Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Í laganna nafni, amen. VEÐUR Íslandshreyfingin var fyrst ogfremst kunn fyrir andstöðu sína við stóriðju og frekari virkj- anaframkvæmdir á hálendinu. Þess vegna var athyglisvert að Ómar Ragnarsson, formaður hreyfingarinnar, talaði um annað úrslitatriði í Morgunblaðinu um helgina – að opnaður yrði gluggi að kvótakerfinu.     Í því felst aðleyfðar verði frjálsar veiðar fyrir sex tonna báta með tvær rúllur sum- armánuðina.     Það verður aðteljast und- arlegt við þessa stefnu að þessar frjálsu veiðar smábátanna yrðu hrein viðbót við þann kvóta sem þegar er úthlutað. Óræð stærð sem bætist við þann afla sem Hafrann- sóknastofnunin ráðleggur. „Þetta eru það litlir bátar, sjáðu til,“ segir Ómar í viðtalinu og bætir við: „Við teljum þetta ekki það nákvæm vís- indi að fiskistofnarnir þoli ekki þessa litlu báta.“     Ekki nákvæm vísindi? Ætlar Óm-ar frekar að styðjast við eigið hyggjuvit?     Í stefnuyfirlýsingu Íslandshreyf-ingarinnar stendur: „Lífríkið í sjónum umhverfis landið er auð- lind sem okkur Íslendingum hefur verið trúað fyrir. Fiskimiðin ber að nýta með sjálfbærum hætti án þess að skaða lífríkið. Veiðistjórnun þarf að taka mið af veiðiþoli fiski- stofna og ástandi sjávar og sjáv- arbotns á hverjum tíma.“ Þannig er stefnan í öðru orðinu en í hinu er talað um frjálsar veiðar án veiðistjórnunar.     Svo virðist sem Íslandshreyfingingeti ekki ákveðið hvort hún á að fara inn eða út um gluggann að kvótakerfinu. STAKSTEINAR Ómar Ragnarsson Opinn gluggi í fiskveiðistjórnun SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -                   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (          !" ##$          :  *$;< ##                   !"  # #   $  %  &  *! $$ ; *! % &  ' #"  #& #"  (  " ) =2 =! =2 =! =2 % ("'  #* $+#,!-  > $         =7  % & '# #!##  .$$ /##0 ##1  $2 3 # #  ## 2 *   81  3'#& '# #!#& #-  & /## #!# .$$ # # $ &  $#0 #  ##$ 2 3' #  $#& 2   % #!  #" # "/##-  4 & ##% 4#!#% &  $2 5(  ##& 2#6'#" #&) $ !#! # #  ## #&  # & 2 7. ##88 "##9  !#* $ 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B 2  2  4 / 4 / 2   2  2 2   2 2  2 2 2   2   2 2 / / / / 4 / 4 / 4 / / / / / / /            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Brynja Björg Halldórsdóttir | 16. apríl Með hverjum þá? Samkvæmt þessu vill Árni [Páll Árnason] hafna ríkisstjórn- arsamstarfi við tvo stærstu flokkana. (Þó verð ég að nota tæki- færi til að leiðrétta misskilning hans á stefnu VG; VG vill ekki hrekja úr landi bankana enda gefa þeir af sér talsverðar skatttekjur.) Ég spyr bara: hjá hverjum sæng- ar Samfó, fái hún nægilegt fylgi til að komast í stjórn ? Meira: brynjabh.blog.is Katrín Anna Guðmundsdóttir | 15. apríl Kvótakerfi Kvótakerfi byggt á póstnúmerum þykir við hæfi í dag en kynja- kvóti ekki. Ekki að ég sé brjálæðislega fylgj- andi kynjakvótum sjálf – þætti mun betra ef við værum jafnréttissamfélag og hlutirnir væru í lagi. En svo er ekki... og þess vegna hlýtur að vera þess virði að ræða kynjakvóta. Ég spái því nú reyndar að eftir því sem konum fjölgar á þingi þá verði karlar hlynntari kynjakvótum [...]. Meira: hugsadu.blog.is Eiríkur Bergmann Einarsson | 15. apríl Ströng löggjöf Ný könnun sýnir að meirihluti þjóðarinnar vill að settar verði strangari reglur um möguleika útlendinga til að flytjast til lands- ins. Þetta kom fram í frétt Sjónvarpsins í kvöld. Ég get ekki sagt að þessi niðurstaða komi á óvart. Niðurstaðan er hins vegar merkileg í ljósi þess að á Íslandi er nú þegar strangasta innflytj- endalöggjöf sem þekkist í hinum vestræna lýðfrjálsa heimi. Meira: eirikurbergmann.blog.is Ásta Möller | 16. apríl Kraftmikill fundur Kraftmiklum lands- fundi Sjálfstæð- isflokksins lauk í gær. Forysta flokksins, Geir og Þorgerður Katrín, fékk óskoraðan stuðn- ing landsfundarfull- trúa í kosningu til formanns og vara- formanns, en á landsfundi eru þannig séð allir í kjöri til þessara embætta. Forystan er sterkari og einbeittari fyrir bragðið í kosningabaráttunni framundan. Samanburðurinn við Samfylkinguna, þar sem landsfund- urinn veitti forystunni áframhaldandi umboð án kosninga, hlýtur að vera óþægilegur fyrir Samfylkinguna, ekki síst í ljósi augljósrar óánægju innan flokksins með stöðu hans. Það veikir Samfylkinguna enn frekar. Nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins, Andri Óttarsson, stóðst fyrstu prófraun sína, með miklum glæsibrag. Umbúnaður og skipulag landsfundarins var til fyrirmyndar, enginn blettur þar á. Ný og breytt Laugardalshöll með sínum mörgu fundaherbergjum gerði það að verk- um að nefndarstarf var á svæðinu, en ekki vítt og breitt um höfuðborg- arsvæðið eins og áður. Þetta breytti miklu og jók ánægju fólks. Um leið var hægt að hafa meiri yfirsýn yfir starfið og auðveldaði fólki að fara á milli málefnafunda, ef svo bar við. Ég einbeitti mér að málefnanefnd- um um velferðarmál og málefni aldr- aðra. Umræðan var fyrsta flokks og leiddi til mjög góðrar niðurstöðu. Vel- ferðarmálin eru á oddinum og stefnan skýr. Sérstaka athygli vakti á fundinum hve hlutur kvenna í störfum lands- fundar var stór. Þær voru mjög virk- ar í umræðu um ályktanir fundarins og sennilega voru þær þar í meiri- hluta meðal ræðumanna, eins og á síðasta landsfundi. Í kosningum til miðstjórnar buðu sig fram 12 konur og 13 karlar í ellefu sæti. Átta konur náðu kjöri og þrír karlar.Meira: […] Heiti potturinn í Árbæjarlauginni á morgnana er oft ágætur barómeter á umræðuna. Þar eru oft skiptar skoð- anir og hart deilt um menn og mál- efni. Í morgun tóku margir það upp við mig hve þeir voru ánægðir með Geir. Yfirvegun hans, öryggi og vin- gjarnleiki. Traust og velvild. Góð blanda af ábyrgum landsföður og góðum gaur! Meira: astamoller.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.