Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EINAR K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra segir ekki forsendur fyrir stjórnvöld til að grípa til að- gerða á Flateyri í kjölfar sölu Kambs á skipum og kvóta. Það þurfi að sjá betur hvernig málum vindi fram. Einar átt frumkvæði að því að málefni Flateyrar voru rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. Hann gerði grein fyrir stöðu málsins eins og hún blasir við núna. Samþykkt var á fundinum að fela Einari og Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra að fylgjast með þróun mála á Flateyri, en Össur er ráðherra byggðamála og Einar þingmaður NV-kjördæmis. „Það er verið að vinna með tvenns konar hætti fyrir vestan. Annars vegar er teymishópur að sinna því sem snýr að fólkinu sjálfu. Það eru ýmis mál sem upp koma þegar um er að ræða svona miklar uppsagnir. Jafnframt er verið að vinna að sölu þessara eigna, kvóta, báta og fasteigna í landi. Okkur er falið að fylgjast með þessum málum. Rík- isstjórnin hefur ekki forsendur til að grípa til aðgerða á þessu stigi a.m.k. vegna þess að við verðum að sjá betur hvernig þessu vindur fram og hver staðan verður.“ Einar var spurður hvort það stefndi ekki í að þarna yrði fjölda- atvinnuleysi um skemmri eða lengri tíma. „Ég vil ekki slá því föstu. Við þurfum að sjá aðeins til hvernig málum vindur fram á næst- unni áður en við sláum nokkru föstu í þessu efni,“ sagði Einar. Ræddu breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands Fundurinn í gær var fyrsti rík- isstjórnarfundur nýrrar ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar. Auk umræðu um málefni Flateyrar ræddi forsætisráðherra um breytingar á lögum um Stjórn- arráð Íslands en fyrirhugað er að leggja lagafrumvarp um það fram á þingi sem kemur saman í næstu viku. Ríkisstjórnin áformar að gera viðamiklar breytingar á verka- skiptingu ráðuneyta. Breyta þarf lögum þar sem m.a. verður fjallað um réttindi starfsmanna og fleira. Ekki enn forsendur til að grípa til aðgerða á Flateyri Morgunblaðið/RAX Fundur Ný ríkisstjórn kom saman til síns fyrsta fundar í Stjórnarráðinu í gær. Rætt var um atvinnuástandið á Flateyri og fleiri mál. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is JÓN Þór Sturluson, dósent í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, segir að reynslan sýni að verðlag fylgi sjaldnast gengisþróun með beinum hætti strax, nema þá ef vera skyldi í mat og drykk. Í þeirri grein hafi tengslin yfirleitt verið nokkuð skýr þó að það sé jafn- an nokkur bið á því að geng- isþróunin skili sér inn í verðlag. „Það tekur yfirleitt tvo til fjóra mánuði fyrir geng- isbreytingar að hafa einhver raunveruleg áhrif,“ segir hann. Íslenska krónan hefur styrkst verulega á þessu ári, eins og rakið var í Morgunblaðinu í gær. Bandaríkjadalur kostaði um 70 krónur í janúar en nú er gengið hins vegar um 62 krónur. Jón Þór hefur rannsakað hversu hratt innflutningsgengi skilar sér inn í verðlag og segir hann að nýjustu verðbólgutölur hafi komið honum nokkuð á óvart, verðbólgan hefði reynst meiri en búast hefði mátt við. Þar vegi húsnæðisliðurinn þyngst – fasteigna- verð hefur hækkað um 5% á árinu – en hækkun matvælaverðs sé hins vegar einnig áhrifavaldur. „Það er svolítið erfitt að skoða ástandið eins og það er núna, í ljósi skattkerfisbreytinganna sem urðu 1. mars. Mat manna þá var að matvöruversl- un hefði lækkað vöruverð í takt við skattalækk- unina, en í ýmsum þjónustugreinum sem tengjast matvælum hefði lækkunin ekki skilað sér eins vel. Ein kenning er sú að matvöruverslanir hafi ver- ið uppteknar af því að láta þetta ganga upp, krónu fyrir krónu [enda hafi verið fylgst grannt með gjörðum þeirra], jafnvel þó að einhverjar inni- stæður hefðu verið fyrir hækkunum. Það valdi því hins vegar núna að seinna sé brugðist við geng- islækkuninni en ella hefði verið.“ Jón Þór segir að hugsanlega séu verslanir því að einhverju leyti að nota tækifærið núna til leiðrétt- ingar. „Ég held samt að það megi búast við því að einhver lækkun verði á næstunni, sérstaklega ef krónan helst áfram sterk. Ætli það sé því ekki hægt að taka undir það, með einhverjum rökum, að það sé innistæða fyrir einhverjum lækkun eins og staðan er í dag.“ Jón Þór segist ekki hafa fundið sterkar vísbendingar um að menn séu fljótari að hækka verð, þegar gengisbreytingar gefi tilefni til slíks, en lækka það þegar krónan styrkist. Kostnaður fylgir verðbreytingum Hitt geti skipt máli hversu miklar gengisbreyt- ingarnar séu. „Nú hefur gengisbreytingin verið hæg, hún hefur orðið á löngum tíma. Hefði jafn mikil breyting orðið yfir nótt hefði hún komið miklu skýrar fram í verðlagi. Það hefði verið svo augljós ástæða til að breyta verðlaginu. Þetta byggist á kenningum sem snúa að verðmiðakostn- aði; það er alltaf einhver kostnaður því samfara að breyta verði. Ef innkaupsverð breytist mjög hægt og í litlum stökkum vilja menn frekar halda að sér höndum og sjá hvað gerist næst, áður en þeir fara að breyta verðinu hjá sér.“ Jón Þór segir að ef menn vilji leita að dæmi þar sem innlent verðlag fylgir gengisþróun ekki eftir þá sé best að horfa til verslunar með fatnað. Verð á fatnaði haldist ótrúlega stöðugt, fyrir utan hefð- bundnar árstíðabundnar sveiflur, útsölur og ann- að. Það fylgi ekki gengisþróun að neinu marki. Líklega innistæða fyrir lækkun Jón Þór Sturluson Í HNOTSKURN »Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaðium 1,3% milli mánaða skv. nýjustu mæl- ingum Hagstofunnar. »Forsvarsmenn stóru smásölukeðjannabenda hins vegar á að þar ráði hækkun á landbúnaðarafurðum mestu. Aðeins um 30% matvörunnar séu innflutt og þar með gengistengd. Íslenska krónan hefur verið að styrkjast verulega en rannsóknir sýna hins vegar að verðlag fylgir gengisþróun sjaldan hratt, nema ef vera skyldi í mat og drykk INGIBJÖRG Sól- rún Gísladóttir utanríkisráð- herra kynnti á ríkisstjórnar- fundi í gær frum- varp til laga um breytingu á lög- um um Evrópska efnahagssvæðið. Frumvarpið fel- ur í sér staðfest- ingu á samningi sem undirritaður var í mars, en með honum náðist samkomulag um stækkun EES með inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu í Evrópusambandið. Árleg útgjöld Íslendinga í þróunarsjóð EFTA munu aukast um 130 milljónir króna, en á móti kemur að tollfrjáls kvóti á innflutningi á humri og karfa til landa Evrópusambandsins eykst. Framlög úr þróunarsjóðnum fara í að styrkja fátæk ríki Evrópu- sambandsins. Frumvarp um stækkun EES Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ÖSSUR Skarp- héðinsson, sem á fimmtudag tók við embætti iðn- aðarráðherra í nýrri ríkisstjórn, tók jafnframt við embætti sam- starfsráðherra Norðurlanda. Jónína Bjart- marz, fyrrver- andi umhverfisráðherra, gegndi störfum samstarfsráðherra Norð- urlandanna í fráfarandi ríkisstjórn. Fer með nor- ræn málefni Össur Skarphéðinsson KRISTRÚN Heimisdóttir lög- fræðingur hefur verið ráðin að- stoðarmaður Ingibjargar Sól- rúnar Gísladótt- ur utanríkis- ráðherra. Kristrún, sem er 35 ára gömul, hefur m.a. starf- að sem lögfræðingur hjá LEX lög- mannsstofu, Samtökum iðnaðarins og Umboðsmanni Alþingis. Hún hefur jafnframt verið fram- kvæmdastjóri Reykjavíkuraka- demíunnar og fréttamaður hjá RÚV. Þá hefur hún sinnt háskóla- kennslu. Ráðin aðstoð- armaður Kristrún Heimisdóttir Í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær á blaðsíðu 6 um stjórnarskiptin féll nafn Kristjáns Möllers samgöngu- ráðherra niður. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Kristján tekur við samgöngu- ráðuneytinu af Sturlu Böðvarssyni sem gegnt hefur störfum sam- gönguráðherra í átta ár. Kristján er Siglfirðingur og hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna frá árinu 1999. Kristján sam- gönguráðherra „VIÐ höfum aukið fjármuni til hreinsunar og viðhalds gangstétta í borgarlandinu verulega frá því sem var,“ segir Óskar Bergsson, formaður framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar, um ruslahirðu í borginni. Fram kom í fréttum í Morgunblaðinu í vikunni að mikið rusl væri víða á götum og görðum borgarinnar og að lítið virtist hafa verið hirt af því sem komið hefði undan snjó í vetur. „En við glímum við hrikalegan, landlægan sóðaskap í borginni. Og það virðist vera eins og að skvetta vatni á gæs að þrífa borgarlandið,“ segir Óskar. Hann segir að þegar nýr borg- armeirihluti tók við völdum í fyrra hafi áhersla verið lögð á að ná tök- um á vandanum vegna rusls á göt- um. Nú sé hreinsað tvisvar í viku á götum þar sem áður hafi verið hreinsað einu sinni, svo dæmi sé tekið. Á veturna séu fyrirtæki að störfum á vegum borgarinnar sem hreinsi götur og hverfastöðvar sjái einnig um hreinsunarstörf. „En á sumrin tekur Vinnuskólinn talsvert mikinn þunga af þessu,“ segir Ósk- ar. Ákall um að nota ruslafötur Óskar segir að borgin standi frammi fyrir því að vera með ákall til íbúa og gesta borgarinnar um að nota ruslafötur og ganga betur um. „Þegar maður horfir upp á það að vera búinn að leggja meira fjármagn og meiri vinnu í hreinsun og fegrun og það nánast sér ekki högg á vatni, þá hljóta það að vera skilaboðin til íbúanna að það verði allir að taka höndum saman og breyta þessari umgengni. Hún er gersamlega fyrir neðan allar hellur,“ segir hann. Borgin ráði illa við starfið ef íbúarnir taki ekki þátt í því. Óskar segir að borgaryfirvöld hafi reynt að vekja fólk til meðvit- undar um hreinsunarmál með átakinu Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík í fyrrasumar. Þá hafi sérstök áhersla verið lögð á Breið- holtið. „Í sumar munum við halda því átaki áfram í öðrum hverfum og virkja íbúana með okkur,“ segir hann. „Ég held að allir vilji búa í hreinni borg,“ bætir hann við. Aukið fjármagn til hreinsunar í borgarlandinu hefur ekki dugað til „Eins og að skvetta vatni á gæs“ Óþrifnaður Í borginni er víða að finna rusl á götum og opnum svæðum. GJALDKERI starfsmannafélags Norðuráls hefur orðið uppvís að fjárdrætti úr sjóðum félagsins og hefur hann játað brotið og látið af störfum hjá Norðuráli. Fjárdrátt- urinn upplýstist á aðalfundi starfs- mannafélagsins fyrir skemmstu. Upphæðin nemur á aðra milljón króna. Málið hefur verið afhent lög- fræðingum til eftirfylgni. Fjárhags- staða félagsins er þó traust. Dró sér fé frá starfsmönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.