Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kufa. AFP. | Moqtada al-Sadr, rót- tækur sjíaklerkur í Írak, kom aftur fram á sjónarsviðið í gær og krafðist tafarlausrar heimkvaðningar banda- rískra hermanna í fyrstu ræðu sinni í sjö mánuði. Sadr, sem er leiðtogi einnar af öfl- ugustu vopnuðu hreyfingum sjíta í Írak, hélt ræðuna í mosku sinni í bænum Kufa. Hann hafði ekki sést þar frá því í október og bandaríski herinn sagði í janúar að klerkurinn hefði flúið til Írans vegna viðamikilla hernaðaraðgerða sem miðuðu að því að bæla niður vopnaða hópa sjíta og súnníta. Síðan hafa stuðningsmenn klerksins gengið úr ríkisstjórn Íraks og þeir segjast nú hafa tryggt sér stuðning meirihluta þingmanna landsins við kröfu þeirra um að þing- ið vísi bandarísku hersveitunum úr landi. Ekki er vitað hvers vegna Sadr ákvað að koma fram á sjónarsviðið núna. Hugsanlegt er að hann vilji koma í veg fyrir að vopnuð hreyfing hans, Mahdi-herinn, leysist upp. Fjárveiting án skilyrða Báðir deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt fjárveitingu að and- virði 120 milljarða dollara, sem svar- ar 7.500 milljörðum króna, til hersins vegna hernaðarins í Írak. Fjárveitingin var samþykkt eftir að demókratar féllu frá því skilyrði að brottflutningur bandaríska her- liðsins hæfist innan tiltekins tíma. George W. Bush hafnaði skilyrðinu og meirihluti demókrata er ekki nógu stór til að þeir geti hnekkt neit- unarvaldi forsetans. Reuters Þögnin rofin Íraski sjíaklerkurinn Moqtada al-Sadr flytur fyrstu ræðu sína í sjö mánuði. Sadr snýr aftur úr útlegð Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HÚN er snjall en flókinn persónu- leiki, með ýmislegt vafasamt í fortíð sinni, geysilega metnaðarfull, öðru hverju virðist hún hafa umgengist sannleikann mjög frjálslega. Þannig er líklegu forsetaefni demókrata í Bandaríkjunum, Hillary Rodham Clinton, m.a. lýst í tveim bókum sem rekja feril hennar, að sögn The Washington Post í gær. Liðsmenn kosningabaráttu Clint- on hafa beðið áhyggjufullir eftir út- komu þessara rita en segja nú að ekkert nýtt komi þar fram. Báðar eru bækurnar skrifaðar af þekktum og virtum blaðamönnum, annars vegar Carl Bernstein, sem á sínum tíma fletti ofan af Watergate- hneykslinu ásamt Bob Woodward, hins vegar Gerth og Van Natta sem hafa árum saman starfað fyrir The New York Times. Þessar bækur skipta því meira máli en það sem rit- að hefur verið um Clinton af pólitísk- um andstæðingum hennar. Bernstein vann í átta ár að sinni bók, A Woman in Charge: The Life of Hillary Clinton og rekur þar vandlega feril hennar, í hinu ritinu, Her Way: The Hopes and Ambitions of Hillary Rodham Clinton, er meiri áhersla lögð á pólitískan feril hennar eftir að hún var kjörinn öld- ungadeildarþingmaður fyrir New York. Er m.a. gefið í skyn að Clinton hafi alls ekki lesið skýrslu leyniþjón- ustunnar um meint gereyðing- arvopn Saddams Husseins áður en hún ákvað 2002 að styðja tillögu um innrás ef önnur ráð brygðust. Ýmsir fyrirvarar voru settir í skýrslunni við fullyrðingar um vopnaeignina. Bernstein lýsir stormasömu hjónabandi Clinton-hjónanna og þjáningunum sem ótryggð eig- inmannsins olli Hillary. Rifjað er upp að hún hafi fallið á prófi í Wash- ington þegar hún reyndi að afla sér málflutningsréttinda. Þetta sálræna áfall hafi getað skipt máli um ákvörðun hennar að giftast Clinton. Hún þagði um fallið í þrjá áratugi, ekki einu sinni bestu vinir hennar fengu að vita um það. Clinton-hjónin eru sögð hafa verið samtaka um að reyna að þagga niður allar frásagnir um framhjáhaldið. En um hríð velti Hillary því fyrir sér „vegna reiði og sárinda“ að bjóða sig fram til ríkisstjóra 1990 þegar eig- inmaðurinn hætti. Þegar mest gekk á út af rannsókn saksóknarans Ken- neth Starr á málum Clinton- hjónanna óttaðist hún mjög að verða ákærð vegna meintra fjársvika í sambandi við fasteignir, White- water-málsins svonefnda. Snjöll en ofurmetnaðarfull Nýjar bækur um Hillary Clinton draga upp fremur neikvæða mynd af henni og sagðar geta valdið henni erfiðleikum í baráttunni um forsetaembættið Í HNOTSKURN »Bækurnar koma báðar útsnemma í júní. Útgefendur búast greinilega við góðri sölu, bók Bernsteins hefur þegar verið prentuð í 275 þús- und eintökum, rit Natta- tvíeykisins í 175 þúsund ein- tökum. » Í bók Natta er fullyrt aðClinton-hjónin hafi eftir sigurinn 1992 gert áætlun um að Bill yrði forseti í átta ár, síðan tæki Hillary við næstu átta árin. Hillary Clinton Carl Bernstein Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ALLAR líkur voru á því í gær að Bertie Ahern, forsætisráðherra Ír- lands síðastliðin tíu ár, yrði áfram við völd á Írlandi en flokkur hans, Fianna Fáil, hafði skv. útgönguspá írska ríkisútvarpsins, RTÉ, tryggt sér 41,6% atkvæða í þingkosningun- um sem haldnar voru á fimmtudag. Talning atkvæða gekk seint enda notast Írar við flókið hlutfallskosn- ingakerfi. Fyrstu tölur sem og út- gönguspá RTÉ bentu hins vegar til þess að staða Fianna Fáil væri sterk, jafnvel að sá möguleiki væri fyrir hendi að flokkurinn næði hreinum meirihluta á þingi. Í gærkvöldi benti flest til að flokkurinn fengi um 80 þingmenn kjörna en 166 sitja á írska þinginu. Það er því ekki víst að það komi að sök að flokkur Framsæk- inna demókrata, sem átti aðild að ríkisstjórn, galt afhroð; Fianna Fáil er áfram með öll tromp á hendi. Helsti stjórnarandstöðuflokkur- inn, Fine Gael, hafði aukið fylgi sitt um 4% skv. RTÉ, fær nú 26,3%. Verkamannaflokkurinn, hinn helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, tapaði hins vegar fylgi, fékk 9,9% skv. spá RTÉ, en sem fyrr segir bentu fyrstu tölur í gær til þess að spáin væri býsna nærri lagi, en ljóst var að heildarniðurstöður bærust seint. Pat Rabbitte, leiðtogi Verka- mannaflokksins, viðurkenndi um miðjan dag í gær að allt benti til þess að Ahern yrði áfram forsætisráð- herra en Enda Kenny, leiðtogi Fine Gael, var hins vegar ekki tilbúinn að játa sig sigraðan. Fianna Fáil fékk lang- mest fylgi á Írlandi Næsta öruggt að Bertie Ahern verði áfram forsætisráðherra AP Vinsæll Bertie Ahern tókst vel upp í kosningabaráttunni á Írlandi. INDVERSKAR konur halda á kyndlum og hrópa slag- orð á kröfugöngu kvennahreyfingar í Gauhati á Ind- landi í gær. Hreyfingin berst fyrir því að stjórnvöld geri þegar í stað ráðstafanir til að stemma stigu við út- breiðslu alnæmis í landinu. Nær 5,7 milljónir Indverja hafa smitast af HIV-veirunni, sem veldur alnæmi. Sex sambandsríki Indlands hafa bannað kynfræðslu í skól- um þrátt fyrir öra útbreiðslu sjúkdómsins meðal ungs fólks og nýleg könnun bendir til þess að um 40% ind- verskra kvenna viti ekki um alnæmissjúkdóminn. AP Krefjast fræðslu um alnæmi ALAIN Juppé, umhverfisráð- herra Frakk- lands, segir að svo gæti farið að Jacques Chirac, fyrrverandi for- seti, verði yfir- heyrður vegna gamalla ásakana um svindl með fjármuni flokks gaullista. Chirac naut friðhelgi vegna embættis síns en hún rennur út 16. júní. Auk þess- ara gömlu mála er Chirac grunaður um að eiga leynilega bankareikninga í Japan með sem svarar rösklega 3.700 milljónum króna. Fundust ný- lega skjöl í fórum fyrrverandi yfir- manns leyniþjónustunar, DGSE, er renna stoðum undir þann grun. Chirac yfir- heyrður? Jacques Chirac VALDABARÁTTA tveggja æðstu embættismanna Úkraínu magnað- ist í gær þegar Viktor Jústsjenkó forseti gaf út tilskipun um að 40.000 hermenn innanríkisráðu- neytisins heyrðu undir forsetaemb- ættið. Viktor Janúkóvítsj forsætisráð- herra hafnaði tilskipuninni, sagði hana brot á stjórnarskrá landsins og „inngrip í starfsemi fram- kvæmdavaldsins“. Forseti Úkraínuþings, Oleksandr Moroz, tók dýpra í árinni og sakaði forsetann um „valdaránstilraun“. Stjórnarerindrekar ríkja Evr- ópusambandsins vöruðu við því að það myndi hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir Úkraínu ef reynt yrði að leiða deiluna til lykta með hervaldi. Hernum beitt? Reuters Ólga Stuðningsmenn Úkraínu- forseta mótmæla í Kíev. FORSETI Tyrklands, Ahmet Necd- et Sezer, beitti í gær neitunarvaldi gegn stjórnartillögu um breytingar á stjórnarskrá er kveða á um að forseti verði framvegis þjóðkjörinn en ekki af þinginu. Verði tillagan aftur samþykkt á þingi getur Nezer efnt til þjóðaratkvæðis um hana. Sezer segir nei JAPANSKA hátæknifyrirtækið SONY hefur kynnt nýtt, örsmátt sjónvarp sem gæti rutt brautina fyrir næstu kynslóð sjónvarpa. Skjárinn er aðeins 0,3 mm á breidd og beygjanlegur eins og pappír. Um fimm ár tók að þróa tæknina og er rætt um að hana megi nýta sem hluta framúrstefnulegs fatnaðar. Sjónvarp í föt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.