Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 27 Guðmundur leitaði sér lækninga vegna slæmsku í baki sem reyndar varð til þess að fáum árum seinna brugðu þau búi. Það er fallegt á Dröngum þar sem bærinn stendur í skjóli „Dranganna“ með útsýni yfir Breiðafjörðinn og eyjarnar. Að baki Drangaskógurinn. Þar eiga systkinin í dag sínar sum- arparadísir. Allt bar þarna vott um myndarskap og dugnað húsbænd- anna, utandyra sem innan, á þessu lifandi og gestkvæma heimili. Póst- stöð var á Dröngum samhliða stóru búi, og ljósmóðurstarfinu í sveitinni sinnti Valborg farsællega, í rúm 30 ár. Þegar voraði var farið í eyjaferð- irnar, tínslu svartbakseggja, allir sem vettlingi gátu valdið tóku þátt í ævintýrinu. Já, gestkvæmt var á Dröngum og gestrisni viðbrugðið. Það þótti ekki tiltökumál að halda fundi og samkomur fyrir sveitina í stofunni á Dröngum, þar var húsrými nóg. Minnist ég með gleði verunnar á Skógarströndinni. Eftir að Valborg og Guðmundur fluttu í Kópavoginn keyptu þau fljót- lega húsið sitt á Borgarholtsbraut- inni sem varð miðstöð fjölskyldunn- ar, í þess orðs fyllstu merkingu. Ekki höfðu þau búið þar lengi þegar óræktarkargi garðsins var orðinn að blómstrandi gróðurparadís. Allt blómstraði hjá frúnni, úti sem inni, samhent hjónin og full áhuga á lífinu í kringum sig. Mikil handverkskona var hún Valborg mín, féll sjaldan verk úr hendi – blundaði í henni lista- kona og mörg voru þau og margvís- leg listaverkin sem prýddu heimilið hennar. Trú sína og kirkjuna ræktu þau Valborg og Guðmundur vel og má geta þess að þau ásamt fleirum beittu sér fyrir endurbyggingu Breiðaból- staðarkirkju eftir að gamla kirkjan brann. Heilsu Guðmundar hrakaði og Val- borg hlúði að honum af stakri um- hyggju. Oft þurfti hann að vera lang- dvölum á spítölum. Valborg var komin yfir sextugt þegar hún tók bíl- próf, ótækt að geta ekki skroppið á bílnum til Guðmundar. Hingað aust- ur á Höfn heimsóttu þau okkur fljót- lega eftir bílprófið, frúin sá um akst- urinn. Sambandið við fólkið sitt ræktaði Valborg einstaklega vel, ásamt Guð- mundi á meðan hann lifði. Svo upp- sker hver sem hann sáir og sýndi sig vel þegar halla tók undan fæti hjá hetjunni okkar hve sterk bönd höfðu verið bundin. Fyrir nokkrum árum fékk Valborg áföll sem kipptu henni úr leik. Síðustu árin bjó hún í Sunnu- hlíð, á heimilislegri lítilli deild þar sem hún naut einstakrar hlýju starfs- fólksins. Þá fékk fjölskyldan hennar tækifæri til að endurgjalda henni umhyggjuna. Við reyndum að heim- sækja hana svo oft sem við gátum og áttum með henni ógleymanlegar stundir. Til að létta henni langa daga ákvað fólkið hennar að skipta með sér kvöldunum hjá henni. Þetta var henni dýrmætt og ekki síður þeim sem nú eiga minninguna í hjarta sínu. Í byrjun páskavikunnar var séð að hverju stefndi og vorum við svo heppin að fá að fylgja henni síðasta spölinn. Hún kvaddi síðdegis föstu- daginn langa, við börnin hennar og tengdabörn sátum hjá henni meðan ómaði lágt í kyrrðinni söngurinn hennar Ellenar: „Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré“. Ferð- inni var lokið. Ég þakka þér samfylgdina, elsku Valborg mín, þín tengdadóttir, Hildigerður. Vor í lofti , gróðurangan og fugla- söngur. Kannski ekki tilviljun að blómakonan hún Bogga amma ljúki ævi sinni einmitt nú, sátt við Guð og menn. Við eigum fjölmargar ljúfar og skemmtilegar minningar um ömmu og einhvern veginn tengjast þær nú oftar en ekki heimili ömmu og afa á Borgó og í minningunni var þar alltaf sól, sól og fullt af fólki. Minningar um notalegt spjall með þeim afa í stofunni, tikkið í stofu- klukkunni og amma oftar en ekki með eitthvað fallegt á prjónunum, því sjaldan féll henni verk úr hendi og heimili þeirra afa var eftir því mynd- arlegt og fallegt. Amma var hreinskiptin og heil- steypt manneskja, sagði það sem henni bjó í brjósti, umbúðalaust, en það var sagt af væntumþykju og því lærðum við að meta þær athuga- semdir. Eftir trúlofun eins okkar systkin- anna var litið við hjá ömmu og afa og gleðifréttirnar tilkynntar. Amma snaraðist út í garð og bjó til fallegan blómvönd en hafði á orði að hún hefði nú ekki trú á því að þetta myndi end- ast. Alla viðstadda setti hljóða og töldu að amma væri hér að gera at- hugasemd við ráðahaginn svo þögn sló á hópinn og flestum fannst hún ef- laust fullhreinskilin. En amma rauf þögnina og sagðist auðvitað hafa átt við blómin. Já, margs er að minnast enda um frábæra konu að ræða sem við vorum svo lánsöm að fá að eiga fyrir ömmu. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir allar góðu stundirnar og það dýrmæta vega- nesti sem þú gafst okkur. Elvar, Dóra og Selma. Í dag verður elskuleg amma okkar borin til grafar. Fyrir okkur var hún alltaf Bogga amma þar sem við vor- um svo lánsöm að eiga tvær ömmur og þurftum því að hafa fornöfnin til að aðskilja þær tvær. Bogga amma lifði löngu og gleðiríku lífi með Guð- mundi manni sínum þar til hann lést árið 1999. Hún bar mikla umhyggju fyrir Guðmundi afa okkar og setti hann alltaf í fyrsta sæti. Þegar við rifjum upp minningar um Boggu ömmu koma margar minningar upp í hugann. Það sem við tengjum einna helst við Boggu ömmu er tvennt, blóm og handavinna. Hún hafði alltaf eitthvað fyrir stafni. Hún var mikil blómakona og var iðulega að stússast í garðinum þegar við komum í heimsókn og ef hún var þar ekki þá sat hún og prjónaði eða hekl- aði og oft voru það vettlingar eða sokkar handa langömmubörnunum hennar. Þó var ákaflega gaman þeg- ar okkur tókst að fá hana til að leggja frá sér prjónana til að spila við okkur börnin og var oft mannmargt og kátt á hjalla í kringum borðið í stofunni á Borgarholtsbrautinni þá. Eftir að Bogga amma hætti að vinna var hún mjög virk með félagi eldri borgara, lærði m.a. glerskurð, postulínsmálun, málaði og perlusaumaði. Eigum við marga dýrgripi sem hún bjó til og gaf okkur við hin ýmsu tilefni. Það var því mikill missir fyrir Boggu ömmu þegar hún veiktist og gat ekki lengur málað eða prjónað. Alltaf var yndislegt að koma og heimsækja Boggu ömmu. Hún tók alltaf vel á móti okkur og hafði alltaf tíma til að ræða við okkur um það sem okkur lá á hjarta og var ákaflega notalegt að vita að til hennar gátum við leitað ef á þurfti að halda. Bogga amma var orðin hvíldinni fegin en við söknum hennar. Guðmundur, Kristjana, Smári og fjölskyldur. Ég man fyrst eftir móðursystur minni Valborgu Emilsdóttur, Boggu frænku, þegar ég átti heima í Stykk- ishólmi og hún á Dröngum á Skógar- strönd. Þegar ég var 8 og 9 ára gamall fékk ég að vera sumarparta á Dröng- um og átti þar mjög gott atlæti hjá frændfólki mínu. Bogga var mér sem móðir og féll ég alveg inn í barnahóp- inn hjá henni. Þarna kynntist ég sveitaveru eins og hún gerist best, fékk að snúast við kýrnar, fara í eggjaleit út í eyjar, þvo og skyggna eggin og hreinsa dúninn. Ég gleymi aldrei þessum líka bragðgóðu eggja- kökum sem Bogga bjó til úr stropuðu eggjunum. Þá er mér líka enn í minni súrmaturinn hjá henni, ekki síst súrsuðu selshreifarnir. Þetta var í alla staði myndarheimili, en mikið mæddi á frænku minni þar sem gestakomur voru tíðar, en þau hjónin Guðmundur Ólafsson og Valborg voru sérlega gestrisin. Einnig voru haldin sveitarþing á Dröngum svo sem þá tíðkaðist. Það mæddi enn meira á Boggu en ella, vegna þess hve mikið Guðmundur var að heiman vegna starfa sinna sem landpóstur sem hann gegndi um langt ára bil. Póstleið hans var milli Stykkishólms og Staðar í Hrútafirði. Framan af notaðist hann við hesta, eins og faðir hans Ólafur Guðmundsson hafði gert. Síðar meir tóku við torfærubíl- ar, þannig voru vegirnir þá. Tóku þessar ferðir verulegan tíma, ekki síst á veturna. Valborg var ljósmóðir í sveitinni og þurfti því einnig að vera fjarverandi svo sem ætlast var til af yfirsetukon- um þá. Þau hjónin þurftu því að skipuleggja vel sinn tíma og treysta á sín duglegu börn eftir því sem þau höfðu aldur til. Leiðir okkar Boggu lágu svo aftur saman hér í Kópavogi áratugum síð- ar þegar þau brugðu búi vegna van- heilsu Guðmundar. Þurftu að selja sína góðu jörð og dugði söluverðið rétt fyrir lítilli blokkaríbúð hér í Kópavogi. Eftir að þau Guðmundur eignuð- ust Borgarholtsbraut 27 Kópavogi og við vorum orðin nágrannar þá jókst verulega samgangur og var það mér sérstakt ánægjuefni þegar þau hjón- in fengu sér göngu til mín. Sérlega var líka ánægjulegt að heimsækja þau á Borgarholtsbrautina. Eins eft- ir að þau minnkuðu við sig og fluttu í risið þar sem Bogga gerði þeim gott og vistlegt heimili. Mikinn stuðning höfðu þau þá af Emmu frænku og Nonna, tengdasyni sínum, á neðri hæðinni, sem bæði reyndust þeim sérlega vel. Bogga var nú ekki ald- eilis hætt störfum þó að hún væri komin suður. Hún vann sem ljósmóð- ir á Fæðingarheimili Reykjavíkur, á Heilsugæslustöð Kópavogs og við heimahjúkrun hér í Kópavogi. Einn- ig lærði hún að keyra og kom það sér vel í veikindum Guðmundar. Frænka mín var mjög félagslynd og átti góðar stundir með kór eldri borgara í Kópavogi. Einnig var hún sérlega listfeng og eiga margir í fjölskyld- unni góða gripi sem hún gerði úr leir og handmáluðu postulíni. Einnig bjó hún til muni úr lituðu gleri og málaði fallega dúka. Dóttur mína Berglind dreymdi ný- lega þau hjónin Boggu og Gumma á friðsælli göngu saman og vona ég nú að sá draumur sé orðinn að veruleika. Magnús Ásgeir Bjarnason. Elsku Bogga, þá ert þú farin frá okkur hérna á jörðu og búin að skilja við þennan líkama, komin til Gumma, foreldra þinna og systra sem þér þótti svo vænt um. Við þökkum þér hvað þú varst alltaf góð við hana mömmu okkar alla tíð, að öðrum ólöstuðum teljum við að þú hafir reynst henni best, verið góð systir, góður vinur og hjá þér átti hún alltaf skjól. Þegar ég hugsa til baka minnist ég allra góðu stundanna sem ég átti þeg- ar ég kom að Dröngum, þangað var alltaf gott að koma og í minningunni var alltaf sól og hún skein áfram hjá ykkur Gumma þegar þið fluttuð í Kópavoginn. Þangað var líka alltaf yndislegt að koma og fá pönnukökur í sólskálanum innan um rósir og dalíur sem döfnuðu svo vel vegna einstakr- ar natni þinnar. Þessi skáli var lýs- andi dæmi um þá alúð sem þú lagðir í allt sem þú gerðir, elsku Bogga. Við viljum þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir okkur og gefið okkur og megi algóður guð vera með þér. Aldan hnígi til að mæta þér, vindurinn sé í bak þér, sólin vermi andlit þitt, regnið falli milt að jörðu. Og allt til þess við sjáumst á ný, varðveiti þig Guð í örmum sínum. Amen (Írsk blessun.) Elsku Óli, Emma, Unnsteinn, Rósa, Björk og fjölskyldur, við send- um ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur og blessa minningu hennar Boggu. Guðrún, Ásta, Andrés, Ásdís og Heiðrún. Allt líf er hringrás og eitt vitum við menn að okkar jarðneska lífi lýkur á misjöfnum aldri. Í dag kveðjum við aldna eina af okkar ástsælu húsfreyj- um, Valborgu frá Dröngum en við þann bæ var hún oftast kennd. Þar reis stórbýlið hjá þeim hjónum Guð- mundi Ólafssyni og Valborgu og ekki alltaf sofið á vaktinni; hún út um allar sveitir starfandi ljósmóðir og hann í póstferðum milli Stykkishólms og Búðardals á hestum því ekki var kominn vegur fyrir ökutæki á Skóg- arströnd. Þegar heilsa Guðmundar leyfði ekki búskap var flutt á Borgarholts- braut í Kópavogi. Þar fann Valborg sig vel í fallega garðinum sínum og sólskála, umvafin rósum og fagur- blómum. Þar horfði maður hugfang- inn á dýrðina, umhyggjuna og hlýjuna sem skapaði umhverfið. Guð- mundur frændi minn lést í júlí 1999 þá farinn að heilsu og var söknuður Valborgar mikill. En börn þeirra öll studdu hana og ekki hvað síst Emma og Jón sem voru flutt í sama hús á Borgarholtsbrautinni. En elli kerling kom og ekki var flúið frá og nú síðast var hún komin á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Góðar minningar eru okk- ur kærar, hlýjan og vináttan sem Valborg gaf var alveg einstök og ekki var fyrr komið á Borgarholtsbraut- ina en nýbakaðar rjómapönnukökur voru bornar á borð og súkkulaði. Ég veit að nú verður góður endurfundur við ástvin og súkkulaði og rjóma- pönnukökur á sunnudögum því þeirra hlýja og umhyggja hvort fyrir öðru á sér fáar hliðstæður. Kæra fjölskylda, við Oddbjörg sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi ykkar sterka trú og algóður Guð styrkja ykkur og blessa. Karl Ásgrímsson. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir og afi, PÉTUR KRISTJÓNSSON, lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 14. apríl. Sigurdís Erla Eiríksdóttir, Ísleifur Pétursson, Auður Guðbjörg Albertsdóttir, Helgi Pétursson, Birna Pálsdóttir, Kristinn Pétursson, Ulla Svanteson, Gissur Pétursson, Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, stjúpsynir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BRYNHILDUR SKEGGJADÓTTIR, Safamýri 48, lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni fimmtudagsins 12. apríl. Útförin fer fram frá Grensáskirkju miðvikudaginn 18. apríl kl. 15.00. Sigrún Benediktsdóttir, Gísli Einarsson, Lilja Benediktsdóttir, Sigurður Vilbergsson, Benedikt Benediktsson, Þórný A. Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, VALGERÐUR ÓLAFSDÓTTIR, áður til heimilis á Hlíðargötu 23, Neskaupstað, lést á Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi föstudagsins 13. apríl. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 20. apríl kl. 14.00. Viggó Sigfinnsson, Edda Clausen, Óla Helga Sigfinnsdóttir, Guðmundur Lýðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GESTUR ÁRELÍUS FRÍMANNSSON frá Austara-Hóli, Fljótum, Hlíðarvegi 45, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar aðfaranótt fimmtudagsins 12. apríl. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 20. apríl kl. 11.00. Jarðsett verður í Barðskirkjugarði, Fljótum. Símon Ingi Gestsson, Heiðrún Guðbjörg Alfreðsdóttir, Elín Anna Gestsdóttir, Guðmundur Jón Skarphéðinsson, Þórhallur Jón Gestsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.