Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is FÁTT BENDIR til annars en að samruni Nasdaq og OMX nái fram að ganga en samruninn er háður samþykki fjármálayfirvalda auk þess sem 90% hluthafa í OMX verða að samþykkja tilboð Nasdaq í félag- ið. Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX á Íslandi, segir í samtali við Morgunblaðið að ólíklegt sé að fjár- málaeftirlit muni finna að samrun- anum í ljósi þess að samruni NYSE, kauphallarinnar í New York, og Euronext var samþykktur, án fyrir- vara, fyrr á þessu ári. Að hans mati er fyrirhugaður samruni mjög góð tíðindi fyrir íslenskan hlutabréfa- markað. Geta lækkað þröskuldinn Það eina sem gæti komið í veg fyr- ir samrunann ætti því að vera skil- yrði Nasdaq um samþykki 90% hlut- hafa. Tveir af þremur stærstu hluthöfunum, Investor og Nordea sem saman ráða 16,5% hlut, hafa lýst stuðningi sínum við tilboðið og auk þess má gera ráð fyrir að SEB, þar sem Investor ræður öllu, muni sam- þykkja það. Hlutur SEB í OMX er 2,2%. Tilboð Nasdaq er 15,5% yfir loka- verði OMX í fyrradag þegar við- skipti með bréf félagsins voru stöðv- uð, sem verður að teljast ágætisálag, og að öllu jöfnu ættu flestir þeir er ekki hafa „tilfinningalega“ ástæðu til þess að hafna tilboðinu, því að selja. á því að sænsk yfirvöld myndu reyna að hafa áhrif á ákvörðun hins al- menna fjárfestis. Ennfremur gæti samruni OMX og Nasdaq orðið til þess að efla stöðu Stokkhólms sem fjármálamiðstöðvar frekar en að veikja hana. Fari svo að meira en 10% hluthafa í OMX hafni tilboðinu er inni í mynd- inni að Nasdaq lækki samþykkis- þröskuldinn, líkt og fyrirtækið gerði til dæmis þegar það gerði yfirtöku- tilboð í kauphöllina í London fyrir skömmu. Svipaðar áherslur Þórður Friðjónsson benti í samtali við Morgunblaðið á að hann hefði um langa hríð lagt áherslu á mikilvægi þess, fyrir íslenskan hlutabréfa- markað, að gerast aðili að kauphöll sem hefði sterka stöðu beggja vegna Atlandshafsins. „Bæði OMX og Nasdaq hafa lagt áherslu á þekking- argreinar, t.d. upplýsingatækni, og fyrirtækjakúltúr sem miðar að ný- sköpun og samkeppnishæfni.“ Að sögn Þórðar verður núverandi fyrirkomulag hlutabréfmarkaðarins á Norðurlöndunum óbreytt fyrst um sinn en hann segir ómögulegt að spá fyrir um hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum. Þó verði lögð áhersla á að samþætta eins mikið og unnt er, m.a. á tæknisviðinu, og þannig reynt að ná fram samlegð- aráhrifum. Þórður segir OMX og Nasdaq vera gott par. „OMX fær að fara heim með sætustu stelpunni á ball- inu.“ Aðeins eitt ljón í veginum Samruni Kauphöllin sameinaðist OMX í haust og gæti nú orðið Nasdaq. Í HNOTSKURN » Samanlagt markaðsvirðifyrirtækja skráðra hjá OMX og Nasdaq er 350 trillj- ónir króna. Ein trilljón jafn- gildir milljarði milljarða. » Nafn hins nýja fyrirtækiser Nasdaq OMX Group. » Í kjölfar sameining-arinnar mun Nasdaq OMX Group opna kauphöll í Lond- on. unnið að því leynt og ljóst að gera Stokkhólm að fjármálamiðstöð Norðurlandanna. Hefur sjálfstæði OMX verið nefnt sem lykilforsenda í því skyni og Mats Odell, fjármála- markaðaráðherra Svíþjóðar, sagði í samtali við sænska miðla í gær að stjórnvöld yrðu að skoða tilboðið með það í huga. Sænskir heimildarmenn Morgun- blaðsins telja þó litla alvöru að baki þeim orðum þar sem það er yfirlýst stefna stjórnarinnar að losa eignir sínar í almenningshlutafélögum. Þing landsins þarf þó að veita heim- ild sína til þess í hverju einstöku til- viki því ekki eru öll kurl enn komin til grafar. Komi þingið í veg fyrir að sænsk stjórnvöld taki tilboðinu get- ur vel farið svo að smærri hluthafar í Svíþjóð hugsi sig tvisvar um áður en þeir taka ákvörðun. Að mati Þórðar Friðjónssonar eru þó hverfandi líkur Reyndar er eina sjáanlega ljónið í veginum sænska þingið, en sænska ríkið er næststærsti hluthafi í OMX með 6,6% hlut. Ástæðan er sú að sænsk stjórn- völd, bæði sú stjórn sem nú situr við völd og stjórn jafnaðarmanna, hafa ÞETTA HELST ... ● VIÐSKIPTI voru heldur dræm í kauphöll OMX á Íslandi í gær en heildarvelta nam 6,6 milljörðum króna. Þar af var velta með hlutabréf fyrir tæplega 4 milljarða. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði lítillega, um 0,13% og var gildi henn- ar 8.133 stig við lokun markaðar. Mest hækkuðu bréf færeyska olíu- leitarfélagsins Atlantic Petroleum, um 14,78%, en lítil viðskipti voru að baki þeirri hækkun. Mest lækkun varð á bréfum Flögu Group, 1,38%. Dræm viðskipti í vikulok ● DON McCarthy, stjórn- arformaður House of Fraser, hyggst kaupa um 3% hlutafjár í Baugi og taka boði um sæti í stjórn Baugs sem meðstjórn- andi en í tilkynningu frá Baugi seg- ir McCarthy Baug vera einn áhuga- verðasta viðskiptaaðilann í smásölu í Bretlandi. Sagt er að hann muni einnig sitja í stjórn Magasin du Nord og Illum sem eru í eigu Baugs. Stjórn Moss Bros Group tilkynnti einnig að Don McCarthy og Tony Bogod yrðu nýir stjórnarmenn frá Unity In- vestment sem er íslenskt fjárfest- ingafélag sem stofnað var af Baugi Group, FL Group og Kevin Stan- ford. Tilkynnt var hinn 11. apríl sl. að tveir aðilar frá Unity myndu taka sæti í stjórn Moss Bros. McCarthy kaupir og sest í stjórn Baugs ● EFTIRSPURN eftir leiguhúsnæði hefur aukist að undanförnu, einkum á höfuðborgarsvæðinu, ef marka má verðþróun á leigumarkaði. Ekki er þó auðvelt að lesa úr þeim gögnum sem til eru þar sem þau eru af skorn- um skammti. Í raun er aðeins hægt að styðjast við vísitölu greiddrar húsaleigu, sem er undirvísitala vísi- tölu neysluverðs. Vísitalan er reikn- uð út frá samantekt á greiðslu húsa- leigubóta og öðrum opinberum upplýsingum og gefur ekki full- komna mynd af þróuninni. Í apríl síðastliðnum var hækkun vísitölunnar á ársgrundvelli 11,5% en á sama tíma hefur fasteignaverð hækkað um 5,3%. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum Kaupþings. Aukin spurn eftir leiguhúsnæði ● BAUGUR Group hefur gert sam- komulag við danska kaup- sýslumanninn Ole Vagner um kaup- rétt á 11,2% hlut hans í danska fasteignafélaginu Nordicom, fyrir átti Baugur 11% og fer því með rúmlega 22% hlut. Baugur hefur einnig aukið hlut sinn í danska fasteignafélaginu Keops úr 29% í 32% en í vikunni keypti Pálmi Haraldsson 32% hlut í Keops af Ole Vagner. Saman fara Ís- lendingarnir því með um 64% í Keops. Fréttavefurinn Børsen segir að samkomulag Baugs við Vagner felist í að eignarhaldsfélag hans, Hovedstadens Entrepriseselskab, þar sem hluturinn í Nordicom liggur, muni greiða atkvæði í samræmi við vilja Baugs á aðalfundum félagsins. Gengi bréfa Nordicom hækkaði um 5,2% í dönsku kauphöllinni í gær. Baugur eykur við sig í Nordicom og Keops Ole Vagner ICELANDIC Group hagnaðist um 2,3 milljónir evra á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs, jafnvirði um 192 milljóna króna. Er þetta tvöföldun hagnaðar frá sama tímabili í fyrra er hagnaðurinn nam einni milljón evra. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 9,5 milljónum evra en EBITDA var 14,1 milljón evra. EBITDA- hlutfallið var 3,7%, samanborið við 2,7% fyrir ári. Tekjur af vörusölu námu 385,2 milljónum evra, um 32 milljörðum króna, sem er aukning um 1% milli ára. Handbært fé frá rekstri, fyrir skatta og vexti, var 10,7 milljónir evra, heildareignir voru 911,7 millj- ónir evra (76 milljarðar króna) og eiginfjárhlutfall 19,4%. Arðsemi eigin fjár var 5,3%. Aukning í sölu framleiðslufyrir- tækja er vegna kaupa á Icelandic Scandinavia, sem kom inn í sam- stæðuna 1. apríl í fyrra, og Picken- pack Gelmer, sem kom í samstæð- una í september sl. Aukin sala sölu- og markaðsfyrirtækja er vegna kaupa á Icelandic Northwest. Í takt við áætlanir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group, segir í tilkynningu að mikil breyting hafi orðið til betri vegar í rekstri félagsins frá sama tímabili síðasta árs og niðurstaðan sé í takt við áætlanir. Sala félagsins sé svipuð en kostnaður hafi lækkað verulega. Aðgerðir í rekstri félags- ins sem unnið hafi verið að frá fyrri hluta árs 2006 séu að skila sér og eigi eftir að skila sér enn betur á næstu misserum. Tvöföldun hagnaðar JÓN Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair Group, segir aðspurður í samtali við Morgunblaðið að kaup á Air Atlanta og Avion Aircraft Trad- ing verði skoðuð, líkt og önnur tæki- færi sem gefist á flugmarkaðnum. Hf. Eimskipafélagið tilkynnti í gær að stjórnin hefði ákveðið að fela ABN Amro Bank og Hannesi Hilm- arssyni, forstjóra Air Atlanta, að sjá um sölu á flugrekstrartengdum ein- ingum félagsins. Um er að ræða sölu á 100% hlut Eimskipafélagsins í Air Atlanta og 49% hlut í Avion Aircraft Trading. Á þessu ári er gert ráð fyrir að um 20% af veltu Eimskips komi frá Air Atlanta en áætluð heildar- áhrif af sölu félaganna tveggja á efnahag móðurfélagsins eru um 300 milljónir evra, jafnvirði um 25 millj- arða króna. Haft er eftir Baldri Guðnasyni, forstjóra Eimskips, og Hannesi Hilmarssyni, forstjóra Air Atlanta, í tilkynningu til kauphallar að salan skapi mikil tækifæri fyrir bæði félög- in. Frekari uppbygging sé framund- an í skiparekstri og kæliflutningum fyrir Eimskip og Air Atlanta sé vel í stakk búið til að stækka flota sinn vegna aukinnar eftirspurnar eftir fraktflutningum á alþjóðamarkaði. Sem fyrr segir hyggst Icelandair Group skoða kaup á þessum félögum en Jón Karl bendir jafnframt á að þau séu um margt ólík, með tilliti til rekstrar og flugvélategunda. Icelandair skoðar kaup á Atlanta og Avion Aircraft Flugfélög Ein af 25 flugvélum Air Atlanta sem brátt koma til með að fá nýja eigendur. Icelandair Group verður meðal áhugasamra kaupenda. BLAÐAMENN á danska fríblaðinu Nyhedsavisen lögðu niður vinnu í gær vegna uppsagna á átta blaðamönnum, sem kynntar voru sem liður í sparnað- aráætlun útgefenda. Ritstjóri blaðsins, David Trads, segir við danska fjöl- miðla að sala á auglýsingum gangi svo vel að ekki sé þörf á eins mörg- um blaðamönnum til að skrifa efni í blaðið. Starfsmönnum á ritstjórn verði fækkað úr 160 í 152 en frá áramótum hefur blaðamönnum fækkað um 15 þar sem ekki hefur verið ráðið í störf þeirra sem hafa hætt. Trads vildi lítið tjá sig um mótmælaaðgerðir blaðamannanna en þeir ætluðu að hefja störf að nýju í dag. Nyhedsavisen er sem kunnugt er í eigu Dagsbrun Media Group, sem er hlutdeildarfélag 365. Mótmæli á Nyhedsavisen 234 234   )  ) 1 1 234 (54   ) *  1 1 678 9  :    )  )  1 1 ;<= 64     ) )  1 1 234)"' 234*%!   ) * 1 1            ! ""# +,- .     &$' @  A  @   @C  CD  A 5 EA A A    *?=  B  )    BF      )   3   3 @ >  <  5  ? ?  /   , !01   =G    A H@   AB* H@   @A 9I>  2345 ;  ;    E J   E 2 1   1 < <     + * 3!"  # *5A  * B   41   5  1                                                                       *    B    ;      +  B< #?&/%? $! !?%!0?/0$ "?" $?!0 ? !0?"%0 "#?"& ?%!% " ?/ 0?0"% 00?' "?! # "?#"#?$!"?''' &0?%/0?"%% $&&?&0'?$/% &%#?&!&?$/% "0?!!'?" ! &?$#$?$!! &"?!'%? && &?!%#?'!" $&?%!0?&$/ '?/&'?/$! "!#? #0?0%% /0?"!#? "& " ?#'0?'!! !'?'!! &K#/ #%K"! 'K"$ " '!K!! #K!" 0"K%! /K&' 0K'! %"K!! ""!%K!! &0K ' #%K$! "$K#! "K"' ""!K!! &&K#! K"! #K%' $K$$ "0K$! 'K&& &/K!! &K/& #%K&! 'K"# "&!!K!! #K! 0"K0! /K'! 0K'' %"K%' ""!/K!! &0K&! #'K!! "0K!! "K ! ""!K'! &&K/! K"% #K$! $K0$ "/K0! 'K&# %"K/! #K&! " K!! 0K!! J B  , ;*?L>   E  B "$ "" "! "' 0 # "' /$ %% '% %! & &0 ' &# "" "& 0 & 6    ?  '?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 %?'? !!0 "?'? !!0 %?'? !!0 '?'? !!0 '?'? !!0 %?'? !!0 ?&? !!0 "#?'? !!0 '?'? !!0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.