Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Valborg Vest-fjörð Emils- dóttir, ljósmóðir frá Dröngum, fæddist á Þinghóli á Tálkna- firði 22. janúar 1916. Hún lést 6. apríl síðastliðinn. Valborg var dóttir hjónanna Emils Óskars Sæmunds- sonar Vestfjörð, f. 28. júlí 1888, d. 23. apríl 1931, og Krist- jönu Guðmundu Guðmundsdóttur, f. 28. júní 1885, d. 28. maí 1952. Val- borg óx upp í foreldrahúsum ásamt systrum sínum sem voru fjórar: Ásta Lilja Vestfjörð, f. 10. apríl 1913, d. 20. ágúst 1947, Rósa Vestfjörð, f. 27. júní 1918, d. 27. 12. 1944, Fjóla Vestfjörð, f. 10. apríl 1920, d. 26. júlí 1945, og Guðrún Vestfjörð, dóttir Emils og Krist- ínar Guðbjörnsdóttur, f. 16. júlí 1927. Uppeldisbróðir hennar er Jakob J. Jónsson, f. 1. september 1921. Valborg giftist Guðmundi Ólafs- syni landpósti, f. 15. desember 1907, d. 24. júlí 1999. Þau eign- uðust fimm börn. Þau eru: 1) Ólaf- þau eru: a) Elvar Örn, k. Elínborg Ólafsdóttir, þau eiga þrjú börn. b) Íris Dóra, m. Hilmar Stefánsson, þau eiga þrjú börn. c) Selma, m. Pétur Magnússon, þau eiga tvær dætur. 4) Rósa Vestfjörð, f. 25. júní 1947, m. Kári Þórðarson, f. 1. febr- úar 1945. Þau eiga þrjá syni, þeir eru: a) Þórður, k. Unnur Huld Sæv- arsdóttir, þau eiga þrjú börn, fyrir á Unnur einn son. b) Ólafur, k. Margrét Káradóttir, þau eiga eina dóttur, fyrir á Margrét tvö börn. c) Alexander Vestfjörð, k. Árný Elva Ásgrímsdóttir, þau eiga tvo syni. 5) Kristín Björk, f. 15. mars 1953, m. Friðbjörn Örn Steingrímsson, f. 27. apríl 1952. Þau eiga þrjá syni, þeir eru: a) Ragnar, k. Auður Aðal- steinsdóttir, þau eiga einn son. b) Arnar Steinn, k. Helena Stefáns- dóttir, þau eiga eina dóttur, fyrir á Helena tvö börn. c) Sigurvin, k. Ragnheiður Eyjólfsdóttir. Valborg og Guðmundur bjuggu á Dröngum á Skógarströnd árin 1934–1968, hún var ljósmóðir á Skógarströnd á meðan hún bjó þar. Þegar þau brugðu búi fluttu þau í Kópavog. Þar vann Valborg ýmis störf og meðal annars starf- aði hún í mörg ár við mæðraskoð- un í Heilsugæslu Kópavogs. Valborg verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. ur Kristinn, f. 20. nóvember 1936, k. Herdís Jónsdóttir, f. 7. júní 1936. Þau eiga þrjú börn, þau eru: a) Guðmundur, k. Ólöf Kristjánsdóttir, þau eiga tvær dætur. b) Kristjana, m. Torfi Þórðarson, þau eiga þrjú börn, fyrir á Torfi einn son. c) Smári, k. Erika Fro- dell, þau eiga þrjú börn. 2) Kristjana Emilía, f. 23. apríl 1939, m. Jón Hilberg Sigurðsson, f. 17. apríl 1933. Þau eiga sex börn, þau eru: a) Steinar, k. Sigríður Jónsdóttir, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn, s.k. Ragnheiður Hilmarsdóttir. b) Elín, m. Hörður Hjartarson, þau eiga tvö börn. c) Valborg, m. Magni Rúnar Þor- valdsson, þau eiga þrjú börn. d) Sævar, k. Gerður Helga Helgadótt- ir, þau eiga tvo syni. e) Sjöfn, m. Kristján Eysteinn Harðarson, þau eiga þrjú börn. f) Guðmundur Hil- berg, á þrjá syni með f.k. Sigríði Jónsdóttur. 3) Unnsteinn, f. 5. maí 1945, k. Hildigerður Skaftadóttir, f. 10. júlí 1944. Þau eiga þrjú börn, Man ég það móðir, mild þín gætti hönd mín um æskudaga. Flutti minn hug um fjarlægustu lönd söngur þinn og saga. Blíðlega ætíð bættir öll mín sár brosið þitt ljómar um mín æskuár. Ást þín mér yljar alla ævidaga. Valborg V. Emilsdóttir móðir mín átti góða æsku með ástríkum foreldr- um og glöðum systrahópi. Brátt tók alvara lífsins við og 15 ára gömul missti hún föður sinn. Við það áfall breyttist allt á heimilinu. Amma fékk ungan mann sem ráðsmann og hann varð síðar tengdasonur hennar og faðir minn. Móðir mín stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi og flutti svo árið 1934 að Dröngum til föður míns. Með henni fluttu Guðrún systir hennar og Jakob fósturbróðir. Árið eftir fór hún í ljósmæðranám til Reykjavíkur. Að námi loknu bjó hún með föður mínum á Dröngum og starfaði jafnframt sem ljósmóðir í sveitinni. Móðir mín unni sveitinni og naut sín vel við ræktun blóma, mat- jurta og gróðurs hvar sem hún var. Margt var um manninn á Dröngum. Faðir minn var landpóstur og það fylgdi nokkur gestagangur póstaf- greiðslu og póstferðum. Foreldrar mínir voru félagslynd og höfðu gam- an af því að fá gesti og umgangast fólk. Þau tóku virkan þátt í fé- lagsstörfum í sveitinni og einnig í safnaðarstörfum Breiðabólsstaðar- kirkju. Móðir mín var, glaðsinna, söngelsk og létt í spori. Ég minnist hennar syngjandi við vinnu sína, henni féll varla nokkurntíma verk úr hendi. Hún saumaði og prjónaði föt á okkur krakkana og meira að segja einnig á dúkkurnar okkar og bangs- ana. Hún var afar listfeng og hafði unun af að vinna fína handavinnu og prjónaði meðal annars kjóla úr ein- spinnu á okkur systur fullvaxnar og á tengdadæturnar. Hún óf myndvefn- að, heklaði dúka og milliverk og saumaði fínan útsaum í borðdúka og sængurföt. Hún heklaði skírnarkjól og gaf mér fyrir barnabörnin mín og saumaði nöfn þeirra í kjólinn. Nú hafa verið skírð í honum 18 börn. Eftir að foreldrar mínir fluttu í Kópavog vann hún ýmis störf. Má þar nefna Fæðingarheimili Reykja- víkur, Kársnesskóla og svo í mörg ár við mæðraskoðun í Heilsugæslu Kópavogs. Hún tók virkan þátt í fé- lagsstarfi aldraðra og málaði á postu- lín, gler, tau og pappír. Hennar líf og yndi var þó söngurinn. Hún söng í kirkjunni í sveitinni okkar og síðar söng hún með Söngvinum í Kópa- vogi. Síðustu árin var það hennar ein- asta yndi að hlusta á söng og ljóð og hún sofnaði frá því að hlusta á sálm- ana sína. Hjónaband foreldra minna var ást- ríkt og einstakt. Faðir minn missti heilsuna um sextugt, vegna skemmda í baki og mjöðmum,hann hélt þó höndum sínum óskemmdum og vann við bókband. Hlutur móður minnar var þar stór. Hún var vakandi yfir öllu sem hann þurfti og hjúkraði honum eins lengi og hún gat. Hún var líka einstök móðir og amma og gætti þess vandlega að gleyma engum í sín- um stóra hópi. Við móðir mín áttum löngum sam- leið í lífinu. Við bjuggum í sambýli á Dröngum fyrstu 10 búskapar ár okk- ar hjóna og við bjuggum í sama húsi í Kópavogi í mörg ár og aldrei man ég til að okkur yrði sundurorða. Síðustu tvö æviárin dvaldi móðir mín farin að heilsu í Sunnuhlíð. Gleði- leg tilviljun var það að hún bjó þar í herbergi með skólasystur sinni úr barnaskóla í Tálknafirði, þeim báðum til mikillar ánægju. Sárt er að missa góða móður og ömmu en margs er að minnast og margt að þakka. Hún var sátt við lífið og löngu tilbúin að hverfa til annars lífs. Við þökkum henni allar stundir og biðjum henni blessunar í nýjum bú- stað. Við þökkum hjúkrunarfólki á deild 3 í Sunnuhlíð fyrir einstaka umönnun og hlýju á síðustu og erfiðustu tímum móður minnar. Emilía Guðmundsdóttir og fjölskylda. Láttu draumaljósið skína, láttu opnast sálu þína fyrir öllu fögru og háu, fjarri öllu ljótu, smáu. (Einar Benediktsson) Nú hefur ljósið tekið við henni móður minni, hún hefur fengið sína langþráðu hvíld. Hún kvaddi okkur á föstudaginn langa í björtu og yndislegu veðri. Móður minni fylgdi trúarleg birta sem ekki er hægt að lýsa. Hún hafði tileinkað sér dyggðina allt sitt líf, því eiga þessi orð svo vel við hana. Dyggð er ákveðin og viðvarandi tilhneiging til að gera hið góða og að gefa það besta af sjálfum sér. Það er afleiðing þess að leitast við að breyta sam- kvæmt vilja Jesú Krists, og taka framförum í því sem gott er. Hinar kristnu höfuðdyggðir eru trú, von og kærleikur. (1.Kor.13.13.) Hún hafði átt langa ævi og var búin að skila okkur yndislegri nærveru í mörg ár. Hún hefur á sinni ævi upplifað ótrú- legar breytingar. Hún þurfti að tak- ast á við lífið og allt það sem því fylgdi frá æskualdri. Hún missti ung föður sinn og mörg ættmenni. Föður mínum kynntist hún stuttu eftir föð- urmissinn, þau giftust 1934 og byrj- uðu sinn búskap á Dröngum á Skóg- arströnd. Á Dröngum var móðir mín ljós- móðir, bóndi, húsmóðir og móðir. Hún hafði einstaka hæfileika að geta sinnt öllum þessum störfum. Gest- risni var í hávegum höfð, stundum var heimilið eins og hótel á sumrin. Á þeim tíma var hvert heimilistæki sem bættist við eins og hvert annað und- ur. Eftir nokkuð langvinn veikindi föður míns flutti fjölskyldan til Kópa- vogs. Mamma var félagslynd kona og fljót að tileinka sér öll þau þægindi sem boðið var upp á í borginni. Við þessi tímamót vann hún fullan vinnu- dag utan heimils nokkur ár sem mat- ráður í Kársnesskóla en lengst af vann hún við mæðraskoðun á Heilsu- gæslu Kópavogs. Með þessari vinnu sinnti hún föður mínum sem oft var sjúkur og hún hafði alltaf nægan tíma fyrir alla sem þurftu á henni að halda. Eftir að hún komst á eftirlaun tók hún til við að sinna sínum hugðarefn- um. Þá komu hennar listrænu hæfi- leikar vel í ljós Hún fór í kórinn Söngvini og söng þar af hjartans list. Hún sótti mörg námskeið og bjó til hin ótrúlegustu listaverk ásamt því að prjóna flíkur á alla afkomendurna. Það var henni mikið metnaðarmál að gefa öllum heimatilbúnar jólagjafir. Faðir minn lést árið 1999 og var það mikil breyting fyrir hana. Hún hafði alltaf lagað lífið að hans þörfum þó hann ætti sín síðustu ár á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð þurfti hann sinn tíma þar. Um aldamótin veiktist mamma í fyrsta sinn alvarlega, hún hafði fram að því verið einstaklega heilsuhraust. Hún náði sér þó vel eft- ir þau veikindi. Árið 2002 fékk hún blóðtappa í heila sem breytti hennar líkamlegu getu mikið. Eftir það áfall átti hún mjög erfitt með að tjá sig sem var henni afar erfitt. Hún bjó heima á Borgarholtsbraut 27 til árs- ins 2005. Það var dóttur hennar Em- ilíu og Jóni tengdasyni að þakka, sem bjuggu í sama húsi, að hún gat verið svo lengi heima á sínu yndislega heimili. Síðustu tvö æviárin bjó hún á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð og við þökkum þeim sem starfa á deild 3 innilega fyrir umönnun hennar. Við kveðjum einstaka móður með söknuði en við eigum svo margar góðar minningar sem verma okkur áfram. Kristín Björk Guðmundsdóttir og fjölskylda. Nú hefur hún Valborg mín gengið götuna sína alla og við sem fengum að feta með henni hluta leiðarinnar kveðjum hana full þakklætis. Ég var svo heppin að fá að kynnast Drangaheimilinu og fólkinu þar þeg- ar við Unnsteinn tókum við búrekstri tengdaforeldranna einn vetur í byrj- un sambúðar okkar. Bjuggum við þar félagsbúi við hlið Emmu og Nonna, elstu systurinnar og manns hennar. Valborg og Guðmundur fluttu sig um set á Reykjavíkursvæðið þar sem Valborg V. Emilsdóttir Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosn- inganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar MARGIR hafa endurtekið sagt að það sé réttlátt og rökrétt að lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóði skuli skattlagðar sem fjármagns- tekjur vegna þess að stærsti hluti greiðslanna sé upp- safnaðar fjármagns- tekjur lífeyrissjóð- anna. Þessi full- yrðing er rökleysa eins og ég mun færa rök fyrir hér á eftir og ég færði reyndar rök fyrir í ræðu á Alþingi hinn 24. nóvember sl. Því miður féll formaður Samfylkingarinnar, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, í þá gryfju á mánudag fyrir viku í stjórnmála- umræðum í sjónvarpssal að halda þessu fram og Morgunblaðið tók undir það í leiðara. Verður ekki hjá því komist að leiðrétta þessa rök- leysu þegar formaður stjórnmála- flokks heldur slíku fram og þykir mér það miður því ég met Ingi- björgu Sólrúnu mikils þótt sjaldan séum við sömu skoðunar. Iðgjöld, sem greidd hafa verið til lífeyrissjóða, hafa nærri alltaf verið frádráttarbær frá skatti. Fyrir- tækin hafa alltaf getað dregið ið- gjald sitt, lengst af 6%, núna 8%, af launum starfsmanna sinna frá skatti eins og annan launakostnað. Launþegar hafa ætíð getað dregið iðgjald sitt, oftast 4%, frá tekju- skatti nema á árunum eftir að stað- greiðslan var tekin upp 1988. Þá var persónuafslátturinn hækkaður umtalsvert til að ná yfir iðgjald í líf- eyrissjóð, sem fyrir 1988 var frá- dráttarbært, vaxtagjöld o.m.fl. Í sjö ár var ekki hægt að draga 4% ið- gjaldið beint frá tekjum fyrir skatt en árin 1995 til 1997 var frádráttur heimilaður á nýjan leik í þrepum. Ef tekið er dæmi um einstakling, sem greitt hefur hefðbundið í 30 ár til lífeyrissjóðs, 10% af launum, sem sagt 3,0 árslaun, þá mætti með góðum vilja halda fram að 0,32 árs- laun (4% í átta ár) hafi verið skött- uð eða tæp 11%. Þetta hlutfall er hærra fyrir þá sem hafa greitt skemur og lægra fyrir hina, sem greitt hafa lengur. Frá 1974 hefur verið lagaskylda fyrir launþega að greiða til lífeyrissjóðs. Tökum dæmi. Gefum okkur að Gunna og Jón hafi fyrir mörgum árum lagt fyrir, 1.000 kr. hvort. Gefum okkur jafnframt til einföld- unar að skatthlutfall einstaklinga og fyrirtækja hafi ætíð verið 40%. Gunna greiddi 1.000 kr. sem skatt- frjálst iðgjald til lífeyrissjóðs en Jón greiddi 40% skatt og lagði svo 600 kr. fyrir. Gefum okkur jafn- framt að Jón og lífeyrissjóður Gunnu nái sömu ávöxtun á féð. Þá á Jón ætíð 60% af því sem Gunna á í lífeyrissjóðnum. Þegar Gunna tek- ur sinn sparnað út úr lífeyris- sjóðnum sem lífeyri og greiðir af honum 40% tekjuskatt þá á hún 60% eftir, nákvæmlega eins og Jón. Nema. Jón þarf að greiða fjár- magnstekjuskatt, 10%, á tekjur af sínum sparnaði en Gunna ekki. Og hann hefur hugsanlega greitt eign- arskatt, sem nýbúið er að afnema, á sparnað sinn en lífeyrissjóðirnir hafa aldrei greitt neina skatta. Persónuafsláttur skekkir þessa mynd líka Gunnu í hag því líklega nýttist iðgjald Gunnu að fullu til frádráttar skatti (og Jón greiddi fullan skatt á 1.000 kr. sínar) en líf- eyrir Gunnu gæti verið að góðum hluta skattfrjáls. Í dæminu hér að ofan eru marg- ar forsendur sem deila má um. Tekjuskattur fyrirtækja hefur lækkað stórlega (úr 50% 1988 í 18% núna). Staðgreiðsluskattur ein- staklinga hefur lækkað úr tæpum 42% 1995 í 35,72% núna (og er þá horft fram hjá hátekjuskattinum, sem búið er að fella niður). Sumt fólk greiddi bara af dagvinnulaun- um í lífeyrissjóð og opinberir starfsmenn í B-deild LSR fá tug- milljarða greiðslur úr ríkissjóði. Efast má um þá forsendu að Jón nái sömu ávöxtun á sparifé sitt og sérfræðingar lífeyrissjóðanna. Fjármagnstekjuskattur Jóns upp- hefur einnig hugsanlega tvísköttun iðgjalds Gunnu á árunum 1988 til 1996. En aðferðafræðin er klár. Fjármagn lífeyrissjóðanna er í eðli sínu óskattað og iðgjald greitt til þeirra nýtur skattfrestunar. Þess vegna er eðlilegt að skattleggja líf- eyri eins og tekjur. Nú getur löggjafinn svo sem ákveðið að vissar tekjur skuli skatt- aðar öðruvísi en aðrar tekjur innan ramma jafnræðisreglunnar. Menn gætu ákveðið að greiðslur úr lífeyr- issjóði eða hluti þeirra skuli bera 10% fjármagnstekjuskatt. Hvernig kæmi það út? Þeir, sem lægstar líf- eyrisgreiðslur fá úr lífeyrissjóði, t.d. 10 þkr. á mánuði, myndu greiða 1.000 kr. í stað 3.600 kr. í skatt Högnuðust sem sagt um tæpar þrjú þkr. á mánuði. Þeir sem lægstar hafa lífeyrisgreiðslurnar fengju því mjög lítið út úr slíkri kerfisbreyt- ingu. Hins vegar fengju þeir sem hafa miklar lífeyrisgreiðslur (yfir 800 aldraðir fengu yfir 300 þkr. í lífeyri á mánuði árið 2005) mikið hagræði af slíkri kerfisbreytingu. Sá sem er með 400 þkr. á mánuði í lífeyri frá lífeyrissjóði myndi greiða 40 þkr. í fjármagnstekjuskatt í stað 111 þkr. samkvæmt núgildandi reglum og sparaði því 71 þkr. í skatt á mánuði. Hvað á svo að segja við launamann með sömu tekjur, 400 þkr. á mánuði, sem er að byggja og ala upp börn og borgar 105 þkr. í skatt og 20 þkr. í lífeyris- sjóð og félagsgjald? Það er undar- legt að jafnaðarmenn skuli standa að svo ófélagslegum hugmyndum. Fjármagnstekjuskatt á lífeyri úr lífeyrissjóði? Eftir Pétur H. Blöndal Höfundur er þingmaður. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg UMRÆÐAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.