mínu mati. Að
hinum svokallaða innmarsi
loknum flutti Björn Ingi
Hrafnsson gott setn-
ingarávarp og hvatti kepp-
endur til dáða í þessari fal-
legu íþróttagrein.
Hápunktur frjálsu
paranna
Íslandsmeistaramótið í
5&5 dönsum er yfirleitt há-
punktur frjálsu paranna á Ís-
landi og er yfirleitt það mót
þar sem pörin dansa hvað
best að mínu mati. Pörin
keppa annars vegar í suður-
amerískum dönsum (latin) og
hins vegar í sígildum sam-
kvæmisdönsum (standard).
Keppt var í fjórum aldurs-
flokkum og þar með átta
greinum, þar sem keppt er í
tveimur greinum í hverjum
aldursflokki.
Í flokknum Unglingar IF,
voru einungis 3 pör skráð til
leiks. Það er í sjálfu sér mjög
eðlilegt, þar sem enn eru
mörg pör sem keppa í þessum
aldursflokki í K-riðlum með
grunnaðferð. Það er þó alltaf
gaman að fylgjast með þess-
um pörum, þar sem þau eru
að stíga sín fyrstu skref í
dansi með frjálsri aðferð og
var það engin undantekning
þetta árið. Íslandsmeistarar í
þessum flokki í suður-
amerískum dönsum voru þau
Þorkell og Malín Agla. Þau
hafa verið í mikilli framför í
vetur og áttu sigurinn skilinn.
Þau nýta fætur mun betur
núna en þau hafa gert og eins
eru þau að styrkjast mjög í
efri hluta líkamans og lín-
urnar þeirra að verða miklu
hreinni. Skammt á hæla
þeirra í öðru sæti urðu Pétur
Geir og Lena Ruth en þau
áttu ekki sinn besta dag en
þar eru svo sannarlega á ferð-
inni ákaflega efnilegir dans-
arar. Valentín og Tinna
kepptu í þessu flokki í fyrsta
sinn og stóðu sig ákaflega vel
og verður gaman að fylgjast
með framförum þeirra í fram-
tíðinni. Í sígildu samkvæm-
isdönsunum urðu Þorkell og
Malín Agla einnig Íslands-
meistarar. Ég tel að það hafi
ekki verið nein spurning um
það, þau voru áberandi best á
gólfinu. Þau nýttu gólfið vel
og dönsuðu ákaflega fallega.
Pétur Geir og Lena Ruth
höfnuðu í öðru sæti eftir vel
dansaða úrslitaumferð. Þau
eru samt sterkari í suður-
amerísku dönsunum að því er
ég tel, en sýndu samt sem áð-
ur góða takta á gólfinu í sí-
gildu dönsunum.
Hörð keppni hjá ungling-
unum
Gríðarlega hörð keppni var
í flokknum Unglingar II F.
Þar bitust tvö pör um sig-
urinn. Það fór svo að Alex
Freyr og Ragna Björk sigr-
uðu í sígildu samkvæmisdöns-
unum. Þau sýndu frábæra
takta á gólfinu og áttu sig-
urinn svo sannarlega skilinn
að mínum dómi. Dansstaðan
þeirra er góð og þau hafa
mikla yfirferð yfir gólfið og
dansinn þeirra er afskaplega
áferðarfallegur. Þau hafa tek-
ið miklum framförum að und-
anförnu, sérstaklega í því
hvernig þau nota fæturna,
það er líka það mikilvægasta í
þessu öllu. Þetta skilar sér í
betra haldi og yfirvegaðri
dansstöðu og því að þau klára
allar línur miklu betur. Í öðru
sæti urðu Sigurður Már og
Sara Rós. Þau dönsuðu líka
frábærlega vel í sígildu döns-
unum og voru mjög fáguð í
því sem þau gerðu. Þau eru á
réttri leið með fótavinnuna
sína og dansstaðan þeirra því
mun betri en áður. Ég hefði
viljað sjá þau klára allar línur
betur, sérstaklega í enskum
valsi og „Slow-foxtrott.“ Þau
hljóta að hafa verið mjög
örugg í sínu sæti, ég tel að
enginn hafi getað ógnað þess-
um tveimur pörum í þessum
hópi, yfirburðir þeirra voru
slíkir um helgina. Þegar ég
horfði á kynningarumferðina
í suður-amerísku dönsunum
var ég ekki viss hvort Sig-
urður Már og Sara Rós eða
Alex Freyr og Ragna Björk
myndu vinna. Mér fannst pör-
in nokkuð jöfn og spurning
hvoru megin sigurinn myndi
lenda. Þegar pörin dönsuðu
svo til úrslita fannst mér eng-
in spurning hvort parið
myndi sigra. Sigurður Már og
Sara Rós komu gríðarlega
öflug til leiks, krafturinn og
dansgleðin var allsráðandi hjá
þeim í úrslitaumferðinni. All-
ar línur, fætur og líkams-
taktur var með því besta sem
ég hef séð til þeirra og þau
voru að mínu mati öruggir
sigurvegarar. Alex Freyr og
Ragna Björk eru frábærir
dansarar, um það getur eng-
inn efast, en úrslitaumferðin
sýndi ekki hvað í þeim býr,
þau eiga meira inni en þetta.
Línurnar þeirra voru ekki
nógu hreinar, fótavinnan ekki
eins og hún á að sér að vera.
Ég upplifði úrslitaumferðina
hjá þeim svolítið eins og það
væri eitthvað að, það var ekki
allt sett á fullan kraft. En
engu að síður frábærir dans-
arar sem alltaf er gaman að
horfa á!
Miklar framfarir
Það var ekki síður hörð
keppni í flokki Ungmenna. Í
„karakterinn.“ Þau hafa eitt-
hvað við sig sem dregur aug-
að að þeim. Á stundum hefði
ég viljað sjá meiri áherslu á
fætur og vinnslu í gegnum
gólfið, en snerpan og dans-
gleðin hjá þeim er ótrúleg. Í
öðru sæti voru Björn Ingi og
Hanna Rún. Þau eru ekki
síðri í suður-amerísku döns-
unum en hinum sígildu en
áttu kannski ekki alveg sinn
dag. Fótavinnan þeirra er
hins vegar mjög góð og vinna
þau vel í gegnum gólfið. Lín-
urnar þeirra eru einnig mjög
hreinar og sterkar.
Frábær dans í alla staði
Í flokki fullorðinna sáust
glæsileg tilþrif að vanda. Í sí-
gildum samkvæmisdönsum
snérist taflið við og Björn
Ingi og Hanna Rún fóru með
öruggan sigur af hólmi, að
mínu mati. Það var allt annað
að sjá til þeirra; krafturinn,
öryggið og fágunin í dans-
inum þeirra var til fyr-
irmyndar. Þau hafa svo sann-
arlega bitið í skjaldarrendur
og ákveðið að sýna hvað í
þeim býr. Frábær dans í alla
staði! Í öðru sæti urðu Jón
Eyþór og Helga Soffía. Þau
dönsuðu þessa umferð ekki
eins vel og í flokki Ung-
menna. Þau virtust svolítið
þyngri og þreyttari en eru
engu að síður ákaflega góðir
og efnilegir dansarar. Ég tel
að sigur Gunnars Hrafns og
Melisu Ortiz, í suður-
amerísku dönsunum í flokki
fullorðinna hafi ekki komið
neinum á óvart. Þau eru mun
þroskaðri dansarar en mót-
herjar þeirra og hafa náð að
dansa sig mjög vel saman.
Þau eru með kröftugar og
skemmtilegar lotur og vinna
vel úr því sem þau hafa. Þau
keppa fyrir Íslands hönd
þrátt fyrir að vera búsett í
Þýskalandi þar sem þau
stunda dansíþróttina af mikl-
um móð. Aðalsteinn og Rakel
unnu til silfurverðlauna eftir
mjög harða keppni við Björn
og Hönnu sem unnu til brons-
verðlauna.
Í flokki Senior var einungis
eitt par skráð til leiks þau
Eggert Claessen og Sigrún
Kjartansdóttir. Ég sakna
þess að sjá ekki fleiri pör á
gólfinu eins og verið hefur
undanfarin ár og hvet hér
með Seniorana okkar til að
dusta rykið af dansskónum og
láta sjá sig á gólfinu sem allra
fyrst.
Þeim sem vilja sjá nánari
úrslit, er bent á heimasíðu
DSÍ, danssport.is , þar sem
öll úrslit helgarinnar eru tí-
unduð, einnig keppni í dansi
með grunnaðferð, sem fram
fór samhliða Íslandsmeist-
aramótinu.
Þetta Íslandsmeistaramót í
5&5 dönsum með frjálsri að-
ferð, var mjög skemmtilegt
fyrir augað og gekk vel í
flesta staði, þó svo vissulega
komi upp smávægilegir
hnökrar við og við. Pörin
dönsuðu vel og virtust vera
vel undirbúin fyrir mótið. Það
sem ég er þó sérstaklega
ánægður með, er að nú var
því þannig fyrir komið að
dómararnir fengu að horfa á
pörin í einni kynning-
arumferð áður en þeir
dæmdu pörin í sæti. Þetta er
mikið framfaraskref, því
margir dómarar hafa kvartað
undan því að þurfa að setja
pör í sæti í fyrsta skiptið sem
þeir sæju þau. Takk fyrir
þetta. Dómarar keppninnar
voru fimm og komu víða að,
frá Noregi, Danmörku,
Þýskalandi, Bretlandi og
Lettlandi.
sígildu samkvæmisdönsunum
var hart barist um gull-
verðlaunasætið. Eftir harða
og tvísýna baráttu sigruðu
Jón Eyþór og Helga Soffía.
Þeim hefur farið mikið fram
síðustu 2 ár og gera margt
gríðarlega vel. Enski valsinn
og „Slow-foxtrottinn“ eru
þeirra sterkustu dansar
ásamt vínarvalsinum. Þau eru
mjúk og nota fætur mjög vel
og eins nýta þau tónlistina
vel. Það vantar kannski svo-
lítið meiri snerpu í bæði tangó
og „quickstep“ hjá þeim. Í
öðru sæti voru Björn Ingi og
Hanna Rún. Þau náðu ekki al-
veg að sýna sitt besta í hópi
Ungmenna en eru engu að
síður frábærir dansarar. Þau
eru ákaflega mjúk og nýta
bæði gólf og fætur eins og
best verður á kosið. Eins
finnst mér alltaf unun að
horfa á tangóinn þeirra, hann
er bæði vel dansaður og flott
lota. Í suður-amerísku döns-
unum fóru Aðalsteinn og
Rakel með sigur af hólmi.
Þau eru mjög sterkir dans-
arar, að ég tali nú ekki um
Glæsileg tilþrif í Höllinni
DANS
Íslandsmeistaramótið
í 5 & 5
Laugardalshöll
31. mars til 1. apríl.
Guðmundur Guðmundsson og Jóna Rán Pétursdóttir
í Ungmenni K.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Eggert Claesen og Sigrún Kjartansdóttir, senior F.
Gunnar Hrafn Gunnarsson og Milisa Ortiz Gomez,
fullorðnir F.
Alex Freyr Gunnarsson og Ragna Björk Bernburg,
unglingar II F.
Jóhann Gunnar Arnarsson.