Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 35 Dagur umhverfisins Miðvikudaginn 25. apríl fylgir Morgunblaðinu blaðauki í tengslum við Dag umhverfisins. Dagur umhverfisins verður að þessu sinni tileinkaður sjálfbærri orku og loftlagsmálum Meðal efnis er: • Stefnumótun og starfsemi íslenskra yfirvalda í loftlagsmálum • Útflutningur íslenskra fyrirtækja og félaga á hugviti, tækni og þekkingu á sviði endurnýjanlegra orkulinda • Framleiðsla og notkun umhverfisvæns eldsneytis • Vænlegar leiðir til að binda gróðurhúsalofttegundir • Umhverfis- og vistvæn ökutæki • Umhverfisvænar afurðir • Orkunotkun og möguleikar til orkusparnaðar og margt fleira fróðlegt Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16 föstudaginn 20. apríl Krossgáta Lárétt | 1 öreiga, 8 guð, 9 kaðallinn, 10 kraftur, 11 dregur með erf- iðismunum, 13 hagnaður, 15 fjöturs, 18 lygi, 21 verkur, 22 glæta, 23 kær- leikurinn, 24 húsdýrinu. Lóðrétt | 2 skoðunar, 3 kindurnar, 4 smáa, 5 kroppað, 6 pest, 7 pípur, 12 rödd, 14 stormur, 15 húsdýr, 16 ekki veik, 17 traðk, 18 ristu, 19 undir- staðan, 20 þekkt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 trúss, 4 gæfur, 7 erfið, 8 rómum, 9 arg, 11 tært, 13 hráa, 14 elfur, 15 háll, 17 ólar, 20 hræ, 22 lofar, 23 fög- ur, 24 raust, 25 rangi. Lóðrétt: 1 tregt, 2 úlfur, 3 siða, 4 garg, 5 fimar, 6 rimma, 10 rófur, 12 tel, 13 hró, 15 hólar, 16 lyftu, 18 lygin, 19 rýrði, 20 hret, 21 æfur. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert nú nokkuð laus við tafir seinustu mánaða. En um leið og þú ferð að dæma gjörðir annarra koma þær aftur. Móðurleg kvenvera segir hlutina hreint út. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú hefur sæst við hlutina sem þú ræður ekkert við. Nú er loks tími til að halda áfram. Þú þarft ekki að skríða frá brakinu. Haltu höfðinu hátt, þú laukst þínum hluta. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Er foringi fæddur? Já, þú þarft ekki að nota þvinganir til að fá fólk í lið með þér. Og sem meira er: þú getur breytt sjálfum þér í hvaða form sem er. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Að tala við sjálfan sig getur hugg- að mann jafnvel og mömmuknús. En mamma getur líka verið vond. Náðu tök- um á því sem flæðir milli eyrna þinna. Þessi rödd skilgreinir þig á alla vegu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Hljómsveitin Talking Heads söng: „Þú spyrð þig kannski: hvernig komst ég hingað?“ Þú ert líklega að upplifa það þessa dagana. Það er frábært að geta enn verið hissa á framvindu eigin lífs. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það sem þú ert hræddur við er tækifæri til að læra. Stundum eru lexíur blessanir í raun. Þú öðlast þrjár litlar blessanir í dag. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú laðar meiri hamingju inn í sam- band þitt ef þú í bænum þínum fyrir ást biður af öllu hjarta fyrir hamingju ein- hvers annars. Það mun virka fyrir þig. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú gætir skrifað bók um hvernig á að njóta sín til fulls. En þú hef- ur ekki tíma, því þú ert að upplifa það. Haltu áfram og pældu ekki í hvar þú end- ar. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Hvort ástamálin blómstra stendur og fellur með því hvort þú getur lært af gamalli reynslu. Láttu söguna kenna þér, athugaðu munstur, horfðu fram á við. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Blandan af von og lækningu sem þú ert að upplifa er ánægjuleg afleið- ing þess að þú hugsar vel um sjálfan þig. Það hefur jákvæð áhrif á samband þitt. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ert hálfdasaður eftir að hafa notað upplýsingagjafa til hins ýtr- asta. Nú er tími til að slappa af og síðan skaltu vinna úr hlutunum. (19. feb. - 20. mars) Fiskur Þegar þig þyrstir í andlegt vatn ferðu beint að þeirri uppsprettu andagift- ar sem þú kannt best að meta. Stundum er það allt sem þú þarft og hamingjan flæðir. stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rc3 e5 4. dxe5 dxe5 5. Dxd8+ Kxd8 6. Bg5 c6 7. 0– 0–0+ Rbd7 8. Rf3 Kc7 9. e3 Bb4 10. Bxf6 gxf6 11. Re4 Be7 12. Rh4 Rb6 13. Rg3 Be6 14. Rhf5 Bf8 15. b3 a5 16. Bd3 a4 17. Kb2 Ha5 18. Be4 Rd7 19. Rh5 b5 20. cxb5 axb3 21. axb3 Hxb5 22. Hxd7+ Bxd7 23. Rxf6 Staðan kom upp á alþjóðlegu minningarmóti Þráins Guðmunds- sonar sem fer senn að ljúka í Skák- höllinni í Faxafeni 12. Alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason (2.262) hafði svart gegn Jóni Árna Halldórs- syni (2.186). 23. … Bxf5! 24. Bxf5 e4! og hvítur gafst upp þar sem mannstap er óumflýjanlegt eftir 25. Bxe4 Bg7 og 25. Re8+ Kd8 26. Bxe4 Hb6. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Óupplýst drottning. Norður ♠ÁD74 ♥10432 ♦KG5 ♣75 Vestur Austur ♠965 ♠K1082 ♥– ♥KD8 ♦D83 ♦964 ♣10986432 ♣ÁDG Suður ♠G3 ♥ÁG9765 ♦Á1072 ♣K Suður spilar 4♥ Það er vitað í upphafi leiks að austur á lungann af háspilunum, því hann vakti á 15–17 punkta grandi og það eru aðeins 17 punktar „úti“. Sem sagt, rúm fyrir eina drottningu í vestur í mesta lagi. Hvernig á að spila með lauftíu út upp á ás og meira laufi? Trompið gæti verið 3–0 og það er sjálfsögð varúðarráðstöfun að spila hjartagosa að heiman í þriðja slag. Austur lendir inni og gefur minnst með því að spila hjarta til baka. Sagnhafi hleypir á tíuna í borði og notar innkom- una til að spila spaða á gosann, enda kóngurinn örugglega í austur. Þar með er málinu í raun lokið – ef austur tekur á spaðakónginn fríast tvö niðurköst og engin þörf á að hnusa eftir drottning- unni í tígli. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, er í vanda fyr-ir að hafa hyglað ástkonu sinni. Hvað heitir hún? 2 Ung fimleikakona, Fríða Rún Einarsdóttir, vannþað afrek að koma heim með sex gullpeninga á Norðurlandamóti unglinga í fimleikum. Fyrir hvaða lið keppir hún? 3 Hver var kjörinn formaður framkvæmdastjórnarSamfylkingarinnar á landsfundinum á dögunum? 4 Hver fékk flest atkvæði í miðstjórnarkjöri Sjálf-stæðisflokksins? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Fjármálaeftirlit Noregs leggst gegn því að Kaupþing eign- ist stærri hlut í fjármálafyrirtæki þar í landi. Hvaða fyr- irtæki? Svar: Store-Brand. 2. Frægur rithöfundur, Kurt Vonnegut, er látinn. Hverrar þjóðar var hann? Svar: Banda- rískur. 3. Hugleikur og Leikfélag Kópavogs sýna saman nýtt verk eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Hvað heitir það? Svar: Bingó. 4. Íslandsmeistari í sprettgöngu. Hvaðan er hún? Svar: Ísafirði. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Golli dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.