Morgunblaðið - 17.04.2007, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.04.2007, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristján Ágústs-son fæddist í Hjallabúð á Snæ- fellsnesi 1. júlí 1923. Hann lést þriðjudag- inn 10. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Lilja Kristjánsdóttir, f. 22. október 1896, d. 29. nóvember 1981, og Ágúst Jóhannes- son, f. 6. ágúst 1988, d. 28. júní 1993. Systkini Kristjáns voru: Aðalbjörg, f. 3. september 1920, d. 7. febrúar 2003, Sigurlín, tvíburasystir hans, f. 1. júlí 1923, d. 29. september 2003, Bjarni, f. 14. febrúar 1925, d. 9. ágúst 2004, og Hilmar, f. 16. mars 1928, d. 3. apríl 1970. Kristján kvæntist árið 1945 Gunnþórunni Gyðu Sigurjóns- dóttur, f. 8. júní 1925. Þau slitu samvistir. Sonur þeirra er Gunnar Geir, f. 3. september 1944, kvænt- ur Arndísi Magnúsdóttur, þau eiga tvö börn, Þóru, f. 1968 og Kristján, f. 1970. Gunnar Geir á einnig Ástu og Böðvar Þóri, bæði fædd 1966. Barnabarnabörn Kristjáns eru ellefu. Árið 1950 kvæntist Kristján Sig- rúnu Guðmundsdóttur, f. 29. júlí 1922, d. 26. maí 1991. Sonur þeirra var Erling Már, f. 11. febrúar 1952, d. 17. mars 1981. Sambýliskona Erlings var Margrét Baldursdóttir. Son- ur hennar og fóstur- sonur Erlings er Unnar. Sambýliskona Kristjáns í tíu ár var Brynhildur Guð- mundsdóttir, f. 15. mars 1930, d. 5. september 2002. Kristján var við nám í Vélskólanum og stundaði sjó- mennsku í nokkur ár á togurunum Júpiter og Haukanesi frá Hafnar- firði. Eftir það sneri Kristján sér að verslun og viðskiptum sem urðu hans aðalstarf upp frá því. Hann rak um skeið verslun á Klapparstíg í Reykjavík. Árið 1954 fluttist hann og kona hans Sigrún búferlum til Banda- ríkjanna og bjuggu þar í allmörg ár. Þar var Kristján við akstur hjá Loftleiðum, jafnframt því sem hann stundaði viðskipti og rak samhliða umboðs- og heildversl- unina Brimnes í félagi við Hilmar bróður sinn í Reykjavík. Eftir að heim kom hélt hann þeim rekstri áfram. Kristján verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Kristján Ágústsson, eða „nafni“ eins og við kölluðum alltaf hvor ann- an, kom inn í líf okkar þegar mamma, Brynhildur Guðmundsdóttir, þá ekkja til 9 ára, kynntist honum árið 1991. Kristján var þá ekkjumaður og varð „vinur“ mömmu. Það var stór stund þegar hún kom með Kristján í heimsókn til okkar og kynnti „vin“ sinn fyrir okkur Guðrúnu. Ég segi „vin“, en það er einmitt það sem þau voru hvort öðru, alltaf mjög góðir vin- ir. Þau 11 ár sem þau áttu saman voru þeim báðum mjög mikilvæg. Þau ferðuðust mikið saman og virtu skoð- anir hvort annars til lífsins. Þau hófu búskap í íbúð mömmu í Ljósheimum 6 og dvöldu síðan lang- dvölum í Orlando í íbúð Kristjáns yfir vetrartímann. Kristján var mikill „sjentilmaður“, alltaf fínn í tauinu, snyrtilegur og áberandi þar sem hann kom. Það var gaman að heimsækja þau til Orlando og sjá hvað þeim leið vel saman. Að ræða „business“ við „nafna“ var einnig mjög skemmtilegt. Hann var mikið í viðskiptum á yngri árum og þá giltu allt önnur lögmál en ríkja í dag. Sögurnar frá þeim tíma voru skemmtilegar og var gaman að heyra hann segja frá þeim tíma og upplifa hvernig menn þurftu að hafa fyrir hlutunum í þá daga. Aðdáunarvert var að fylgjast með Kristjáni, hvað hann var natinn og hlýr við systur mína, hana Gauju, sem var þroskaheft, og studdi hann mömmu í umönnun hennar og ekki síst við andlát hennar árið 1999. Við Guðrún viljum einnig þakka Kristjáni fyrir alla þá umhyggju og hlýju sem hann sýndi mömmu þegar hún gekk í gegnum sín erfiðu veik- indi. Þó svo að Kristján hafi um margt „verið fyrir sig“, eða eins og hann sagði sjálfur að hann vildi ekki vera að „involvera“ sig of mikið í hlutina, þá var hann alltaf mjög þakklátur fyr- ir það sem fyrir hann var gert. Fjölskyldan er þakklát fyrir þann tíma sem mamma og Kristján áttu saman og við vitum að þau hafa gefið hvort öðru mikið þessi ár. Því miður missti Kristján heilsuna eftir að mamma dó árið 2002 og má segja að hann hafi verið hvíldinni feg- inn. Elsku Kristján, hafðu þökk fyrir allt og allt. Kristján S. Sigmundsson. Við fráfall okkar ástkæra föður- bróður, Kristjáns Ágústssonar, hrannast upp ljúfar minningar um hjartagóðan og yndislegan mann. Þegar við vorum að alast upp, unnu þeir bræður, faðir okkar Hilmar og Kristján náið saman. Þeir ráku sam- an umboðs- og heildsölu. Kristján varð fljótlega órjúfanlegur hluti til- veru okkar. Hann var glæsilegur maður og í æskuminningunni stafaði af honum mikill ævintýraljómi, sérstaklega vegna þess að hann dvaldi lengi í Bandaríkjunum vegna starfa sinna við fyrirtæki þeirra bræðra. Það voru ávallt stóreygar og spenntar frænk- ur, sem tóku á móti frænda sínum, þegar hann kom í stuttar heimsóknir til landsins. Á þessum árum var það hulið ævintýraljóma að eiga frænda sem bjó í Bandaríkjunum og auðvitað gerðum við mikið úr því. Það gerði hann að heimsmanni í okkar huga. Hann kom oft færandi hendi og komu þær sér vel Wrangler-gallabuxurnar, sem hann hafði umboð fyrir í áratugi. Við fráfall föður okkar, er við vor- um enn á unglingsaldri, reyndist hann okkur einstakur vinur, alltaf boðinn og búinn til að aðstoða okkur á allan hátt. Það var mikil tilhlökkun á hverjum sunnudagsmorgni, þegar dyrabjallan hringdi stundvíslega kl. 10.00 og Kristján var mættur í heim- sókn til að fylgjast með okkur og at- huga hvort okkur vanhagaði um eitt- hvað. Þessum sið viðhélt hann í langan tíma. Þá var oft mikið hlegið, því Kristján hafði einstaklega létta lund og fáir áttu betra með að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Hann var ráðagóður og vildi hvers manns vanda leysa. Enginn fór bón- leiður til búðar þegar frændi okkar var annars vegar. Það var meira virði en orð fá lýst að vita af þessum stuðn- ingi sem hann var okkur. Hann var ræktarsamur við okkur systurnar og spurði okkur oft og mikið fram á sinn síðasta dag, hvað væri að frétta af okkur og börnum okkar og hvernig okkur gengi á lífsins vegi. Kristján var giftur Sigrúnu (Gógó) til margra ára og var það þeim hjón- um reiðarslag þegar einkasonur þeirra féll frá langt fyrir aldur fram. Erling var efnilegur maður og afar myndalegur. Nokkrum árum seinna missti hann svo Sigrúnu. Kristján var svo heppinn að eiga nokkur dýrmæt og góð ár með ást- kærri sambýliskonu sinni Brynhildi. Þau voru miklir vinir og ferðuðust saman þar til hún féll frá. Eftir fráfall hennar fóru erfið veikindi að gera vart við sig. Hann var orðinn einn eftir af fimm systkina hópi og var það honum erf- itt, þar sem hann var mjög tengdur systkinum sínum. Það var Kristjáni frænda mikil blessun að njóta stuðnings sonar Brynhildar, Kristjáns Sigmundsson- ar, sem var honum stoð og stytta öll síðustu æviárin. Við viljum við leið- arlok frænda okkar færa Kristjáni og konu hans, Guðrúnu hjartans þakkir fyrir þann einstaka kærleika, sem þau sýndu honum.Við vottum einnig syni hans Gunnari Geir og hans fjöl- skyldu samúð okkar. Á kveðjustund er okkur systrunum efst í huga endalaust þakklæti fyrir að hafa átt svona góðan frænda og fyrir ást hans og umhyggju alla tíð. Við biðjum algóðan Guð að blessa hann og fullvissa hjartans er sú að góðir menn ganga alltaf á Guðs veg- um. Hildur, Lilja og Helga Hilmarsdætur. Í dag verður til moldar borinn Kristján Ágústsson, frændi minn, eða Diddi frændi eins og við vorum vön að kalla hann. Hann hafði verið heilsu- veill síðustu mánuðina og lá undir það síðasta á Landspítalanum. Daginn fyrir andlátið hafði ég litið til hans og átt með honum góða stund. Diddi var tvíburabróðir móður minnar, Sigurlínar, og voru þau einkar samrýnd í gegnum lífið, svo sem tvíbura er háttur. Hann kom því oft heim til okkar á Hringbrautina í Hafnarfirði og eru þær heimsóknir eftirminnilegar enda var mikið skraf- að og hlegið. Þegar horft er til baka er margs að minnast. Það þótti mikið ævintýri að heimsækja þau Sigrúnu Guðmunds- dóttir, eða Gógó, eiginkonu hans, og Erling, son þeirra, á Lynghaga 2 í Reykjavík. Þau voru þá nýflutt frá Bandaríkjunum eftir margra ára dvöl. Við Erling vorum jafngamlir og höfðu honum áskotnast leikföng og munir sem við sem heima sátum gát- um einungis látið okkur dreyma um. Þar var því margt spennandi að sjá og upplifa. Síðan komu þeir feðgar iðu- lega til Hafnarfjarðar, þar sem ég var fenginn til að sýna Erlingi hvernig veiða skyldi marhnút og annað bryggjufang. Eitt erfiðasta mótlæti sem þau Diddi og Gógó gengu í gegn- um í lífinu var fráfall Erlings, árið 1981. Diddi var myndarlegur og vel gef- inn maður. Hann var stórhuga og hafði ævinlega einhverjar áætlanir á prjónunum. Hann fékk mig til að að- stoða sig þegar áform voru uppi um að setja á stofn stálverksmiðju á Ís- landi. Þegar þær fyrirætlanir voru í undirbúningi fórum við m.a. saman á samningafund til Lundúna. Sú ferð verður mér ævinlega minnisstæð, ekki hvað síst vegna þess hve vel hann kom máli sínu og skoðunum á framfæri við erlenda fjárfesta; þar var hann augljóslega á heimavelli. Reyndar fór það svo að stálverk- smiðjan varð aldrei að veruleika, þrátt fyrir háar hugmyndir og mikla vinnu. Má segja að þetta ævintýri hafi reynst Didda dýrkeypt því hann varð aldrei samur maður eftir. Eftir að Gógó dó, 1991, átti Diddi því láni að fagna að kynnast einstæðri konu, Brynhildi Guðmundsdóttur, og varð hún sá sólargeisli, sem gaf hon- um aftur þann lífskraft sem honum var eðlislægur. Þau áttu saman 10 ára farsælar samvistir. Í raun má segja að eftir andlát Brynhildar, árið 2002, hafi Diddi frændi vart litið glaðan dag. Og á þeim árum sem í hönd fóru reyndust Kristján Sigmundsson, son- ur Brynhildar, og Guðrún, kona hans, honum einstaklega vel og kunni Diddi vel að meta það. Megi algóður guð blessa minningu Kristjáns Ágústssonar. Ársæll Guðmundsson. Kristján Ágústsson, sá elskulegi maður, er farinn yfir móðuna miklu. Ég veit að hann er kominn á góðan stað þar sem vel verður tekið á móti honum. Ég kynntist Kristjáni þegar hann og Brynhildur heitin amma mín kynntust á efri árum. Það var ynd- islegt að fylgjast með því hvað ömmu minni leið vel í návist hans, hún varð ung á ný. Þau ferðuðust mikið og áttu þau sér sælureit á Flórída þar sem þau eyddu lunganum af árinu. Krist- ján var mjög góður við okkur barna- börnin hennar ömmu, hann spurði okkur ávallt hvað við værum að gera og hvernig okkur gengi. Minningin um Kristján mun ávallt lifa með okk- ur. Kveðja Elín Ósk Guðmundsdóttir. Kristján Ágústsson ✝ Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýnt hafa hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og bróður, TORFA B. TÓMASSONAR stórkaupmanns, Tjarnarbóli 10, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki blóðskilunar- deildar og deildar 13E á Landspítalanum fyrir einstaka umönnun og nærveru. Anna Ingvarsdóttir, Sigríður María Torfadóttir, Arinbjörn V. Clausen, Tómas Torfason, Karen Bjarnhéðinsdóttir, Anna Marsý, Rakel, Jens Pétur, Torfi, Ásthildur Tómasdóttir Gunnarsson. ✝ Ástvinir þakka auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, afa og langafa, SIGURFINNS ÓLAFSSONAR, Sólheimum, Kleifum, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar FSA fyrir góða umönnun. Guð vaðveiti ykkur öll. Svana S. Jónsdóttir, Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir, Vilhjálmur Hróarsson, Þorvaldur Héðinn Einarsson, Matthildur Jónsdóttir, Ásgerður Einarsdóttir, Finnur Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU SIGURÐARDÓTTUR, Tjarnarbraut 21, Hafnarfirði. Sigurður Haraldsson, Friðbjörg Haraldsdóttir, Örn S. Jónsson, Sigrún Haraldsdóttir, Hjalti Zóphóníasson, Haraldur Á. Haraldsson, Sigurveig Úlfarsdóttir, Kristján Haraldsson, Arndís Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi. Innilegar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar- innar á Hvammstanga fyrir góða umönnun. Þórdís, Sigríður, Steinunn, Loftur, Kristín og Guðrún Guðjónsbörn og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eig- inkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Lækjarbrún 3, Hveragerði, sem lést laugardaginn 7. apríl. Aðalsteinn Steindórsson, Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir, Þórkatla Aðalsteinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.