Morgunblaðið - 17.04.2007, Page 15

Morgunblaðið - 17.04.2007, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 15 ERLENT Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is FRAMGANGA Pauls Wolfowitz innan Alþjóðabankans hefur mótast af sömu sannfæringu og einkenndi störf hans á vettvangi varnarmála- ráðuneytis Bandaríkjanna. Þegar Wolfowitz kom til starfa sem for- stjóri bankans fyrir tæpum tveimur árum blés hann til herferðar gegn spillingu og því eftirlitsleysi með starfsfólki, sem löngum hefur ein- kennt þá stofnun. Nú hefur dóm- greindarbrestur hans sjálfs á þeim sama vettvangi gert að verkum að heldur ólíklegt verður að teljast að hann nái að ljúka ætlunarverki sínu. Wolfowitz, sem telst til svo- nefndra nýrra íhaldsmanna og „hauka“ á sviði utanríkis-og varnar- mála, hefur löngum verið umdeildur maður. Innan Alþjóðabankans hefur hann farið sínu fram líkt og hann er vanur og lítt hirt um samráð og við- teknar starfsreglur stofnunarinnar. Sökum þessa nýtur Wolfowitz afar lítilla vinsælda í röðum starfsfólks. Wolfowitz ákvað að spilltum ráða- mönnum skyldi gert erfiðara að leita aðstoðar bankans. Þetta gerði hann án samráðs við aðra hátt setta emb- ættismenn. Hann setti og strangar reglur um siðlega framgöngu starfs- fólks m.a. hvað varðar ferðakostnað og gjafir. Athygli vakti þegar hann gaf fyrirmæli um að dregið skyldi úr miklum kostnaði við annálaða jóla- veislu bankans, sem lengi hafði vakið furðu ekki síst þar sem stofnuninni er ætlað að draga úr fátækt í heim- inum. Wolfowitz réð tvo félaga úr bandaríska Repúblíkanaflokknum og fyrrum samstarfsmenn í varnar- málaráðuneytinu sem helstu ráð- gjafa sína. Þessir menn fengu þá mikla hækkun launa. Upp úr sauð þegar í ljós kom að Wolfowitz hafði einnig tryggt ást- konu sinni miklar kjarabætur. Þar ræðir um Shaha Riza, sem var starfsmaður Alþjóðabankans er Wolfowitz var ráðinn til að stýra stofnuninni. Ótækt þótti að hún héldi þar áfram störfum og var ákveðið að hún fengi starf í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna en bankinn greiddi áfram laun hennar. Wolfowitz gekk fram af annáluðum krafti við að tryggja henni betri kjör og er nú vændur um dómgreindarbrest og siðleysi af þeim sökum. Við flutning- inn hefðu árslaun Riza átt að verða hæst 153.000 Bandaríkjadalir, rúm- ar tíu milljónir króna, en ákveðið var að þau skyldu verða 180.000 dalir. Launahækkun á ári hverju hefði átt að fylgja meðaltali, sem var 3,7% í fyrra, en ákveðið var að laun Riza skyldu hækka um 8% á ári. Þegar samningurinn, sem er til fimm ára, er metinn í heild verður ekki annað séð en að Riza fái um 200.000 Banda- ríkjadali, um 13 milljónir króna, um- fram það sem eðlilegt hefði mátt telj- ast og siðanefnd Alþjóðabankans virðist hafa haft í huga er hún ráð- lagði Wolfowitz að sjá til þess að Riza yrði fengið annað starf. Að auki hefur nú komið í ljós að Riza mun fá stöðuhækkun snúi hún aftur til starfa á vegum bankans þegar samn- ingur Wolfowitz rennur út árið 2010. Verði samningurinn framlengdur mun hún snúa aftur árið 2015 sem aðstoðarbankastjóri. Uppsöfnuð gremja Mikil reiði ríkir í röðum starfs- fólks Alþjóðabankans vegna samn- inga þessara en ljóst er að þar ræðir einnig um uppsafnaða gremju m.a. vegna aukins innra eftirlits og hertra reglna. Starfsmenn bankans njóta afar góða kjara. Má raunar fullyrða að fáir hópar embættismanna njóti viðlíka launa, sem eru að stærstum hluta skattfrjáls. Á hinn bóginn mun starfsfólk almennt og yfirleitt vera heldur óánægt með kjör sín. Nú þeg- ar upplýst hefur verið um sérreglur þær sem Wolfowitz taldi við hæfi að giltu um unnustu sína er ljóst að „stríðið“ innan stofnunarinnar hefur færst á nýtt stig. Um leið er spurt hvernig Wolfowitz geti í ljósi þessa beitt stofnuninni gegn spilltum ráða- mönnum víða um heim. Víst er að starfsfólk bankans mun ekki ráða framtíð Wolfowitz. Hann hefur játað á sig mistök en segist ætla að halda áfram störfum. Í ljós mun koma hversu langt George W. Bush Bandaríkjaforseti er tilbúinn að ganga í því skyni að Wolfowitz haldi embættinu. Málið þykir bæði honum og bankanum álitshnekkir og í Bandaríkjunum fá margir vart séð að þessi annálaði haukur og herkill haldi velli. Flýgur haukurinn? Paul Wolfowitz hefur farið sínu fram innan Alþjóðabankans og nýtur af þeim sökum lítils stuðnings í röðum starfsfólks Reuters Umdeildur Paul Wolfowitz á fundi með blaðamönnum um liðna helgi. STARFSMENN ritstjórna dönsku dagblaðanna B.T. og Berlingske Tidende lögðu niður vinnu í gær til að mótmæla sparnaðar- aðgerðum útgáfufélagsins Berl- ingske Officin. Alls verður um 350 af 3.000 starfsmönnum fyrirtæk- isins sagt upp. Danskir fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að 20–25 blaðamönnum hjá Berlingske Tidende og fimm hjá B.T. yrði sagt upp strax. Á fréttavef Berlingske Tidende kom fram að mikil reiði ríkti með- al starfsmanna fyrirtækisins. Fyr- irhugaðar uppsagnir og fækkun starfsmanna síðustu misseri yrðu til þess að fyrirtækið gæti ekki gefið út samkeppnishæf dagblöð. Starfsmennirnir eru einkum óánægðir með að útgáfufélagið léði ekki máls á samningaviðræðum um sparnaðaraðgerðirnar, auk þess sem fólkinu yrði sagt upp strax en ekki á tveimur árum eins og gert hafði verið ráð fyrir. Blöðin tvö koma ekki út í dag vegna verkfalls starfsmannanna og þeir ætla að halda fund um sparn- aðaraðgerðirnar í dag. Ennfremur var skýrt frá því í gær að Niels Lunde, aðalritstjóri Berlingske Tidende, og nánasti samstarfsmaður hans, Elisabeth Rühne, hefðu látið af störfum. Niels Lunde hafði starfað í rit- stjórn blaðsins í tólf ár. Lisbeth Knudsen, fyrrverandi fréttastjóri danska ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin aðalritstjóri Berlingske Tidende í stað Niels Lunde. Starfsmenn B.T. og Berlingske Tidende leggja niður vinnu Búdapest. AP. | Loka þurfti hraðbraut- inni, M1, sem tengir höfuðborgir Ungverjalands og Austurríkis, í nokkrar klukkustundir í gær en ástæðan var sú að fimm þúsund kan- ínur höfðu sloppið úr flutningabíl sem lenti í árekstri við annan bíl og fór á hvolf. Ungverska lögreglan sagði að líklega hefðu 500 kanínur farist í slysinu en hinum þurfti að safna saman og fjarlægja af hrað- brautinni, eftir því sem kostur var, og tóku fjölmargir liðsmenn lögreglunnar og slökkviliðs Búdapest-borgar þátt í aðgerðunum. 5.000 kanínur ollu öngþveiti Kanína Þær voru öllu fleiri sem safna þurfti saman í Ungverjalandi. Morgunblaðið/Arnaldur Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is SJÍTAKLERKURINN Moqtada al- Sadr hefur fyrirskipað fylgjendum sínum að láta af embættum í ríkis- stjórn landsins, en sex ráðherrar í stjórn Nuris al-Maliki koma úr fylk- ingu al-Sadrs. Þessi ákvörðun klerksins þykir veikja mjög stjórn- ina en fréttaskýrendur segja þó lík- legt að hún haldi velli. Maliki hefði aldrei náð kjöri sem forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu sem fram fór á íraska þinginu fyrir um ári nema af því að fylgjendur al- Sadr á þingi studdu hann til embætt- isins. Nassar al-Rubaie, sem fer fyrir stuðningsmönnum al-Sadr á þingi, greindi hins vegar frá því í gær að ráðherrarnir sex myndu hverfa úr ríkisstjórn. Sagðist hann vonast til þess að í staðinn yrðu skipaðir óháðir þingmenn, sem fara myndu að vilja fólksins í landinu. Reiður vegna aðgerða er beinst hafa gegn Mehdi-hernum Al-Sadr vill að Maliki tilgreini ná- kvæmlega hvenær bandarískur her skuli vera horfinn frá Írak. Maliki hefur hins vegar neitað að verða við þeirri kröfu og segir að brotthvarf Bandaríkjahers hljóti að verða að ráðast af aðstæðum á vettvangi. Í síðustu viku tóku tugir þúsunda manna þátt í mótmælaaðgerðum í borginni Najaf í suðurhluta Íraks, sem haldnar voru að frumkvæði al- Sadr og hreyfingar hans, gegn áframhaldandi veru Bandaríkjahers í landinu. Al-Sadr er einnig sagður vera reiður yfir því að hertar öryggisráð- stafanir Bandaríkjahers í Bagdad hafa þýtt, að nokkur hópur liðs- manna Mehdi-hersins, vopnaðra sveita er fylgja al-Sadr að málum, hefur verið handtekinn. Bandaríkja- menn hafa hins vegar lýst Mehdi- hernum sem helstu ógninni við ör- yggi borgaranna í Írak. Af 275 fulltrúum á íraska þinginu koma 32 úr sveit fylgismanna al-Sadrs og þingmannahópur þessi er sá stærsti á þinginu. Fréttaskýr- endur segja hins vegar að Maliki muni geta haldið völdum ef honum tekst að tryggja sér stuðning ann- arra minni fylkinga sjía-múslíma eða Kúrda sem sæti eiga á þingi. Segja skilið við sam- steypustjórn Malikis Ákvörðun Moqtada al-Sadr er áfall fyrir íraska forsætisráð- herrann en stjórn hans mun líklega halda velli, a.m.k. í bili Reuters Hernámsliðið fari Frá mótmælaaðgerðum fylgjenda Moqtada al-Sadr gegn veru Bandaríkjahers í Írak sem haldnar voru í Najaf 9. apríl sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.