Morgunblaðið - 17.04.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.04.2007, Qupperneq 21
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 21 mótið, eða „enn eitt mótið“ eins og félagi Víkverja orðaði það sem er á leiðinni til Ak- ureyrar í sumar. x x x Myndir og fregniraf aurflóðinu á Sauðárkróki um helgina snertu taug Víkverja sérstaklega og dapurlegt að sjá hvernig gamli bærinn á Króknum lenti undir þessu að stórum hluta. Mestu skiptir að ekkert varð manntjónið. Fljót- lega kom annað upp í huga Víkverja, sem nýlega hefur lokið við lestur á Roklandi Hallgríms Helgasonar, þar sem sögusviðið er Krókurinn. Þar hefur höfundurinn fært hið fornfræga hús, Villa Nova, niður á uppfyllinguna en litlu mátti muna að aurflóðið færi einmitt með húsið sömu leið. Svona geta skáld- sögurnar reynst forspáar – næstum því. ps. Annars skilur Víkverji ekkert í því af hverju aðalpersónan í Rok- landi má samkvæmt læknisráði ekki lesa Moggann! Olíufélagið og Bíla-naust hafa kynnt nýja nafnið sitt á gamla Esso. N1 var niðurstaða margra mánaða markaðsvinnu og sýnist sitt hverjum eins og gengur. Magn- að fannst Víkverja hvað Olíufélagsmenn voru snöggir að afmá ummerki Esso og setja upp N1 merkin. Vík- verji fyllti tankinn á laugardagsmorgun og á þeirri stöð mátti ekk- ert sjá sem minnti á Esso, þetta ágæta merki sem fylgt hefur þjóðinni í meira en hálfa öld. Gárungar eru þegar farnir að leggja út af merkingu nafnsins og einn sagði ,,Eru þeir nú komnir með enn eitt nafnið“. Skemmtileg er pæl- ingin um útrásina, að N1 eigi að standa fyrir „Number 1“ á enskri tungu. Verra finnst Víkverja hins vegar að geta ekki lengur talað um Esso-mótið á Akureyri, sem árlega hefur laðað til sín þúsundir knatt- spyrnudrengja úr 5. flokki og að- standendur þeirra. Hér eftir mun mótið væntanlega bera nafnið N1-        víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Hestamennska á vaxandi fylgi að fagna í Grundarfirði. Á nýafstöðnu páskamóti Hesteigendafélags Grundarfjarðar var metþátttaka með yfir 50 skráningum og margir frábærir gæðingar sýndir. Þá vakti það athygli hversu mörg börn voru þátttakendur í svokölluðum barna- hring mótsins en yfir 25 börn fóru byrjendahringinn á skeiðvellinum í fylgd foreldra sem annaðhvort teymdu undir eða tvímenntu með barni sínu hringinn. Öll börnin fengu páskaegg í verð- laun. Í Fákaseli, félagsheimili hesta- manna, var líf og fjör þennan móts- dag og margur feginn að geta sest niður með rjúkandi kaffi og með því. Mikill hugur er í hestamönnum sem bíða nú spenntir eftir að innan skamms rísi reiðhöll fyrir Snæfell- inga í Grundarfirði.    Náms- og kynnisferðir meðal starfs- fólks í uppeldisgeiranum eru orðnar býsna algengar í dag og þar eru Grundfirðingar engir eftirbátar ann- arra. Í síðasta mánuði fóru kennarar og starfsfólk Grunnskólans í kynn- isferð til Finnlands til að kynna sér aðferðir finnskra starfsbræðra á menntasviðinu. Finnlandsfarar láta vel af þessari för sinni og telja sig hafa haft gagn af og muni hún án efa leið hans til vinnslustöðva á svæðinu eða frá vinnslustöðvum til útflutn- ings. En fleiri breytingar eiga sér stað á hafnarsvæðinu því vinna við nýja bryggju í stað gömlu „Litlu bryggju“ er langt komin, reyndar svo langt að hafnarstjórn fannst tími kominn til að gefa bryggjunni nafn. Í takt við aukið íbúalýðræði og tækniframfarir var fólki gefinn kost- ur á að senda tillögur að nafngift í gegnum heimasíðu Grundarfjarð- arbæjar og bárust þangað fjölmarg- ar tillögur en flestir nefndu Mið- garður og Nesbryggja. Endanleg ákvörðun bíður síðan bæjarstjórnar á næsta fundi, en heyrst hefur að hafnarstjórinn sé ekki sáttur ef nafnið Miðgarður verður ofan á, því að gárungarnir muni þá kalla hann Miðgarðsorminn. skila sér í starfi Grunnskólans. Í þessari viku fer síðan starfsfólk leikskólans í kynnisferð til Dan- merkur í svipuðum erindagjörðum. Danir hafa verið með ýmsar nýj- ungar á leikskólasviðinu sem vekja áhuga og full ástæða, að mati leik- skólastjóranna, til að kynna sér þær.    Hafnarsvæðið hefur tekið miklum breytingum frá síðasta ári. Fyrr í vetur lauk mikilli landfyllingu og grjótvörn norðan við svokallaðan Norðurgarð sem heimamenn kalla í daglegu tali „Stórubryggju“ og það hefur hún verið kölluð alla tíð en hefur þó stöðugt verðið að stækka í tímans rás. Á landfyllingunni er nú hafin vinna við undirstöður frysti- hótels á vegum Snæfrosts ehf. sem mun rísa þar innan tíðar. Hótel þetta verður geymslustaður fisks á Morgunblaðið/ Gunnar Kristjánsson Hafnarsvæðið Vinna heldur áfram við frágang á fríholtum á bryggjunni sem tekur við hlutverki Litlu bryggju þó hún hafi ekki fengið nafn. GRUNDARFJÖRÐUR Gunnar Kristjánsson fréttaritari Rúnar Kristjánsson skáld áSkagaströnd sendir þættinum línu: „Jón Tryggvason í Ártúnum er nýlátinn í hárri elli. Hann var hæfileikaríkur maður til lista og lags. Er ég heyrði lát hans orti ég: Ártúnahöfðinginn gamli er genginn, gunnreifur andinn nú tekur sitt flug. Muna þeir áfram þó manninn og drenginn sem mátu og þekktu hans baráttuhug. Honum til fremdar var fjölhæfnin gefin, fann hann sig sterkast í tónmjúkum klið. Heiðarnar sungu honum stórbrotin stefin, stillti hann huga sinn raddir þær við. Kveð ég hér bónda sem brást engum skyldum, birtir það ævin með sannindum gildum. Bið ég að Guð okkur gefi að vonum garpana marga sem líkasta honum. VÍSNAHORNIÐ Kveðja frá Skagaströnd pebl@mbl.is HLUTHAFAFUNDUR GLITNIS BANKA HF. Hluthafafundur Glitnis banka hf. verður haldinn í höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi mánudaginn 30. apríl og hefst kl. 15.00. Dagskrá: • Kjör stjórnar • Önnur mál, löglega upp borin Dagskrá fundarins og tillögur verða hluthöfum til sýnis á Kirkjusandi 2, 5. hæð, frá og með mánudeginum 23. febrúar 2007. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út miðvikudaginn 25. apríl nk., kl. 15.00. Framboðum skal skila til skrifstofu forstjóra að Kirkjusandi. Atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað á fundardegi kl. 14.00 til 15.00. 16. apríl 2007, stjórn Glitnis banka hf. Samkvæmt 2. mgr. 63. gr. a. í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, með síðari breytingum skal í til- kynningu um framboð til stjórnar gefa, auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Form sem frambjóðendur geta haft til hliðsjónar vegna þessarar upplýsingagjafar liggur frammi hjá ritara forstjóra. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 9 0 2 9 BÖRN sem dvelja í eitt ár eða lengur á leikskóla áður en þau byrja í grunn- skóla, eru líklegri en önnur til að sýna hegðunarvandamál í skólanum. Þetta kemur fram í vefmiðli New York Times en nú hafa niðurstöður litið dagsins ljós úr stærstu rannsókn sem gerð hefur verið á þessu sviði í Bandaríkjunum. Eins og við mátti búast hafði umönnun og uppeldi for- eldranna sem og erfðir, mikil áhrif á hegðun barnanna. Búið var að taka tillit til kyns barna, fjárhags foreldra og gæða leikskólans, þannig að þeir þættir höfðu ekki áhrif á niðurstöðu rannsóknarinnar. Betri menntun og betri laun Bandaríkjamenn þurfa nú að horf- ast í augu við þá staðreynd að hegð- unarvandamál í grunnskólum fer vaxandi og í framhaldi af nið- urstöðum þessarar rannsóknar spyrja þeir hvort það geti verið vegna þess að æ fleiri og sí yngri börn verjia meiri tíma í leikskóla en áður var. Þar í landi er starf í leikskólum einnig mjög svo misjafnt að gæðum. Þeir sem gagnrýna rannsóknina benda á að lausnin sé ekki að hætta að setja börn í leikskóla, heldur þurfi samfélagið að mennta betur starfs- fólk á leikskólum og borga því betri laun svo að leikskólabörn fái þá umönnun sem þau þurfa á slíkum stofnunum. Ef þessi bragarbót væri gerð yrðu mannabreytingar ekki eins örar og raun ber vitni, en vegna lé- legra launa staldra starfsmenn stutt við og það hefur ekki góð áhrif á börn. Eins hafa sérfræðingar bent á að það sé mikil breyting fyrir börn að færast á milli skólastiga og erfitt fyrir mörg hver að aðlagast því. Þau eru vön að vera saman í hóp, hamast og leika sér í leikskólanum en síðan koma kröfurnar um að sitja kyrr og hlýða öllu því sem kennarinn segir þegar þau koma grunnskóla. Í raun sé því ekki óeðlilegt að kennarar þurfi að takast á við hegðunarvanda- mál barna í fyrstu bekkjum grunn- skóla. Hið jákvæða sem kom í ljós var að þau börn, sem höfðu verið í fyrsta flokks leikskóla, bjuggu yfir meiri og betri orðaforða en önnur þegar þau komu í grunnskóla. Reuters Þau börn þægari sem komu ekki af leikskóla úr bæjarlífinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.