Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is VÍSITALA neysluverðs í aprílmán- uði hækkaði um 0,6% frá fyrra mán- uði og mælist nú 268,7 stig. Neyslu- verðsvísitalan án húsnæðis er 243,7 stig og hækkaði um 0,21% frá mars- mánuði, samkvæmt mælingum Hag- stofunnar. Tólf mánaða verðbólgan mælist nú 5,3% en var 5,9% í mars. Þessi breyting vísitölunnar er í takt við væntingar og spár greiningar- deilda bankanna. Mest áhrif á vísitöluna nú hafði hækkun fasteignaverðs. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 2,5% milli mánaða og vísitöluáhrifin eru 0,45%. Þá hækkaði verð á fötum og skóm um 5,5% þar sem ekki gætir lengur áhrifa af útsölum í verslun- um. Hækkun á bensínverði hafði einnig áhrif á verðbólgumælinguna. Þá lækkaði verð á mat- og drykkjar- vörum um 0,9% en fjallað er um þann lið á öðrum stað í blaðinu í dag. Áhrifin af fasteignamarkaði Greiningardeild Kaupþings bend- ir á að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hafi fasteignaverð að jafnaði hækkað um 2,3% milli mán- aða á síðustu þremur mánuðum. Fara þurfi aftur til ágúst 2005 til að sjá viðlíka hækkun. Aukin sam- keppni á íbúðalánamarkaði, auðveld- ara aðgengi að lánsfé og aukin sókn í fjármögnun í erlendri mynt hafi auk- ið eftirspurnina á markaði. Þetta komi glöggt fram sé litið á þróun veltu á markaði. Þannig var 200 fleiri kaupsamningum þinglýst á höfuð- borgarsvæðinu í mars en febr- úarmánuði. Haldi þessi þróun áfram á næstunni telur greiningardeild Kaupþings að það muni draga úr lík- um á að tök náist á verðbólgunni. Svonefnd fastskattavísitala neysluverðs hefur hækkað um 7,2% síðustu tólf mánuði, sem þýðir að hefðu skattalækkanir ekki komið til í marsmánuði væri verðbólgan hér á landi 7,2% í stað 5,3%. Greining Kaupþings segir þetta gefa til kynna að talsverður verðbólguþrýstingur sé enn til staðar í hagkerfinu og það ætli að reynast erfitt að ná verðbólg- unni niður. Greining Glitnis telur að verðbólg- an haldi áfram að hjaðna og 2,5% verðbólgumarkmiðin náist síðla þessa árs. Verðbólgan í takt við væntingar Tólf mánaða verðbólgan 5,3% og ekki verið minni í eitt ár                  ! !       $      # #!   !    %& ($ "% "$ % $ 2% 3 ' ()*  + !  ()*%",-./  0#+  *40 / 0/ 0                !  "   # "" $   !%     & "   ' " (   ) * & "  %  & "     +   +  !   ,  -#. / !0/&  1   54 00  '2  !   3      3    450  6+7 # 89  89  . $.  :  $.  6 0  ,/ ( ,.   * 780 #     .0  !  +                                                               - . "    8&. ; "   )  ,  - <==>=>< > ?@ABB - ><@??? >< >AB<  A>>= < B B=>?=AAB > A@ >BB >@=?< @? <@>A <<B? ? < A @@ B= <><B=@ A >< @< >???<<?BA ABBB< ?? <? - ><? BBB >< <AA?B @= =BB - - - - C> ==CB @C=< ABCBB C?B ?CBB <?C?B < C?B @C>B >B?>CBB @CBB =<C B > C B <BC?B >< CBB BCBB <C @ < C?B CAB > C<B @CA@ =CB CBB >C=B =C<B C =ACBB @C=? ?CBB C?> ?CB BC<B <=CBB @C B >B? CBB @C>B = CB > C=B <>CBB ><=CB BC<B <C = <=CBB C?B > C?B @CA= AC<B >>CB =CB :. "  ; "D  8 E      !0$ . " - @ > - >< ? > @ ? >> =B ?  @ A > < - A < - - - - F   . ". > @<BB= > @<BB= > @<BB= ><@<BB= > @<BB= > @<BB= > @<BB= > @<BB= > @<BB= > @<BB= > @<BB= > @<BB= > @<BB= > @<BB= > @<BB= > @<BB= > @<BB= > @<BB= >>@<BB= > @<BB= > @<BB= > @<BB= > @<BB= ><@<BB= < <BB= <? <BB= <A <BB= 6+7 6+7      6+7 = #7      FG H 4  I       !8,' F7      6+7 >> 6+7 7@B     VODAFONE hefur fengið úthlutað leyfi Póst- og fjarskiptastofnunar til að reka þriðju kynslóðar far- símakerfi hér á landi. Fyrir hafa bæði Síminn og Nova, dótturfélag Novators, sambærilegt leyfi. Hefur Vodafone á Íslandi aðgang að tækni og reynslu Vodafone Gro- up í uppsetningu og rekstri kerfa af þriðju kynslóðinni. Sömuleiðis er um að ræða aðgang að margskonar þjónustu og alþjóðlegu frétta-, dægur- og íþróttaefni. Í tilkynningu segir m.a. að ekkert farsímafélag í heiminum reki fleiri slík kerfi en Vodafone. Í Evrópu nái sú þjónusta Vodafone til meira en helmings allra íbúa álfunnar. Vodafone fær leyfi fyrir þriðju kynslóð BAUGUR Group er í 51. sæti yfir 250 stærstu smásölufyrirtæki í heimi, samkvæmt samantekt tíma- rits bandarísku smásölusamtak- anna NRF. Frá þessu er greint í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ. Þar segir enn- fremur að Baugur sé hástökkvar- inn á þessum lista með mestan vöxt á tímabilinu 2005–2006. Veltan árið 2005 sé áætluð 12,6 milljarðar doll- ara, um 820 milljarðar króna á nú- virði, og svonefnd fimm ára velta (CAGR) sé 106,2%, sem er saman- lagt árlegt vaxtarstig. Ekki kemur á óvart að Wal Mart skipi efsta sætið á listanum en Car- refour er í öðru sæti. Baugur í 51. sæti smásala ÞETTA HELST ... ● EKKERT lát er á hækkunum á gengi hlutabréfa og í gær fór úr- valsvísitala OMX á Íslandi, OMXI15, í fyrsta sinn yfir 7.800 stig en vísitalan hækkaði um 1,14% og endaði í 7827 stigum. Gengi bréfa Kaupþings banka hækkaði mest eða um 2,25%, gengi bréfa Exista hækkaði um um 1,7% og gengi bréfa FL Group um 1,3%. Gengi bréfa Actavis lækk- aði um 1,3% og bréfa Atorku um 0,7%. Krónan styrktist um 0,2% í gær og endaði gengisvísitalan 119,55 stigum. Evran kostar nú 88,35 krónur, pundið 129,8 og dalurinn 65,2 krónur. Úrvalsvístalan fer yfir 7.800 stig ● MIKILL vöxtur var í kortaveltu á fyrsta ársfjórð- ungi ársins en Seðlabankinn hefur birt nýjar veltutölur fyrir marsmánuð. Í Morgunkorni Glitnis segir að þetta bendi til þess að einkaneysla sé enn að aukast. Debetkortanotkun í versl- unum innanlands og kreditkort- anotkun gefi sterka vísbendingu um þróun einkaneyslu, enda korta- færslur að baki meirihluta neyslu ef undan eru skilin bifreiðakaup. Þann- ig nam kreditkortavelta 20,6 millj- örðum í mars, sem er 15% meira en í fyrra. Enn er kortaveltan að auka einkaneysluna ÚRVALSVÍSITALAN hér á landi hefur aldrei verið hærri en um þess- ar mundir en það er víðar sem met eru slegin. Þannig náði OMXS30, úr- valsvísitala OMX í Stokkhólmi, 415,26 stigum við lokun á föstudag og hefur hún ekki verið hærri frá upphafi mælinga. Sjö ára gamalt met slegið Gamla metið var sett 6. mars árið 2000, þegar tæknibólan svokallaða náði hámarki sínu. Síðan sprakk ból- an og vísitalan lækkaði um nær 70% áður en dýfan náði lágmarki í októ- ber 2002. Frá þeim tíma hefur hneigðin að mestu leyti verið jákvæð og nú, rúmlega sjö árum eftir að ból- an sprakk, er metinu náð. Ekki fer mikið fyrir bólueinkenn- um nú auk þess sem hagsveiflan er jákvæð í Svíþjóð og má því ætla að vísitalan muni hækka enn frekar á næstu mánuðum. Met í sænsku kauphöllinni Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is STJÓRN Glitnis hefur nú, eins og reiknað hafði verið með, ákveðið að boða til hluthafafundar mánudaginn 30. apríl en á dagskrá fundarins verður kjör til stjórnar bankans. Framboðsfrestur til stjórnar er til miðvikudagsins 25. apríl. Sala á bréfum gekk vel Eins og greint hefur verið frá urðu miklar breytingar á eignarhaldi bankans um páskana þegar Karl Wernersson, Einar Sveinsson og fé- lög á þeirra vegum og aðilar þeim tengdir seldu eign sína í bankanum en meðal þeirra sem keyptu voru Saxbygg Invest, Saxsteinn og Jöt- unn Holding. Í tengslum við þessi viðskipti sölu- tryggði Kaupþingi banki m.a. sölu á hlutabréfum Milestone og tengdra aðila í Glitni fyrir 16. apríl, eða í gær, en ella skyldi bankinn samkvæmt samningnum sjálfur kaupa bréfin í Glitni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gekk Kaupþingi vel að selja bréfin í Glitni og voru þau öll eða því sem næst öll seld fyrir 16. apríl. Eng- in flöggun hefur birst í kauphöll OMX á Íslandi í tengslum við söluna sem bendir þá til þess að kaupendur hafa verið margir og smáir. Þrír víkja úr stjórn Þeir Einar Sveinsson og Karl Wernersson sem eiga nú sæti í stjórn Glitnis munu ásamt Guð- mundi Ólasyni, forstjóra Milestone, ef að líkum lætur víkja úr stjórn bankans. Aðrir í stjórn Glitnis eru þeir Hannes Smárason, Skarphéð- inn Berg Steinarsson og Jón Sig- urðsson og má ætla að þeir verði allir í framboði til stjórnar. Sjöundi stjórnarmaðurinn er Þórarinn V. Þórarinsson, sem kom inn sem „óháður“ í stjórn Glitnis en ekki hef- ur verið gengið frá því hvort hann muni sitja áfram í stjórn bankans. Ný stjórn Glitnis kjörin á hluthafafundi í lok apríl ● VERÐ á fast-eignum í Bret-landi hefur að meðaltali hækk- að um 3,6% síð- asta mánuðinn. Er það mesta hækkun á hús- næði sem mælst hefur í einum mánuði þar í landi síðan í apríl 2002, að því er fram kom á mbl.is. Hús- næðishækkun á árinu var alls 15% og hefur húsnæði ekki hækkað jafn- mikið á einu ári í fjögur ár. Íbúðaverð í London hækkaði þó meira, eða sem nemur 3,7%. Hækkun fast- eignaverðs er ekki aðeins bundin við London, heldur hækkar húsnæð- isverð í öllum hlutum Bretlands og er meðalverð á bresku húsnæði komið upp í 236 þúsund pund. Breskir fjöl- miðlar hafa eftir fjármálasérfræð- ingum að helstu ástæður þessarar þróunar megi m.a. rekja til árlegrar hækkunar um páska. Íbúðaverð í Bretlandi ekki hærra í fimm ár SÍMINN hefur gengið frá kaup- um á öllum hlutabréfum í þjón- ustufyrirtækinu Sensa ehf. en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseft- irlitsins. Fyrri eigendur Sensa og stofnendur fyrirtækisins munu allir starfa áfram hjá fyrirtækinu eftir eigendaskiptin. Ekki verður gerð breyting á rekstrarformi fé- lagsins eftir kaupin. Sensa er þjónustufyrirtæki með sérfræðiþekkingu á sviði IP sam- skiptalausna. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 og starfa þar 17 manns. Velta Sensa í fyrra nam 997 milljónum króna. Síminn kaupir Sensa FINNSKA tryggingafélagið Sampo, þar sem Exista er stærsti hluthafi, hefur liðlega tvöfaldað hlutabréfaeign sína í Nordea, stærsta bankanum á Norð- urlöndum frá því um áramótin og er nú orðinn þriðji stærsti hluthaf- inn með 2,8% hlut en stærsti hlut- hafinn er sænska ríkið með tæp 20% og síðan Nordea Danmark- sjóðurinn með 4% hlut. Sampo keypti fyrst í Nordea í nóvember í fyrra og átti um áramótin síðustu 1,35%. Ætla má að markaðs- verðmæti hlutar Sampo sé hátt í 77 milljarðar íslenskra króna. Sampo bætir við sig Nord- ea-bréfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.