Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 31
Veitingahús til sölu!
Skrifstofur okkar í
Reykjavík og Hafnarfirði
eru opnar alla virka daga
frá kl. 9-17
Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali
Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali
Sími: 533 6050 www.hofdi.is
Stórt veitingahús til sölu í stóru bæjarfélagi á höfðuborgarsvæðinu.
Um er að ræða rekstur með góðri veltu í eigin húsnæði. Húsnæðið
telur tvo veitingasali, eldhús með öllu og spilasal. (Gullnáman) Mikil
spilun.
Nánari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason á Höfða
fasteignasölu í síma 565 8000.
SÖLUSÝNINGAR UM HVÍTASUNNU
-ÞRJÚ ÁHUGAVERÐ SUMARHÚS -
Heitt á könnunni!
Á sunnudag og mánudag taka eigendur þriggja vel staðsettra
bústaða á móti ykkur í helgarskapi:
VIÐ LJÓSAFOSS
Sumarbústaður á eignarlóð rétt hjá
Ljósafossstöðinni í Grímsnesi í
næsta nágrenni við helstu náttúru-
perlur Suðvesturlandsins.
Bústaðurinn sem er 73 fm að grunn-
fleti með auka 30 fm svefnlofti,
stendur á 1,3 hektara eignarlandi
með liðandi í gegn. Hann getur nýst
sem heilsársbústaður. Bústaðurinn
er með rafmagni, hitaveitu og köldu
vatni og afrennslið er nýtt í heitan
pott sem er á pallinum. 12 fm
geymsluskúr er við bústaðinn og
tvöfaldur ísskápur með frysti og
þvottavél fylgja. 74 km eru frá
Reykjavík.
VIÐ BÚRFELL
Glæsilegur 42 fermetra sumarbú-
staður í hjarta Borgarfjarðar.
Bústaðurinn stendur í landi Bjarna-
staða, Hvítársíðuhreppi, steinsnar frá
Húsafelli. Hraunfossar með Barna-
fossi, hellar eins og Surtshellir og
Víðgelmir eru dæmi um náttúruperl-
urnar sem finna má í
nágrenninu. Allur frágangur bústað-
arins að utan og innan er hinn snyrti-
legasti. Með honum fylgir 10
fermetra köld geymsla sem nýtist
mjög vel. Verönd er fyrir framan bú-
staðinn og er góður skjólveggur á
hluta af veröndinni.
VIÐ APAVATN
Glæsilegt og vel staðsett sumarhús
við Apavatn í Grímsnes- og Grafn-
ingshreppi.
Húsið stendur á fallegum stað rétt
við vatnið með einstakt 360 gráðu
útsýni. Húsið sem stendur á 1 hekt-
ara eignarlóð er heilsárshús byggt úr
finnskum límtrésbjálkum þar sem
vandað er til alls frágangs. Húsið ski-
last fullbúið með innréttingum og
gólfefnum. Um 100 fm verönd er
umhverfis húsið en það er sjálft 85
fm auk 35 fm svefnlofts. Stutt er í alla
þjónustu í Reykholti og Laugarási.
LEIÐARLÝSING: Ekið er austur yfir fjall
og í gegnum Grímsnesið, keyrt er framhjá
Svínavatni og afleggjaranum sem liggur
að Laugarvatni í 7,5 km. Þegar komið er
framhjá Mosfelli er beygt til vinstri við skilti
sem á stendur Sel/Hagi. Eftir það er ekið í
2,5 km að skilti merktu Vatnsholti en þá er
beygt til vinstri í átt að Apavatni. Stuttu
síðar sést húsið á vinstri hönd. Ferðatími
er áætlaður um klukkustund.Halldór Ingi Andrésson
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
GSM. 840-4042
Nánari upplýsingar gefur Halldór Ingi
Andrésson í síma 840-4042.
NOKKUÐ hefur verið rætt um
valkosti um ríkisstjórnarmynstur eft-
ir nýafstaðnar Alþingiskosningar og
hafa fjölmiðlar, sér í lagi Morgun-
blaðið, verið iðnir við að koma „sök“ á
okkur í VG fyrir að „klúðra“ málum.
Hvert skyldi nú „klúðrið“ vera?
„Klúðrið“ er að sjálfsögðu ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar en
leitun er að fólki sem hefði valið
þennan sambræðing sem fyrsta kost.
Fremur hefðu menn viljað sjá stjórn
til vinstri, VG, Samfylkingu og Fram-
sókn með eða án Frjálslyndra eða þá
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG.
Nokkur orð um þetta. Ef stjórnar-
andstaðan hefði fellt ríkisstjórnina tel
ég næsta víst að Vinstrihreyfingin –
grænt framboð, Samfylkingin og
Frjálslyndi flokkurinn hefðu myndað
ríkisstjórn. Ég tel að þessir flokkar
hefðu náð saman þrátt fyrir ágrein-
ing um ýmis mikilvæg málefni. Á
þetta reyndi hins vegar ekki af þeirri
einföldu ástæðu að ríkisstjórnin hélt
velli þótt naumt væri. Eftir kosning-
arnar gaf Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra það sterklega til kynna að
ríkisstjórnin myndi sitja áfram og var
því slegið upp í fjölmiðlum, þar á
meðal á forsíðu Morgunblaðsins. Þótt
ýmsir væru vantrúaðir á þetta vildu
hinir sömu ekki heldur trúa hinu að
hér kynnu að vera um vísvitandi
blekkingar að ræða, hvorki af hálfu
forsætisráðherra né fjölmiðla sem
gefa sig út fyrir að flytja áreiðanlegar
fréttir. Þessar aðstæður virtum við og
fylgdum þar góðum hefðum með því
að efna ekki til formlegra þreifinga á
meðan stjórnarflokkarnir leiddu sín
mál til lykta. Hefði framhald á sam-
starfi þeirra ekki gengið eftir er ljóst
að umboðið til stjórnarmyndunar
hefði komið til ráðstöfunar úr hendi
forseta Íslands. Að vísu hefði Geir H.
Haarde getað nálgast aðra flokka. Sú
varð reyndar raunin og kaus hann að
hefja viðræður við Samfylkingu í
samkomulagi við formann þess flokks
um að umboðinu yrði ekki skilað til
Bessastaða.
Samfylkingin ber það fyrir sig að
ekki hefði þýtt að reyna myndun rík-
isstjórnar Samfylkingar, VG og
Framsóknar. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir hefur látið í veðri vaka að orð-
sendingar hafi borist frá VG um að
gagnvart þessum kosti væri tregða og
að ljóst væri að erfitt kynni að reyn-
ast að mynda slíka ríkisstjórn. Tínd
voru til ýmis gagnrýnin ummæli for-
svarsmanna VG um Framsókn til að
sýna fram á þetta. Vissulega á þetta
við nokkur rök að styðjast. Fram-
sóknarflokkurinn hefur farið með þau
ráðuneyti á und-
anförnum árum sem
mestur ágreiningur hef-
ur verið um á milli rík-
isstjórnar og VG: iðn-
aðarráðuneyti og
viðskiptaráðuneyti, les
Kárahnjúkar og einka-
væðing. Samfylking tók
ekki eindregna afstöðu
til þessara miklu deilu-
mála þannig að allt átti
að geta fallið í ljúfa löð á
milli hennar og Fram-
sóknar. Einnig er á hitt
að líta að Framsókn hafði í kosninga-
baráttunni hótað áframhaldandi stór-
iðjustefnu, nokkuð sem Samfylking
var með loðna og óræða afstöðu til
gagnstætt afdráttarlausri afstöðu
VG. Er undarlegt að forsvarsmenn
VG skuli við slíkar aðstæður vara við
því að þungt kynni að reynast að ná
saman? Þetta er einfaldlega nokkuð
sem kallast raunsæi og flokkast það
undir heiðarleika að vilja ræða op-
inskátt að menn hlaupa ekki faðm í
faðm án skilyrða við slíkar aðstæður.
Hvað þá með tilboð VG til Fram-
sóknar um að styðja minnihlutastjórn
VG og Samfylkingarinnar? Það hefur
verið gagnrýnt að hreyft skuli hafa
verið við þeirri hugmynd opinberlega
áður en hún fékk að berast Fram-
sóknarflokknum. Vissulega kann það
að hafa orkað tvímælis. Hins vegar er
það svo að forsvarsmenn í Framsókn-
arflokknum höfðu sagt fyrir kosn-
ingar að ef flokkurinn fengi slæma
útreið myndi hann ekki taka þátt í
ríkisstjórn. Meðal annars í ljósi þessa
komu fram vangavelturnar um það
hvort Framsókn kynni að vilja veita
minnihlutastjórn VG og S stuðning,
þ.e. myndi verja slíka stjórn falli. Ég
benti á það í útvarpsviðtali að í Fram-
sókn væru frá gamalli tíð félagslegir
þræðir og ef áhugi væri að skerpa
þær áherslur væri þetta tækifæri til
þess. Allt var þetta hugsað á vinsam-
legum nótum.
Framsókn tók málið
hins vegar óstinnt upp
og talaði eins og flokk-
urinn væri kominn úr
mikilli sigurgöngu og
spurði hvað menn vildu
eiginlega upp á dekk
með tali um að flokk-
urinn sæti utan stjórnar
og verði minnihluta-
stjórn félagshyggju-
fólks. Gleymd voru og
grafin glóðvolg ummæli
um að flokkurinn myndi
hlusta á rödd kjósenda
og vera utan stjórnar ef útkoman úr
kosningunum yrði flokknum mjög
óhagstæð. Jafnframt hugmyndum
um minnihlutastjórn hömruðu for-
svarsmenn VG á því öllum stundum
að þrátt fyrir framangreinda ann-
marka hefði samstjórn með
Framsóknarflokki ekki verið blásin út
af borðinu.
Þegar Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur síðan slitu samstarfi
sínu buðu formenn VG og Framsókn-
arflokks að þeir myndu styðja það að
formanni Samfylkingar yrði veitt um-
boð til myndunar ríkisstjórnar sem
hallaði út í vinstri kantinn. Það tilboð
þekktist Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
ekki enda þá komin í nána samvinnu
við Sjálfstæðisflokk um myndun rík-
isstjórnar.
Ég er þeirrar skoðunar að sam-
starf Sjálfstæðisflokks og Samfylk-
ingar sé ávísun á veika ríkisstjórn en
jafnframt mjög hægrisinnaða stjórn.
Stjórnarmyndunarviðræðurnar og
stjórnarsáttmálinn hafa enda fært
okkur heim sanninn um að sú sé
raunin. Ég tók rökum þeirra sem
vildu afstýra þessu samstarfi og töldu
betri kost fyrir íslenskt samfélag að
mynda ríkisstjórn hinna raunveru-
legu póla í íslenskum stjórnmálum,
VG og Sjálfstæðisflokks. Í því liggur
meint „klúður“ forsvarsmanna VG að
þeir buðu sig ekki fala í kapphlaupi
við Samfylkinguna um þetta samstarf
og einnig þá í hinu að hafa ekki verið
reiðubúnir að bjóða Framsókn-
arflokki stjórnarsamstarf án skil-
yrða. Svo ódýr er Vinstrihreyfingin –
grænt framboð ekki.
Ögmundur Jónasson skrifar um
aðdragandann að myndun
nýrrar ríkisstjórnar
»Ég er þeirrar skoð-unar að samstarf
Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar sé ávísun
á veika ríkisstjórn …
Ögmundur Jónasson
Höundur er þingmaður VG.
Svo ódýr er Vinstri-
hreyfingin – grænt
framboð ekki
VEISTU, að í veröldinni er til afl
sem þekkir alla þína drauma. Það veit
hverjar hugsanir þínar eru, það þekk-
ir þínar hjartans þrár og skilur þig
jafnvel betur en þú gerir sjálfur. Það
veit hvort þú situr, stendur eða liggur
og veit jafnvel hve höfuðhár þín eru
mörg.
Þetta er sama aflið
og blés í þig lífi. Sama
aflið og reisti Jesú
Krist upp frá dauðum
og sama aflið og velti
steininum forðum frá
hinni austurlensku
gröf þar sem hann
hafði verið lagður. Það
var reyndar ekki til
þess að Jesús kæmist
út úr gröfinni heldur til
þess að við sæjum inn í
hana. Hann var uppris-
inn! Hann lifir! Jafnvel
enn þann dag í dag, þótt ótrúlegt sé.
Og hann býður þér að lifa með sér. Og
ekki aðeins núna eða um stundarsakir
heldur um alla eilífð.
Heilagur andi
Við erum að tala um heilagan anda
Guðs. Ósýnilegt afl, sem þó er allt í
kringum okkur. Afl sem vill okkur vel,
jafnvel betur en við höfum vit á að
skynja eða meðtaka. Og ávextirnir
eru allt í kringum okkur, þótt okkur
hætti vissulega til að hætta að veita
þeim athygli.
Við erum að tala um anda sköp-
unarinnar, anda næringarinnar. Aflið
sem vekur frá doða, drunga og dauða.
Við erum að tala um lífsaflið sjálft.
Allt í kringum okkur
Þetta afl er allt í kringum okkur og
vill fá leyfi frá okkur til þess að anda á
okkur og til þess að fá að hafa áhrif á
okkur, okkur til góðs. Við erum bara
eitthvað svo skelfing áttavillt og ringl-
uð í tilboðum tíðarandans að við vitum
oft varla okkar rjúkandi ráð. Vitum
oft varla hver við erum eða hvert við
viljum stefna. Vitum oft varla hvort
við erum að koma eða
fara.
En þetta lífsins afl
þekkir þig og ber um-
hyggju fyrir þér, elskar
þig út af lífinu. Það
þekkir hugrenningar
þína og hvert hjarta þitt
innst inni þráir að
stefna.
Þetta afl býðst til þess
að anda sínum ferska og
svalandi blæ blessunar
sinnar á þig. Anda hugg-
unar og stuðnings, upp-
örvunar og hvatningar, bjartsýni,
gleði og varanlegrar hamingju.
Strax í dag
Leyfðu þessu lífsins afli, anda eilífð-
arinnar að anda á þig og leika um þig,
strax í dag. Leyfðu því að vekja þig,
hreinsa þig og næra. Fylla þig fegurð,
tilgangi og lífi. Lífi fylltu af von í nútíð
og framtíð. Markvissri og heillavæn-
legri stefnu fyrir sjálfan þig, sam-
ferðamenn þína og umhverfi.
Um síðir mun aflið umrædda svo
opna fyrir þér himinsins hlið, dyrnar
að hinum óviðjafnanlega og eilífa
bláma.
Njóttu þess því að vera. Njóttu þess
því að vera, núna. Lifa deginum í dag,
í eftirvæntingu vegna þess sem koma
skal, vegna þess sem þú átt í vændum.
Því að þú átt sjálft lífið framundan og
það gerir daginn í dag svo spennandi.
Það gerir daginn í dag þess verðan að
við lifum honum til fulls.
Gleðilega hvítasunnu! Gleðilegt
sumar! Lifi lífið!
Ferskur andblær
Sigurbjörn Þorkelsson skrifar
í tilefni hvítasunnu
Sigurbjörn Þorkelsson
» Við erum að tala umanda sköpunarinnar,
anda næringarinnar,
aflið sem vekur frá doða,
drunga og dauða með
ferskum og svalandi blæ
blessunar sinnar.
Höfundur er rithöfundur og fram-
kvæmdastjóri Laugarneskirkju.