Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 23 lagi hvors árs um sig og höfðu því ekki aukist að raungildi. Eignaútgjöldin hafa aukist um 266% frá árinu 1994 Ef litið er yfir tímabilið sem liðið er frá 1994 kemur í ljós að svo- nefnd eignaútgjöld heimilanna hafa aukist um 266% eða um 12,5% að meðaltali á ári. „Vaxtagjöld vegna íbúðafjárfest- ingar eru stærsti liður eignaút- gjalda heimilanna og mælast að meðaltali um 78% af heildar eigna- útgjöldum. [...] hefur það hlutfall þó farið lækkandi yfir tímabilið og var um 73% af heildar eignaút- gjöldum árið 2005 samanborið við 82% árið 1994. Aukning í vaxta- gjöldum vegna íbúðakaupa er að meðaltali rúm 11% á ári yfir tíma- bilið en önnur vaxtagjöld hafa auk- ist um 17% á ári,“ segir í riti Hag- stofunnar. Vaxtagjöld vegna íbúðakaupa voru t.d. 12,1 milljarð- ur árið 1995 en á árinu 2005 voru þau samtals 36,8 milljarðar skv. rit- inu. Þessi nýútkomna skýrsla Hag- stofunnar er sú fyrsta af útgáfum Hagstofunnar þar sem birt er upp- gjör samkvæmt svonefndu tekju- skiptingaruppgjöri þjóðhagsreikn- inga, að því er fram kemur í skýringum Hagstofunnar. ga úr líf- erulega á um námu um kr. en inu 2005, milljarðar gastofnun dum til- í skýrsl- vert, voru rið 2000 á milljarðar ætur sem 000 voru 2005 voru r á verð- kst um 2 árum Í HNOTSKURN » Frá árinu 1994 til ársins2005 hafa ráðstöf- unartekjur heimila hér á landi vaxið um 149% eða að meðaltali um 9% á ári. »Heildartilfærsluútgjöldhafa aukist um 255% á tímabilinu 1994 til 2005 eða að meðaltali um 12% á ári. Af þessum heildarútgjöldum er hlutfall skatta á tekjur og eignir í kringum 55%. »Vextir heimilanna afbankainnistæðum voru 1,5 milljarðar á árinu 1994 en rúmum áratug síðar var upp- hæðin samtals 11,4 millj- arðar. »Vaxtagjöld vegna íbúða-fjárfestingar eru stærsti liður eignaútgjalda heim- ilanna og mælast að með- altali um 78% af heildar eignaútgjöldum. að raun- u Ís- dur af um m. Veru- gs heim- um 15% ið komið nu 1994 nafn- ur af i. ekjum af rðið urekstur m arð- tofnun inu. ($$%& ($$%&            Vopnaður maður hóf skothríð í heimavisttækniháskóla í Virginíu í Bandaríkj-unum í gær og talið er að sami maðurhafi gert aðra árás í kennslubyggingu og orðið a.m.k. 32 að bana í mannskæðustu skot- árás í sögu Bandaríkjanna. Árásarmaðurinn fyr- irfór sér, þannig að alls lágu 33 í valnum. Minnst 26 manns særðust. Ofsahræðsla greip um sig í skólanum, Virginia Tech í bænum Blacksburg. Sjónarvottar sögðu að námsmenn hefðu stokkið út um glugga kennslu- stofa til að sleppa frá skothríðinni. Nemendur og starfsmenn skólans báru sært fólk út úr skóla- byggingunni áður en sjúkrabílar komu á vett- vang. Sérsveit lögreglunnar, vopnuð árásarriffl- um, dreifði sér um háskólasvæðið. Sami maðurinn? Árásarmaður hóf skothríð klukkan 7.15 í gær- morgun að staðartíma (klukkan 11.15 að íslensk- um tíma) í stúdentagarðinum West Ambler Jo- hnston sem hýsir 895 nemendur. Talið er að sami maður hafi haldið skothríðinni áfram í byggingu verkfræðideildar skólans, Norris Hall. Lögreglan sagði að dyrnar að byggingunni hefðu verið lok- aðar að innan með keðjum þegar sérsveitin kom á vettvang. Tveir biðu bana í heimavistinni og 31 í kennslu- stofunni, að árásarmanninum meðtöldum. Lög- reglustjórinn í Blacksburg kvaðst telja að sami maðurinn hafi verið að verki í báðum bygging- unum en á blaðamannafundi í gærkvöldi tók hann fram að lögreglan væri enn að rannsaka hvort skotárásirnar tengdust. Lögreglustjórinn vildi ekki skýra frá því hversu margar byssur árásarmaðurinn notaði. Heimildarmaður AP í lögreglunni sagði að morð- inginn hefði verið vopnaður tveimur skamm- byssum. tölvupóstinn klukkan 9.26, rúmum tveimur klukkustundum eftir fyrri árásina. Í Virginia Tech eru um 25.000 nemar í fullu námi. Aimee Kanode, nemi á fyrsta ári, sagði að fyrri árásin hefði verið gerð á fjórðu hæð heima- vistarinnar West Ambler Johnston, einni hæð fyrir ofan herbergi hennar. Starfsmaður skólans bankaði á dyrnar til að segja nemendunum að fara ekki út. „Þeir sögðu okkur að læsa okkur inni. Útgöngubanninu var aflétt um tíma og árás- armaðurinn hóf skothríð aftur.“ Bush harmar blóðsúthellingarnar Talsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, Richard Kalko, sagði að ekkert benti til þess hryðjuverkasamtök hefðu staðið fyrir skotárás- unum. „En allir möguleikar verða rannsakaðir.“ George W. Bush Bandaríkjaforseti gaf út yf- irlýsingu í gærkvöldi þar sem hann harmaði blóðsúthellingarnar. Eftir síðari skotárásina var öllum inngöngum að skólasvæðinu lokað og kennsla felld niður. Komið var upp aðstöðu fyrir fjölskyldur nemenda skólans og þeim var boðið upp á áfallahjálp. Lögreglan sagði að skólanum hefðu borist sprengjuhótanir fyrir blóðsúthellingarnar en ekki var vitað hvort þær tengdust ódæðisverkinu í gær. Lögreglan kvaðst enn hafa verið að rannsaka skotárásina í heimavistinni þegar henni var skýrt frá skothríðinni í kennslubyggingunni. Fengu viðvörun tveimur stundum síðar Nemar við skólann sögðu að þeir hefðu ekki verið varaðir við fyrr en tölvupóstur var sendur rúmum tveimur stundum eftir fyrri árásina – eða um það leyti sem síðari árásin hófst. Rektor há- skólans, Charles Steger, sagði að yfirvöld hefðu talið að skotárásin í heimavistinni hefði verið gerð vegna fjölskyldudeilu og talið ranglega að árás- armaðurinn hefði flúið af skólasvæðinu. „Við höfðum enga ástæðu til að gruna að önnur skotárás yrði gerð,“ hafði fréttastofan AP eftir rektornum. Hann bætti við að stjórnendur skól- ans hefðu ákveðið að reiða sig á tölvupósta til að skýra frá atburðinum en erfitt hefði verið að hafa samband við alla þar sem um 11.000 manns hefðu verið á leið í skólann á bílum. Áður en tölvupóst- arnir voru sendir hefði starfsmönnum heimavist- anna verið sagt að banka á dyr nemenda til að segja þeim að fara ekki út. Nokkrir nemanna sögðust þó hafa haldið að hættan væri afstaðin og óhætt væri að fara út áð- ur en síðari skotárásin hófst. Þeir furðuðu sig á viðbrögðum stjórnenda skólans við fyrri árásinni. „Það sem gerðist í dag er fáránlegt,“ sagði einn nemanna, Jason Piatt, í viðtali við CNN-sjónvarp- ið. „Þegar þeir voru að senda þennan tölvupóst voru tugir manna myrtir.“ Aðrir nemar og námsstjóri skólans sögðust ekki hafa frétt af atburðinum fyrr en þeir fengu AP Viðbrögð Lögreglumenn hlaupa frá kennslubyggingu tækniháskólanns Virginia Tech í Blacksburg í Virginíuríki eftir blóðsútehllingarnar í gær. Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 33 lágu í valnum eftir skotárásir í heimavist og kennslustofum háskóla í Virginíu í gær. Lögreglan greindi ekki frá nafni árásarmannsins og sagði ekkert um hvers vegna hann kynni að hafa framið ódæð- isverkið. Ekki var ljóst hvort hann var nemandi við skólann.                                    Í HNOTSKURN » Mannskæðasta árásin í skóla í söguBandaríkjanna var gerð í maí 1927 þegar íbúi Bath í Michigan sprengdi skóla bæjarins í loft upp. 38 börn biðu bana og 61 særðist. » Fyrir blóðsúthellingarnar í gær varmannskæðasta skotárásin í bandarísk- um skóla gerð í Texas-háskóla í Austin ár- ið 1966 þegar árásarmaður, Charles Whit- man, fór upp á 28 hæða klukkuturn og hleypti af riffli á fólk fyrir neðan. Hann varð sextán manns að bana og særði 31 á 96 mínútum áður en lögreglumenn skutu hann til bana. » Í blóðsúthellingunum í Columbine-framhaldsskólanum nálægt Littleton í Colorado-ríki árið 1999 létu alls fimmtán manns lífið. Tveir unglingar urðu þá tólf skólasystkinum sínum og kennara að bana áður en þeir fyrirfóru sér. » Fyrir blóðsúthellingarnar í gær varmannskæðasta skotárásin í sögu Bandaríkjanna gerð í bænum Killeen í Texas árið 1991 þegar George Hennard réðst inn í veitingahús og skaut 23 menn til bana og síðan sjálfan sig. Eftir Boga Þ. Arason bogi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.