Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt 28 ára karlmann, Guðna Guillermo Gorozpe, til tveggja ára fangelsisvistar fyrir stór- fellda líkamsárás, hlutdeild í hættulegri lík- amsárás, tilraun til íkveikju, umferðarlaga- brot og fjársvik. Honum er einnig gert að greiða 996 þúsund krónur í málsvarnarlaun og 380 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Tveir félagar mannsins voru jafnframt dæmdir í fangelsi í gær, annar hlaut fimm- tán mánaða fangelsi en hinn níu mánuði, en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Ákæran gegn mönnunum þremur var í sex liðum og tekur til atvika sem áttu sér stað á tæpum sólarhring. Þar af var ákærði Guðni sakfelldur fyrir að hafa veist að karl- manni með kúbeini með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut tvö djúp sár við vinstra eyra. Þá var félagi ákærða sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en hann skaut tveimur skotum úr haglabyssu að rað- húsi við Burknavöllum í Hafnarfirði. Með því stofnaði hann lífi og heilsu þriggja manna í hættu, en einn mannanna fékk í sig högl. Ákærði Guðni var auk þess fundinn sekur um að hafa kastað eldsprengju inn í sama hús. Mildi þykir að eldurinn slokknaði af sjálfum sér, en enginn var í húsinu þegar eldsprengjunni var kastað. Báru sakir hvor á annan Umfangsmikil lögreglurannsókn leiddi í ljós að allir ákærðu voru viðstaddir þegar skotið var úr haglabyssunni. Tveir ákærðu báru sakir hvor á annan og var mikið misræmi í framburði ákærðu og vitna fyrir lögreglu og dómi. Fyrir dómi kom fram að einn hinna ákærðu taldi sig eiga óuppgerðar sakir við húsráðanda. Því hefði verið brugðið á það ráð að hræða hann með því að skjóta á húsið. Dómurinn leit því að miklu leyti til lögreglu- skýrslna þar sem m.a. kom fram skýr og af- dráttarlaus framburður um byssumanninn. Í niðurstöðu dómsins segir að allir sak- borningar eigi að baki sakarferil, t.a.m. hafa þeir allir verið annað hvort sakfelldir fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni eða gengist undir sektargreiðslur vegna þeirra. Tveir sakborninga hafa einnig áður gerst sekir um líkamsárásir. Beittu kúbeini, haglabyssu og eldsprengju Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is HÓPUR áhugamanna um það að þyrla á vegum Landhelgisgæslunnar verði staðsett á Akureyri, fundaði í gær með fulltrúum allra þeirra stjórn- málaflokka sem tilkynnt hafa framboð til Alþing- is í Norðausturkjördæmi. Þar var frambjóðend- um kynnt þetta baráttumál hópsins og áhersla lögð á mikilvægi þessa. Viðbrögð voru góð að sögn viðstaddra. Síðustu mánuði hefur hópur fólks á Akureyri rætt þetta mál náið; m.a. fé- lagar í björgunarsveitinni Súlum, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, lögreglumenn, læknar og fleiri starfsmenn heilbrigðiskerfisins, auk flug- manna. Hópurinn telur brýnt að koma þeim skila- boðum á framfæri að það sé gríðarlega mikil- vægt fyrir sjófarendur og ferðafólk á landi að björgunarþyrla sé staðsett á Akureyri. „Það er lægt miðju landsins og þyrla hér í bænum myndi þjóna bæði hafinu norður af, langt aust- ur fyrir og alveg suður á land; bæði til leitar og björgunar, sem og sjúkraflugs, svo fremi að ekki þurfi að fara í þá hæð að jafnþrýstibúnaðar sé krafist,“ sagði Arngrímur. Þeirri spurningu var varpað fram á fundin- um hvort virkilega væri þörf fyrir þyrlu nyrðra; miðað við handbærar tölur væru útköll þar fá, en Arngrímur sagði að þetta væri spurning um hvort kæmi fyrst, hænan eða eggið. „Menn vita að það er fljótlegra að fara á bíl eða snjóbíl upp á fjöll en að bíða eftir þyrlunni, eins og staðan er núna. Það tekur þyrlu hátt á annan tíma að koma hingað norður og ef eitthvað er að veðri þarf hún að fljúga með ströndinni og er þá enn lengur. En ég er klár á því að þegar þyrlan kemur norður á hún eftir að bjarga mannslíf- um. Þetta er mjög mikilvægt mál sem ég vil beita mér fyrir,“ segir Arngrímur Jóhannsson. augljóslega ekki skynsamlegt að allar björgun- arþyrlur verði staðsettar í flugskýli á Keflavík- urflugvelli,“ sagði Arngrímur Jóhannsson flug- stjóri og forseti Flugmálafélags Íslands við Morgunblaðið í gær, en hann stýrði fundinum á Hótel KEA í gærmorgun. Allir verði samstiga Einn viðmælenda Morgunblaðsins úr áhuga- hópnum lagði á það áherslu í gær að ekki væri vilji fyrir því að um pólitískt baráttumál yrði að ræða. Málið væri of mikilvægt til þess og heppi- legast ef öll stjórnmálaöfl yrðu samstiga hvað þetta varðar. Arngrímur telur skipta sköpum að hafa eina þyrlu, hið minnsta, staðsetta á Akureyri. Flug- mönnum þætti reyndar best ef tvær þyrlur ynnu saman, eða þyrla og flugvél, en ein vél á Ak- ureyri væri fyrsta skrefið. „Akureyri er mjög vel staðsett. Bærinn er ná- Ein þyrla verði á Akureyri Mjög mikilvægt mál sem ég vil beita mér fyrir, segir Arngrímur Jóhannsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sem stýrði fundi með stjórnmálamönnum Eftir Andra Karl andri@mbl.is FJÖLMÖRG fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á tillögum samráðshóps félagsmálaráðherra um vottun á jafnlaunastefnu og þegar hafa fjög- ur fyrirtæki óskað eftir að verða fyrst til að hljóta slíka vottun. Ráð- herrann sagðist í gær eindregið styðja að tillögurnar kæmu sem fyrst til framkvæmda og telur að vottunin verði gæðastimpill á við- komandi fyrirtæki. Kynbundinn launamunur á Íslandi er 15,7%, skv. könnun Capacent Gallup. Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra kynnti tillögur samráðs- irtækin að sýna fram á að unnið sé með markvissum hætti að launa- jafnrétti og verða þeim gefin stig. Ákveðinn stigafjölda þarf þá að fá til að hljóta vottunina. Þá verður reglulega birtur listi í fjölmiðlum yfir þau fyrirtæki sem hlotið hafa vottun. Verkefnið mun ekki fela í sér af- nám launaleyndar, s.s. hjá þeim fyrirtækjum sem sækja um vottun, en ferlið verður samvinnuverkefni fyrirtækjanna og vottunaraðila. Í máli ráðherra kom fram að fjögur fyrirtæki hefðu nú þegar óskað eftir vottun, þau eru Háskól- inn í Reykjavík, Orkuveitan, Del- oitte á Íslandi og Íslandspóstur. Ætlunin er að verkefnið verði síðar sjálfbært og fyrirtæki greiði fyrir þátttöku í vottunarferlinu. Hefur ekki áhrif á launaleynd Samráðshópurinn kynnti sér m.a. framkvæmd á eftirfylgni með launajafnrétti í átta ríkjum og fram kom að tillaga hópsins á sér enga fyrirmynd. Megininntak tillögunn- ar er að fyrirtæki geti sótt um vott- un á launajafnréttisstefnu sinni og verður framkvæmdin samvinnu- verkefni Háskóla Íslands, Háskól- ans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík. Stærstu einkafyrirtæki landsins verða hvött til að taka þátt auk opinberra stofnana. Verða fyr- hópsins í gærdag ásamt fulltrúum Háskólans í Reykjavík og Háskól- ans á Bifröst, sem sátu í hópnum. „Eins og við vitum er kynbundinn launamunur viðvarandi hér á landi og við höfum kannanir sem stað- festa það,“ sagði Magnús sem telur að eftirsóknarvert verði fyrir fyr- irtæki að hljóta vottun á stefnu sinni í launajafnréttismálum. Hann fagnaði því að Samtök atvinnulífs- ins hefðu tekið þátt í mótun verk- efnisins en samtökin munu m.a., ásamt félagsmálaráðuneyti og iðn- aðar- og viðskiptaráðuneyti, kosta undirbúning og fyrstu fram- kvæmd. Talið er að kostnaðurinn geti numið allt að 25 milljónum kr. Morgunblaðið/Ásdís Blaðamannafundur Margrét Jónsdóttir, Elín Blöndal, Magnús Stefánsson og Ragnhildur Arnljótsdóttir. Vottun á jafnlaunastefnu vinsæl Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is „MIG langar til að leggja mitt af mörkum til að hjálpa þessu fólki,“ skrifar Sigurborg S. Guðmunds- dóttir viðskiptafræðingur í tölvu- bréfi til blaðamanns Morgunblaðs- ins í kjölfar birtingar sl. sunnudag á viðtölum við Íraka sem flúið hafa of- beldið í heimalandi sínu og búa nú við slæmar aðstæður í Amman í Jórdaníu. Og í næstu málsgrein lýsti Sigurborg áhuga á að skjóta skjóls- húsi yfir einn viðmælendanna, 38 ára gamla íraska konu, Noor, sem mátt hefur þola mikið mótlæti og á sér þá ósk eina að geta hafið nýtt líf annars staðar. „Við erum sex manna fjölskylda, erum að byggja okkur þokkalega stórt hús [í Kópavogi] sem rúmar auðveldlega einn til við- bótar,“ skrifaði Sigurborg. Og enn- fremur: „Heldurðu að hún Noor hefði áhuga á að koma til Íslands og dvelja hjá mér og minni fjölskyldu?“ Blaðamanni lék forvitni á að vita hvað hefði valdið því, að Sigurborg fann sig knúna til að taka málið upp á sína arma með þessum hætti. „Þessi viðtöl höfðu gífurlega sterk áhrif á mig, það sló mig það sem fólkið sagði og hafði upplifað. Ég gat einfaldlega ekki lesið þessi viðtöl og síðan haldið áfram að drekka mitt morgunkaffi eins og ekkert hefði í skorist. Það var í rauninni bara svo einfalt,“ sagði Sigurborg þegar ég ræddi við hana í síma í gær. Sigurborg er 38 ára, líkt og Noor. Hún er gift Ásmundi Helgasyni lög- fræðingi og saman eiga þau fjögur börn á aldrinum þriggja til sautján ára. Hún segir að hún hafi fengið alla á heimilinu til að lesa viðtölin við Írakana og síðan bar hún það undir manninn sinn, hvort ekki væri ástæða til að reyna að hjálpa Noor. Sigurborg segist ekki áður hafa fundið hjá sér þörf til að láta til sín taka með þessum hætti. „Ég er ekki manneskjan sem er úti um allt að sinna góðgerðarstarfi. Ég er bara ósköp venjuleg útivinnandi mamma. En þessi viðtöl höfðu sterk áhrif á mig. Mér fannst hrikalegt að lesa um börnin sem geta ekki farið út og geta ekki farið í skóla, þurfa að hír- ast inni í íbúð allan daginn. Ég fann afskaplega mikið til með þeim.“ Hitt er annað mál að það er ekki einfalt að beita sér í málum sem þessum. Fæstir Írakanna í Jórdaníu eiga vegabréf, en án vegabréfs og vegabréfsáritunar komast þeir hvergi. Og íslensk yfirvöld hafa ekki verið dugleg við að veita útlend- ingum hæli hér á landi; þrátt fyrir að tugir útlendinga leiti hingað til lands árlega hefur það aðeins einu sinni gerst að hælisleitandi hafi fengið stöðu flóttamanns hér á landi, auk þess sem nokkrum hefur verið veitt dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum. Sigurborg segir það hins vegar sinn skilning, að Íslendingum beri engin skylda til að vísa fólki frá. „Ísland studdi innrás í Írak á sín- um tíma. Mér finnst þess vegna að okkur beri skylda til að velta fyrir okkur hvað við getum gert núna, því að ástandið er ekki gott,“ sagði Sig- urborg. Hún hefur hug á að skrifa Noor bréf. Hvað svo verður kemur í ljós. Vill bjóða Noor að búa hjá sér Morgunblaðið/Sverrir Gott boð Sigurborg S. Guðmunds- dóttir viðskiptafræðingur með börn sín, Baldur Jökul og Ásdísi Emblu. Sigurborg S. Guðmundsdóttir vill hjálpa írösku flóttafólki sem býr við hörmulegar aðstæður VEGNA umræðna um hugsanlega aðild Ís- lands að Evrópusambandinu vill Íslands- hreyfingin – lifandi land – taka eftirfarandi fram: „Flokkurinn er reiðubúinn að hefja ít- arlegar umræður um möguleika aðildar Ís- lands að Evrópusambandinu, enda á landið samleið með ríkjum þess í menningar- málum og á sviði efnahagsmála. Um leið og þetta er sagt leggur Ísandshreyfingin á það höfuðáherslu að auðlindir Íslands verði aldrei í eigu eða umsjá erlendra afla, enda yfirráð þjóðarinnar í eigin málum full og óskoruð um alla framtíð,“ segir í frétta- tilkynningu frá Íslandshreyfingunni. Yfirlýsing frá Ís- landshreyfingunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.