Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 29 ✝ Gréta Sædís Jó-hannsdóttir fæddist í Hafnar- firði 28.maí 1947. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut mánudaginn 9. apríl sl.. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann S. Guðmundsson f. 26. október 1912, d. 8. október 1979 og Bjarnveig Þor- steinsdóttir f. 31. október 1914, d. 24. mars 2002. Systkini Grétu eru Ey- rún f. 3. febrúar 1938, Guðmundur Baldur f. 19. febrúar 1942, Þor- steinn f. 8. ágúst 1950, Jóhann f. 26. ágúst 1952 og Ægir f. 5. febr- úar 1954. Eiginmaður Grétu er Hrólfur Ragnarsson f. 15. júlí 1939 á Ytra- Álandi í Þistilfirði. Börn Grétu og Hrólfs eru: 1) Hildur f. 3. apríl 1969, maki Ragnar Þór Emils- son f. 13. ágúst 1968. Börn þeirra eru Sunna Rut f. 7.júlí 1989 og Fann- ar Þór f. 28. júlí 1995. 2) Smári f. 2. október 1974, sam- býliskona Elísabet Hrund Salvarsdóttir f. 11. júní 1977. Gréta ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar stærstan hluta búskapar síns, utan 19 ára sem þau Hrólfur bjuggu á Álftanesi. Hún vann verslunarstörf í Hafn- arfirði alla sína starfsævi, ásamt því að prjóna fyrir Handprjóna- samband Íslands. Útför Grétu verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 17. apríl og hefst athöfnin kl. 15. Við grátum sárt núna, en ég veit að við grátum vegna þess sem áður gerði okkur hamingjusöm. Eins og segir í Spámanninum eftir Kahlil Gi- bran: Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Minningarnar um ömmu Grétu munu lifa með mér alla tíð. Hún fylgdist alltaf vel með öllu sem ég gerði og hafði mikinn áhuga á lífi mínu. Spurði alltaf frétta af hvernig gengi í skólanum, fótboltanum og af vinum mínum. Amma var snillingur í höndunum og við Fannar Þór nutum góðs af því í ótal lopapeysum, húfum og vett- lingum. Ein uppáhalds flíkin mín er fallega lopahettupeysan sem amma sló í gegn með fyrir nokkrum árum. Margir hafa dáðst að henni og ófáir fengið að máta. Síðan þá hafa marg- ar svipaðar peysur verið prjónaðar fyrir fjölskyldu og vini. Amma sá mér fyrir lesefni frá því ég man eftir mér og kenndi mér að meta bækur. Ég fékk alltaf bækur á jólum, afmælum og við önnur tæki- færi. Þegar ég var lítil í Danmörku sá hún fyrir því að alltaf væri til nægt íslenskt lesefni fyrir mig. Amma hafði ótrúlega gaman af því að gefa gjafir og notaði hvert tæki- færi til þess. Ég keypti gamla bílinn hennar um það leyti sem ég varð 17 ára. Ekki þurfti ég nú að greiða mik- ið fyrir bílinn en rétt eftir að ég hafði greitt uppsett verð laumaði amma til mín helmingnum aftur. Amma og afi eiga fallegt heimili sem amma sá um að væri ótrúlega snyrtilegt og alltaf eitthvað gott á boðstólum. Það er skrítið að koma þangað núna og horfa á prjónana liggja í körfunni. En ég veit að nú líð- ur henni vel, hún hefur fengið hvíld eftir erfið veikindi. Við hin munum passa afa og hvert annað. Sunna Rut. Gréta amma var mjög skemmtileg og góð. Við áttum margar góðar stundir saman og ég á margar góðar minningar um ömmu. Þegar ég var lítill og var að segja ýmsa lélega brandara þá hló hún alltaf. Ég á margar lopapeysur og húfur sem hún prjónaði handa mér. Hún hafði trú á að ég yrði mikil prjónamann- eskja eins og hún. Einu sinni þegar mamma og pabbi voru í útlöndum og amma og afi pössuðu okkur þá prjón- uðum við bæði alla helgina. Hún var mjög stolt af mér og Sunnu Rut og hafði alltaf mikla trú á okkur. Ég á eftir að sakna ömmu Grétu mikið og ég mun alltaf muna eftir henni. Fannar Þór. Við andlát Grétu, minnar elsku- legu systur, koma í hugann minn- ingabrot frá liðnum árum. Við höfum verið svo nátengdar allt frá því að ég fékk hana í fangið nýfætt telpukríli, fyrir tæpum 60 árum, en þá var ég 9 ára og Baldur bróðir 5 ára. Við eign- uðumst síðar þrjá bræður, Þorstein, Jóhann og Ægi, og var því mjög líf- legt á heimilinu þegar við systkinin vorum orðin sex. Það kom því í minn hlut að gæta systur minnar og má því segja að við höfum gætt hvor að hvor að annarri alla tíð síðan. Hún passaði börnin mín á sumrin og alltaf þegar á þurfti að halda, hún var góð frænka. Fyrr en varði var hún vaxin úr grasi. Ég minnist þess er hún fór í siglingu með Heklunni til Kaup- mannahafnar með vinkonum sínum. Eitthvað var leiðin lengri til skips en venjulega í Köben, Gréta með stóran bangsa í fanginu, sem vældi allt hvað af tók á leiðinni, og tvö lukkutröll í töskunni. Þetta voru gjafir handa börnunum mínum. Ég sé hana einnig fyrir mér í bleikri sumarkápu með hvíta tösku og fannst mér hún mjög flott. Kaflaskipti urðu í lífi Grétu þegar hún kynntist Hrólfi, sínum ágæta eiginmanni, og féll hann vel inn í hópinn. Við höfum í gegnum árin ferðast mikið saman vítt og breitt um há- lendi Íslands og marga fallegustu staði á landinu, á æskuslóðir pabba okkar vestur á Þingeyri og margt fleira sem of langt er upp að telja. Og síðast en ekki síst ótal ferðir í sum- arbústaðinn okkar. Síðastliðið sumar buðu þau Gréta og Hrólfur okkur í yndislega vikuferð til Akureyrar og var það okkar síðasta ferð saman. Systir mín var gæfumanneskja, það sýndi sig best í veikindum henn- ar hversu góðan mann og börn hún átti, að ógleymdum barnabörnunum, þeim Sunnu Rut og Fannari Þór, sem voru augasteinar ömmu sinnar og var hún mjög stolt af þeim. Elsku Hrólfur, Hildur, Raggi, Smári, Elísabet, Sunna Rut og Fannar Þór, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar frá okkur Eiríki. Þegar sumarsólin blíð signir haf og grundir, þá man ég löngu liðnar tíð, og ljúfar, horfnar stundir. (Elín Eiríksdóttir frá Ökrum.) Elsku systir, takk fyrir allt. Guð geymi þig. Þín systir Eyrún. Það var stoltur sonur sem kynnti tilvonandi tengdadóttur okkar hjónanna, Hildi, fyrir um tveimur áratugum. Með henni hófust kynnin af Grétu og Hrólfi á Álftanesinu. Kynnin byrjuðu hægt en jukust þeg- ar sonardóttirin, Sunna Rut, fædd- ist. Þegar litla fjölskyldan fluttist til Danmerkur árið 1992 var fastur lið- ur hjá foreldrunum að sameinast um pakkasendingar, einkum um jól. Fjölskyldan stækkaði meðan á Dan- merkurdvölinni stóð, Fannar Þór kom í heiminn, og stefnan tekin heim. Frá þeim tíma hefur það verið hefð hjá Hildi og Ragga að bjóða for- eldrum sínum heim á aðfangadags- kvöldi, ekkert ár hefur fallið úr. Þar hafa mæst fjórar kynslóðir þegar best hefur látið. Þrátt fyrir veikindi Grétu, sem hófust fyrir um 6 árum hefur hún ávallt mætt. Hún er minnisstæð ferðin sem stórfjölskyldan fór fyrir allmörgum árum um Suðurlandið í boði Hrólfs og Grétu; fararskjótinn sérinnrétt- aður húsbíll, stolt húsbóndans, og veitingar framreiddar af Grétu. Um kvöldið grillað í fallegu veðri. Í slíkri ferð styrkjast böndin. Það var aðdá- unarvert að fylgjast með Grétu í bar- áttunni við illvígan sjúkdóm síðustu árin. Alltaf jákvæð og gefandi, aldrei heyrði maður hana kvarta, hún var hetja. Við hjónin heimsóttum hana helgina fyrir páska. Það var engin breyting á jákvæði Grétu. Ekki átt- um við von á því að þetta yrðu síð- ustu samfundirnir. Elsku Hrólfur, Hildur og Ragnar Þór, Smári og Elísabet, Sunna Rut og Fannar Þór, systkini hinnar látnu. Við fráfall ykkar ástkæru Grétu sendum við hjónin okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Minningin um yndislega konu lifir. Emil og Birna. Hún Gréta mágkona mín er látin, á besta aldri. Hún hefði orðið sextug á annan í hvítasunnu, hinn 28. maí nk. Hún var búin að berjast lengi við hvítblæði. Allir vonuðu og trúðu að hún myndi læknast og eiga nokkur góð ár enn og því vildi ég einnig trúa. Gréta var alltaf jákvæð og vongóð þegar ég talaði við hana. Bæði var að ég veit að hún barðist og henni var óljúft að láta í minni pokann og svo hitt að hún hafi ekki alltaf sagt alveg allan sannleikann um líðan sína. Hún var þannig, að vilja ekki íþyngja öðr- um með sínum áhyggjum. Þannig var hún, fórnfús, lítillát og hæglát og lengst af sagði hún að þetta hlyti að lagast. Stundum sagði hún að bless- aðir læknarnir gætu farið að verða þreyttir á sér og það lýsir henni svo vel, einmitt það um að Gréta vildi ekki láta hafa mikið fyrir sér þó að hún væri alltaf boðin og búin til að hjálpa öðrum. Eftir síðustu áramót fór að halla undan fæti. Við erum svo þakklát og glöð að hún skyldi geta komið í fjölskyldujólaboðið um síð- ustu jól og hún var svo ánægð sjálf að fá að hitta alla fjölskylduna þótt hún væri mjög lasburða en ekki kvartaði hún. Fyrir um mánuði virt- ist nokkuð ljóst hvert stefndi. Lækn- arnir voru búnir að gera allt sem hægt var en þrekið virtist á þrotum. Hún hefði átt skilið að lifa mörg ár í viðbót með Hrólfi sínum, börnum og barnabörnum og ferðast sem hún hafði svo mikið yndi af. En að kvöldi annars páskadags kom kallið. Það var högg, þungt högg. Þrátt fyrir vitneskju um gang mála var það afar sárt. Ég var ekki tilbúin tíðindunum frekar en aðrir en því verður ekki breytt. Hún og Hrólfur höfðu mikinn áhuga á ferðalögum, bæði innan- lands og utan. Þau voru búin að fara nokkrar bændaferðir sér til mikillar ánægju og þó svo hún hefði einmitt veikst í einni slíkri ferð aftraði það henni ekki frá að fara aftur og aftur. Í ágúst sl. fór hún í sína síðustu og gekk sú ferð vel, sagði að sér hefði liðið vel í hitanum. En þegar heim kom veiktist hún af lungnakvefi og varð aldrei vel frísk eftir það. Við Jói vorum nágrannar hennar og Hrólfs í nítján ár á Álftanesinu. Ég man þeg- ar hún kom í heimsókn á góðviðr- isdögum og við drukkum kaffi og meððí á veröndinni á meðan við sól- uðum okkur, oft var tengdamamma líka, og krakkarnir léku sér á túninu. Ég man líka þegar við hittumst á miðjum degi ásamt tengdamömmu og Guggu svilkonu og leigðum okkur Dallas-spólu, því þá var hætt að sýna þættina í sjónvarpinu en við máttum ekki missa úr þátt. Þá var nú gaman að lifa og svo ótrúlega stutt síðan. Stundum hittumst við í sumarbú- staðnum hjá Eyrúnu og Eiríki, þá var alltaf mikið spjallað, grínast og hlegið. Gréta var svo hress og skemmtileg í góðra vina hópi, og það er mikill söknuður hjá okkur fjöl- skyldunni við fráfall hennar. Dætur okkar Jóa, Nína og Sigrún, sakna hennar sárt því hún var þeim mikil uppáhaldsfrænka. Gréta var mjög spennt þegar ég sagði henni að Sig- rún og Ívar ætluðu að gifta sig hinn 26. maí, tveimur dögum fyrir sex- tugsafmælið hennar. Öll vonuðum við að hún yrði með okkur þá, en ég er viss um að hún verður þar í anda og gleðst með okkur. Megi góður Guð styrkja Hrólf, en hann hefur stutt Grétu í baráttunni frá upphafi og ekki vikið frá henni. Megi góður Guð styrkja Hildi, Smára og fjöl- skyldur þeirra í sorg þeirra og missi. Minning hennar mun vera ljós í lífi þeirra og okkar allra um ókomin ár. Blessuð sé minning hennar. Alda mágkona. Þegar ég hugsa til hennar Grétu kemur upp í hugann mynd af mis- kunnsama Samverjanum. Fyrir rúmum tveimur árum stóðum við foreldrar nokkurra mánaða barns frammi fyrir veikindum beggja for- eldra svo við þurftum mjög skyndi- lega aðstoðarmanneskju inn á heim- ilið. Það var búið að leita aðstoðar víða þegar Gréta kom inn í myndina. Eina sem hún þekkti til okkar var að við vorum nágrannar dóttur hennar, ekki í fámennu þorpi úti á landi held- ur í henni miðri Reykjavík. Í heilan mánuð keyrði hún sig frá Hafnarfirði daglega til þess að annast litla barnið okkar, hann Þorgeir, sem hún kunni engin skil á fyrir en annaðist hann sem hann væri hennar eigið barna- barn. Þessi hjálp hennar Grétu var okkur fjölskyldunni mikilvægari en nokkur orð fá lýst, hvað þá að hægt væri að gjalda greiðann nógsamlega í formi peninga. Slík hjálpsemi við náungann er verðmætari en dýrasti demantur og lýsir vel hvaða mann- eskju Gréta hafði að geyma. Kær- leikur og væntumþykja fyrir náung- anum er líka greinilega fjölskyldunni hennar Grétu í blóð borin, því höfum við fengið að kynnast hjá Hildi dótt- ur hennar og barnabörnum Sunnu og Fannari. Okkur langar að senda öllum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur með þessu orðum úr Háva- málum með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni Grétu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Sigrún, Bjarni Þór, Kristín Heiða og Þorgeir. Annað fólk kemur og fer og þú lætur það þér í léttu rúmi liggja, en þegar þessir sönnu vinir koma birtir yfir öllu og lífið fær nýjan svip, blómin verða fegurri, himinninn heiðari og kvöldið hlýrra. Það er sem glaðni yfir öllu og fuglarnir syngja nýjan söng. Það varð okkur mikill harmur þegar við fréttum að stundin væri komin, þó svo að við vissum að hún væri ekki langt undan. Engu að síður var Gréta tekin burt frá okkur langt um aldur fram. Það er mikið skarð höggvið í saumaklúbbshópinn. En við munum ætíð minnast hennar sem hinnar rólegu, yfirveguðu og nær- gætnu manneskju sem við þekktum best. Megi minning hennar lifa í brjóst- um okkar sem eftir standa. Við mun- um alltaf minnast allra samveru- stunda okkar í sumarbústöðum sem og annars staðar, frá okkar fyrstu kynnum. Megi góður Guð styrkja Hrólf, börnin þeirra Hildi og Smára og þeirra fjölskyldur, auk annarra ætt- ingja hennar og vina, á þessari sorg- arstund. Hvíl í friði, elsku Gréta. Svanhvít, Örn, Ásta, Grétar og Sesselja. Gréta Sædís Jóhannsdóttir REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR SÆMUNDSSON frá Neðra-Haganesi, Ferjubakka 6, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala á Landakoti laugar- daginn 14. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Sigrún Finnsdóttir, Linda Salbjörg Guðmundsdóttir, Bergur Gíslason, Edda Herdís Guðmundsdóttir, Hörður Kvaran, Alda Björk Guðmundsdóttir, Hrannar Örn Hauksson og barnabörn. ✝ Elskaður sambýlismaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL HALLDÓRSSON, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugar- daginn 14. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Ragnheiður Kristjánsdóttir, Þórhallur Pálsson, Guðný Þuríður Pálsdóttir, Halldóra Pálsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.