Morgunblaðið - 26.05.2007, Page 46

Morgunblaðið - 26.05.2007, Page 46
Tónlistarlega séð er hún svo mikill heimsborgari; hún blandar saman öllu mögulegu í lögum sínum … 52 » reykjavíkreykjavík Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is LEIKSTJÓRINN og kvikmyndagerðarmað- urinn, Róbert Douglas lagði leið sína til Cannes á dögunum til að freista þess að finna meðfram- leiðendur fyrir bíómynd sem hann er með í bí- gerð. Myndin kemur til með að heita Baldur, handritið er tilbúið og Róbert vonast til að tökur geti hafist síðar á árinu. „Manstu eftir mynd- inni … day off? Hún fjallar um ungling sem ákvað að taka frí frá öllu og gera allt sem hann mátti ekki á einum degi. Baldur fjallar um mann á fertugsaldri sem gerir þetta sama. Hann tekur sér frí frá vinnunni, konunni og börnunum og ákveður að gera allt sem hugurinn girnist. Það fer þó á annan veg en hjá bandaríska unglingn- um og hann endar á að missa allar móralskar hugsanir og brjóta öll boð og bönn á þessum eina sólarhring, segir Róbert spurður um söguþráð Baldurs. Myndin verður alíslensk framleiðsla en Róbert segist ekki enn vera kominn með leikara í aðal- hlutverkið. Annars elur Róbert manninn í Kína þessa dagana en þangað fluttist hann fyrir skemmstu. „Konan mín er að vinna fyrir íslenska sendi- ráðið í Kína og í kjölfarið ákváðum við að flytjast bara öll fjölskyldan. Þar er ég að skrifa handrit og að reyna að koma mér á framfæri. Meðal þess sem Róbert er að vinna að eru stuttir heimildarþættir um Norðurlandabúa sem búa í Peking. Eru þeir margir? „Já, það er alveg slatti af Svíum og Norðmönnum og svo skilst mér að þar búi um 50 Íslendingar. Ég held alla- vega að Norðurlandabúarnir séu nógu margir til að hægt sé að gera mynd um þá, segir Róbert en tekur fram að verkefnið sé enn á byrjunarstigi. „Þetta verða stuttir heimildaþættir sem fjalla bæði um líf þessara norrænu þjóða í Peking og einnig verður mikil fjallað um Ólympíuleikana sem haldnir verða í borginni á næsta ári. Verið er að vinna í því að selja þættina til norska sjónvarpsins en markmiðið er að selja þá til allra Norðurlandanna. En ætlar Róbert að fara að snúa sér að heimildarmyndagerð í aukn- um mæli? „Nei, nei. Það er hinsvegar svo erfitt að útvega fjármagn til að koma bíómynd á fót. En kvikmyndir eru enn númer eitt, tvö og þrjú hjá mér, þó að ég sé alveg tilbúin að skoða heim- ildarmyndir ef mér þykja viðfangsefnin spenn- andi. Gengur vel Róbert kom fyrst til Cannes árið 2001 til að fylgja eftir fyrstu bíómynd sinni, Íslenska draumnum. Nú reynir hann að finna framleið- endur fyrir næsta verkefni. Hvernig skyldi hafa gengið? „Bara vel. Við förum þessa sömu leið og svo margir með því að leita til breskra, írskra, þýskra eða norrænna framleiðenda. Cannes og Berlín eru bestu staðirnir til að fara á markaðinn í leit að framleiðendum, segir Róbert og bætir við að hann sé langt því frá að vera einn í þess- um sporum á hátíðinni. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Í Cannes Robert Douglas er nú staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hann kynnir sín næstu verkefni. Hömlulaus Baldur Róbert Douglas á m.a. að baki myndirnar Íslenski draumurinn og Strákarnir okkar veikt gaman að spila loksins á tón- leikum.“ Þeir félagar reyndu að byrja aftur en þegar kerfið hafði dottið út í þrí- gang gáfust þeir upp. „Þá ákváðum við bara að gera gott úr þessu, bár- um flygilinn inn á gólf og svo stóð- um við allir með hvítvínsglas í hend- inni og sungum lokalagið,“ segir Birgir en fjölmargir tónleikagestir í Iðnó skemmtu sér vel þrátt fyrir vandræðin. „Ég er ennþá að melta þetta. Þeg- ar ég var að sofna var mjög skrítið að hugsa um þetta, það var eins og þetta hefði bara verið draumur – eins og þetta hefði ekki gerst,“ segir Birgir sem telur fall vera fararheill. „Fyrst við erum búnir að ganga í gegnum svona og tóra þá getum við gengið í gegnum allt,“ segir hann og lofar öðrum tónleikum fljótlega. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is FYRSTU tónleikar hljómsveit- arinnar Motion Boys sem fóru fram í Iðnó á fimmtudagskvöldið fengu heldur snautlegan endi þegar hljóð- kerfið brást illilega. Sveitin náði að spila tvö lög án vandræða en svo dundu ósköpin yfir, fyrst fór hljóðið úti í sal, og svo alveg. Birgir Ísleifur Gunnarsson, forsprakki sveit- arinnar, segir að hljóðkerfið hafi ekki verið sett upp með réttum hætti, og því hefði farið sem fór. „Þegar kerfið hitnaði á ákveðinn hátt féll það bara saman. En kannski eru Motion Boys of stórir fyrir svona kerfi,“ segir Birgir í léttum dúr en bætir við að vissulega hafi þetta ver- ið svekkjandi. „Við vorum komnir á blússandi siglingu og það var geð- Morgunblaðið/Sverrir Bomba Sprengjughöllin var á með- al upphitunarsveita í Iðnó. Morgunblaðið/Sverrir Á hreyfingu Motion Boys voru góðir burtséð frá vandræðunum. Er fall fararheill?  Heyrst hefur að sumarið gangi í garð á næstu vikum. Markar það ákveðin tímamót. Af því tilefni hyggst starfsfólk Stúdentakjall- arans við Hringbraut fara í frí. Til að kveðja það og kjallarann og skiptast á faðmlögum og sms-um, verður haldið kveðjupartí í kvöld þar sem hljómsveitirnar Johnny Sexual og Sometime troða upp. Frægur drykkjarframleiðandi hyggst bjóða upp á fríar veigar en um leið og þær birgðir klárast taka við hagstæðir viðskiptahættir á háu borði í öðrum enda kjallarans. Gleðin hefst kl. 22 og aðgangur er stúdentum og öðrum að sjálfsögðu ókeypis. Stúdentakjallarinn fer í langþráð sumarfrí  Níundi bekk- ur Digranes- skóla frumsýndi á dögunum leik- ritið Eitthvað er í loftinu sem nemendur sömdu sjálfir. Það eitt væri svo sem ekki í frá- sögur færandi þegar þessi sagnaþjóð er annars vegar en hitt er ekki síður áhuga- vert að í leikritinu er að finna nokk- ur lög með hljómsveitinni Á móti Sól með Rock-stjörnunni Magni- „ficent“ í fararbroddi. Magna og strákunum var boðið á frumsýn- inguna en komust því miður ekki vegna anna. Úr því hyggjast þeir hins vegar bæta næsta þriðjudag kl. 20.30 og má því búast við miklum spenningi þegar tjaldið rís í sal Digranesskóla í Kópavogi. Digranesskóli með Á móti sól á leiksviði Magni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.