Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Neskaupstaður | Í gær vígði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra ný- og endurbyggingu Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað (FSN). Þar munu innan skamms verða teknar í notkun fullkomin endurhæf- ingardeild og tólf rúma hjúkr- unardeild aldraðra, en einnig eru í þessum húshluta endurbætt eldhús, mötuneyti starfsmanna og nýbygg- ing með anddyri, setustofum, fræðslu- og fundaherbergjum. Jafn- framt var hálfrar aldar afmælis stofnunarinnar minnst en henni var komið á fót 18. janúar árið 1957. „Máttarstólpar sjúkrahússins hafa frá fyrstu tíð verið skurðlækn- ingar og fæðingardeild, auk þess sem lyflækningar og öflug end- urhæfing eiga hér um aldarfjórð- ungssögu,“ sagði Björn Magnússon yfirlæknir FSN við vígsluna. Nú sé sérfræðiþjónusta viðameiri en nokkru sinni áður og nýr og fullkom- inn tækjabúnaður veiti mikið öryggi. „Enn er brotið blað með opnun lang- þráðrar hjúkrunardeildar og full- kominnar þjálfunar- og endurhæf- ingaraðstöðu,“ sagði Björn. „Hér var öldrunar- eða vistheim- ili, en nú höfum við loks hjúkr- unarheimili með alvöru þjónustu,“ segja þær Friðgerður Maríasdóttir, sjúkraliði með sérnám í öldr- unarhjúkrun, og Ingibjörg Árna- dóttir sjúkraliði. „Aðstaða er öll önn- ur. Biðlistar munu eitthvað tæmast en þetta eru auðvitað bara tólf rúm. Það hefði verið hægt að fylla þessa deild tvisvar með sjúklingum héðan af svæðinu. Það er afar mikil þörf fyrir hjúkrunarrými og þessi nýja deild er strax orðin of lítil.“ Nýbygging og endurnýjun FSN kostaði um 300 milljónir króna. Starfsemi deildanna tveggja á að hefjast n.k. mánaðamót og er tækja- búnaður að tínast inn. FSN hafa borist margar góðar gjafir á afmælisárinu, m.a. gáfu í gær hjónin Stefán Þorleifsson og Guðrún Sigurjónsdóttir 100 þúsund krónur og Samtök útgerðarmanna í Neskaupstað blöðruskanna að verð- mæti 700 þúsund krónur. FSN er hluti af Heilbrigð- isstofnun Austurlands, en undir hana heyra þrjú sjúkrahús, eitt hjúkrunarheimili, átta heilsugæslu- stöðvar og fjögur heilsugæslusel. Starfsmenn eru um 330 og þjónar stofnunin nú um 14 þúsund manns. Aldrei verið öflugra Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Vígsla Siv Friðleifsdóttir sagði við vígsluna að mikið hefði verið lagt í heilbrigðisþjónustuna á Austurlandi. Gjörbreytir hjúkr- unaraðstöðu og öldr- unarþjónustu Fjórð- ungssjúkrahússins AUSTURLAND Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Ísafjörður | „Þetta var mjög skemmtilegt, það er engin spurning. Ég hafði samband við ýmsa góða og skemmtilega menn,“ segir Jón Páll Halldórsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins Norðurtangans á Ísafirði. Sem ung- ur maður var hann fréttaritari Morgunblaðsins á Ísafirði og blaða- maður fyrir Vesturland. Byggðasafn Vestfjarða hefur nú sett upp sýn- ingu á myndum hans frá fréttarit- araárunum, 1950 til 1960. Jón Páll tók að sér að vera frétta- ritari Morgunblaðsins um 1950, fljótlega eftir að hann lauk námi. Hann segir að það hafi getað verið erilsamt þegar eitthvað athygl- isvert hafi verið í gangi og tækifæri gafst til að fara á staðinn. Á þess- um tíma vann Jón Páll hjá Togarafélaginu Ís- firðingi hf. Váleg tíðindi Válegir atburðir svo sem sjóslys koma fyrst í upp í hugann þegar Jón Páll er spurður um eftirminnilegustu frétt- irnar frá þessum árum. „Ég lærði strax hvað það er mikill vandi að segja frá slíku og þegar þannig mál komu upp leitaði ég alltaf í smiðju vinar míns, Sverris Þórðarsonar [blaðamanns á Morgunblaðinu], hann vissi alltaf hvað mátti segja og hvað ekki,“ segir Jón Páll. Einn af minnisstæðustu atburð- unum er frækileg björgun 29 skip- verja af togaranum Agli rauða sem strandaði við Grænuhlíð í byrjun árs 1955. Vegna óveðurs rofnaði síma- samband og rafmagn á Ísafirði og ekki hægt að koma fréttum til Morg- unblaðsins með venjulegum hætti. Jón Páll fann þó leiðina. Hann fylgd- ist með björgunaraðgerðum í talstöð um borð í togara í Ísafjarðarhöfn og gat komið upplýsingunum jafnóðum til Sverris Þórðarsonar í gegnum talstöðina, eins og rifjað var upp hér í blaðinu fyrir tveimur árum. Þetta gerði það að verkum að Morg- unblaðið var eini fjölmiðillinn sem birti fréttir af slysinu og björgunar- aðgerðum fyrstu dagana. En Jón Páll fékk tiltal hjá Loftskeytastöð- inni því ekki mátti nota talstöðvar skipa þegar þau voru í höfn. Margt hefur breyst frá þessum tíma. Jón Páll skrifaði fréttirnar yfirleitt og sendi með skeyti hjá ritsímanum. Film- unum þurfti hann að koma í flug. Ekki var nóg að koma filmunni suður því Ólafur Magnússon, ljósmynd- ari Morgunblaðsins, þurfti að framkalla hana og stækka mynd- irnar og síðan þurfti að láta gera myndamót. Þetta gat tekið langan tíma og stundum urðu myndirnar úreltar, sérstaklega þegar um var að ræða stóra fréttaatburði en flug stopult vegna veðurs. Yfirlit um breytingar Sýning Byggðasafnsins, „Með augum fréttaritarans“, er í Safna- húsinu á Eyrartúni á Ísafirði og stendur út mánuðinn. Samkvæmt upplýsingum Björns Baldurssonar safnvarðar stendur til að sýna myndirnar einnig í sumar í Tjöru- húsinu í Neðstakaupstað. Á sýningunni eru tuttugu ljós- myndir frá árunum 1950 til 1960 og við hlið hverrar myndar er sett upp frétt úr Morgunblaðinu eða Vest- urlandi sem tengist viðkomandi mynd. Jón Páll segist hafa lánað Byggða- safninu filmur sínar en val á mynd- um og uppsetning sé verk starfs- manna safnsins. Segir hann að myndirnar hafi verið valdar með það að markmiði að sýna þjóðfélags- breytingarnar sem orðið hafa á þeim tíma sem liðinn er frá því myndirnar voru teknar. Segir hann að sjá megi mörg dæmi þess. Nefnir sem dæmi að á þessum tíma hafi fyrsta dag- heimilið fyrir börn verið opnað á Ísa- firði. Morgunblaðið/Jón Páll Halldórsson Margt hefur breyst Una Thoroddsen skólahjúkrunarkona gefur barni lýsi í Barnaskóla Ísafjarðar fyrir fimmtíu árum eða svo. „Með augum fréttaritarans“ Í HNOTSKURN »Jón Páll Halldórsson fædd-ist á Ísafirði 1929. »Hann var lengi fram-kvæmdastjóri Hraðfrysti- hússins Norðurtangans og driffjöður í atvinnu- og menn- ingarlífi Ísfirðinga í meira en hálfa öld. »Eftir hann liggja rit umsögu fiskveiða og fiskverk- unar á Ísafirði og hann er að leggja síðustu hönd á bók um sögu verslunar. Jón Páll Halldórsson LANDIÐ LEIKFÉLAG Akureyrar leitar að börnum á aldrinum 7–14 ára til að leika við hlið atvinnuleikara í fyrstu frumsýningu haustsins 2007. Þar er á ferðinni fjöl- skylduleikritið Óvitar eftir Guð- rúnu Helgadóttur í leikstjórn Sig- urðar Sigurjónssonar. Jón Ólafsson semur nýja tónlist fyrir sýninguna og stýrir hljóm- sveit. Skráning í áheyrnarpruf- urnar fer fram í leikhúsinu á Ak- ureyri, föstudaginn 20. apríl milli kl. 14 og 15. Áheyrnarprufur fara svo fram 5. og 6. maí. Leik- húsáhugi ungra Eyfirðinga er mikill ef marka má gríðarlega þátttöku í leiklistarnámskeiðum LA undanfarin misseri. Því má gera ráð fyrir mikilli þátttöku í prufunum. Leikfélagið leitar barna NORÐLENSKA fjölmiðlafyrirtæk- ið N4, sem hefur aðsetur á Akur- eyri, kannar nú réttarstöðu sína vegna nafns og firmamerkis N1 – hins nýja fyrirtækis sem varð til á dögunum við samruna Bílanausts, Olíufélagsins ESSO og dótturfélaga. Í frétt frá N4 segir að bæði nafn og firmamerki N1 séu sláandi lík N4 og til þess fallin að rugla neyt- endur. Stjórnendur N4 harma að hagsmunir neytenda hafi í þessu til- liti ekki verið hafðir að leiðarljósi við nafngift og hönnun firmamerkis N1. Að auki hafi N4 nýverið til- kynnt að innan skamms hefjist dreifingar á N4 Sjónvarpi Norður- lands á landsvísu. Bæði firmamerk- in verði því afar áberandi um allt land. „N4 hefur þegar borist fjöldi sím- hringinga og athugasemda frá al- menningi sem furðar sig á því hve lík umgjörð fyrirtækjanna er, en fyrirtækin eru á engan hátt tengd hvað varðar eignarhald,“ segir í fréttatilkynningu sem N4 sendu frá sér síðdegis í gær. Þar er haft eftir Steinþóri Ólafs- syni, stjórnarformanni N4: „Það er afar ósvífið af þeim að koma fram og kynna merki sem líkist okkar svo mikið auk þess sem það hljómar líkt í framburði. Við teljum þetta sið- laust og ætlum að leita réttar okkar í málinu.“ N4 var stofnað þann 1. maí 2006 þegar fjögur fyrirtæki, sem komið höfðu að sjónvarpsrekstri, kvik- myndagerð og útgáfu á Norður- landi, sameinuðust undir einn hatt. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri, í Amaróhúsinu í Hafnarstræti og rekur miðlana N4 Extra dagskrána og N4 Sjónvarp Norðurlands auk hönnunardeildar, auglýsinga- og markaðsráðgjafar og framleiðslu- deildar þar sem framleitt er innlent sjónvarpsefni, kynninga- og auglýs- ingaefni, en að auki sér framleiðslu- deild um upptökur og beinar út- sendingar á viðburðum víða um land. Útibú Stöðvar 2 og Frétta- blaðsins á Norðurlandi eru einnig með aðsetur í fjölmiðlahúsi N4. „N1, siðlaust og ósvífið“ SAMTAKA, svæðisráð foreldra nemenda í grunnskólum Akureyr- arbæjar, hefur með bréfi til stjórn- ar Fasteigna Akureyrarbæjar og íþróttaráðs Akureyrar farið fram á að settar verði skýrar reglur um notkun sparkvalla í bænum og að forgangur barna til notkunar vall- anna verði ótvíræður. Fréttir hafa verið sagðar af því að dæmi séu um að fullorðnir hafi rekið börn í burtu af sparkvöllum og „einnig hefur heyrst af því að menn hafi keypt börn burt af sparkvöllunum með sælgæti og peningum. Þetta ástand er að sjálf- sögðu með öllu óviðunandi,“ segir í yfirlýsingu frá Samtaka, en stjórn- in bendir á, með tilvísun í gögn um sparkvelli sem finna má á vef Knattspyrnusambands Íslands, að ótvírætt sé að sparkvöllunum er einkum ætlað að ýta undir knatt- spyrnuiðkun æskufólks. Samtaka bendir á að setja þurfi upp merkingar við vellina þar sem umgengnisreglur koma skýrt fram. „Í öðru lagi þurfa starfsmenn skólanna, nágrannar við sparkvell- ina, foreldrar barna sem nota vell- ina og aðrir að vera vakandi yfir atburðum eins og þeim sem lýst hefur verið í fréttum. Þegar vart verður við bílaumferð á skólalóðum og leiksvæðum ætti fólk ekki að hika við að kalla til lögreglu. Hið sama á við um yfirganginn sjálf- an.“ Forgangur barna á velli verði ótvíræður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.