Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 67 ÞAÐ SEM gerist tvisvar hér er orð- ið að hefð og nú finnst mér að Kol- beinn og Guðrún ættu að skreyta áfram sunnudaginn fyrir páska með sínum snjöllu „pálmatónum“, eins og þau gerðu í fyrra og í ár. Mér er til efs að öllu ljúfari geti pálmasunnu- dagar orðið og flutningur verkanna og áhrifamáttur túlkunarinnar bar þeim báðum þann vitnisburð að þau bæru pálmann í höndum sér. Ég tel Kolbein í sinni hógværð vera einn okkar allra besta flautuleikara, sem bæði túlkar verkin af mikilli djúp- hygli og tilfinninganæmi með þeim tjáningarmætti sem verkunum hæfa hverju sinni. Þau rækta sinn tóngarð vel Kol- beinn og Guðrún og á það jafnt við hvort þau séu með miðevrópskt bar- okkblómskrúð eða nýjurtir íslenskr- ar tónflóru. Sumarmálin hans Leifs bera með sér þessa tvöföldu merkingu tíma sumarmála og mál sumarsins og hvorutveggja flytur bæði gleði og trega og þessum þáttum var prýði- lega til skila haldið. Áheyrendum var veitt innsýn og dýpri skilningur á verkunum með góðum skýringum. En umfram allt næm túlkun á gullfallegri og skemmtilegri tónlist, sem fær hjá mér fullt hús stiga. Með pálm- ann í hönd- unum í Laugarborg TÓNLIST Tónlistarhúsið Laugarborg Efnisskrá: J.S. Bach: Partita í a BWV 1013 f. einleiksflautu, Adagio í G BWV 968 f. sembal, Sónötur í Es BWV 1031 og í A BWV 1032 f. flautu og sembal. Leifur Þórarinsson: Sumarmál fyrir flautu og sembal frá 1978. Pálmasunnudag 1. apríl klukkan 15. Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Guð- rún Óskarsdóttir semballeikari Kolbeinn Bjarnason flautuleikari. Jón Hlöðver Áskelsson FÁTT jafnast á við fyrsta flokks ís- lenzkan karlakór til að sópa burt vetrardoða. Fóstbræður voru sann- kallaður hvítur stormsveipur á kraftmestu köflum, þótt huga mættu betur að stuðningi á þeim veikustu. Ólíkt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, er allt að ofgerði sumt í fyrri hluta til- einkuðum Jóni Þórarinssyni níræð- um, þó tæki síðan m.a. Caro nome svo engin landa hennar fær betur gert. Píanóleikur Steinunnar Birnu var víðast hvar í fínu lagi, en fjór- hendur samleikur þeirra Valgerðar Andrésdóttur í stúdentasyrpu Jóns hefði mátt vera aðeins betur æfður. Gamanópera Jóns Ásgeirssonar við kvæði frá 18. öld var að umfangi [14’] frekar kantata, en engu að síð- ur skemmtilegt stykki með flottum kórköflum og glæsilegum hátt- lægum sópranlínum fyrir Sigrúnu í aðalhlutverki. Afbragðsvel flutt nema seinni innkoma prestsins, „Lítið hef ég lag við snót“, sem varð að áhrínsorðum. Ríkarður Ö. Pálsson Hvítur storms- veipur TÓNLIST Langholtskirkja Kórverk eftir Jón Þórarinsson, Holst og Weber auk óperuaría e. Bellini og Verdi. Gamanóperan Eilífur og Úlfhildur (frumfl.) eftir Jón Ásgeirsson. Karlakórinn Fóst- bræður u. stj. Árna Harðarsonar ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttir sópran. Píanó- leikur: Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Valgerður Andrésdóttir. Þriðjudaginn 27. marz kl. 20. Kórtónleikar FINNSKI ljósmyndarinn Sari Poij- ärvi sýnir ný verk í sérhæfða ljós- myndagalleríinu Auga fyrir auga á horni Hverfisgötu og Klapparstígs. Yfirskriftin, From this life, eða „Úr þessu lífi“, skírskotar til þess hvernig hún hefur fangað augnablik úr daglegu lífi, leiftur úr tilverunni, fremur en að fást við sérstakt við- fangsefni eða þema, svo sem að mynda eða skrásetja ákveðin fyr- irbæri. Myndirnar eru nær allar teknar á ferðalagi; út um glugga á far- artæki eða á göngu og fyrir vikið mótast heildaryfirbragð sýning- arinnar af hreyfingu og tilfinningu fyrir tíma. Í fyrstu gætu myndirnar virkað fremur fjarrænar og óper- sónulegar og af engu sérstöku, eða jafnvel af „ómerkilegum“ hlutum. Poijärvi virðist leitast við að láta myndefni koma af sjálfu sér, líkt og „ómeðvitað“ en það gæðir verkin óræðri merkingu og tengir þau dul- vitund og skynjun – og fag- urfræðilegri tilfinningu ljósmynd- arans. Verkin geta þannig miðlað því hvernig dagdraumar eða hugleið- ingar renna saman við áhrif um- hverfisins. Áhorfandanum reynist auðvelt að setja sig í spor Poijärvi: hver kannast ekki við augnablik þegar eitthvað líður um hugann og augun hvarfla samtímis og festast um stund á einhverjum stað án þess þó að „fókusera“ á neitt sérstakt. Það sem ber fyrir augu flæðir inn í hugann, oft án þess að við gerum okkur grein fyrir því, og nær jafn- vel að kveikja nýjar hugsanir eða ýta við skynjuninni á einhvern hátt. Öðrum þræði leyfir Poijärvi til- viljun og dulvitund að ráða för en vissulega byggjast verk hennar þó á ákveðinni listrænni aðferð. Myndir úr dulvitund- inni? LJÓSMYNDIR Gallerí Auga fyrir auga Til 15. apríl 2007 Opið þri.og mi. kl. 15-19, lau. og sun. kl. 14-17. Ókeypis aðgangur. From this life/Sari Poijärvi Anna Jóa KVENNAGULLIÐ Leonardo Di- Caprio á von á barni með kærustu sinni til fimmtán mánaða Bar Raf- aeli. Rafaeli, sem er 21 árs og far- sæl fyrirsæta, á von á sér í haust. Þetta er fyrsta barn þeirra beggja. Parið er víst himinlifandi með til- vonandi fjölgun en DiCaprio hefur haft mikinn áhuga á að stofna fjöl- skyldu síðan besti vinur hans, leik- arinn Tobey Maguire, eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember síðast- liðnum. DiCaprio og Rafaeli fengu frétt- irnar um óléttuna stuttu eftir að hann bað hennar í Tel Aviv. Haldið er fram að þau muni gifta sig með lítilli viðhöfn í Ísrael, heimalandi Rafaeli, og halda síðan veglega veislu í Bandaríkjunum seinna á þessu ári. DiCaprio og Rafaeli byrjuðu sam- an stuttu eftir að hann sleit löngu sambandi sínu við aðra ofurfyr- irsætu, Gisele Bundchen. Barnshafandi Fyrirsætan Bar Raf- aeli er sögð bera barn undir belti. Reuters Myndarlegur DiCaprio vatns- greiddur við hátíðlegt tækifæri. DiCaprio að verða pabbi „Alger skyldulesning! Vandað og frumlegt verk þar sem ímyndunarafl og raunveruleiki blandast saman á djöfullegan hátt.“ Lire „Fullkomið listaverk.“ L’Express Frum- útgáfa í kilju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.