Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BLOGG OG NAFNLEYND Guðni Elísson skrifaði athyglis-verða grein í Lesbók Morg-unblaðsins sl. laugardag. Þar fjallar hann um hinn nýja umræðu- vettvang Íslendinga, bloggið svo- nefnda og segir m.a.: „Í fréttinni „Vilja betri bloggsiði“, sem birtist í Morgunblaðinu 10. apríl kemur fram, að í Bandaríkjunum reyni menn nú að móta siðareglur, svo hafa megi hemil á „þeim rudda- skap, sem margir virðast telja sjálf- sagðan á miðlinum.“ Vonast er til að bloggararnir taki sig „saman um að banna fólki að skrifa nafnlausar at- hugasemdir á gestasíður og blogg- arar geti eytt færslum gesta af bloggi sínu án þess að vera sakaðir um ritskoðun“. Með þessu á þó ekki algjörlega að loka fyrir möguleikann á nafnlausum skoðanaskiptum. Fremur á að gera bloggurum kleift að skilgreina síður sínar með þeim hætti að augljóst sé hvers konar skoðanaskipti þeir viðurkenni.“ Síðan segir Guðni Elísson: „Ef íslenzkir fjölmiðlar ætla að gefa lesendum sínum kost á að blogga um þær fréttir, sem þar eru birtar eða lýsa skoðunum sínum á þeim verða þeir að sama skapi að bera ritstjórnarlega ábyrgð á því, sem þar er skrifað, í siðferðilegum skilningi orðsins, ef ekki lagalegum. Íslenzkir fréttavefir eiga að setja strangari reglur en almennt viðgang- ast í bloggheimum. Þeir eiga ekki að sætta sig við nafnlausar athuga- semdir og jafnframt eiga þeir að rit- stýra því efni, sem þeir birta á vef- svæðum sínum, á sama hátt og aðsendar greinar á síðum dagblað- anna eru lesnar yfir. Ekki á að líða krækjur í svívirðingar af neinu tagi … Einfaldasta leiðin til að hafa hemil á lágkúru þeirri, sem þrífst í skjóli nafnleyndar er að setja þær einföldu reglur að allir þeir, sem taka þátt í þjóðmálaumræðunni í samvinnu við íslenzka fjölmiðla geri slíkt undir fullu nafni.“ Þetta er niðurstaða Guðna Elís- sonar eftir að hann hefur lýst einelti, sem samstarfskona hans í Háskóla Íslands varð fyrir á bloggsíðum. Guðni hefur að sjálfsögðu rétt fyr- ir sér. Það eru engin rök fyrir því, að fólk geti komizt upp með að segja hvað sem er um náungann einungis vegna þess, að þeir hinir sömu skrifa á svonefndar bloggsíður. Þessi hátt- semi er afturhvarf til fortíðar. Þann- ig var skrifað í íslenzk blöð fyrir hundrað árum. En miðillinn er annar og það er flóknara mál að fylgjast með því sem skrifað er á netið en því sem skrifað er í blöð og óskað er eftir birtingu á. Það er nánast óvinnandi vegur að fylgjast með öllu, sem sett er á bloggsíður. Vandi þeirra, sem bera ábyrgð að lögum á því efni sem birt- ist t.d. á mbl.is, netútgáfu Morgun- blaðsins, er mikill. Hins vegar er mikilvægt að um- ræður eru hafnar um þetta vandamál hér á Íslandi og ber að þakka Guðna Elíssyni fyrir það. Umræðurnar sem slíkar geta veitt þeim, sem skrifa á netið ákveðið aðhald. ÍRASKIR FLÓTTAMENN Í kjölfar innrásar Bandaríkjamannaí Írak hefur skapast þar flótta- mannavandi, sem á sér fáar hliðstæð- ur á okkar tímum. Davíð Logi Sig- urðsson var fyrir skömmu í Amman í Jórdaníu og í Morgunblaðinu á sunnu- dag birtust viðtöl hans við íraska flóttamenn, sem þar draga fram lífið í mikilli óvissu um framtíðina og hafa nánast misst allt sitt. Sögur flótta- mannanna eru átakanlegar, margir hafa misst sína nánustu og þeir voru sjálfir í bráðri lífshættu. Talið er að á milli sjö og átta hundruð þúsund Írak- ar séu í Jórdaníu og um 1,2 milljónir í Sýrlandi. Að auki er mikill fjöldi manna á hrakhólum í Írak vegna of- beldis og þjóðernishreinsana. Málefni íraskra flóttamanna hafa ekki farið hátt í fjölmiðlum, hvorki hér né annars staðar. Þau eru hins vegar enn einn vitnisburðurinn um hrika- legar afleiðingar innrásarinnar í Írak. Vandinn hefur aftur á móti ekki bitn- að á þeim, sem sendu innrásarliðið inn í Írak, heldur grönnunum, sem ráða ekki við allan þennan fjölda. Flóttamennina dreymir um að geta hafið nýtt líf, fjarri hryllingnum, sem þeir upplifðu í Írak, ein eiga fæstir þess kost eins og stendur. Íröskum flóttamönnum fjölgar jafn og þétt meðal þeirra, sem sækja um hæli á Vesturlöndum, og eru þeir nú orðnir fjölmennasti hópurinn. Sam- kvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna voru þeir 22.200 í fyrra og hefur fjölg- að um 77% á þessu ári. Þetta er nátt- úrulega aðeins brot af öllum þeim fjölda, sem hefur flosnað upp, og ekki kemur fram hversu margir fengu hæli. Svíar hafa verið duglegastir við að veita íröskum flóttamönnum hæli. Frammistaða Bandaríkjamanna er skammarleg. 561 Íraki sótti um hæli 2006 hjá þjóðinni, sem stóð að her- námi Íraks. Aðeins 202 var veitt hæli í Bandaríkjunum. Og hver er frammistaða Íslendinga, sem studdu innrásina? Íslendingar hafa ekki veitt einum einasta Íraka hæli. Þó hafa tíu Írakar sótt um frá árinu 2003. Í þessari viku fer fram ráðstefna hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað verður um flóttamannavandann vegna ástands- ins í Írak. Þar mun fulltrúi Íslands leggja fram tæplega sjö milljónir króna til að leysa vanda flóttamanna í Írak. Íslendingar geta gert miklu meira. Það er skammarlegt hversu lengi alþjóðasamfélagið er að bregð- ast við þessum vanda og þeir sem eiga sök á honum geta ekki leitt hann hjá sér. Íslendingar eiga að sjá sóma sinn í því að bjóða hingað flóttamannafjöl- skyldum og axla þar með ábyrgð á stuðningi sínum við innrásina í verki. Það eiga önnur ríki á lista hinna vilj- ugu þjóða að gera líka, að ekki sé talað um þær þjóðir, sem voru í farar- broddi. Þeir sem sköpuðu vandann eiga að leysa hann. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ R áðstöfunartekjur heim- ila hér á landi jukust um 149% frá árinu 1994 til ársloka 2005 á verðlagi hvers árs eða að meðaltali um 9% á ári. Þegar tekið er tillit til verðlagsbreytinga og aukningar mannfjölda á þessu tímabili kemur í ljóst að kaupmátt- araukning á mann var 56% á tíma- bilinu og árshækkun ráðstöfunar- tekna á mann var að meðaltali um 4,2%. Heildartekjur jukust um 10% að meðaltali á hverju ári Þessar upplýsingar komu fram í gær þegar Hagstofa Íslands birti í fyrsta sinn skýrslu með niðurstöð- um um „ráðstöfunartekjur heimila- geirans“ eins og þær eru nefndar fyrir árin 1994–2005. Fram kemur í yfirliti Hagstofunnar að heildar- tekjur heimilanna á þessu tímabili eru taldar hafa aukist um 183%, eða að meðaltali um 10% ár hvert. Heildareignaútgjöld og svonefnd tilfærsluútgjöld íslenskra heimila jukust heldur meira eða um 256%. Til tilfærsluútgjalda teljast, auk beinna skatta og tryggingagjalda einstaklinga, iðgjöld til lífeyris- sjóða. Tölurnar eru að mestu byggðar á skattframtölum einstaklinga. Ráð- stöfunartekjur heimilanna eru skil- greindar sem samtala launatekna, eignatekna, tilfærslutekna og reiknaðs rekstrarafgangs en að frádregnum eigna- og tilfærsluút- gjöldum. Í skýrslunni eru heildarráðstöf- unartekjur heimila bornar saman við einkaneyslu heimilanna skv. ráðstöfunaruppgjöri frá árinu 1997 til 2005 og kemur fram að hreinn sparnaður hefur verið neikvæður öll árin. Þá er í skýrslunni gerð til- raun til að greina svonefnt fjár- mögnunarflæði heimilanna yfir umrætt tímabil. Eignatekjur aukast um 12 milljarða á tæpum áratug Þegar litið er yfir tímabilið frá 1995 má sjá að launatekjur, sem eru langstærsti hluti heildartekna heimilanna, hafa haldist nokkuð stöðugt í kringum 72% af heildar- tekjunum sl. 12 ár. Eignatekjur heimila eru fyrst og fremst vextir og arður, hafa aftur á móti færst mjög í aukana sem þátt- ur í heimilistekjum. „Eignatekjur heimilanna hafa aukist gríðarlega á síðustu árum,“ segir í riti Hagstof- unnar. Voru eignatekjur heimil- anna sex milljarðar árið 1996, á verðlagi þess árs, en 18,7 milljarðar árið 2000. Á árinu 2005 voru eigna- tekjur heimilanna hins vegar komnar í 51,6 milljarða króna. Arður af hlutabréfum orðinn einn stærsti hluti eignatekna Arður af hlutabréfum voru lítill hluti tekna heimilanna fyrir rúm- um áratug eða rétt rúmlega einn milljarður kr. Tíu árum síðar var arður af hlutabréfum aftur á móti að greiðslur til einstakling eyrissjóðum hafa aukist ve tímabilinu. Fyrir tíu áru þær samtal 12,5 milljörðu átta árum síðar eða á ári voru þær samtals 35,2 m kr. Greiðslur frá Trygging eru taldar með svonefn færslutekjum heimilanna unni. Þær hafa aukist talsv t.d. rúmir 20 milljarðar ár verðlagi þess árs en 32,6 m fimm árum síðar. Vaxtabæ heimilin fengu á árinu 20 4,3 milljarðar en á árinu 2 þær samtals 4,5 milljarðar orðinn stærsti einstaki hluti eigna- tekna heimilanna. 2005 var arður heimilanna af hlutabréfum alls 25,5 milljarðar kr. Til samanburðar var arður af hlutabréfum 8,1 milljarður á árinu 2002. Arður af hlutabréfum var nær þrefalt meiri á árinu 2005 en nam samanlögðum eignatekjum ís- lenskra heimila á árinu 1997, að vöxtum af bankainnistæðum með- töldum. Veruleg aukning greiðslna úr lífeyrissjóðum Ef sundurliðaðar eru ráðstöfun- artekjur heimilanna má einnig sjá, Kaupmáttur jók 56% á mann á 12 Kaupmáttur á mann jókst um 56% frá árinu 1994 til ársloka 2005. Þá hafa eignatekjur heim- ilanna „aukist gríðarlega á síðustu árum“, eins og það er orðað í nýútkom- inni skýrslu Hagstofu Íslands. REKSTRARAFGANGUR heimilanna jókst um 82% eða um 27% a gildi á árunum 1994 til 2005 samkvæmt nýútkomnu riti Hagstofu lands. Sá rekstrarafgangur sem færður er á heimilin samanstend reiknuðu endurgjaldi vegna eigin atvinnurekstrar ásamt hreinu tekjum af atvinnurekstri einstaklinga samkvæmt skattframtölum legar breytingar hafa hins vegar orðið á hlutfalli rekstrarafgang ila á umliðnum árum af heildartekjum. Þannig var afgangurinn af heildartekjum heimilanna árið 1994, en árið 2005 var hlutfalli niður í 10%. Mikil fjölgun einkahlutafélaga Reiknuð laun vegna atvinnurekstrar hafa lækkað um 2% frá árin til 2005 og hreinar tekjur af atvinnurekstri hafa staðið í stað að n virði á sama tímabili. Hins vegar hefur mældur rekstrarafgangu fasteignarekstri hækkað um rúm 160%, eða um 82% að raungild „Ástæða þessarar þróunar í reiknuðum launum og hreinum te atvinnurekstri er fyrst og fremst sú að yfir þetta tímabil hefur or mikil aukning í stofnun einkahlutafélaga um sjálfstæðan atvinnu og tekjur af sjálfstæðum atvinnurekstri koma æ meira fram sem greiðslur frá þeim félögum. Ótvírætt skattalegt hagræði er af st einkahlutafélaga og hefur það ýtt undir þessa þróun,“ segir í riti 27% meiri afgangur ",,& ",,- ($$$ ($$( ($$' ($$&($$"",,? ",,,",,#",,% ",,& ",,- ($$$ ($$( ($$' ($$&($$"",,? ",,,",,#",,% 1 *  "% !   22 #$$ %$$ &$$ '$$ ($$ "$$ $  00   @    *   ! ** ?$ -$ #$ %$ &$ '$ ($ "$ $$ 9"$ 9($ 3 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.