Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lárus BeckWormsson fæddist á Hellis- sandi 1. maí 1920. Hann andaðist á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Worm Frímann Lár- usson, f. 27.12. 1884, d. 24.12. 1921, og Elínborg Sigurðar- dóttir, f. 6. 7. 1889, d. 20.5. 1988. Fóst- urfaðir Lárusar var Jón Kristjánsson, f. 6.1. 1878, d. 7.6. 1948. Systkini Lárusar eru Rannveig Ingibjörg Wormsdóttir, f. 7.10. 1913, d. 23.5. 2002, Guðrún Sigríður Wormsdóttir, f. 28.3. 1915, d. 24.6. 2006, Þuríður Jóns- dóttir, f. 4.10. 1925 ogTrausti Jónsson, f. 8.8. 1930. Sambýlis- kona Lárusar var Guðlaug Helga Meyvantsdóttir, f. 22.3. 1923, d. 4.9. 2002. Þau slitu samvistum 1976. Dætur þeirra eru: 1) Sigur- björg Árdís, f. 14.9. 1954, sonur hennar er Kjartan Örn Einarsson, f. 2.4. 1978, sambýliskona Ólöf Gunnlaugsdóttir, dóttir þeirra er Eydís Arna. 2) Ísabella, f. 6.8. 1957, maki Lárus S. Ingibergsson. Börn þeirra eru: a) Erla Ösp, maki Fannar Sólbjartsson. Þeirra börn eru Sindri Már, Aldís Ísabella og óskírður dreng- ur. b) Heimir Eir, sambýliskona Guð- munda Magnúsdótt- ir. Barn þeirra er Ester Eir. c) Hafdís Mjöll, unnusti Björn T. Axelsson. 3) Elín- borg, f. 28.11. 1961, maki Birgir S. Björnsson. Dætur þeirra eru Eva Dögg og Ástrós Sveina. 4) Rannveig, f. 10.5. 1963, maki Guðmundur E. Björnsson. Börn þeirra eru: Sóley, Lárus Beck og Björn Ólafur. Lárus Beck fluttist á Akranes 1945 og bjó lengst af á Presthúsa- braut 21. Hann stundaði m.a. sjó- mennsku, byggingarvinnu og ýmis störf hjá Akraneskaupstað þar sem hann endaði starfsferil sinn. Síðustu árin bjó hann á Dval- arheimilinu Höfða á Akranesi. Útför Lárusar Beck fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi. Nú hefur þú loksins fengið hvíldina sem þú hafðir svo lengi þráð. Það var að morgni annars dags páska sem fregnin um andlát þitt bar að. Á tímamótum sem þess- um verður manni hugsað til baka. Þegar við vorum að alast upp á Presthúsabrautinni höfðum við ekki allt til alls eins og tíðkast í dag. Þótt ekki sé lengra síðan var enginn bíll, enginn sími og ekkert sjónvarp, en samt höfðum við nóg fyrir stafni. Þú varst iðinn við að leyfa okkur að vera með þér í öllum verkunum sem þú vannst heima fyrir. Við vorum t.d. ekki gamlar þegar við tókum þátt í kartöflurækt og þess háttar. Þú varst alltaf sérlundaður og þurftir að hafa allt pottþétt og í röð og reglu í kringum þig. Viðhald á húsi og lóð var í þínum höndum og var það vel gert eins og annað sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst með eindæmum handlag- inn þó að hægt færir, og gerðir við alla hluti eins og t.d. reiðhjól, útvörp og húsgögn og þannig mætti lengi telja. Dýravinur varstu mikill og var kötturinn hann Gosi mjög hændur að þér og þú gast látið hann gera ým- islegt eins og að opna dyr og að sor- tera kartöflur. Þú hafðir mikinn áhuga á alls kyns happdrætti og áttir marga miða. Heppnin var oft með þér og miðarnir unnu yfirleitt alltaf fyrir sér. Sér- staklega var gaman þegar þið Sæv- ar, besti vinur þinn, unnuð þokka- lega góðan vinning á sameiginlegan miða. Þú vildir allt fyrir okkur systurnar gera og varst alltaf tilbúinn að ræða við okkur sem vinur og hafðir sér- staka hæfileika sem hlustandi og átt- ir góð ráð við öllu. Þegar við urðum fullorðnar og stofnuðum okkar eigin fjölskyldur fannst okkur samt alltaf gott að leita ráða hjá þér. Við vorum gimsteinarnir þínir og þú varst óspar á að segja hvað þú værir stoltur af okkur. Eftir að þið mamma slituð sam- vistum keyptir þú þér Puck-vespu og brunaðir um allan bæ með rauðan hjálm. Sem unglingar þótti okkur þetta ekki mjög töff en eftir að barnabörnin fæddust varst þú í þeirra augum töffarinn í fjölskyld- unni. Þegar þú fluttir á Höfðabrautina vorum við þar tíðir gestir, sérstak- lega eru minnisstæðar skötuveisl- urnar á Þorláksmessu þar sem þú stóðst í eldhúsinu með svuntu og kokkaðir ofan í allan mannskapinn. Börnin okkar eiga góða minningu um afa sem kenndi þeim af nær- gætni að borða skötu. Þú laðaðir að þér barnabörnin með rólegu fasi og talaðir við þau eins og um fullorðna einstaklinga væri að ræða. Á Dvalarheimilið Höfða var gott að koma til þín, fá konfekt og spjalla. Við leiðarlok viljum við þakka starfs- fólkinu þar fyrir góða umönnun. Líf þitt var ekki alltaf dans á rós- um og voru veikindi oft að angra þig en nú er sú þrautaganga á enda. Elsku pabbi, við kveðjum þig nú með sorg í hjarta og þökkum fyrir allt sem þú kenndir okkur í lífinu. Við biðjum algóðan Guð að blessa þig. Sælir eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá. (Matt. 5.8.) Sigurbjörg Árdís, Ísabella, Elínborg, Rannveig. Elsku Lalli afi. Nú hefur þú kvatt þennan heim, og heldur til fundar við gamla vini og ættingja. Vil ég því minnast þín með örfáum orðum úr barnæsku minni. Gott er að eiga góðan afa. Því fékk ég að kynnast þegar ég dvaldist á sjúkrahúsinu á Akranesi sem lítill drengur og dvölin þar löng og ströng á þeim tíma, því fósturforeldrar mín- ir áttu ekki tök á því að heimsækja mig vegna ferðar erlendis. Þá rakst þú afi minn góður inn höfuðið á sjúkrastofunni, ég þekkti þig um leið þó ég sæi þig ekki oft, göngustaf- urinn, vestið og gleraugun voru ein- kennin, þú gekkst um stofuna og svipaðist um eftir mér, en áttaðir þig þegar ég kallaði „afi“ hátt og skýrt. Á þessari stundu fann ég hvað gott er að eiga afa sem þykir vænt um mann og spjölluðum við lengi saman; ég um sveitalífið og þú komst með nýjustu fréttir af fjölskyldunni sem ég þekkti annars svo lítið. Þú hug- hreystir mig og sagðir að ég yrði að vera harður af mér því þá fengi ég að fara fyrr heim og svo gaukaðir þú að mér röndóttum brjóstsykurspoka í kveðjuskyni. Eins minnist ég þess í sveitinni þegar þú komst í heimsókn ásamt Ellen frænku með reiðhjól í fartesk- inu, þá var ég sko glaður. Allur minn reiðhjólafloti í gegnum tíðina er frá þér kominn og kann ég vel að meta það. Sárast finnst mér að hafa ekki get- að kvatt þig áður en þú fórst en minningin er ég kom með unnustu mína og barn (Eydísi Örnu) vegur þungt. Þú varst svo ánægður að sjá okkur og sérstaklega litla langafa- barnið. Þú spjallaðir svo mikið við hana þó hún talaði ekki neitt, enda kornabarn. Að endingu þökkum við allt sem þú hefur gert fyrir okkur í gegnum tíðina, gjafir og góðan hug. Kveðja, Kjartan, Ólöf og Eydís Arna. Ég kynntist Lárusi Beck þegar Ísabella dóttir hans og Lárus bróðir minn felldu hugi saman og hófu far- sælan búskap sinn fyrir 33 árum. Það hefur verið mér einstakur lærdómur að fylgjast með lífshlaupi þessa hjartahlýja manns þá rúmu þrjá áratugi sem við höfum þekkst. Lárus fór ekki varhluta af storm- viðrum lífsins og oft háði hann harða viðureign við Bakkus konung en tókst þó að leggja hann að velli fyrir mörgum árum. Segja má að hann hafi lagt sig fram um að bæta dætr- um sínum þær misgjörðir sem hann taldi þær hafa orðið fyrir af sínum völdum. Það gerði hann að meiri manni í mínum huga. Það var eins og hann skynjaði ef eitthvað bjátaði á í lífi þeirra og var til staðar fyrir þær. Velferð þeirra var honum allt. Þegar Lalli Beck, eins og hann var alltaf kallaður á Skaganum, varð 85 ára fékk ég að fylgjast með stelp- unum hans, þeim Bellu, Ellen og Rönnu, æfa lag sem þær fluttu svo í afmælisveislunni. Ég hlustaði á þær syngjandi og kátar eins og þeim einum er lagið. Ég fæ tár í augun við minninguna, því það snart mig að finna hve náið samband var á milli þeirra og pabba þeirra. Þær voru honum góðar dæt- ur og hann var þeim góður faðir. Elsku Lalli, ég þakka vináttuna og hlýhuginn sem þú ávallt sýndir mér. Með virðingu og þökk minnist ég Lalla Beck, blessuð sé minning hans. Ég votta dætrum hans og ættingj- um dýpstu samúð. Kveðja Hafdís Sigurbjörnsdóttir. Lárus Beck Wormsson Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista ✝ Móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR ERASMUSDÓTTIR frá Háu–Kotey í Meðallandi, sem lést þriðjudaginn 10. aprí sl., verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 20. apríl kl. 13.00. Helgi Kristinsson, Elísabet Waage, Guðríður Nanna Helgadóttir, Gunnar Waage, Lísa B. Ingólfsdóttir Waage og fjölskylda. ✝ Elskuleg móðir mín, amma okkar, langamma og langalangamma, SIGURBJÖRG SÓLEY BÖÐVARSDÓTTIR frá Happastöðum, síðast til heimilis á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, sem lést miðvikudaginn 11. apríl verður jarðsungin frá Landakirkju fimmtudaginn 19. apríl kl. 11.00. Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir, Ásdís Hansen, Annfinn Hansen, Marta Jónsdóttir, Gústaf Ó. Guðmundsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Gunnar Þór Friðriksson, Valgarð Jónsson, Ólöf Eirný Gunnarsdóttir, Sigurbjörn S. Kjartansson, Wichuda Buddeekham, Jóhann Bjarni Kjartansson, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA KATRÍN JELLE, áður Bústaðavegi 73, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 12. apríl verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 18. apríl kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Eir. Ásdís Elfarsdóttir, Aðalsteinn Jens Loftsson, Guðbjörn Elfarsson, Rósa Steinunn Hreinsdóttir, Kolbrún Elfarsdóttir, Ármann Hólm Skjaldarson, Ása Fanney Rögnvaldsdóttir, Svanur Baldursson, Aðalbjörg Eva, Elfar Andri, Eyþór Pétur, Bjarney, Vignir Logi, Gunnar Smári, Ísól Eir og Nathan Ari. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST KRISTJÁNSSON, Klettási 25, Garðabæ, áður til heimilis í Selbrekku 9, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 10. apríl. Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 20. apríl kl. 13.00. Hekla Þorkelsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Sigurður Ólafsson, Fanný María Ágústsdóttir, Illugi Örn Björnsson, Þorkell Ágústsson, Ingunn Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SÚSANNA ÞORLÁKSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimili Garðvangs í Garði laugar- daginn 7. apríl síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólöf Gíslína Karlsdóttir, Valur Þorgeirsson, Halldór Karlsson, Þorlákur Karlsson, Maria Fatima, Guðrún Pálína Karlsdóttir, Súsanna Karlsdóttir, Jan-Inge Andersson, Andrea Karlsdóttir, Ragnar Júníusson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Föðurbróðir okkar, GUÐMUNDUR HJÁLMARSSON fv. bóndi, Háafelli í Hvítársíðu, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Edda Þorvaldsdóttir, Jóhanna B. Þorvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.