Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 19
|þriðjudagur|17. 4. 2007| mbl.is daglegtlíf Kennd er jákvæð hegðun í átta grunnskólum í Reykja- vík og reynt að finna nýjar leiðir til að stýra hegðun nemenda. »20 menntun Það hefur verið í mörg horn að líta hjáHeiðrúnu Pálsdóttur á undanförnumárum því áhugamálin eru mýmörg ogþeim hefur auðvitað þurft að sinna í gegnum tíðina. Heiðrún var níu ára þegar hún fór á sitt fyrsta siglinganámskeið hjá siglinga- félaginu Knerri, sem hefur aðsetur í Grófinni í Keflavík. Hún fékk siglingabakteríuna í æð, er nú með pungaprófið upp á vasann og ákvað að halda ótrauð áfram. Hún er nú sjálf farin að aðstoða kennara við að kenna siglingar og mun að öllum líkindum hafa umsjón með siglinga- námskeiðunum í Keflavík í sumar auk þess sem hún áformar að taka þátt í þriggja vikna skútuævintýri í útlöndum í sumar. Heiðrún, sem á 18 ára afmæli á fimmtudag- inn og býr á bænum Norðurkoti rétt fyrir utan Sandgerði, er á öðru ári í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, á náttúrufræðibraut. Passlegur vindgangur og öldur „Ég er ákveðin í að halda áfram í skóla, en er ennþá mjög óráðin í því á hvað ég stefni. Maður spáir og spekúlerar helling án þess að fá lausn í framtíðarplönin enda getur nátt- úrufræðibrautin verið góður grunnur undir hvað sem er,“ segir Heiðrún, sem er líka að starfa með björgunarsveitinni, skátunum og KFUM og K. Heiðrún hefur tekið þátt í fjölda sigl- ingakeppna vítt og breitt um landið, en segir að keflvískir siglingakappar nái ekki nógu góð- um árangri í logni, sem oft einkennir pollinn á Akureyri og Fossvoginn. „Við erum nefnilega miklu vanari passlegum vindgangi og öldum fyrir utan Grófina sem eru skemmtilegustu að- stæðurnar fyrir skútusiglingar. Það er aldrei logn úti fyrir Keflavík. Við þurfum því að læra betur að beita skútunum í nánast logni og nýta þann litla vind, sem kann að gefast á slíkum stöðum.“ Skúturnar, sem krakkarnir sigla á, eru eins manns, en kennararnir, sem leiðbeina, sigla um á gúmmíbátum til aðstoðar. Þegar Heiðrún er spurð hvað góður siglingamaður þurfi að hafa til að bera svarar hún því til að áhuginn þurfi vissulega að vera fyrir hendi svo og tíðar æfingar enda skapi æfingin meistarann. Að auki þurfi góður siglingamaður að hafa tilfinn- ingu fyrir samspili vinds og segla. Mikilvægt er að siglingamenn séu búnir flot- vestum því þeir lenda í sjónum svona endrum og sinnum. „Á námskeiðunum lærum við nefnilega að snúa bát við sem hefur oltið. Það er nauðsynlegt að kunna það, ef illa fer úti á rúmsjó,“ segir Heiðrún. Skútuævintýri í útlöndum Heiðrún siglingakona ætlar í ævintýraferð til Evrópu í júlí í sumar ásamt tíu öðrum ís- lenskum ungmennum á vegum KFUM og K. „Við ætlum að vera í áhöfn á tveimur skútum sem eru í Kiel í Þýskalandi og kristileg syst- ursamtök okkar eiga þar. Þetta eru rosalega flottar eikarskútur, byggðar 1900 og 1905, á og eru tólf og sextán manna. „Við erum ekki búin að fá nákvæma útlistun á því hvað við eigum að gera, en fylgjum auð- vitað bara skipunum. Lagt verður úr höfn í Kiel í Þýskalandi. Siglt verður til Borgund- arhólms og þaðan til Visby í Gotlandi, svo til Saaremaa, sem er eyja sem tilheyrir Eistlandi og endastöðin er svo Tallinn í Eistlandi. Ég var sko ekki lengi að hugsa mig um þeg- ar ég heyrði um ferðina og var fljót að skrá mig til leiks. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta verður geggjað ferðalag enda eru skútu- siglingar alveg rosalega skemmtilegt sport,“ segir Heiðrún að lokum. Ferðaþráin Heiðrún Pálsdóttir ætlar að taka þátt í þriggja vikna skútuævintýri í sumar. Lagt verður upp frá Kiel í Þýskalandi og endastöðin verður í Tallinn í Eistlandi. Öryggið Siglingamenn þurfa að vera búnir flotvestum lendi þeir í sjónum. „Kemst ekkert áfram í logni“ Aðeins níu ára fór hún á sitt fyrsta siglinganámskeið og fékk siglingabakteríuna í æð. Jóhanna Ingvarsdóttir ræddi við Heiðrúnu Páls- dóttur sem tekið hefur þátt í fjölda siglingakeppna. Áhugamálið Tíðar æfingar í bland við mikinn áhuga skapa meistarann. join@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.