Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 39 KIRKJUSTARF Vígslubiskup messar í Selfosskirkju Á hvítasunnudag, hinn 27. maí næstkomandi, verður í Selfoss- kirkju sungin hátíðarmessa kl. 11. Vígslubiskupinn í Skálholti, herra Sigurður Sigurðarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Fluttir verða há- tíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteins- sonar í Siglufirði. Kirkjukór Selfoss syngur. Organisti er Jörg E. Son- dermann. Eftir athöfnina verður reiddur fram léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Ég vona að margir gangi í guðshús á Selfossi þennan dag. 150 ára afmælishátíð Krýsuvíkurkirkju Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 14 á 150 ára afmælishátíð kirkj- unnar. Prestar: Sr: Gunnþór Inga- son, sr. Þórhallur Heimisson, sr. Þórhildur Ólafs og dr. Gunnar Kristjánsson prófastur, sem prédik- ar. Frumflutt verður ljóð eftir Matt- hías Johannessen sem hann nefnir: „Munu ósánir akrar vaxa“ við tón- list Atla Heimis Sveinssonar, sem þeir hafa samið af þessu tilefni. Atli hefur einnig samið tónlist við liði messunnar. Flytjendur tónlistar: Ágúst Ólafsson óperusöngvari, Björn Thoroddsen gítarleikari, Guðmundur Sigurðsson, kantór og orgelleikari, og Hlín Erlendsdóttir fiðluleikari. Ljóðalesari: Þorleifur Hauksson. Messukaffi í Bláa húsi málarans. Þar verður m.a. end- urflutt ljóð Matthíasar við lag Atla Heimis. Sætaferð frá Hafnarfjarð- arkirkju kl. 12.45. Ath. tímann. Minningarguðs- þjónusta í Fríkirkjunni í Reykjavík Minningarguðsþjónustan (Candle- light Memorial Day) um þau sem látist hafa úr alnæmi hefst kl. 14. Hún er jafnframt hvítasunnumessa. Guðsþjónustuna leiða þau Hjörtur Magni Jóhannesson og Ása Björk Ólafsdóttir, sem jafnframt prédik- ar. Um tónlistina sér Margrét Pálmadóttir ásamt fríðu föruneyti, Viðar Eggertsson les ljóð og Ingi Rafn Hauksson, formaður Alnæm- issamtakanna, flytur ávarp. Að venju verður glæsilegt messukaffi í boði Alnæmissamtakanna í safn- aðarheimili Fríkirkjunnar að lok- inni guðsþjónustunni. Sr. María Ágústsdóttir messar í Laugarneskirkju Hátíðarmessa verður í Laugarnes- kirkju á hvítasunnudagskvöld kl. 20. Sr. María Ágústsdóttir héraðs- prestur prédikar og þjónar í mess- unni ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálpara, fulltrúum lesarahóps kirkjunnar, Gunnari Gunnarssyni organista og kór Laugarneskirkju. Boðið verður upp á molasopa og djús að messunni lokinni. Messur verða í Laugarneskirkju öll sunnu- dagskvöld kl. 20 fram að Jóns- messu. Þá verða kyrrðarstundir í boði í hádeginu hvern fimmtudag fram til 21. júní. Á kyrrðarstund- unum leikur Gunnar Gunnarsson organisti ljúfa tóna á orgel kirkj- unnar frá kl. 12 og sr. Hildur Eir Bolladóttir eða Sigurbjörn Þorkels- son sjá um að hugleiða stuttlega texta úr Biblíunni og leiða fyr- irbænir við altarið. Að stundunum loknum er máltíð í boði í safn- aðarheimilinu fyrir þá sem hafa lyst og tíma. Allir eru velkomnir í Laugarneskirkju. Hvítasunnuhelgin í Hallgrímskirkju Laugardaginn 26. maí kl. 17 verður opnuð ný myndlistarsýning á veg- um Listvinafélags Hallgrímskirkju. Höfundur verkanna er Guðrún Gunnarsdóttir, sem sýnir nú text- ílmyndir tengdar lífi og sálmum Hallgríms Péturssonar og Guð- rúnar Símonardóttur. Athygli er vakin á því að messa er báða dagana, á hvítasunndag og annan dag hvítasunnu, kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Hörður Áskels- son organisti leikur á Klais-orgel kirkjunnar og Mótettukórinn syng- ur. Messuþjónar aðstoða við messu- gjörðina. Sögustund er fyrir börnin fyrri daginn. Einnig verður ensk messa hvíta- sunnudag kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Messukaffi í safnaðarheimili eftir messuna. Service in English on the Day of Pentecost at Hallgrímskirkja. May 27th at 2 pm. Holy Communion. Preacher and Celebrant: The Revd Bjarni Þór Bjarnason. Organist: Hörður Áskelsson. Leading Singer: Guðrún Finnbjarnardóttir. Á annan dag hvítasunnu eru einnig tónleikar í Hallgrímskirkju í tengslum við stefið „Sálmar á af- mælisári“. Að þessu sinni er yf- irskriftin: „… um lífið og ljósið“. Karlakór Reykjavíkur og Drengja- kór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju flytja fjölbreytta kórtónlist. Stjórn- andi er Friðrik S. Kristinsson. Með- al verkanna eru sálmar eftir Krist- ján Val Ingólfsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Tungur í Neskirkju Hátíðarmessa verður í Neskirkju á hvítasunnudag kl. 11. Fermdur verður Veigar Friðgeirsson, Sörla- skjóli 16. Í messunni verða lesnir ritningarlestrar á framandi tungum. Er með því vísað til reynslu manna í árdaga þegar fagnaðarerindið heyrðist flutt á mörgum tungum. Lesarar verða Ágota Joó og Toshiki Toma. Kór Neskirkju syngur undir stjórn org- anistans Steingríms Þórhallssonar og Hallveig Rúnarsdóttir syngur einsöng. Séra Örn Bárður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma auk leikmanna sem aðstoða við út- deilingu sakramentis. Á annan í hvítasunnu messar sr. Sigurður Árni Þórðarson kl. 11. Nánari upplýsingar á neskirkja.is. Hvítasunnudagur í Grafarvogskirkju Guðsþjónusta kl. 11. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Lenu Rós Matthíasdóttur. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Fólk af erlendum uppruna tekur þátt í ritning- arlestri. Sameiginleg hátíðarguðsþjónusta í Garðaprestakalli Sú hefð hefur skapast á hvítasunnu í Garðaprestakalli að sameiginleg hátíðarguðsþjónusta Bessastaða- og Garðasókna er haldin. Í ár er hún í Bessastaðakirkju kl. 11 á hvítasunnudag. Sr. Þórhildur Ólafs predikar og þjónar fyrir altari ásamt djáknunum Grétu Konráðs- dóttur og Nönnu Guðrúnu Zoëga. Álftaneskórinn leiðir lofgjörðina undir stjórn Bjarts Loga Guðnason- ar, organista Bessastaðasóknar. Boðið verður upp á akstur frá Ví- dalínskirkju kl. 10:30 með viðkomu á Hleinum kl. 10:40. Allir velkomn- ir. Sjá www.gardasokn.is. Morgunblaðið/ÞÖKLandakotskirkja. Tilkynningar Skipulagsauglýsing Kiðárbotnar 3 og 7, Húsafelli 3, Borgar- byggð - Deiliskipulagsbreyting Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir at- hugasemdum við breytingu á ofangreindu skipulagi. Breytingar felast í því að byggingarreitir á lóðum nr. 3 og nr. 7 eru færðir til og stækkaðir, hámarksstærðir húsa eru færðar í 125 m² og heimilað að hús verði byggð úr steinsteypu, en þó þannig að a.m.k. útveggir sem snúa að götu verða klæddir með náttúrlegum efnum t.d. timbri og í jarðlitum. Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgar- byggðar frá 26. maí 2007 til 23. júní 2007. Frest- ur til athugasemda vegna deiliskipulagsbreyt- ingar rennur út 9. júlí 2007. Athugasemdir við breytingar á skipulaginu skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgar- nesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillög- una fyrir tiltekinn frest, til athugasemda, telst samþykkur tillögunni. Borgarnesi, 21. maí 2007. Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. Skipulagsauglýsing Deiliskipulagsbreyting frístundabyggðar í landi Valbjarnavalla, Borgarbyggð Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu. Um er að ræða frístundabyggð er stækkuð frá því sem nú er, jafnframt því sem nýir skipu- lags- og byggingarskilmálar eru settir fyrir svæðið í heild. Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgar- byggðar frá 26. maí 2007 til 23. júní 2007. Frest- ur til athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 9. júlí 2007. Athugasemdir við skipulagið skulu vera skrif- legar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillög- una fyrir tiltekinn frest til athugasemda, telst samþykkur tillögunni. Borgarnesi 21. maí 2007. Forstöðumaður framkvæmdasviðs, Borgarbyggðar. Félagsstarf 2.6. Laugardagur. Eyjafjalla- jökull, (1666 m) Brottför frá skrifstofu Útivistar kl. 08:00. 0706DF01 Fararstj. Guðbjörn Margeirsson. V .7800/9600 kr. 2. - 3.6. Básar - Jeppa- ferð. Brottför kl. 10:00 frá Hvols- velli. 0706JF01 Sumri fagnað í paradísinni í Básum. Sameiginlegt grill á laugardagskvöldinu. VHF talstöð er skilyrði í allar jeppaferðir. Félagsmenn geta fengið Útivistarrásina. Einnig er hægt að leigja talstöðvar á skrif- stofunni. V. 3200/3500 kr. Skráningar í ferðir á skrif- stofu Útivistar í síma 562 1000 eða utivist@utivist.is. Sjá nánar á www.utivist.is. 25. - 28.5. Básagleði. Um hvítasunnuhelgina verður líf og fjör í Básum eins og endra nær. Gestir koma sér á eigin vegum á svæðið. Nauðsynlegt getur verið að panta gistingu á skrifstofu Útivistar. 28.5. Mánudagur. Kóngsvegurinn (K-7) Geysir - Gullfoss Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Fararstj. Gunnar Hólm Hjálmarsson. V. 2900/3300 kr. 1. - 3.6. Mýrdalsjökull - Gönguskíðaferð. Brottför kl. 19:00. 0706HF01 Fararstj. Reynir Þór Sigurðsson. V. 21700/26000 kr. Raðauglýsingar 569 1100 Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is Raðauglýsingar augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.