Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 33 hlutavelta ritstjorn@mbl.is Tónlist Salurinn, Kópavogi | Þriðjudaginn 17. apríl kl. 20: Suðrænir tónar og kabarettstemning. Sesselja Kristjánsdóttir, mezzósópran og Guðríður St. Sig- urðardóttir, píanó, munu flytja spænsk og frönsk sönglög í TÍBRÁR-röðinni. Miðaverð: 1600/2000 kr. S: 5700400 og á salurinn.is. Myndlist Vor | Sara Elísa er við nám í Edinburgh College of Art í Skotlandi. Sýningin fjallar um leyndardóma hugans og heitir hún Tilvistin. Sara vinnur á striga með olíu, akrýl og blandaðri tækni. Þetta mun vera fimmta einkasýning hennar og er jafnframt sölusýn- ing. Sýningin stendur til loka aprílmánaðar. Fyrirlestrar og fundir Maður lifandi | Þriðjudagur 17. apríl kl 17.30-19: Har- aldur Magnússon, osteópati, mun halda fyrirlestur um fitur og olíur og áhrif þeirra á heilsu okkar. Áhersla verður lögð á að fyrirlesturinn nýtist til að aðlaga mataræði. Verð: 1.500 kr. Skráning: madurlif- andi@madurlifandi.is. ReykjavíkurAkademían | Dr. Agnar Helgason fjallar um hvernig nota megi erfðamengið sem sagn- fræðilega heimild um fólksflutninga fyrr á tímum. Í rannsóknum Agnars á uppruna Íslendinga kemur fram að um 80% landnámskarla voru upprunnin á Norðurlöndum, en um 62% landnámskvenna voru upprunnin á Bretlandseyjum. Seðlabanki Íslands | Málstofa verður haldin í dag þriðjudaginn 17. apríl kl. 15 í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli. Málshefjandi er Gylfi Zöega, prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og ber erindi hans heitið „Hagsveiflur á evrusvæðinu“. Fréttir og tilkynningar Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Ráð- húsið. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Jóga kl. 9. Postulínsmálun kl. 13. Leshópur kl. 13.30. Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8-16 handavinna. Kl. 9-16.30 smíði/útskurður. Kl. 9 leikfimi. Kl. 9.45 boccia. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, vefnaður, leikfimi, almenn handavinna, fótaaðgerð, morg- unkaffi/dagblöð, hádegisverður, vefnaður, línudans, boccia, kaffi. Upplýsingar í síma 535-2760. FEBÁ, Álftanesi | Gönguhópurinn hittist þriðju- dags- og föstudagsmorgna kl. 10 við Litlakot. Gengið í u.þ.b. klst. á hraða sem hentar öllum. Kaffi í Litla- koti eftir gönguna. Nýtt fólk velkomið. Nánar í s. 565-0952. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvustarf í Ármúla- skóla kl. 16.20-18. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og kl. 9.55. Gler- og postulínsmálun kl. 9.30. Handavinna kl. 10, leiðbeinandi verður til kl. 17.Yoga kl. 10.50. Tré- skurður kl. 13, Bossía kl. 13, Alkort kl. 13.30. Stóla- jóga kl. 17.15. Jóga á dýnum kl. 18. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Þriðjudaginn 17. apríl: Kl. 9 vefnaður, kl. 9.30 jóga og myndlist, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 18.15 jóga. Myndir myndlistahóps í anddyri og sal. Kaffi á könnunni all- an daginn. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar m.a. perlusaumur fyrir hádegi og leiðsögn við ullarþæfingu eftir hádegi (ýmsir nytjahlutir). Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Á morgun, síðasta vetrardag frá kl. 14 er fjölbreytt dagskrá í tali og tón- um í Breiðholtskirkju. Allir velkomnir, enginn að- gangseyrir. S. 5757720. Hraunbær 105 | Þriðjudaga: Kl. 9-16.30 handavinna. Kl. 9-12 glerlist. Kl. 9 hjúkrunarfræðingur. Kl. 10-11 boccia. Kl. 11-12 leikfimi. Kl. 12-12.30 hádegismatur. Kl. 12.15 verslunarferð (Bónus). Kl. 13-16 myndlist. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9-13 hjá Sig- rúnu. Jóga kl. 9-12.15, Björg Fríður. Helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Námskeið í myndlist kl. 13.30-16.30 hjá Ágústu. Böðun fyrir há- degi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Laugardag 21. apríl kl. 20.30 flytja framsagnarhópur Hæðargarðs, Tungubrjótar Dalbrautar og Bókmenntahópur Hana-nú dagskrá um Þórberg Þórðarson í Þórbergssetrinu að Hala í Suðursveit. Stjórnendur eru leikararnir Soffía Jak- obsdóttir og Guðný Helgadóttir. Ferðin er á vegum Bókmenntahóps Hæðargarðs. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, miðvikudag, er fé- lagsvist á Korpúlfsstöðum kl. 13.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunstund með Þórdísi kl. 10.30. Handavinnustofur kl. 13. Kaffiveit- ingar kl. 14.30. Upplýsingar í síma 552-4161. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu | Hátúni 12. Bingó í kvöld kl. 19.30. Allir velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9-12.30, handa- vinnustofan opin allan daginn. Morgunstund kl. 9.30, hárgreiðslu og fótaaðgerðarstofa opnar frá kl. 9, leikfimi kl. 10-11. Félagsvist spiluð í dag kl. 14. Þórðarsveigur 3 | Þriðjudaga: Kl. 10 Bænastund og samvera. Kl. 12 Bónusbíllinn. Kl. 16:45 Bókabílinn. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Áskirkja | Kl. 10 Föndur með kerti, íkona o.fl. Kl. 12 hádegisbæn í umsjá sóknarprests, súpa og brauð á eftir. Kl. 14 verður tekið í spil, bridds eða vist og kaffisopi á eftir. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 18. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Kirkjustarf aldraðra kl. 12. Farið verður í heimsókn í Hjallakirkju. Starf KFUM&KFUK 10-12 ára kl. 17. Opið frá 16.30. Æskulýðsstarf Meme fyrir 14-15 ára kl. 19.30-21.30. www.digraneskirkja.is Fella- og Hólakirkja | Þriðjudaginn 17. apríl verður kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun og bæn. Súpa og brauð á vægu verði eftir stundina. Kl. 13 hefst op- ið hús eldri borgara. Hjúkrunarnemar koma í heim- sókn. Farið verður á Landnámssafnið kl. 13.30 frá kirkjunni. Fríkirkjan Kefas | Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Grafarvogskirkja | „Opið hús“ fyrir eldri borgara kl. 13.30-16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT fyrir 10-12 ára í Engjaskóla kl. 17-18, TTT fyrir 10- 12 ára í Borgaskóla kl. 17-18. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15-11 í umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, héraðsprests. Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Laugarneskirkja | Klukkan 20; kvöldsöngur í umsjá Þorvaldar Halldórssonar og Gunnars Gunnarssonar. Sigurbjörn Þorkelsson deildir hugsunum sínum og leiðir bæn. Allir velkomnir. Að kvöldsöngnum loknum halda 12 spora hóparnir áfram sinni vinnu og and- lega ferðalagi. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir, djákni. Seltjarnarneskirkja | Hvernig getur kirkjan komið til móts við þau sem eru ein í fjölskyldu? Elísabet Jóns- dóttir, framkvæmdarstjóri „Að búa ein.“ Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda „Ég bý einn?“, Daníel R. Ingólfsson, viðskiptafræðingur „Hagfræði ein- búðar.“ Fundarstjóri: sr. Arna Grétarsdóttir. Hug- myndabanki opinn. Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli kl. 13-16. Við púttum, spilum lomber, vist og brids. Röbbum saman og njótum þess að eiga samfélag við aðra. Kaffi og meðlæti kl. 14.30. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja, uppl. s. 895-0169. Allir velkomnir. 50ára afmæli. Í dag, 17apríl, er fimmtug Guðrún Björg Ketilsdóttir (Lilla), Holtsbúð 61, Garða- bæ. Sú gamla er á siglingu í Karíbahafinu ásamt eig- inmanni sínum. Lilla mun taka á móti gestum á eyj- unni Saint Thomas í dag á milli kl. 14 og 16. Frúin er væntanleg heim um mán- aðamótin. Hlutavelta | Þessar ungu Kópavogsstúlkur, Guðný Halla, Ásdís og Hekla Diljá, tóku sig til og bjuggu til falleg armbönd sem þær síðan seldu til styrktar Rauða krossinum. Alls seldu þær fyrir 7.250 krón- ur. Peningarnir koma að góðum notum og verða sendir til Afríku til styrktar fátækum börnum. Rauði krossinn kann þeim bestu þakkir. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið rit- stjorn@mbl.is, eða senda til- kynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða til- kynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er þriðjudagur 17. apríl, 107. dagur ársins 2007 Orð dagsins: En sonurinn sagði við hann: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. (Lúk. 15, 21.) Félag íslenskra skólafélagsráðgjafavar stofnað í júní 2004 sem fag-deild um félagsráðgjöf á skóla- ogfræðslusviði innan Félagsfræð- ingafélags Íslands. Í dag, þriðjudag, kl. 16.15 heldur félagið aðalfund í Borgartúni 6. Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir er for- maður Félags íslenskra skólafélags- ráðgjafa: „Aðalfundurinn er öllum opinn og gott tækifæri til að kynnast starfsemi fé- lagsins,“ segir Elísa. „Félagsráðgjöf á skóla- og fræðslusviði er eitt af sérsviðum félagsráðgjafar en markmið félagsins eru bæði að vekja athygli á mikilvægi fé- lagsráðgjafar í skólum, efla fræðigreinina og ekki hvað síst að stuðla að kjörskilyrðum nemenda til náms á hverjum tíma.“ Félagsráðgjöf er lögvernduð starfs- og fræðigrein, og starfa félagsráðgjafar m.a. hjá félagsþjónustu sveitarfélaga, við klín- íska félagsráðgjöf á spítölum og sjúkra- stofnunum, og einnig innan fangelsis- og réttarkerfisins. „Enn sem komið er starfa ekki margir félagsráðgjafar innan skóla- kerfisins, en greinin er í örum vexti og fleiri félagsráðgjafar ráðast til starfa í skólakerf- inu ár hvert,“ segir Elísa. „Félagsráðgjafar geta hins vegar haft mikil áhrif á starf skól- ans, en í vinnu sinni hafa félagsráðgjafar að leiðarljósi að móta úrræði út frá heildarsýn á málefni nemenda og fylgja þeim eftir til enda.“ „Félagsráðgjafar fást m.a. við sam- skiptaörðugleika og félagsleg vandamál, og geta hjálpað nemendum og fjölskyldum þeirra sem takast þurfa á við erfiðar að- stæður eins og skilnað eða alvarleg veikindi. Hluti af starfi félagsráðgjafans er að hafa góð tengsl inn í félags- og heilbrigðisþjón- ustu, og vinna í samstarfi við kollega sína að lausn vandamála, og þannig bregðast sem best við vanda nemenda og lágmarka trufl- anir á námshæfni þeirra.“ Meðal dagskrárliða á fundinum í dag er fyrirlestur Sigrúnar Júlíusdóttur prófessors við skor félagsráðgjafar við Háskóla Íslands sem kynna mun fyrirhugað diplómanám í félagsráðgjöf á skóla- og fræðslusviði: Finna má nánari upplýsingar á www.fe- lagsradgjof.is Menntun | Félag íslenskra skólafélagsráðgja fundar Bestu skilyrði til náms  Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir fæddist í Hafnarfirði 1973. Hún lauk stúdents- prófi frá Flensborg 1994, B.A. prófi í fé- lagsfræði frá HÍ 1999 og starfsrétt- indanámi í fé- lagsráðgjöf 2001. El- ísa hefur starfað hjá Setbergsskóla frá 2001 sem félags- og námsráðgjafi. Hún hefur verið formaður Félags íslenskra skólafélagsráðgjafa frá 2006. Elísa er gift Kristjáni Viðari Hilm- arssyni rafvirkja og eiga þau þrjú börn. Fréttir og tilkynningar Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Ráðhúsið. Fyrirlestrar og fundir Maður lifandi | Þriðjudagur 17. apríl kl 17.30-19: Haraldur Magnússon, osteópati, mun halda fyrirlestur um fitur og olíur og áhrif þeirra á heilsu okkar. Áhersla verður lögð á að fyrirlesturinn nýtist til að að- laga mataræði. Verð: 1.500 kr. Skráning: madurlifandi@madurlifandi.is. ReykjavíkurAkademían | Dr. Agnar Helgason fjallar um hvernig nota megi erfðamengið sem sagnfræðilega heimild um fólksflutninga fyrr á tímum. Í rann- sóknum Agnars á uppruna Íslendinga kemur fram að um 80% landnámskarla voru upprunnin á Norðurlöndum, en um 62% landnámskvenna voru upprunnin á Bretlandseyjum. Seðlabanki Íslands | Málstofa verður haldin í dag þriðjudaginn 17. apríl kl. 15 í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli. Máls- hefjandi er Gylfi Zöega, prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Ís- lands og ber erindi hans heitið „Hag- sveiflur á evrusvæðinu“. Myndlist Vor | Sara Elísa er við nám í Edinburgh College of Art í Skotlandi. Sýningin fjallar um leyndardóma hugans og heitir hún Tilvistin. Sara vinnur á striga með olíu, akrýl og blandaðri tækni. Þetta mun vera fimmta einkasýning hennar og er jafn- framt sölusýning. Sýningin stendur til loka aprílmánaðar. Tónlist Salurinn, Kópavogi | Þriðjudaginn 17. apríl kl. 20: Suðrænir tónar og kabar- ettstemning. Sesselja Kristjánsdóttir, mezzósópran og Guðríður St. Sigurð- ardóttir, píanó, munu flytja spænsk og frönsk sönglög í TÍBRÁR-röðinni. Miða- verð: 1600/2000 kr. S: 5700400 og á salurinn.is. Skartgripir Fjallkonunnar Reynomatic Café Mílanó BÆNDUR og frambjóðendur til Al- þingis leiða saman hesta sína á opn- um fundum um landbúnað á kom- andi vikum. Á fundunum verður staða og framtíð atvinnuvegarins rædd ofan í kjölinn. Áfundunum fer heimamaður yfir umfang landbún- aðar í kjördæminu. Haraldur Bene- diksson, formaður Bændasamtak- anna, fjallar um landbúnað á landsvísu og fulltrúar frá framboðs- listum kynna sínar áherslur. Í fram- haldinu verða pallborðsumræður þar sem frambjóðendur og aðrir framsögumenn sitja fyrir svörum. Dagsetningar og staðir fundanna: Suðvesturkjördæmi, höfuðborg- arsvæðið þriðjudaginn, 17. apríl í Félagsgarði í Kjós. Suðurkjördæmi, mánudaginn, 23. apríl í Árhúsi á Hellu. Norðausturkjördæmi, mið- vikudaginn, 25. apríl í Mennta- skólanum á Egilsstöðum. Norðvest- urkjördæmi, mánudaginn, 30. apríl í Staðarflöt í Hrútafirði. Allir fund- irnir hefjast kl. 20.30. Opnir fundir um landbúnað Í DAG, þriðjudag, heldur Gunn- hildur Óskarsdóttir, dósent við KHÍ, fyrirlestur sem byggist á doktorsritgerð hennar „The deve- lopment of childreńs ideas about the body: How these ideas change in a teaching environment.“ Fyr- irlesturinn verður í Hjalla í KHÍ kl. 15. Í fyrirlestrinum verða kynntar helstu niðurstöður rannsóknar sem var gerð í grunnskóla í Reykjavík og fjallar um það hvernig og við hvaða aðstæður hugmyndir barna um mannslíkamann breytast í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla. Ræðir hug- myndir barna um líkamann ELLEFU kvennasamtök efna til morgunverðarfundar með stjórn- málaflokkunum í dag, þriðjudaginn 17. apríl, kl. 8.–9.30 á Grand hóteli Reykjavík. Til umræðu verður launamisrétti kynjanna og aðgerðir til að útrýma því. Erindi flytja Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Þórey Laufey Diðriksdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Á eftir sitja fulltrúar stjórnmálaflokkanna fyrir svörum. Fundarstjóri er Tatj- ana Latinovic. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Rannsóknir hafa margsýnt fram á að hér á landi er verulegur launa- munur milli kynjanna, konum í óhag, sem eingöngu verður skýrður með kynferði. Samkvæmt könnun Capacent frá árinu 2006 var kyn- bundinn launamunur 15,7%. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur heitið því að útrýma launamun kynjanna en hvar eru efndirnar? Það hvorki gengur né rekur. Við svo búið má ekki standa. Íslenskar kvennahreyfingar spyrja því stjórn- málaflokkana nú í aðdraganda al- þingiskosninga til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa til að útrýma launamisréttinu og stöðva þar með þau mannréttindabrot sem konur sæta á íslenskum vinnumarkaði.“ Að fundinum standa: Bríet – félag ungra femínista, Femínistafélag Ís- lands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Rann- sóknastofa í kvenna- og kynjafræð- um, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Stígamót, V-dagssamtökin og UNIFEM á Íslandi. Fundur um launamisrétti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.