Morgunblaðið - 14.04.2007, Page 70
70 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
- Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir
HEIMSFRUMSÝNING
Vinkona
hennar er
myrt ogekki
er allt sem
sýnist
Magnaður spennutryllir
með súperstjörnunum
Halle Berry og Bruce Willis
ásamt Giovanni Ribisi
Hve langt
myndir þú
ganga?
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Perfect Stranger kl. 8 og 10:10 B.i. 16 ára
Hot Fuzz kl. 10 B.i. 16 ára
Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 4 og 6
School For Scoundrels kl. 8
TMNT kl. 4 og 6 B.i. 7 ára
Perfect Stranger kl. 3, 5.30, 8, og 10.30 B.i. 16 ára
Perfect Stranger LÚXUS kl. 3, 5.30, 8, og 10.30
Mr. Bean’s Holiday kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11
Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 2 og 4
Sunshine kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára
TMNT kl. 2, 4, 6 og 8 B.i. 7 ára
School for Scoundrels kl. 10
FRÁ DANNY BOYLE LEIKSTJÓRA 28 DAYS LATER OG
TRAINSPOTTING KEMUR SPENNUTRYLLIR ÁRSINS!
“Besta sci-fi mynd
síðustu tíu ára.”
D.Ö.J. Kvikmyndir.com
eee
“Sólskin er vel þess virði að sjá.”
H.J. MVL
eeee
“Magnþrunginn spennutryllir og
sjónarspil sem gefur ekkert eftir”
- V.J.V. Topp5.is
SÓLIN ER AÐ DEYJA. ER HÆGT AÐ BJARGA HENNI?
Bardagafimu skjaldbökurnar eru mættar aftur
í flottustu ævintýrastórmynd ársins
ANNAR ÞESSARA TVEGGJA
HEFUR HEILA...
...Á STÆRÐ VIÐ HNETU!
Frábær gamanmynd frá
leikstjóra Old School með
Billy Bob Thornton og
Jon Heder úr
Napoleon Dynamite.
Of góður?
Of heiðarlegur?
Of mikill nörd?
eee
Ó.H.T. Rás2
Grátandi barn er ávallt mynd-efni sem er víst til aðhræra í og snerta áhorf-
andann á einhvern hátt. Það er
allavega erfitt að standa al-
gjörlega á sama gagnvart þannig
senu en slíkt er myndefnið í einni
af vinsælustu málverkaseríu heims
sem gengur yfirleitt undir nafninu
„Grátandi drengir“. Eftirprentanir
af málverkunum voru framleiddar
í gífurlega magni í Bretlandi á ní-
unda áratugnum og hafa þau í
kjölfarið ratað inn á heimili um
víða veröld – ekki síst hér á landi.
Málverkin sem um ræðir eru til í
nokkrum útfærslum og öll sýna
þau sorgmædd og grátbólgin börn
og þrátt fyrir að þær séu kallaðar
„Grátandi drengir“ eru nokkrar
myndirnar af stúlkubörnum.
Skapari verkanna er spænskur
að uppruna og er þekktastur undir
nafninu Bragolin en hann hefur
einnig gengið undir nöfnunum
Franchot Seville og Bruno Ama-
dio. Líkt og myndirnar af grátandi
börnunum er málarinn sveipaður
goðsagnakenndum blæ en litlar
heimildir virðast vera til um hann.
Ber þó flestum saman um að hann
sé frá Sevilla á Spáni.
Tárvotu börnin hafa orðið sér-lega vinsæl á meðal unnenda
„kitsch“-listar, þ.e.a.s. fjölda-
framleiddrar og yfirleitt smekk-
lausrar listar. Döpur augu
barnanna eru máluð á þann hátt
að þau verða nánast yfirgengilega
brjóstumkennanleg. Það mætti
kalla það eins konar tilfinn-
ingalega gjörnýtingu á myndefn-
inu og veldur því að myndirnar
verða að vissu leyti óþægilegar og
jafnvel smekklausar.
Þó eru aðrir þeirrar skoðunar
að myndirnar séu fyrst og fremst
prýðilegasta augnayndi en eins og
fyrr segir hafa þær ekki síst fund-
ið sér heimkynni á íslenskum
heimilum. Og að sama skapi hafa
ófáir Íslendingar velt vöngum yfir
þessum myndum og þá sérstkalega
hvað það sé sem grætir börnin.
Þannig vangaveltur hafa orðið
efni í alls konar mýtur og flökku-
sögur, hérlendis og erlendis, og
tengjast margar þeirra dul-
arfullum húsbrunum og umkomu-
lausum munaðarleysingjum.
Myndirnar urðu fyrst vinsælar
snemma á níunda áratugnum í
Bretlandi þar sem þær prýddu
nánast annað hvert heimili. Fóru
þá fljótlega á kreik ýmsar sögur
varðandi myndirnar og tárvotu
börnin.
Þann 4. september árið 1985
gerðist nokkuð sem átti eftir auka
enn á goðsögnina um börnin og
dulmagn myndanna en þá birtist
grein í breska slúðurblaðinu The
Sun um slökkviliðsmann sem hafði
tekið þátt í að slökkva elda í
nokkrum húsum. Sagðist hann
ítrekað hafa fundið í þessum hús-
um algjörlega ólöskuð málverk af
grátandi börnum en allt annað
hafði orðið eldinum að bráð. Sagði
slökkviliðsmaðurinn jafnframt að
enginn slökkviliðsmaður gerðist
svo djarfur að hengja upp slíka
mynd á sínu heimili af ótta við
eldsvoða.
Í kjölfarið birtust nokkrar grein-ar á næstu mánuðum í The Sun
og öðrum breskum slúðurblöðum
um húsbruna þar sem íbúar höfðu
átt eftirprentun úr umræddri mál-
verkaseríu. Í sjálfu sér var ekkert
óeðlilegt við þessa húsbruna. Þeir
eru í fyrsta lagi nokkuð tíðir í
Bretlandi og eins og áður sagði
prýddu eftirprentanirnar nánast
annað hvert breskt heimili. Engu
að síður hafði fréttin um „bölvun
grátandi drengjanna“ mikil áhrif
og í nóvember á sama ári stóð The
Sun fyrir bálköstum víða um land-
ið þar sem átti að eyða mynd-
unum.
Nornaveiðin hafði þó öfug áhrif
og jók enn á vinsældir verkanna
og áhrifamagn þeirra. Og ennþá
eru þessar myndir með útbreidd-
ustu eftirprentunum í heimi.
Hví græturðu, barn?
AF LISTUM
Þormóður Dagsson
»Myndirnar urðufyrst vinsælar
snemma á níunda ára-
tugnum í Bretlandi þar
sem þær prýddu nánast
annað hvert heimili.
Fóru þá fljótlega á kreik
ýmsar sögur varðandi
myndirnar og tárvotu
börnin.
Goðsagnakennt Líkt og myndirnar af grátandi börnunum er málarinn sveipaður goðsagnakenndum blæ en litlar
heimildir virðast vera til um hann. Ber þó flestum saman um að hann sé frá Sevilla á Spáni.
thorri@mbl.is