Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 27
Eva Dögg og Þorbjörn vega skemmtilega salt á milli ólíkra stíla og setja persónulegt mark sitt á heimilið. „Íbúðin er byggð í byrjun sjöunda áratugarins og það er margt mjög vandað frá þeim tíma og klassískt. Á veggjum íbúðarinnar var fallegur panell, sem við héldum á einum vegg og eins spegill í forstofu. Þá eru allar hurðir upprunalegar. Nú er hins vegar hægt að horfa úr eld- húsinu og inn í stofu og öfugt og sameiginlega rýmið er stærra en áð- ur og íbúðin bjartari. Okkur hefur í rauninni liðið hér eins og í einbýlis- húsi, á toppi tilverunnar,“ segir Eva Dögg. – En hvað er það sem gerir heim- ili að heimili að ykkar mati? „Ég myndi nú segja myndir, myndir og listaverk. Hlutir sem hafa merkingu fyrir mig. Heimili sem er fullt af hlutum sem ekki hafa merkingu fyrir þá sem búa þar finnst mér ekki geta verið sjarm- erandi,“ segir Eva Dögg og Þor- björn er sammála því. „Maður kaup- ir ekki heimili, maður skapar sér heimili,“ áréttar karlmaðurinn á heimilinu. uhj@mbl.is Barnahornið Trésnaginn er í stíl við gamaldags rúm krónprinsins Tómas- ar Friðriks sem leikur sér í því sæll og glaður jafnt sem sefur. „Það er vissulega gaman að því að skapa heimilið eftir eigin höfði en það getur líka tekið á.“ úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 27 Frá höfninni berast þær fréttir að grásleppuvertíðin sé hafin. Veiði- tímabilið við innanverðan Breiða- fjörð hófst 20. maí og hafa leyfis- hafar 50 daga til að stunda veiðar. Sú var tíðin að grásleppubátar voru tilbúnir í startholunum þegar flautað var til leiks og svo hófst kapphlaup til að ná í bestu neta- stæðin. Stykkishólmur var ein af mikilvægustu löndunarhöfnum landsins og margir sjómenn höfðu atvinnu af grásleppuveiðum. Nú fer vertíðin hins vegar rólega af stað. Reiknað er með að 7 bátar stundi grásleppuveiðar frá Stykkishólmi í sumar og er það um helmings- fækkun báta frá því sem áður var. Þessar fréttir koma ekki á óvart því lágt hráefnisverð ræður ferð og er talað um að 30.000 kr. fáist fyrir hrognatunnuna.    „Senn er vor um Breiðafjörð.“ Í lok apríl var slegið hitamet í Stykkis- hólmi og það þarf mikið til því að veðurmælingar hafa verið stundaðar hér samfellt í 160 ár. Íbúar fylltust bjartsýni um að vorið væri komið og hlökkuðu til að njóta vorkomunnar við slík skilyrði. En það stóð ekki lengi. Síðan þá hefur tíðarfar verið lítið skemmtilegt, kuldalegt um að litast. Vorverkin í húsagörðum eru unnin með vettlingum og þykku höf- uðfati. Veðráttan hefur sett mark sitt á gróðurinn sem fer rólega af stað. Fólk talar um að veðráttan í maí valdi oftar vonbrigðum en að hún standist væntingar fólks. Litlar líkur eru á að hitamet verði slegið í þessum mánuði.    Kosningar eru afstaðnar. Í þessu stóra kjördæmi hefur kosningabar- áttan breyst. Með stækkun kjör- dæma hafa frambjóðendur fjarlægst kjósendur sína mikið. Kosningabar- áttan fer fram að miklu leyti í fjöl- miðlum, með dreifipósti og svo dag- legum skoðanakönnunum sem eflaust hafa ruglað marga í ríminu. Hér áður fyrr höfðu frambjóð- endur betra tækifæri að hitta kjós- endur og kynna sig og málefni sem þeir voru að berjast fyrir. Nú eru vegalengdir miklar innan kjördæm- isins og frambjóðendur á eilífum akstri. Frambjóðendur í efstu sæt- um á listum flokkanna óku hundruð kílómetra síðustu daga fyrir kosn- ingar á meðan frambjóðendur á höf- uðborgarsvæðinu þurftu ekki að fara út fyrir bæjarmörkin.    Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Það eru margir í Hólminum óánægð- ir með að Sturlu Böðvarssyni skuli hafa verið kippt út úr ríkisstjórn. Hann hefur staðið sig vel sem sam- gönguráðherra og hafa Snæfellingar og aðrir landsmenn notið góðs af verkum hans í samgöngumálum. Þó svo að talað sé um að embætti for- seta Alþingis sé ígildi ráðherrastarfs erum við því ekki sammála.    Ferðaþjónustan er veigamikill þátt- ur í atvinnulífi Hólmara. Ferðamenn eru farnir að láta sjá sig á götum bæjarins. Margir nemendahópar hafa komið og farið í siglingu um Breiðafjörð með Sæferðum. Skipa- vík hf. skilaði í gær 6 íbúða raðhúsi sem verður notað til útleigu fyrir ferðamenn. Það eru hjónin Jónína Ebenezersdóttir og Böðvar Valgeirsson sem eru eigendur húss- ins. Þau eiga fyrir annað raðhús með jafnmörgum íbúðum sem þau leigja út. STYKKISHÓLMUR Gunnlaugur Árnason fréttaritari Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Safnaflóra Vatnasafnið var opnað í maí. Það mun draga til sín gesti, jafnt innlenda sem útlenda. Það er alltaf ánægjulegt þegarVísnahorninu bætast nýir liðsmenn. Ármann Þorgrímsson er fæddur 1932 og ekki dauður enn. Hann lýsir sér best sjálfur: Ævin senn á enda er liðin orðinn gamall bæði og ljótur vitlaus mestöll vinstri hliðin visin hönd og bólginn fótur. Ýmislegt er að mér fleira illa þoli brennivín heyrnarlaus á hægra eyra hamlar gláka augum sýn Endurtaka óhöpp sig orðinn mesti sauður elliglöpin ergja mig ég ætti að vera dauður Ármann sat gjarnan með Hjálmari Jónssyni að spilum um jólaleytið og voru þá ortir heilu bálkarnir. Eitt kvöldið var fyrsta vísan svona: Þá er fyrst til þess að taka þreyttir sátu menn við spil en þegar tók að þyngjast vaka þessar stökur urðu til. Ármann var staddur á kosningaskrifstofu G-listans á Akureyri ásamt Stefáni Jónssyni þingmanni og fleirum þegar ákveðið var að yrkja kosningavísu og varð hann fyrstur til: Ef þú vilt að ekki sé óstjórn hér í landi kjóstu Stefán, kjóstu G! Hvað er minni vandi? Hvað varðar lýsinguna á heilsufarinu yrkir séra Hjálmar til Ármanns á leirnum, póstlista hagyrðinga: Áður þekktu allir smiðinn sem orti pólitíska bragi. Nú er einkum hægri hliðin hress og enn í góðu lagi. Inni á Leirnum okkur semur, illa er varla nokkur sleginn. En alltaf er gott ef einhver kemur sem er í lagi hægra megin. VÍSNAHORNIÐ Af hægri hliðinni pebl@mbl.is áratugum en þeim er þó enn hætt við að fjúka, sem um leið get- ur verið hættulegt fyrir bílinn, sem dregur þau. Hann getur fokið með. Og jafnvel þótt hjól- hýsin fjúki ekki heldur sveiflist til geta þau skapað hættu í umferð- inni. Þess vegna skiptir miklu máli að þeir sem eru með hjólhýsi eða tjaldvagna í togi fari varlega í umferðinni sjálfs sín vegna og ann- arra. Bílar með þessi hús aftan í sér eiga ekki að vera á ferð í miklu roki. Þeir eiga heldur ekki að fara fram úr öðrum bílum og þeir eiga yfirleitt að hafa hægt um sig á vegunum. Það er mikilvægt að hjólhýsa- eigendur átti sig á þessu sem þeir gera vafalaust. Þeir hafa auðvitað engan áhuga á að stofna þessum eignum sínum í hættu eða verða þess valdandi að þeir sjálfir verði fyrir einhvers konar tjóni. Það er ekki úr vegi að hin athafna- sama lögregla höfuðborgarsvæð- isins, sem nú er að finna á hverju götuhorni og enginn friður er fyrir brýni varkárni fyrir ökumönnum, sem eru með hjólhýsi á ferð. Þrátt fyrir kuldannþessa dagana er sumarið að ganga í garð og þar með hefj- ast ferðalög lands- manna um landið. Raunar má gera ráð fyrir að þau byrji um þessa helgi, hvíta- sunnuhelgina. Fyrir nokkrum ára- tugum gekk hér yfir hjólhýsabylgja. Margir keyptu sér hjólhýsi og fóru um landið með þau í eftirdragi. Það reyndust erfið ferða- lög. Vegir voru þá verri en nú og svo kom í ljós að sviptingasamt veður hentaði hjólhýsum illa, stundum fuku þau út af veginum. Nú heyrir Víkverji að ný hjólhýsa- bylgja sé að ganga yfir – og þá ekki bara hjólhýsi heldur líka tjaldvagnar og húsbílar. Þess vegna má gera ráð fyrir að í sumar verði mikið af bílum á ferð um landið með hjólhýsi og tjaldvagna á eftir sér. Hjólhýsaumferðin gerir umferðina um þjóðvegina enn erf- iðari en hún þó er og er hún erfið fyrir, ekki sízt vegna vöruflutn- ingabílanna. Hjólhýsin eru sjálfsagt fullkomn- ari nú en þau voru fyrir nokkrum            víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar eru einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið er reykt, en þeir mega þó aldrei vera stærri en 25 stykki á dag. Leita skal til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Börn undir 15 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan, Kirkjulundi 17, 210 Garðabæ. PRÓFAÐU NICOTINELL NIKÓTÍNTYGGIGÚMMÍIÐ. SAMA GÓÐA BRAGÐIÐ, NÚ Í NÝJUM PAKKNINGUM. FÆST MEÐ ÁVAXTA-, MINTU-, LAKKRÍS- OG NIKÓTÍNBRAGÐI. NJÓTTU LÍFSINS ÁN SÍGARETTUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.