Morgunblaðið - 17.04.2007, Page 20

Morgunblaðið - 17.04.2007, Page 20
menntun 20 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is V ið kennum börnum að lesa og keyra bíl en við skömmum þau þegar þau hegða sér vitlaust!“ segir Margrét Birna Þórarinsdóttir sálfræðingur. Mar- grét og Hákon Sigursteinsson, deild- arstjóri skólaþjónustu í Þjónustu- miðstöð Breiðholts, hafa haft veg og vanda af nýútkominni þýðingu á bók- inni Best Behavior, Til fyrirmyndar: Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun. Bókin er eins konar handbók en í henni er kynnt heildstætt stuðn- ingskerfi (PBS – Positive Behavior Support) sem byggist á einföldum en árangursríkum aðferðum til að bæta hegðun nemenda. Hákon og Margrét hafa unnið að því að koma stuðnings- kerfinu inn í grunnskóla í Reykjavík sem sálfræðingar í handleiðarateymi verkefnisins. Það nær til alls starfs- fólks grunnskóla en líka er ætlunin að heimfæra sambærilegt vinnulag upp á leikskólana. Í raun á hugmynda- fræðin við í hvaða einingu sem er, á heimilum, vinnustöðum, elliheimilum o.s.frv. „Við byrjuðum að vinna að hug- myndinni árið 2003 en höfðum þá engin gögn til að vinna út frá. Í dag koma margir frábærir fagaðilar að þessu verkefni og er bókin í rauninni lokahnykkurinn að upphafinu ef svo má að orði komast,“ segir Hákon. „Þetta kerfi á að stuðla að breyttum viðhorfum kennaranna og starfs- fólksins og þar af leiðandi að breyta eða hafa áhrif á menninguna í skól- unum. Jafnframt er þetta unnið af skólanum undir handleiðslu aðila frá þjónustumiðstöð skólans og er því ekki í neinni andstöðu við fyrirliggj- andi menningu heldur á að vera við- bót. Stuðningskerfið er því í raun sér- sniðið að hverjum skóla fyrir sig.“ Að sögn Hákonar er hugmyndafræðin sem bókin byggist á við lýði í fleiri þúsund skólum, m.a. í Bandaríkj- unum. „Þar hafa rannsóknir sýnt að þetta hafi mjög góð áhrif en tilvís- unum á sérfræðinga, s.s. sálfræðinga, fækkar um 30–50%.“ Hér vanti þó faglegt utanumhald um verkefnið á landsvísu en Norðmenn hafi verið mjög öflugir í innleiðingu kerfisins enda fengið töluvert fjármagn til þess. Hvernig lítur virðing út? Ingunnarskóli og Fellaskóli voru fengnir til að prófa kerfið haustið 2003. Skólarnir eru ólíkir en hug- myndafræðin hefur reynst mjög vel hjá báðum. Átta grunnskólar í Reykjavík vinna í dag samkvæmt kerfinu auk tveggja leikskóla í Breið- holti og fleiri skólar bíða spenntir eft- ir að fá að byrja. „Við erum að byrja að kanna ár- angur verkefnisins í nokkrum skól- um,“ segir Margrét. „Það er gaman að sjá hvernig þeir hafa náð að búa til sitt eigið kerfi út frá hugmyndafræði- legum grunni.“ En hver er þá grunn- urinn? „Út frá sálfræðinni vitum við nákvæmlega hver er besta leiðin til að kenna hegðun og fylgja henni eftir á ákveðinn hátt. Leiðin er að kenna fólki í litlum skrefum, þjálfa það mjög reglulega og ýta svo undir æskilega hegðun. Stöðva óæskilega hegðun og beina í annan farveg,“ tjáir Margrét blaðamanni. Bókin er leiðarvísir um hvernig vinna á eftir verkáætlun sem eðlilegt er að taki þrjú til fimm ár. „Á fyrsta ári ákveður skólinn hvað hann vill sjá, t.d. virðingu, ábyrgð og vinsemd, en ekki bara sem loftkennd hugtök held- ur: Hvernig lítur virðing út á skóla- velli? Hver þáttur er athugaður á öllu skólasvæðinu, m.a.s. í skólabílnum, og búnar eru til kennsluleiðbeiningar fyrir börnin því við getum ekki ætlast til að þau viti hvernig þau eigi að hegða sér. Þetta á sérstaklega við um börnin sem eiga hvað erfiðast. Þau fá kennslustundir í hegðun rétt eins og stærðfræði,“ segir Margrét. Foreldrar vita að fyrstu tvær vik- urnar á hverri skólaönn fer mikill hluti tímans í að kenna reglurnar, æfa þær og prófa sig áfram, og þetta gildir um 1.–10. bekk. Ýmsar leiðir eru farnar til að halda þeim við efnið og hvetja þau áfram til að sýna góða hegðun, t.a.m. hringt heim með góðar fréttir. Hver skóli býr til sína áþreif- anlegu umbun eða verðlaun sem nefnast t.d. pökkur eða smellir og safnað er upp í punktakerfi. „Hver bekkur vinnur saman og getur fengið verðlaun sem auka enn á félagslega aðlögun, eins og að baka köku með kennaranum eða foreldrarnir koma í heimsókn; allt til að þjálfa þau í að hafa gaman á heilbrigðan hátt og njóta sín. T.d. er vinsælt að halda náttfatapartí í Fellaskóla á skóla- tíma,“ lýsir Margrét. Vandinn kortlagður Kennararnir og annað starfsfólk fá líka kennslu í öðrum og betri leiðum til að stýra hegðun. T.a.m. hefur ræstingafólk veitt börnum umbun fyrir að hafa gengið vel frá stofunum sínum. Eins er skráð óæskileg hegð- un og miði sendur heim um hana, sem er aðallega gert til að skólinn geti kortlagt hvaða mánuður er erfiðastur og hvaða svæði eru erfið. Þannig þurfa hinir fullorðnu að taka ábyrgð en með þessu er einnig athugað hvort kerfið og skólinn standi sig nógu vel gagnvart „viðskiptavininum“ – nem- andanum. Að sögn sálfræðinganna Hákonar og Margrétar er lykilatriðið að allt sé mælanlegt og ef einhver að- ferð skilar ekki árangri er fundin ný og árangursríkari leið. „Okkur dreymir um að starfsfólki og nemendum líði betur í skólanum og allir viti til hvers er ætlast af þeim. Þessar reglur ættu að kenna það,“ segir Hákon. Þeim Margréti er mikið í mun að bregðast við hegðunarvanda í skólunum og segja úrræðaleysinu sem mörgum virðist blasa við stríð á hendur. Góð hegðun Kristín Friðbjörnsdóttir kennari afhendir Ingibjörgu Lilju Kristjánsdóttur gull- mola. Allir í 7. KF njóta góðs af, þ.á m. Lena Björg Harðardóttir og Hákon Magnússon. Kátína Strákarnir í 4. AS hæstánægðir með gullmolana sína. F.v. Júlíus Ingi Guðmundsson, Hilmar Leó Guðmundsson, Alexander Orri Ómarsson og Daníel Hákon Friðgeirsson. Morgunblaðið/Ásdís Í 4. bekk Arnór Erlendsson í Seljaskóla fær gullmola hjá kennara sínum, Önnu Sveinsdóttur, sem hún geymir í mittistösku – „vopnakistunni“. Anna María Jónsdóttir kennari og nokkrir strákar fylgjast með. Kennsluleiðbeiningar Krökkunum er kennt að hegða sér vel, rétt eins og að læra stærðfræði. Sátt Seljaskóli vill sjá samvinnu, ábyrgð, traust og tillitssemi hjá nemendunum sínum. Jákvæð hegðun kennd í átta grunnskólum í Reykjavík Kennarar og annað starfsfólk fá kennslu í nýjum leiðum til að stýra hegðun nemenda skólans. www.pbis.org/main.htm www.apbs.org/main.htm www.atferd.unirand.no/pals.html SAMVINNA, ábyrgð, traust og til- litssemi – einkunnarorð Selja- skóla í Reykjavík mynda göfugt orð: SÁTT. Skólinn hóf í haust starf með nemendum eftir stuðn- ingskerfinu og segir Þórður Kristjánsson skólastjóri það þegar hafa gefið góða raun. „Tólf manna stýriteymi vann í því að búa til reglur um hvað við teldum viðunandi hegðun. Regl- urnar köllum við sáttmála. Við byrjum á því að kenna þeim góða hegðun í kennslustofu, matsal, á göngum, úti í frímínútum og þess háttar. Við skráum líka agabrot og höfum ákveðið kerfi hvernig við bregðumst við þeim brotum. Þetta hefur gengið feikilega vel og það sem kemur okkur kannski mest á óvart er hvað unglingarnir taka þessu vel og í raun falla vel inn í þetta. Við umbunum fyrir góða hegð- un, hvar sem er og hvenær sem er, og þá fær nemandinn einn, tvo gullmola,“ lýsir Þórður en áþreif- anleg umbun skólans nefnist gull- molar. „Nemandinn fer með gull- molana í krukku og þegar ákveðnum fjölda er náð fær bekk- urinn umbun. Hún getur verið allt mögulegt, einn kennarinn í ung- lingadeildinni mætti einn daginn eins og trúður, með rautt nef og rautt hár. Þetta var mjög vin- sælt!“ segir Þórður og hlær við. „Svo fá þau kannski að spila bingó en fimmta hver umbun má kosta eitthvað. Þá förum við t.d. með þau í keilu, bíó eða þau fá pítsu. Skoða það jákvæða Þetta er þriggja til fjögurra ára ferli. Núna vinnum við með alla nemendur, næsta skref er að vinna með ákveðna hópa, t.d. bekki, og þriðja stigið er svo að vinna með nemendur sem eiga í meiri hegðunarerfiðleikum en aðrir. Við reynum alltaf að skoða hvað er jákvætt hjá nemendum fremur en það sem er neikvætt, þótt við þurfum auðvitað að taka á því. Mikilvægt er að umbuna nemendum fyrir jákvæða hegðun og kenna þeim hvernig þeir eiga að hegða sér! Við lítum þannig á að það sé ekki endilega meðfætt, frekar en að læra að lesa, reikna eða skrifa. Ef nemandi hleypur á göngunum spyrjum við hvort hann kunni ekki alveg að ganga.“ Sýnist honum kerfið þá skil- virkt? „Við erum náttúrlega að byrja á þessu hér en það sem er komið af stað lofar góðu,“ segir skólastjóri Seljaskóla að lokum. Kennarinn var trúður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.