Morgunblaðið - 14.04.2007, Page 75

Morgunblaðið - 14.04.2007, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 75 Þ AÐ er búið að standa til ansi lengi að við færum nú að gera eitthvað,“ segir Helgi. „Það hefur t.d. staðið til að fara í hljóðver ansi lengi en aldrei vinnst tími. Við tölum reglulega saman en svo eru allir alltaf jafn uppteknir. Svo þegar við sáum fram á þetta tuttugu ára starfsafmæli var ákveðið að drífa í því að gera eitthvað, en hljómsveitin kom fyrst fram 26. mars, 1987, í Hlaðvarpanum.“ Upphaf sveitarinnar má rekja til þess er Helgi og Jakob gengu úr Grafík á sínum tíma. Helgi segir að þeir hafi hætt sumarið ’86, og segist svona „hálfpartinn“ hafa verið rek- inn („Ég þótti víst fullfyrirferð- armikill“). Jakob segir að þá hafi hann ekki nennt að vera lengur í hljómsveitinni, vildi bara vera með Helga en þeir tveir eru öxullinn í Síðan skein sól/SSSól og hafa verið frá fyrstu tíð. „Þá var ég að vinna mjög mikið í leikhúsinu,“ rifjar Helgi upp. „Ásamt Pétri Grétarssyni trommu- leikara. Við fórum að ræða eitthvert samstarf og þá hringdi ég í Jakob. Þá höfðu hann og Eyjó (Eyjólfur Jó- hannsson, gítarleikari) líka verið að tala um að slá saman í hljómsveit. Þannig að þetta gerðist frekar sjálf- krafa.“ Eigin tónlist Hljómsveitin fór frekar hægt af stað, en mikil áhersla var lögð á æf- ingar. „Við æfðum í fyrstu á messutíma,“ segir Helgi og glottir. „Það var svo erfitt að finna tíma, ég og Pétur vor- um öll kvöld í leikhúsinu en hinir voru að vinna á daginn. Þannig að eini tíminn sem var laus var klukkan 11 á sunnudagsmorgnum. Þannig æfðum við fyrstu mánuðina og menn voru ansi einbeittir í því að láta þetta ganga upp.“ Jakob var að spila með Bubba í MX21 á þessum tíma og var farið að lengja eftir því að fara að semja sjálfur. „Fyrir það var maður tilbú- inn að vakna klukkan hálftíu á sunnudagsmorgnum.“ Helgi segir að amerískar hljóm- sveitir eins og Hüsker Dü og REM hafi verið ofarlega á blaði hjá sveit inni á þessum tíma. „Þetta var ein- hver pæling hjá okkur … þjóðlaga- skotið nýbylgjurokk en með tilvísun í hetjur eins og Neil Young og fleiri.“ Allt fór svo á fullt árið 1988, æf- ingar og tónleikahald varð til muna markvissara og plötuútgáfa hófst. Tólftomma með lögunum „Blautar varir“ og „Bannað“ kom út um sum- arið og svo breiðskífa sem hét ein- faldlega Síðan skein sól um veturinn. Plata sú sló í gegn og næstu ár var útgáfan ansi ör, Ég stend á skýi kom ’89, Halló, ég elska þig kom ’90 og safnplatan Klikkað ’91. Á þessum tíma var sveitin gríðarlega vinsæl og hafði skotist fremur hratt upp á stjörnuhimininn. Greinarhöfundur man að á þessum tíma var talað um tvær hljómsveitir sem keppinauta og jafnvel erkifjendur, Síðan skein sól og Sálina hans Jóns míns. Helgi gerir lítið úr því. „Nei, nei …“ segir hann með sem- ingi. „Það var nú ekki alveg þannig. Það var nú meira í orði en á borði. Og auðvitað enginn fjandskapur. En það var samkeppni vissulega, menn voru að reyna toppa hver annan í bestu böllunum o.s.frv. En allt var þetta í ljúfum fíling.“ Jakob segir að ætlunin hafi aldrei verið að spila á böllum, hljómsveitin hafi verið búin að gefa út tvær breið- skífur áður en hún fór inn á það svið. „Það var eftir einhverja fram- haldsskólatónleika sem við vorum beðnir um að spila á balli,“ rifjar Jakob upp. „Og ég man að það var haldinn dramatískur hljómsveita- fundur þar sem þetta var rætt fram og til baka. Hvort við ættum að gera þetta – eða ekki. Er þetta málið? Við fórum svo að spila á skólaböllum meðfram tónleikunum.“ Sumarið 1989 fór sveitin svo í órafmagnaðan túr um landið á rúg- brauði og fékk þá símhringingu frá nafna Jakobs í Stuðmönnum. „Hann lóðsaði okkur inn á Húna- ver,“ segir Helgi. „Og þá fattaði maður hvað það var að vera rokk- stjarna … og manni líkaði það ekki illa. Við vorum líka búnir að und- irbúa jarðveginn ansi vel með óraf- magnaða túrnum, þar sem við heim- sóttum nánast hvert einasta krummaskuð, lékum t.d. fyrir ellefu manns í Grenivík. Við fórum um bæina og létum heyra nokkuð vel í okkur. Það urðu allir varir við að það var eitthvað að gerast. Það var ekki læðst með veggjum og þetta var svona „rokkið“ er komið í bæinn. Við vorum komnir með mikið „atitjúd“, pelsarnir, leðurgallinn, sólgleraugun og tyggjóið – allt var þetta gjör- nýtt.“ En engar sögur? Fimm sekúndna þögn en svo segir Jakob hlæjandi. „Ég man ekki eftir neinu,“ og Helgi skellir sömuleiðis upp úr. Þeir félagar segjast hins vegar hafa verið duglegir að leita uppi frí- stundaiðju eins og hesta, sjóstanga- veiði, sjóskíði o.s.frv. á stöðunum til að drepa tímann. Þannig að þeir voru sem sagt ekkert dauðadrukknir allan daginn eins og rokkreglurnar segja til um. „Nei, nei,“ svarar Helgi. „Það var bara hálfan daginn.“ 100% Aðspurður hvort honum hafi fund- ist þessi staða eftirsóknarverð segir Jakob að þetta hafi bara þróast svona og það var ekki verið að pæla of mikið í því. „En svo fóru menn líka að sjá pen- ing,“ bætir Helgi við. „Það hafði sitt að segja. Við fengum helvíti fínan pening og vorum búnir að vera blankir lengi. Menn voru alveg að selja sig þarna.“ Jakob tekur undir með Helga, og segir að þetta hafi t.d. haft áhrif á sumarsmellina, þeir hafi verið farnir að hugsa þá út frá mark- aðslegum sjónarmiðum. „Já, þetta fór að snúast dálítið þannig,“ segir Helgi. „Ég stend á skýi“ er t.d. í akústískum gír en næsta plata á eftir er mun rokkaðri og dansvænni. Þegar maður skoðar þetta eftir á sér maður ákveðin skil þar sem við breytumst í atvinnu- tónlistarmenn – með öllum þeim kostum og löstum sem því fylgir. Við sögðum upp vinnunni, fórum í þetta 100%, og vorum bara á launum hjá Síðan skein sól í ca fimm ár. Og allt vitlaust að gera … miklar tekjur en mikil vinna líka.“ Þetta tímabil tók sinn toll. „Það fór bara allur manns tími í þetta, svo einfalt er það,“ segir Jak- ob. „Allan ársins hring. Maður verð- ur einhvern veginn á skjön við allt. Svo var þetta tarnavinna og menn kannski dólandi sér fram eftir vik- unni.“ Helgi segir að það hafi haft sín áhrif að vera í burtu allar helgar. „Þetta bitnaði að einhverju leyti á fjölskyldunni og maður var alltaf dauðþreyttur á mánudeginum. En ég var alltaf vinnandi eins og skepna, auglýsandi næstu tónleika (lítur brosandi til Jakobs). Við reyndum einu sinni að hafa umboðs- mann en það gekk ekki, svo vægt sé til orða tekið, þannig að ég tók þetta bara að mér og hef sé um öll þau mál síðan.“ Plata á ári þætti nokkuð stíft í dag og Helgi segir að þetta hafi vissu- lega verið dálítið hratt ferli. „Já, á fyrstu plötunum finnst mér ca 60 til 70% af efninu vera í lagi en restin er óttalegt rusl. Maður heyrir sum lögin og hugsar: „Æii … sjitt maður …“ (hlær).“ Í útlöndum Síðan skein sól reyndi fyrir sér er- lendis um hríð og reyndist áð- urnefndur Jakob Frímann mikill haukur í horni. „Hann var þá menningarfulltrúi í London og greiddi götu ansi margra þarna úti,“ segir Helgi. „Hann kom okkur inn á alla þessa aðalklúbba þar og við náðum að vekja nokkra athygli á okkur. Upp úr því kom samstarf við Deva Records, lítið merki sem hafði Daisy Chainsaw á sínum snærum sem var vinsælasta bandið í borginni á þessum tíma. Þannig að þetta leit allt saman óskaplega vel út. Jason Blows, mað- urinn sem átti Deva Records, var umboðsmaður Daisy Chainsaw og hann gerðist umboðsmaðurinn okk- ar. Það voru mikil plön í gangi, það var svakalið í kringum okkur og við fórum á Hótel Búðir til að semja plötu á ensku. Tónlistin þyngdist nokkuð og platan er til en er óútgef- in. Svo þegar átti að taka stökkið hætti Daisy í Chainsaw (hlær) og þá féll þetta allt eins og dómínókubbar. Jason Blows „blowaði“ eiginlega öll- um pakkanum!“ Þessi vinna hafði tekið tæp tvö ár. „Og menn mundu eftir betri dög- um … í grænum dölum Íslands,“ segir Helgi og kímir. „Á Eðlunni þú veist … menn virtir sem frægar poppstjörnur með sólgleraugu á nef- inu og seðlabúntin í rassvasanum.“ Annar dramatískur fundur var þá haldinn þar sem ákveðið var að gefa út plötu og taka sumartúr. Þetta var árið 1993, platan heitir SSSól (oft kölluð Ávaxtaplatan) og hún átti eft- ir að verða vinsælasta plata sveit- arinnar enda barmafull af smellum á borð við „Háspenna – lífshætta“, „Nostalgía“, og „Vertu þú sjálfur“. Síðan skein sól kom aftur inn á ís- lenskan markað með látum. En voru endalokin á ævintýrinu úti áfall? Helgi verður hugsi. „Já, ég var svolítið svekktur yfir þessu … en menn voru með mis- jafnar áherslur í þessu,“ segir hann og horfir til Jakobs sem fer að hlæja. „Þegar kom að því að þurfa að flytja út og svoleiðis varð ég dálítið hikandi,“ segir Jakob og dæsir. „Ég er svo jarðbundinn. Helgi vildi hins vegar drífa alla út og kýla á þetta. En þetta var spurning um að gera þetta alla leið eða ekki.“ Helgi segir að annar fóturinn hafi verið komið inn og því svekkjandi að Jason skyldi missa fótanna svona svakalega. „Við vorum aftur komnir á upp- hafsreit og öll vinnan farin í súginn. Það var því átak að rífa þetta upp aftur … en það tókst.“ Nýja platan Síðasta hljóðversplata sveit- arinnar til þessa er Blóð frá 1994 en eftir það voru stök lög gefin út á ýmsum safnplötum, alls tuttugu stykki þegar allt er saman tekið. „Hljómsveitin hefur aldrei hætt,“ segir Jakob. „Og við höfum náð a.m.k. einu giggi á ári. Fyrir tveimur árum tókum við hins vegar þá ákvörðun að draga verulega úr spila- mennsku þar til að …“. Helgi tekur við. „… við verðum komnir með eitthvert efni. Það gengur ekki að keyra um á bens- ínlausum bíl. Það hefur ekki komið nýtt lag í fjögur eða fimm ár. Bíllinn bræðir úr sér með þessu áframhaldi. Þannig að við ákváðum að spila ekk- ert meir fyrr en við værum komnir með plötu.“ Jakob segir það enda hafa verið aðaltakmarkið frá upphafi. Að búa til nýja músík. „Það er það sem við lögðum upp með … og það er held ég að ástæðan fyrir því hversu lengi bandið hefur lifað. Við byggjum á svo góðum grunni. Svo þegar það hættir þá verður þetta innihaldslaust … það er ekkert gaman að hjakka á ein- hverju gömlu endalaust.“ Helgi segir í framhaldinu að hann sé nú að róa að því öllum árum að klára þessa nýju plötu. „Ég er að reyna að fá liðið yfir til Berlínar,“ segir hann en hann dvelur þar langdvölum um þessar mundir, enda einn af eigendum hins sögu- fræga leikhúss Admiralspalast. „Ég vil að við förum inn í Hansa Studios og að platan verði tekin upp þar. Og ég er bara nokkuð vongóður um að sú verði raunin.“ Ein vinsælasta hljómsveit íslenskrar dægurtónlistarsögu, Síðan skein sól, mun fagna tuttugu ára afmæli sínu í næstu viku með tvennum tónleikum sem verða haldnir síðasta vetrardag, hinn 18. apríl, á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þá Helga Björnsson og Jakob Smára Magnússon. Morgunblaðið/Kristinn Síðan skein sól Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim tuttugu árum sem liðið hafa síðan sveitin kom fyrst fram. „Klikkað“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á ystu nöf Myndbandsupptaka við lagið „Staðið“ fór fram á þaki gamla Ís- landsbankahússins við Lækjargötu árið 1999. Á bassa má sjá Björn Jörund Friðbjörnsson sem hljóp í skarðið fyrir Jakob Smára. Ljósmynd/Árni Matthíasson Hrátt Fyrstu tónleikarnir; Síðan skein sól í Hlaðvarpanum 1987. arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.