Morgunblaðið - 14.04.2007, Page 76

Morgunblaðið - 14.04.2007, Page 76
LAUGARDAGUR 14. APRÍL 104. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Vill að eftirlaunum ráða- manna verði breytt  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, sagði við setningu landsfundar flokksins að lög um eftirlaun ráðamanna og ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina í Írak væru „eins og fleinn í holdi þjóðarinnar“. Hún hyggst beita sér fyrir því að lögunum verði breytt. » Forsíða og miðopna Vinstri græn í sókn  Vinstri græn, Framsóknarflokk- urinn og Frjálslyndi flokkurinn bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup. » 4 Telur markmiðið óljóst  Norskur fjármálasérfræðingur telur að Kaupþing hafi stigið feilspor með því að greina ekki á opinskárri hátt frá því að hverju bankinn stefndi kæmist hann í ráðandi stöðu í tryggingafélaginu Storebrand. »18 Átta taldir af eftir sjóslys  Talið er að átta menn hafi farist þegar norskum dráttarbáti hvolfdi nálægt olíuborpalli vestan við Hjalt- landseyjar í fyrradag. »22 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Dásamlega Júróvisjón Staksteinar: Framsókn sækir á Forystugreinar: Árvakur og Blaðið | Tilvera Samfylkingar UMRÆÐAN» Óþægilega spurningin Samgöngur í sátt við náttúruna Sögulegar sættir um síðir? Tannheilsa íslenskra barna Lesbók: Kvæðalag Jónasar Börn: Lífsgæðakapphlaupið meira á Íslandi Enski: Eigum heima í írvalsdeild LESBÓK | BÖRN | ENSKI» 3  +6"& .  "* + 7   ""#" 5  "  0 0 0 0   0   0 0 0 0   0 - 8 5 & 0 0 0 0 0 0  0  9:;;<=> &?@=;>A7&BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA&8"8=EA< A:=&8"8=EA< &FA&8"8=EA< &/>&&A#"G=<A8> H<B<A&8?"H@A &9= @/=< 7@A7>&/*&>?<;< Heitast 13 °C | Kaldast 5 °C Suðvestan 10–18 m/s en allt að 23 m/s norð- vestanlands. Lægir heldur síðdegis. »10 Söngkeppni fram- haldsskólanna fer fram í kvöld og gæti þar verðandi söng- stjarna stigið sín fyrstu skref. »65 TÓNLIST» Nemendur keppa í söng FEGURл Fanney Lára fegurst fljóða Reykjavíkur. »64 Stúdentaleikhúsið frumsýnir í dag verkið Examinasjón í kartöflugeymsl- unum í Ártúns- brekku. »64 LEIKLIST» Hinn full- komni rass AF LISTUM» Grátandi drengir og flökkusögur. »70 FÓLK» Ævi Önnu Nicole Smith á hvíta tjaldið. »65 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Stakk nýfædda dóttur sína 2. Nýtt par í Hollywood 3. Fanney Lára valin ungfrú Rvík 4. Læsti dóttur sína inni í ísskáp Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is HVER Íslendingur fór um það bil fimm sinnum í kvikmyndahús að meðaltali á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá SMÁÍS, Samtökum myndrétthafa á Íslandi. Alls voru bíóferðirnar um 1,5 milljónir sem er 8,7% aukning frá árinu áður. Forsvarsmenn kvikmyndahús- anna segja þessa aukningu ekki koma á óvart þrátt fyrir áhyggjur er- lendra kvikmyndafyrirtækja af nið- urhali á kvikmyndum á Netinu. Segja þeir að miklu máli skipti að fjölmargar stórmyndir séu frum- sýndar hér á landi á svipuðum tíma og í Bandaríkjunum, auk þess sem öll aðstaða í íslenskum kvikmynda- húsum sé til fyrirmyndar. Vinsælli en Johnny Depp Þá segja þeir að íslenska kvik- myndin Mýrin hafi skipt sköpum á síðasta ári, en hana sáu 81.850 manns og fékk hún besta aðsókn allra kvikmynda sem sýndar voru í íslenskum kvikmyndahúsum á síð- asta ári. Í öðru sæti var bandaríska stórmyndin Pirates of the Caribbean 2, en hana sáu rúmlega 65.000 manns. Hún var hins vegar mest sótta myndin bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Bjartsýnir á frekari aukningu Talsmenn kvikmyndahúsanna eru bjartsýnir á frekari aukningu í ár og telja þeir dagskrána enn glæsilegri en í fyrra. Því til rökstuðnings nefna þeir nokkrar þeirra stórmynda sem frumsýndar verða á þessu ári, svo sem Spiderman 3, Pirates of the Caribbean 3, Die Hard 4, Harry Potter and the Order of the Phoenix og Shrek 3. Mýrin skipti sköpum  Hver Íslendingur fór um það bil fimm sinnum í kvikmyndahús á síðasta ári sem er 8,7% aukning milli ára  Mýrin var mest sótta mynd ársins 2006 Segull Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki sínu í vinsælustu mynd síðasta árs. Í HNOTSKURN » Bíóferðir á Íslandi voruum 1,5 milljónir á síðasta ári. » Flestir sáu Mýrina, eða81.850 manns, og námu tekjur af myndinni rúmum 88 milljónum króna. » Talsmenn kvikmyndahús-anna segja miklu skipta að kvikmyndir séu frumsýndar hér á sama tíma og í Banda- ríkjunum.  Ein og hálf milljón | 72 JÓNAS Hall- grímsson skrifaði frægan ritdóm í Fjölni árið 1837 þar sem hann er sagður hafa geng- ið af rímnakveð- skap Íslendinga dauðum. En nú er komið í ljós að Jónas sjálfur kvað rímur sem ungur maður. Hann átti meira að segja sitt eigið kvæðalag, svokallað Eyfirðingalag. Kvæðalag Jónasar er varðveitt í þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteins- sonar en það var Páll Melsteð, fyrr- verandi alþingismaður og skólabróð- ir Jónasar, sem kvað kvæðalagið fyrir Bjarna. Gunnsteinn Ólafsson tónlistar- maður segir að afstaða Jónasar til rímna sé merkileg í ljósi þessa. „En þetta álit Jónasar stafaði ekki af hroka menntamannsins gagnvart menningu alþýðunnar; þetta var uppgjör kvæðamanns við fortíð sína og tónlistaruppeldi í æsku,“ segir Gunnsteinn. | Lesbók Jónas átti sitt eigið kvæðalag Jónas Hallgrímsson PEYSUFATADAGUR nemenda á 3. ári í Kvennaskólanum var haldinn hátíðlegur í gær. Nem- endur voru uppteknir allan dag- inn við að skemmta sér og meðal annars var setið morgunverð- arboð framsóknarkvenna í Ými við Skógarhlíð. Þó að veðrið væri ekki upp á það besta lét ungviðið það ekki á sig fá og dansaði óvarið fyrir rigningunni af hjartans lyst. Áhorfendur höfðu þó varann á og skörtuðu glæsilegum regnhlífum eins og þessi unga snót sem hafði þó kannski heldur meiri áhuga á ljósmyndara Morgunblaðsins en dönsurunum sjálfum. Morgunblaðið/G.Rúnar Dansað í rigningunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.