Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ BAR til árið 1988 að þing-
maður sagði af sér þingmennsku.
Þá var í lögum ákvæði um að sá
hinn sami skyldi njóta sex mánaða
biðlauna.
Þingmaðurinn, og þáverandi
forseti Sameinaðs Alþingis, Þor-
valdur Garðar Kristjánsson, vildu
vera alveg vissir í sinni sök og leit-
uðu því álits Umboðsmanns Al-
þingis, sem þá var Gaukur Jörund-
arson. Úrskurður hans var
tvímælalaus, að greiða bæri fráfar-
andi þingmanni biðlaun í sex mán-
uði.
Var nú kyrrt um hríð, eða þar til
haustið 1989 að nýr fjármála-
ráðherra tók við embætti. Hann
kom upplýsingum á framfæri um
fyrrgreinda greiðslu til þing-
mannsins. Hófst þá fjölmiðlafár og
skóku ýmsir branda sína ákaflega.
Einhverjir tilburðir urðu þá á Al-
þingi að ráða bót á þessum ófarn-
aði.
Liðu svo tímar fram.
Við þingslit á liðnu vori var birt-
ur listi yfir fjölda þingmanna, sem
létu af störfum. Kom þá í ljós að
allir nutu þeir biðlauna, og væri
annars ekki í frásögur færandi,
nema fyrir fyrrgreindan fyrirgang
um árið. Enda heyrðist ekkert
hljóð úr horni fréttamanna.
En árið 2003 urðu miklu meiri
atburðir í eftirlaunamálum.
Ríkisstjórn Davíðs og Halldórs
bar fram frumvarp til laga, þar
sem ákveðið var að þeir og þeirra
nótar skyldu njóta eftirlauna frá
56 ára aldri vegna fyrri starfa, og
skyldu þau greiðast að fullu, þótt
viðkomandi væri í öðru starfi á
vegum hins opinbera. Og á það ráð
brugðu til dæmis margir sendi-
herrar strax.
Þessi ótrúlega lagasetning, sem
fyrrverandi forsætisráðherra lof-
aði að afnema en sveik, er þeim
mun furðulegri, sem því nam, að
formenn stjórnarandstöðuflokk-
anna léðu henni fylgi sitt persónu-
lega, þótt enginn þeirra þyrði að
skrifa upp á frumvarpið, en fengju
aðra flokksmenn sína til. Við af-
greiðslu málsins flúðu Össur og
Guðjón Arnar til Englands og
Steingrímur J. á fjöll.
Frumvarpsflytjendur af hálfu
Vinstri grænna og Frjálslynda
flokksins voru látnir kalla nöfn sín
aftur af frumvarpinu, en fulltrúi
Samfylkingar neitaði, enda búinn
að fá loforð fyrir sendiherraemb-
ætti!
Það verður næsta fróðlegt að sjá
afgreiðslu nýrrar ríkisstjórnar á
þessu máli, en Samfylkingarkonan
Valgerður Bjarnadóttir hefir hing-
að til endað allar sínar greinar á
því að leggja til að þessi eftirlauna-
ósómi væri úr gildi numinn.
En sagan er ekki alveg öll. Lög-
unum fylgdi það ákvæði, að for-
mönnum stjórnarandstöðuflokka
skyldu greidd laun aukalega að
fjárhæð tæpar þrjár milljónir á ári
– takk.
Í svipinn man undirritaður ekki
eftir neinu orði sem honum virðist
ná yfir verknað foringjanna öðru
en – mútur.
Hvað skyldi verða um pólitíska
foringja á öðrum löndum nálæg-
um, sem staðnir væru að slíkum
eða þvílíkum afglöpum?
Sverrir Hermannsson
Mútur?
Höfundur er fv. alþingismaður.
UNDANFARIN ár hafa þær
raddir orðið æ háværari sem segja
að ofbeldi hafi aukist og sumir taka
jafnvel svo djúpt í árinni að segja að
nú til dags sé ekki óhætt að fara nið-
ur í miðbæ Reykjavíkur vegna óláta
og ofbeldis. Það liggur beint við að
spyrja hvers vegna er þetta orðið
svona? Er þetta eitthvað nýtt eða
hefur þetta alltaf fylgt skemmt-
anahaldi landans?
Ég hef verið að glugga í bækur er
nefnast Ísland í aldanna rás og eru
gefnar út af JPV-útgáfunni. Þessar
bækur eru að verulegu
leyti byggðar á heim-
ildum í rituðu formi svo
sem blaðagreinum og
annálum. Eftir mjög svo
óvísindalega úttekt
kemur í ljós að ofbeldi
var jú vissulega þáttur í
lífi vorrar þjóðar hér
fyrr á árum. Það sem
hins vegar virðist hafa
breyst er tíðni umfjöll-
unar um ofbeldi. Með
fleiri fjölmiðlum koma
fleiri fréttir af ofbeld-
isverkum, þar sem iðulega er fjallað
um sama ofbeldisverkið á mismun-
andi hátt hjá 2-4 blaðamiðlum, 2
sjónvarpsfréttastofum
og allt að 4-5 útvarps-
stöðvum. Þetta þýðir á
bilinu 8-11 fréttir af of-
beldi í eyru lands-
manna, jafnvel þó að
einungis sé um einn
atburð að ræða.
Þegar ég var yngri
var fáheyrt að frétta-
stofur vöruðu við
myndum þeim sem
skella átti framan í al-
þjóð. Í dag má búast
við þessari tilkynningu
a.m.k. 2-4 sinnum í
viku (1-2 á hvorri sjónvarpsstöð).
Þróunin er nefnilega orðin sú að til
að vekja upp viðbrögð almennings
hafa fréttamenn í sífellu aukið
„raunsæi“ mynda sinna. Staðan er
orðin sú að það kemur fyrir að maður
fær ekki þessa annars kærkomnu
viðvörun áður en limlestir manns-
búkar, uppþembdir magar hung-
urdauðra barna eða rotnandi
skrokkar manna og dýra birtast á
skjánum. Þar með missir maður af
því að geta byrgt sýn barna sinna
sem stara opinmynnt á hrylling
mannlegrar hegðunar og skeyting-
arleysis.
Það er svo sjaldgæft að fá góðar
fréttir að maður leggur við hlustir, í
undrun yfir því að fréttastofur lands-
ins hafi brotið odd af oflæti sínu og
flutt góðar fréttir. Nú er svo komið
að fyrstu orð dagsins byrja ekki
lengur á góðan daginn heldur um-
ræðu um að einhver hafi verið skot-
inn, laminn, misþyrmt eða sprengd-
ur í loft upp. Hér fyrir rúmu ári
hætti ég að kveikja á sjónvarpinu
sem og útvarpinu á morgnana og viti
menn: mér leið betur. Mér leið betur
á því að byrja daginn með spjalli við
son minn heldur en fréttum af mann-
anna myrkraverkum.
Þegar börn venjast því á hverjum
degi, oft á dag, að heyra og sjá ofbeld-
isverk telja þau það hægt og hljótt
eðlilegan þátt mannlegrar tilveru. Því
verða viðbrögð sem byggjast á ofbeldi
hluti að „eðlilegri“ hegðun í lífi þeirra.
Barnaþættir, bíómyndir og leikrit þar
sem ofbeldi er notað á einn og annan
hátt til að leysa úr ágreiningi fylla
huga barna okkar, hafa jafnvel mót-
andi áhrif á hugsun þeirra. Þegar
vera búin ofurkröftum tekur ljóta
manninn og lemur hann, því með illu
skal illt út reka, og það endurspeglast
í leikjum barna okkar er okkur nóg
boðið. Við leggjum áherslu á það við
barnið að það sé ljótt að lemja, ljótt að
stela, jafnvel þó stolið sé frá þjófi. Við
fræðum barnið um að bíómyndir séu
bara tilbúnar og leiknar. Í raun sé
enginn laminn, heldur fá menn borg-
að fyrir það að þykjast. Þegar kemur
að fréttum höfum við ekki lengur
þetta tromp á hendi, þetta eru „sann-
ar“ fréttir af atburðum sem gerðust í
„raunveruleikanum“. Barnið horfir á
hvernig mannskepnan murkar heils-
una og jafnvel líftóruna úr annarri
manneskju. Spurningar eins og
„gerðist þetta í alvörunni“, „af hverju
var þessi maður drepinn“, „var þessi
maður vondur“, „af hverju dó þetta
barn“ eru meðal margra annarra sem
ég hef þurft að sitja undir í gegnum
tíðna. Þetta eru spurningar sem vekja
enn fleiri og erfiðari spurningar. Bæði
hjá mér og barni mínu. Til að sporna
við þessari tegund fróðleikssöfnunar
hjá barni mínu var reynt að flýta mat-
artímanum, þannig að fjölskyldan
væri búin að borða fyrir fréttir. Síðan
var stuðlað að því að barnið væri ekki
statt fyrir framan sjónvarpið á frétta-
tímanum. Þetta er ekki gert til að
halda barninu í einhverri fáfræði,
heldur af þeirri skynsamlegu ályktun
að mér sem forsjáraðila ber að hlífa
barninu við því sem getur haft óæski-
legar afleiðingar eða áhrif á þroska
þess. Fréttatímar sjónvarpstöðvanna
eru eitt af því sem ég held að börn
hafi ekki gott af því að horfa á.
Ályktun mín er sú að stöðugar
fréttir af misgjörðum manna, og al-
mennt sú stefna að ekkert sé frétt-
næmt nema það sé af slæmum toga,
skekkir eðlilegt viðmið barnsins
míns. Ýtir undir að barnið mitt telji
að í lagi sé að beita mann og annan
ofbeldi og það er á skjön við þau gildi
sem ég hef reynt að kenna barninu
mínu. Þau gildi að virða líf, limi og
skoðanir annarra á þeirri forsendu
að þeir eru líka einstaklingar með til-
finningar, væntingar og þrár til lífs-
ins rétt eins og við.
Í brjósti mínu ber ég þær vænt-
ingar að hugljómun verði hjá frétta-
stofum landsins, þannig að góðar
fréttir verði metnar betri en slæmar
fréttir. Þangað til mun ég reyna að
hlífa barni mínu við þeirri skekktu
mynd, af annars góðu mannlífi, sem
fréttastofur landsins birta dags dag-
lega.
Hannes Jónas Eðvarðsson
skrifar um áhrif „ljótra“
sjónvarpsfrétta á börn
» Í brjósti mínu ber égþær væntingar að
hugljómun verði hjá
fréttastofum landsins,
þannig að góðar fréttir
verði metnar betri en
slæmar fréttir.
Höfundur er sálfræðingur og
félagsráðgjafi.
Hannes Jón Eðvarðsson
Fréttir, eru þær fyrir börn?
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
27
94
5
frá 29.990 kr.*
Beint morgu
nflug
til Salzburg
Skíðaveisla
í Austurríki - Flachau - Lungau - Zell am See
22. des. – 14 daga jólaferð
5. jan. – 14 dagar
19. jan. – vika
26. jan. – vika
2. feb. – vika
9. feb. – vika
16. feb. – vika
23. feb. – vika
1. mars – vika
Frábært verð
Kr. 29.990
* Flugsæti með sköttum, fargjald A.
Netverð á mann með 10.000 kr. afsl.
Kr. 69.990
– vikuferð með hálfu fæði
Netverð á mann með 10.000 kr. afsl. Innifalið:
Flug, skattar og gisting á Skihotel Speiereck
í Lungau í tvíbýli með hálfu fæði í 7 nætur.
Vikuferð 19. janúar.
Bókaðu strax og tryggðu þér lægsta verðið og bestu gistinguna!
Frábær gisting í boði!
- Flachau, Lungau og Zell am See
Heimsferðir bjóða beint morgunflug til Salzburgar næsta vetur og
þar með tryggjum við þér aðgang að bestu skíðasvæðum Austur-
ríkis, s.s. Flachau, Lungau og Zell am See. Tryggðu þé flugsæti og
gistingu á besta verðinu og taktu þátt í skíðaveislu Heimsferða í
Austurríki næsta vetur.
Fyrstu 200 sætin
með 10.000 kr. afslætti.