Morgunblaðið - 14.04.2007, Qupperneq 72
72 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
/ KEFLAVÍK/ AKUREYRITHE GOOD SHEPERD kl. 6 - 9 - 10:30 B.i. 12 áraBECAUSE I SAID SO kl. 6 - 8:15 - 10:30 LEYFÐ
MISS POTTER kl. 5:40 - 8 LEYFÐ
WILD HOGS kl. 8:15 - 10:30 B.i. 7 ára
300 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
THE GOOD GERMAN kl. 5:30 B.i. 16 ára
ÓSÖGÐ SAGA ÖFLUGUSTU LEYNIÞJÓNUSTU FYRR OG SÍÐAR C.I.A
ÚRVALSLIÐ LEIKARA Í MAGNAÐRI KVIKMYND UNDIR
TRYGGRI LEIKSTJÓRN ROBERT DE NIRO
Börn sjá meira en fullorðnir gera sér grein fyrir!
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is
MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ
MEET THE ROBINSONS kl. 2 - 6 LEYFÐ
CHAOS kl. 8 B.i. 16 ára
SMOKING ACES kl. 10:10 B.i. 16 ára
ÚTI ER ÆVINTÝRI kl. 2 - 4 LEYFÐ
THE MESSENGERS kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
MEET THE ROBINSONS m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ
WILD HOGS kl. 8 - 10 B.i. 7 ára
THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 6 LEYFÐ
á allar sýningar merktar með appelsínugulu 5. til og með
9. apríl Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍKSPARBÍÓ 450kr
BECAUSE I SAID SO
BESTA MAMMA Í HEIMI
GETUR LÍKA VERIÐ ERFIÐASTA
MAMMA Í HEIMI
Diane Keaton Mandy Moore
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ
SÝND Í SAMBÍÓ
KRINGLUNNI
Háspenna, lífshætta frá Pang Bræðrum.
STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
ÓLÍKT kvikmyndaaðsókn beggja
vegna Atlantsála jókst aðsókn í kvik-
myndahús hér á landi árið 2006, að
því er fram kemur á fréttavefnum
Land & synir, sem er málgagn ís-
lensku kvikmynda- og sjónvarps-
akademíunnar. Alls voru bíógestir í
fyrra um 1,5 milljónir, sem er 8,7%
aukning frá árinu 2005 samkvæmt
tölum frá SMÁÍS, Samtökum mynd-
rétthafa á Íslandi.
Mesta aðsókn á árinu fékk ís-
lenska myndin Mýrin, en 81.580
manns sáu myndina í bíó. Þá var hún
langtekjuhæsta myndin, sem skýrist
að hluta til af því að dýrara er á ís-
lenskar kvikmyndir en erlendar. Í
öðru sæti hafnaði Pirates of the Ca-
ribbean 2 sem var mest sótta myndin
bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Mikil bíóþjóð
„Mýrin hefur haft mikil áhrif á
þessa aukningu, enda var hún hrylli-
lega sterk á síðasta ári,“ segir Aron
Víglundsson, markaðsstjóri hjá
Myndformi/Laugarásbíói, og bætir
við að góð aðstaða í íslenskum kvik-
myndahúsum hafi einnig sitt að
segja. „Ég held að við séum líka með
hæsta meðaltalið í bíóaðsókn í heim-
inum, einhvers staðar á milli fimm og
sex bíóferðir á mann held ég. Þannig
að við erum mikil bíóþjóð,“ segir Ar-
on sem er bjartsýnn á áframhaldandi
aukningu. „Ég hugsa að árið í ár
verði enn stærra því mönnum fannst
nú úrvalið í fyrra ekkert sérstakt
fyrirfram. Í ár eru hins vegar alls-
vakalegar myndir að koma, til dæmis
Spiderman 3, Pirates of the Carib-
bean 3, The Bourne Ultimatum,
Transformers og fleiri.“
Aðspurður segir Aron niðurhal á
kvikmyndum ekki hafa mjög mikil
áhrif á íslensk kvikmyndahús.
„Það hefur náttúrlega alltaf ein-
hver áhrif en ég held að fólk fari í bíó
til þess að fara í bíó. Það er upplifun
að fara í bíó, en það eru þessir „nör-
dar“ sem keppast við að hlaða niður
myndum og horfa á þær í tölvunni
heima hjá sér. Ég man til dæmis að
þegar við vorum að sýna Lord of the
Rings var keppst við að ná í fyrsta
eintakið á Netinu, en ég held að eng-
inn þeirra sem náði í hana þannig
hafi bara horft á hana í tölvunni
heima hjá sér,“ segir Aron.
Aukin þægindi
„Ein stærsta íslenska mynd allra
tíma er stærsta ástæðan fyrir þess-
ari aukningu, en einnig að það kom
ný James Bond-mynd í fyrsta skipti í
fjögur ár,“ segir Guðmundur Breið-
fjörð, markaðsstjóri kvikmynda-
deildar Senu. „Bíóin eru líka að bæta
sig í þjónustu, það er verið að gera
upp kvikmyndahúsin þannig að það
er meira bil milli sæta, aukin þæg-
indi og fleira í þeim dúr. Samkeppnin
er gífurleg og það hefur áhrif.“
Guðmundur segir að kvikmynda-
húsin láti ekki nýja afþreyingarmiðla
slá sig út af laginu, til dæmis nýjar
leikjatölvur. „Í gamla daga átti fyrst
sjónvarpið og svo myndbandstækið
að drepa bíóið. En Íslendingar eru
mikil bíóþjóð og menn vilja sjá nýj-
ustu stórmyndirnar á stóru tjaldi.
Svo er í auknum mæli verið að
heimsfrumsýna myndir hér á landi
og bara á þessu ári eru heims-
frumsýndar hér á landi myndir á
borð við Spiderman 3, Pirates of the
Caribbean 3 og Die Hard 4,“ segir
Guðmundur, sem býst við enn frek-
ari aukningu í ár. „Ég hef sjaldan
eða aldrei séð eins flotta dagskrá og í
ár.“
Guðmundur segir að niðurhal
kvikmynda hafi áhrif á aðsókn að
þeim kvikmyndum sem sýndar eru
mun seinna hér á landi en í Banda-
ríkjunum, en ekki á aðsókn að þeim
myndum sem frumsýndar eru hér á
landi á svipuðum tíma og þar.
Berjast gegn niðurhali
Þorvaldur Árnason, forstöðumað-
ur kvikmyndadeildar hjá Sambíó-
unum, tekur í sama streng og segir
að Mýrin hafi gert útslagið varðandi
aukna aðsókn. „Aðsóknin hefur hins
vegar breyst þannig að stóru mynd-
irnar eru orðnar stærri en áður, en
jafnframt er orðið erfiðara að gefa út
þær minni. Við erum til dæmis farnir
að sjá fleiri og fleiri myndir sem við
eigum erfitt með að ná 1.000 manns
á,“ segir Þorvaldur.
„Það er mikil hefð fyrir því á Ís-
landi að fara í bíó. Þróunin er samt
ekkert ósvipuð og í öðrum löndum en
auðvitað sveiflast þetta milli landa
eftir árum og það er ekki alltaf fylgni
á milli,“ segir Þorvaldur um muninn
á aðsókninni hér og í Bandaríkjunum
og Bretlandi.
Þá segir hann niðurhal mynda
ekki hafa mikil áhrif á aðsóknina.
„Við reynum að berjast gegn því
með því að vera með myndir á sama
degi og í Ameríku, koma með stóru
myndirnar strax svo menn hali þeim
ekki niður á meðan.“
Þorvaldur er bjartsýnn á góða að-
sókn í ár og nefnir í því sambandi
myndir á borð við Shrek 3 og nýju
myndina um galdrastrákinn Harry
Potter.
Ein og hálf milljón bíógesta í fyrra
Aðsókn að íslenskum kvikmyndahúsum jókst um 8,7% árið 2006 og gæti aukist enn frekar árið 2007
+ #
!
)&&0
<PE!
#</$2
75GE$Q.M5J3G '37$
"F7R +
*
)
'
B
+
/0
1
!)23")4
55)
4
6
)
7
8 4)
98):)
*
!
/ 9; 5 )
4" 8 )<
=
;)
6)!
4
5
5
5
5
5
# ,,# #,
#
#
# ## #
#,
#,#
#
#
# #,
#,#,
#,
# =%',=&
0,'1&0
,%',1)
,)'/=.
,)'/&*
/='=/=
)1'.*.
)*'1%&
)1'&.,
)0'=)0
-53 /$R
="A &M
ReutersKyntákn Johnny Depp sem Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean 2, næstvinsælustu mynd seinasta árs.