Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HVAÐ erum við að gera og hvað þurfum við að gera? Hvað brennur á innflytjendum? Þannig var meðal annars spurt á ráðstefnu um inn- flytjendamál sem haldin var á veg- um mannréttindanefndar Reykja- víkur og skrifstofu borgarstjóra í ráðhúsinu í gær. Flutt voru erindi og nokkrir fulltrúar innflytjenda úr ýmsum heimshornum sögðu frá reynslu sinni, mislangri og mis- jafnri. Barbara Kristvinsson, ráðgjafi hjá Alþjóðahúsinu, er bandarísk að uppruna, og hún svaraði því snagg- aralega hvað brynni á innflytj- endum. „Það sem brennur á okkur er það sama og brennur á ykkur! Við viljum öll búa við frelsi og ör- yggi. Við erum öll með áhyggjur af loftinu sem við öndum að okkur. Öllum þarf að líða vel. Til að líða vel þarf fólk að fá félagslega viðurkenn- ingu, allir þurfa að vera hluti af heildinni, finna að þeir séu velkomn- ir.“ Auk Barböru tóku þátt í pall- borðsumræðum á íslensku þau Julio Julius E. Soares Goto vélstjóri, sem kom hingað til lands fyrir rúmum tuttugu og fimm árum frá Græn- höfðaeyjum, einnig Lizel Renegado Christensen kennari, hún kom frá Filippseyjum fyrir átta árum og þau Lísa Hai Yen Ingadóttir og Quan Dao Dong sem eiga bæði ættir að rekja til Víetnam. Komast ekki á biðlistana Starfsfólk Alþjóðahússins skart- aði á ráðstefnunni bolum með áletr- uninni Þetta fólk, en gagnrýnt hefur verið að þetta orðasamband hafi verið notað sem eins konar safnheiti yfir þann fjölskrúðuga hóp sem fyll- ir raðir nýrra Íslendinga „Ég er þetta fólk,“ sagði Barbara Krist- vinsson hlæjandi í ræðustólnum og sýndi stolt bolinn sinn. Hún minnti á að þeir sem flyttust hingað til lands væru sjaldan með eitthvert stuðningsnet hér. Ef þeir þyrftu leikskólapláss fyrir börnin sín kæm- ust þeir ekki einu sinni á biðlista fyrr en dvalarleyfi foreldranna væri í höfn. „Ég þekki dæmi um fjölskyldu sem flutti hingað í september 2006 og vegna óteljandi hindrana í kerf- inu hafa börnin þeirra ekki enn fengið dvalarleyfi. Eitt barnanna er fimm ára. Börnin þurfa að komast sem fyrst inn í kerfið, fá tækifæri til að aðlagast og læra tungumálið,“ sagði Barbara. Hún sagði að endur- skoða þyrfti framhaldsskólakerfið og minnti á að nýleg rannsókn hefði sýnt fram á 90% brottfall meðal nemenda af erlendum uppruna sem hæfu námið hérlendis í framhalds- skólum. Julio sagði frá skólagöngu barnanna, það yngsta hefði staðið mun betur að vígi en hin vegna þess að tungumálaerfiðleikarnir hefðu ekki háð því jafn mikið. „Þetta er reynsla sem ég held að eigi við hjá mörgum fjölskyldum af erlendum uppruna á Íslandi,“ sagði Julio. Hann setur spurningarmerki við sumar forsendurnar fyrir því að geta orðið ríkisborgari. „Hvaða til- gangi þjónar það að fólk þurfi að standast grunnskólapróf í íslensku til að öðlast íslenskt ríkisfang? Af hverju nýbúar en ekki Íslendingar af hvaða uppruna sem er?“ spurði Julio. Heppin að vera tvítyngd Hann sagðist hafa lent í „smáves- eni“ við vinnufélaga fyrir nokkrum árum. „Og ég sagði við hann: ég er kominn til að vera!“ sagði Julio og lauk þannig máli sínu við mikinn fögnuð í salnum. Lísa kom hingað sem flóttamaður ásamt fjölskyldu sinni 1990, þá að- eins fjögurra ára gömul. Hún segist hafa alist upp sem Íslendingur, aldrei hafa átt í erfiðleikum með námið, átt íslenska vini og aldrei orðið vör við kynþáttafordóma. Hún rifjaði upp námsárin. „Sumir út- lendingar fengu undanþágur í nám- inu, fengu að sleppa dönsku og kristinfræði en ég tók þetta allt saman!“ sagði Lísa og giskaði á að hún vissi meira um kristni en búdd- isma enda þótt fjölskyldan aðhyllist búddatrú. „En við höldum samt upp á jólin, þau eru hluti af íslenskri menningu. Þannig að þau eru ekk- ert öðruvísi hjá okkur en öðrum Ís- lendingum, við fáum hamborg- arhrygg og allt það,“ sagði Lísa. Hún sagðist alltaf hafa verið með íslenskum krökkum og alltaf fundist að hún væri ein af þeim þar til á unglingsárunum en þá kynntist hún víetnömskum krökkum. Það hefði verið eins og að kynnast öðrum heimi. Það hefði þó ekki verið frek- ar hennar heimur en sá íslenski þótt hún hefði náð góðum tengslum við þá. Hún væri ekki alveg víetnömsk en ekki heldur alveg íslensk. „Ég er Íslendingur af víetnömsk- um uppruna. Mér finnst ég heppin að vera tvítyngd, það fá ekki allir að vera það. Nú í dag er ég sátt við að vera bæði og hvorugt. En hvers vegna að velja einn þegar maður getur tilheyrt báðum?“ sagði Lísa Hai Yen Ingadóttir. Að vera „bæði og hvorugt“ Þetta fólk Starfsmenn Alþjóðahússins í Reykjavík í bolum með áletruninni Ég er þetta fólk. Liðsmenn hússins útdeildu einnig barmmerkjum með öðr- um áletrunum, t.d. „Hver er þessi erlendur?“ og „Ég er vinnuafl“. Morgunblaðið/Kristinn Pallborðið F.v.: Lísa Hai Ingadóttir, Barbara Kristvinsson, Julio Julius E. Soares Goto, Lizel Renegado Christen- sen, Quan dao Dong og Þórhildur Líndal, mannréttindaráðgjafi Reykjavíkur, sem stýrði fundinum. Í HNOTSKURN »Ný mannréttindastefnaReykjavíkurborgar var samþykkt sl. vor og á grund- velli hennar hefur verið sett á stofn sérstök verkefnisstjórn um málefni innflytjenda. »Verkefnisstjórnin hyggstútbúa framkvæmdaáætlun til næstu ára um helstu áherslur í málum innflytjenda. »Ein af tillögum nýju Ís-lendinganna á ráðstefn- unni var að kennslugögn í ís- lenskunáminu yrðu á máli innflytjenda þegar það væri gerlegt. Innflytjendur á Íslandi lýsa reynslu sinni á ráðstefnu Reykjavíkurborgar Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A – S T ÍN A M . / F ÍT Allt í eldhúsið. Eldavélar, helluborð, bakstursofnar, háfar, uppþvottavélar, kæliskápar og smátæki. Espressó-kaffivélar í úrvali. Ýmsar nýjungar s.s. spanhelluborð með málmútliti, lyftuofn og fleira. Verið ávallt velkomin. Nafn Jón Magnússon. Starf Lögmaður. Fjölskylduhagir Við búum tveir saman ég og hundurinn og svo á ég þrjú börn. Kjördæmi Reykjavík suður, 1. sæti fyrir Frjálslynda flokkinn. Helstu áhugamál? Þjóðmál, trúmál, heimspeki, fjall- göngur og útivist. Hvers vegna pólitík? Þetta er mjög slæmur sjúkdómur sem er voðalega erfitt að losna við. Ég tók hann í æsku og mér hefur því miður ekki tekist að koma honum út úr mínu lífi. Þess vegna er ég þar sem ég er. Er Alþingi áhugaverður vinnustaður? Nei. En það að þoka málum áfram og hafa áhrif er áhugavert. Ég held að Alþingi sé óskipulagður vinnustaður sem þarf virkilega mikið að bæta til þess að umhverfið verði þannig að Al- þingi starfi sjálfu sér og þjóðinni til sóma. Fyrsta mál sem þú vilt koma á dagskrá? Það eru svo ofboðslega mörg mál sem ég ber fyrir brjósti. Það sem ég myndi leggja höfuðáherslu á væri af- nám gjafakvótakerfisins. Mál númer tvö væri að afnema vísitölubindingu og koma hér á raunverulegum gjald- miðli sem stenst og getur verið trygg- ing fyrir fólk í viðskiptum. Í þriðja lagi myndi ég vilja hækka skattleys- ismörk í 150 þúsund krónur og í fjórða lagi á fólk sem er á bótum eða er lánþegar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna að geta unnið sér fyrir milljón á ári án þess að bætur eða lán skerðis. Svo get ég haldið áfram! Þarf breytingar? Já, það þarf breytingar. Við búum í einu ríkasta samfélagi heims en það hefur orðið halli í velferðinni þar sem þeir sem hafa lökustu kjörin hafa orð- ið eftir. Það er dapurlegt að hlusta á það hjá gömlu fólki og öryrkjum og ýmsum fleirum, sem eiga að hafa full- nægjandi lífskjör, að þeir skuli ekki einu sinni eiga fyrir mat út mánuðinn. Þannig á velferðarþjóðfélagið ekki að virka. Fólk á að geta lifað með reisn þótt það þurfi að þiggja bætur frá hinu opinbera. Nýir frambjóðendur | Jón Magnússon Halli á vel- ferð ríkustu þjóðar heims Velferð Jón Magnússon vill að fólk geti lifað með reisn þótt það þurfi að þiggja bætur frá hinu opinbera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.