Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ „FYNDNASTA SPENNUMYND ÁRSINS“ - GQ eeee - LIB Topp5.is V.I.J. Blaðið Vinkona hennar er myrt og ekki er allt sem sýnist Magnaður spennutryllir með súperstjörnunum Halle Berry og Bruce Willis ásamt Giovanni Ribisi Hve langt myndir þú ganga? Frábær gamanmynd fráleikstjóra Old School með Billy Bob Thornton og Jon Heder úr Napoleon Dynamite. Of góður? Of heiðarlegur? Of mikill nörd? Bardagafimu skjaldbökurnar eru mættar aftur í flottustu ævintýrastórmynd ársins Sími - 564 0000Sími - 462 3500 eee “Sólskin er vel þess virði að sjá.” H.J. MVL “Besta sci-fi mynd síðustu tíu ára.” D.Ö.J. Kvikmyndir.com eeee “Magnþrunginn spennutryllir og sjónarspil sem gefur ekkert eftir” - V.J.V. Topp5.is SÓLIN ER AÐ DEYJA. ER HÆGT AÐ BJARGA HENNI? ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA... ...Á STÆRÐ VIÐ HNETU! eee Ó.H.T. Rás2 Perfect Stranger kl. 8 og 10:10 B.i. 16 ára Hot Fuzz kl. 10 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 6 School For Scoundrels kl. 8 TMNT kl. 6 B.i. 7 ára Perfect Stranger kl. 5.30, 8, og 10.30 B.i. 16 ára Perfect Stranger LÚXUS kl. 5.30, 8, og 10.30 Mr. Bean’s Holiday kl. 5, 7, 9 og 11 Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 4 Sunshine kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára TMNT kl. 4, 6 og 8 B.i. 7 ára School for Scoundrels kl. 10 - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir - Verslaðu miða á netinu Einn merkasti og óvenjuleg-asti rithöfundur 20. ald-arinnar, Bandaríkjamað- urinn Kurt Vonnegut jr., er fallinn frá og skilur eftir sig auðlegð ein- stæðra bókmenntaverka sem munu halda nafni hans lengi á lofti. Flest- ir lesendur skáldsins skiptast í tvo hópa, þá sem dýrka þennan svart- sýna háðfugl, bölsýnismann og húmanista, eða þola hann yfir höfuð ekki.    Þegar hefur rithöfundarinsVonnegut verið minnst, enverk hans voru einnig upp- spretta allnokkurra kvikmynda og sjónvarpsmynda. Þær eru flestar minnisstæðar, en því miður oftar á neikvæðum forsendum. Líkt og bókmenntirnar eru myndirnar margar hverjar sérstæð furðuverk, ekki aðeins sakir absúrd upprun- ans, sem nánast er útilokað að festa á filmu, heldur fór flest í handaskol- um hjá kvikmyndagerðarmönn- unum þegar þeir ætluðu sér þá dul að nálgast inntak bókanna. Fyrsta verkið sem reynt var að hemja undir kvikmyndaformið, Happy Birthday, Wanda June (’71), varð, í höndum Marks Robson, gjör- samlega mislukkuð gamanmynd. Hvergi bólar á satírunni um karl- rembuna og veiðimanninn (Rod Steiger), sem kemur heim eftir margra ára veiðiferð til að komast að því að á meðan hann gamlaðist í frumskóginum hafði konan hans unnið í sínum málum með góðum árangri.    Slaughterhouse Five (’72), erlangbesta kvikmyndagerð verka höfundarins, þó ekki sé hún gallalaus. Hér segir af Billy Pilgrim (Michael Saks), einni kunnustu sögupersónu ofanverðrar síðustu aldar. Í fortíðinni sem stríðsfanga undir loftárásunum í Dresden, sem hann flýr inn í framtíðina í faðm hinnar unaðslegu Montana Wild- hack (Valerie Perrine), á plán- etunni Tralfamadore. Þá sjáum við inn í líf hans sem miðaldra gler- augnasmiður í borgarúthverfi sam- tímans. George Roy Hill tekst best upp að góma anda bókarinnar á Tralfamadore, samtíminn á drep- fyndna spretti, en myndin virkar síður sem heild. Erfiðleikarnir að flytja brot- hætta, bókmenntalega furðuheima Vonneguts yfir á hvíta tjaldið, krist- allast í Slapstick (Of Another Kind) (’81). Jerry Lewis er eftirminnilega skelfilegur, kvikmyndagerð Ste- vens Paul er hroðvirknisleg og ekki við skáldið að sakast að áhorfand- inn upplifir ekkert Hi-Ho!, öðru nær. Marty sálugi Feldman lífgar örlítið upp á annars innantóm von- brigði.    Who am I This Time? (81), erstútfull af glettni og slær á rétta strengi höfundar. Christopher Walken og Susan Sarandon leika búðarloku og símamær sem vakna til lífsins þegar þau stíga á svið í áhugamannaleikhúsi. Magnaðir leikararnir njóta sín undir hand- leiðslu Jonathans Demme, sem leik- stýrði þessari fáséðu sjónvarps- mynd – sem var sýnd á RÚV á sínum tíma. Síðasta kvikmyndagerðar- tilraunin var Breakfast of Cam- pions (’99), framin af öðrum sérvitr- ingi, Alan Rudolph. Hann kallaði m.a. til hóp úrvals leikara sem allir gera sitt besta, en það dugar ekki til. Bókin er óspör á þjóðfélags- gagnrýnina, en er jafnan kaldhæð- in, bráðskemmtileg og umhugs- unarverð þrátt fyrir bölsýnina. Þennan jaðarheim nálgast Rudolph með yfirleitt slæmum afleiðingum sem enda í farsakenndu morg- unmusli.    Nú er höfðinginn horfinn ábraut og vonandi fluttur til sinnar ómótstæðilegu Montana á Tralfamadore. Sem vekja upp skemmtilega minningu tengda skáldinu, sem ég uppgötvaði á Mæj- orka af öllum stöðum. Það var um miðjan áttunda áratuginn, á meðan alvöru bókabúðir þrifust á sólar- ströndum og vinkonur mínar, mæðgurnar í Brekkunni, áttu jafn- an nokkra rekka af öðru efni en metsölubókum. Þar datt ég fyrst niður á Fuglafit – Cat’s Cradle, sem er öllum þeim kostum búin að gera lesandann að forföllnum Vonnegut- aðdáanda. Í hverju fríi las ég ein- ungis Vonnegut, það var löngu orð- in hefð þegar ég mætti í búðina einn morguninn, nýlentur þar syðra. Eftir að hafa heilsað upp á mæðgur spurði ég hvað væri títt af Kurt, sem þær áttu jafnan á boðstólum. „Það er nú það,“ svaraði sú eldri og gjóaði vandræðalega á mig aug- unum í gegnum þykk flöskubotna- gleraugun, „Hann Kurt er fluttur.“ „Hvað áttu við?“ spurði ég hvumsa, og leið eins og sögu- persónu í súrrealískum heimi ein- hverrar undrasmíðar eftirlætishöf- undarins. „Hann er fluttur niður á horn,“ sagði sú gamla, og bætti ekki úr skák. Allt í einu kviknaði á perunni, ég minntist litla, þýska ljósmyndavéla- salans sem höndlað hafði við hliðina á bókabúðinni árum saman. Kurt er fluttur » Þegar hefur rithöf-undarins Vonnegut verið minnst, en verk hans voru einnig upp- spretta allnokkurra kvikmynda og sjón- varpsmynda. Þrír góðir Kurt Vonnegut, Bruce Willis og Alan Rudolf sem leikstýði Willis í myndinni Breakfast of Champions. saebjorn@heimsnet.is AF LISTUM Sæbjörn Valdimarsson TÓNLIST Gus Gus – Forever  ÞAÐ er fyrirsjáanleikinn sem ger- ir Forever heillandi. Dynurinn af dansgólfinu leggur leið sína inn í stofu án þess að vera of framandi og erfiður. Á síðustu plötu sinni, Attention, lögðu Gus Gus fram breytta stefnu frá fyrri tíð. Tón- listin hafði þróast úr fjölbreyttri raftónlist yfir í dansvænni og þétt- ari takta. Forever er steypt í sama mót. Mörg laganna eru mjög góð. Sérstaklega „Moss“ sem er flutt og samið af Daníel Ágústi Haraldssyni. „Hold You og „Need in Me“ eru einnig ágæt, klassísk Gus Gus lög – eiginlega eðlilegt framhald af Attention. Einnig má nefna „Mallflowers“, það er sér- lega skemmtilegt, draumkennt og dansvænt. Það eru fáir veikir punktar á plötunni, ef einhverjir eru þá þyk- ir mér það helst vera lagið „If You Don’t Jump (You’re English)“. Það kæmi mér reyndar ekki á óvart ef það fengi talsverða spilun. Það stingur í stúf þótt fagmann- lega sé unnið. Platan er því ekki jafn þétt og ég hafði búist við. Sum laganna eru einfaldlega ekki jafn aðgengileg og önnur og skapa því ekki jafn góða heildarmynd og mér fannst Gus Gus takast á Att- ention. Þrátt fyrir að hljómur For- ever sé ekki sérstaklega framandi spillir það ekki fyrir þeim. Gus Gus hafa frekar að kosið að finna sér stefnu sem hentar þeim. Það er ekki mörgum sem tekst að gera það jafn vel og þessari hljómsveit. Þau hreyfa sig fagmannlega innan sinna sjálfsköpuðu viðja. Þeim hefur tekist að skapa sinn eigin hljóm, halda sig við hann og gera það vel. Helga Þórey Jónsdóttir Að eilífu Gus Gus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.