Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 19 Hönnun / bestun Fjármál / stjórnun Þróun / nýsköpun Tölfræði / greining Efni / varmi Orka / umhverfi Stýringar / sjálfvirkni Hagkvæmni / hagnýting VERKFRÆÐIDEILD www.hi.is Umsóknarfrestur er til 5. júní Nánari upplýsingar á www.verk.hi.is VÉLA- OG IÐNAÐAR- VERKFRÆÐI Mexíkóborg. AP. | „Pabbi! Pabbi!“ hrópaði barn í farsíma Rodolfo Melchors, 38 ára íbúa Mexíkóborg- ar. „Elskan, þetta er ég, mér hefur verið rænt!“ hrópaði kona. Melchor, sem starfar við við- gerðir á skrifstofuvélum, hringdi strax í lögregluna og flýtti sér heim. Eftir skelfilegustu hálfu klukkustund sem hann hafði lifað komst hann að því að ekkert amaði að fjölskyldu hans. Melchor komst hjá því að verða fórnarlamb svikahrappa er stunda „sýndarmannrán“, sem felast í því að svíkja út lausnargjald án þess að ræna nokkrum. Vopnið er ekki byssa eða hnífur, heldur sími. „Allt hringsnerist í höfðinu á mér. Ég hafði aldrei heyrt son minn og konuna mína hrópa svona í sím- ann,“ sagði Melchor. „Og ég var í svo miklu losti að ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta var ekki rödd konunnar minnar.“ Slík svikastarfsemi er algeng í mörgum löndum Rómönsku Am- eríku, m.a. Mexíkó, Brasilíu, Arg- entínu og Gvatemala, þar sem raun- veruleg mannrán eru líka algeng. Fólk trúir þess vegna því versta þegar svikahrapparnir hringja og greiða lausnargjaldið strax, oft í netbanka. „Þeir telja fórnarlömb- unum trú um að þeir viti allt um þau, hvar þau vinni, hvert þau fari á hverjum degi og hvar börnin þeirra séu,“ sagði talsmaður fang- elsis í Gvatemala. Ekki eru til áreiðanlegar upplýs- ingar um fjölda sýndarmannrána þar sem þau eru oftast skráð sem rán eða árásir. Mörg fórnarlamb- anna kæra ekki svikin þar sem þau treysta ekki lögreglunni, telja að hún geri ekkert í slíkum málum. Sumir óttast að svikahrapparnir hefni sín verði þeir kærðir en aðrir skammast sín fyrir að láta gabba sig með þessum hætti. Ýmislegt bendir þó til þess að þessi svikastarfsemi sé viðamikil. Í brasilíska sambandsríkinu Sao Paulo voru a.m.k. 3.000 sýndar- mannrán kærð frá 1. janúar síðast- liðnum til 14. febrúar. Könnun borgaralegrar hreyfingar í Mexíkó frá árinu 2004 bendir til þess að 36.295 sýndarmannrán hafi verið framin þar í landi. Mannrán sett á svið til að svíkja út fé Algengt að fólk sé gabbað til að greiða lausnargjald AP Sýndarmannrán Skilti þar sem auglýst er eftir manni sem rænt var í Mexíkóborg. Sýndarmannrán eru algeng þar, ekki síður en raunveruleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.