Morgunblaðið - 17.04.2007, Page 25

Morgunblaðið - 17.04.2007, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 25 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri beitir valdi sínu og áhrifum með eftirtektarverðum hætti. Nokkur dæmi mætti nefna en hér verður fjallað um svokallað Eir- armál. Þar verður ekki annað séð en að borgarstjórinn hafi farið fram úr þeim heimildum sem borgarráð hefur veitt, auk þess sem hann hef- ur farið mjög frjálslega með samþykktir fyrir hjúkrunarheimilið Eir þar sem hann er stjórnarformaður. Eirarmálið snýst m.a. um leikreglur Borgarstjóri hafði, eftir því sem best verður séð, frumkvæði að því að láta hjúkrunarheimilið Eir sjá um byggingu og rekstur svokall- aðrar menningarmiðstöðvar án þess að borgarráð eða borgarstjórn hefði samþykkt slíkt. Ákvæði um menn- ingarmiðstöðina var bætt inn í svo- kallaða viljayfirlýsingu milli borgar og Eirar eftir að málið hafði verið kynnt borgarráði. Borgarstjóri ætl- aði að ganga frá öllum þáttum máls- ins sjálfur, þótt hann væri einnig stjórnarformaður Eirar, en eftir að minnihlutinn í borgarstjórn benti honum á að hann væri vanhæfur ritaði formaður borgarráðs undir viljayfirlýsinguna. Stuttu síðar lýsti formaður borgarráðs því yfir að viljayfirlýsingin væri mistök vegna ákvæðisins um menningarmiðstöð- ina. Á nýlegum fulltrúaráðsfundi Eirar tók borgarstjóri einnig undir þau sjónarmið að sá gjörningur hafi getað verið mistök. Hann getur nú þakkað m.a. Samfylkingunni fyrir að hann skyldi ekki hafa ritað undir viljayfirlýsinguna sjálfur. Þá hefði staða hans verið heldur sér- kennilegri. Eir vísar reikningum á borgarsjóð? Í öðru lagi hefur verið lagt út í kostnað við gerð viðamikilla teikn- inga vegna menningarmiðstöðv- arinnar svokölluðu án þess að kunn- ugt sé um nokkra samþykkt um að hefja undirbúning á þessum fram- kvæmdum. Á fundi fulltrúaráðs Eirar um miðjan mars, þar sem undirritaður á sæti, sögðu borg- arstjóri og Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavík- ur, að Eir þyrfti ekki að bera neinn kostnað af teiknivinnunni. Það myndi borgin gera. Hvaðan kom þeim heimild til slíkra yfirlýsinga? Það höfðu engar ákvarðanir verið teknar og engir samningar gerðir. Fram kom í máli forstjóra Eirar á fulltrúaráðsfundinum um daginn að beinast hefði legið við að fela arki- tekt Eirar að hefja teiknivinnuna. Það hefur hins vegar ekki fengist uppgefið hver fól arkitektinum að hefja vinnuna. Borgarstjóri hefur meira að segja gengið svo langt að afla sér lögfræðiálits um það að undirritaður megi ekki sjá hvort og þá hvað stjórn Eirar kann að hafa fjallað um eða samþykkt um þennan gjörning. Hjúkrunarheimili í fasteignaviðskiptum? Í þriðja lagi virðist stjórn Eirar, eða forysta Eirar, vera að fara langt út fyrir verksvið sitt eins og því er lýst í stofnsamþykkt. Þar segir að hlutverk Eirar sé að reisa og reka hjúkrunarheimili er veitir öldruðum umönnun og hjúkrun. Hlutverkið er ekki annað. Vilhjálmur er hins veg- ar að draga Eir út í ýmsa óskylda starfsemi, svo sem bygging- arframkvæmdir og rekstur á svo- kallaðri menningarmiðstöð, svokall- aðri segi ég, því þetta á samkvæmt lýsingum og teikningum frekar að vera almennt skrifstofuhúsnæði en menningarmiðstöð. Vilhjálmur neyddur til að bjóða verkið út? Framan af vildi Vilhjálmur borg- arstjóri ekki heyra á það minnst að bjóða ætti þessa byggingu svokall- aðrar menningarmiðstöðvar út. Eir átti bara að sjá um þetta! Markvisst var reynt að þurrka orðið útboð út úr þessari umræðu. Allt þar til á fulltrúaráðsfundinum hjá Eir í marsmánuði. Þar loksins virtist borgarstjóri sjá ljósið og við- urkenndi að það þyrfti e.t.v. að bjóða þetta verk út. Það hefur þurft mörg lögfræðiálit til þess að hann breytti áherslum sínum í því atriði. En batnandi mönnum er best að lifa. Það þarf að efla þjónustu fyrir aldraða og það þarf að efla aðstöðu fyrir menningarstarfsemi í Graf- arvogi. Um það eru allir sammála. Meirihlutinn í borgarstjórn virðist þó ætla að keyra þetta mál áfram án tillits til þeirra leikreglna sem gilda, auk þess sem þessi starfsemi þjónar ekki nema að litlu leyti markmiðum um hjúkrun eða menn- ingu. Vald er vandmeðfarið, einkum og sérstaklega þegar menn tylla sér sama daginn niður á nokkra valda- stóla, eins og sést í þessu dæmi. Borgarstjórinn og valdið Stefán Jóhann Stefánsson skrifar um málefni Eirar Stefán Jóhann Stefánsson, » Borgarstjóri segist hafa aflað sér lögfræðiálits um það að undirritaður megi ekki sjá hvað stjórn Eirar kann að hafa fjallað um. Höfundur er varaborgarfulltrúi í fulltrúaráði Eirar. Henry Rooney Gerrard Einar* Ronaldo *fyrir okkur hin ÍS L E N S K A S IA .I S N A T 3 72 12 0 4. 20 07

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.