Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 37 Við vorum 5 ára þegar við kynntumst, í tímakennslu hjá Vig- dísi Blöndal. Þar myndaðist sérstakt samband sem aldrei rofnaði eða bar skugga á. Við vorum báðar fæddar í júní með aðeins dags millibili. Við vorum samt ólíkar að eðlisfari og skoðanir okkar fóru ekki alltaf saman. Okkur varð þó aldrei sundurorða. Hún ólst upp í vesturbænum, ég í austurbænum. Hún fór í Miðbæjar- skólann, ég í Austurbæjarskólann. Við fermdumst sama daginn. Báðar veislurnar voru haldnar í Gyllta saln- um á Hótel Borg. Létt skilrúm skildu gestina að. Við urðum skátar og auðvitað í sama flokki! Hún fór í Versló, ég í Menntó. Seinni heimsstyrjöldin var í al- gleymingi. Hún giftist Bonna sínum ✝ Jónína VigdísKristjánsdóttir Schram fæddist á Vesturgötu 36 í Reykjavík 14. júní 1923. Hún lést í Reykjavík 28. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 3. apríl. og eignaðist fyrstu börnin. Ég fór til Bandaríkjanna í nám. Um leið og ég kom heim eftir nokkurra ára fjarveru fór ég beint til Nennu í kvöldkaffi. Spenning- ur og ómæld gleði blossaði upp við end- urfundinn. Þegar ég loks fór heim í morg- unsárið og Nenna fór fram í eldhús með óhreinu bollana og tóma kaffikönnuna, kom hún auga á óupptekinn kaffi- poka sem hún hafði ætlað okkur. Hún hafði gleymt að setja kaffið í könnuna og aðeins hellt upp á smá- mola af „exporti“! Svo gaman hafði verið hjá okkur. Nenna hafði mikla persónutöfra sem fór ekki framhjá neinum. Hún hafði líka sinn sérstaka stíl, bæði í klæðaburði og í hýbýlum sínum. Á heimili hennar var afskaplega nota- legt að koma. Hún bar einkenni Schramanna, en á síðari árum varð hin virðulega reisn, sem Láru móður hennar prýddi, áberandi í fari hennar. Blessuð og þökkuð sé minning hennar. Kristín. Vigdís Kristjánsdóttir Schram Elsku Emma Katr- ín. Það er sorglegt að þú sért farin frá okkur úr Neshömrunum, líf- ið hér í götunni er svo tómlegt án þín. Enginn fyllir í þitt skarð, það var alltaf svo mikið líf og fjör í kringum þig, þú alltaf svo glöð, skemmtileg og gefandi. Við áttum margar góðar stundir saman, öll leikritin sem við sömdum, æfðum og sýndum við mikla hrifningu áhorfenda. Allar fjörugu stundirnar á trampólíninu í garðinum hjá þér. Við að búa okkur til samlokur eftir skólann og sund- ferðirnar með pabba þínum voru alltaf jafn skemmtilegar. Sumarbú- staðarferðin sem þú komst í með okkur fjölskyldunni síðasta sumar var frábær. Við fórum út á vatn á bát og fengum að stýra bátnum hjá pabba, við veiddum marga silunga og þér leist ekki á þegar ég fór að ✝ Emma KatrínGísladóttir fæddist í Reykjavík 3. júlí 1998. Hún lést á Barnaspítala Hringsins 16. maí 2007. Emma Katrín var jarðsungin frá Grafarvogskirkju 25. maí sl. halda á þeim með ber- um höndum, þú prins- essan þurftir að setja á þig vetlinga til að geta haldið á þeim. Emma afmælis-prinsessa, alltaf svo fín og sæt í kjól og fallega greidd, mætt í afmæli helst fyrst. Þú gast ekki beðið því þú varst svo áhugasöm um hvað væri í gangi, hvaða leikir, hvernig verð- laun og auðvitað hvernig pítsa væri í boði. Í átta ára afmælinu þínu í fyrrasumar var sannkölluð tívolís- temning, hoppukastali og trampólín í garðinum og þá var kátt í höllinni og þú elsku Emma afmælis-prinsessa naust þín þvílíkt. Gleðin ljómaði úr þínum fallegu bláu augum, hver hefði trúað því að þetta væri síðasti afmælisdagurinn þinn, þú þessi hrausta duglega stelpa. En þér hefur verið ætlað eitthvert sérstakt hlut- verk á æðri stað. Elsku Emma mín, allar þessar góðu minningar um þig ætla ég að geyma í hjarta mínu, um alla eilífð. Elsku Gréta, Gísli, Baldvin og Greipur, biðjum Guð að gefa ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Ljós Emmu mun lýsa að eilífu. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi, bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Þín vinkona, Arna Björk. Elsku Emma Katrín. Nú ert þú farin frá okkar jarðneska lífi inn í annan heim þar sem aðrir taka við þér opnum örmum og gæta þín. Þær eru margar minningarnar sem við eigum í hjarta okkar um þig hér úr frístundinni. Minningar um káta, glaða og fjöruga stúlku. Stúlku sem þekkti alla og átti alltaf til bros og falleg orð handa þeim sem þurftu á að halda. Takk, takk Emma Katrín fyrir það að leyfa okkur að njóta margra ánægjulegra stunda með þér hér hjá okkur. Hver lítil stjarna sem lýsir og hrapar, er ljóð sem himinninn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm sem ljósinu safnar, er ljóð um kjarnann sem vex og dafnar. Hvert lítið orð sem lífinu fagnar, er ljóð við sönginn sem aldrei þagnar. (Davíð Stefánsson) Kæra fjölskylda við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Starfsfólk frístundaheimilis- ins Simbaðs sæfara. Emma Katrín Gísladóttir Tengdafaðir minn Skarphéðinn Guðjóns- son er látinn. Hann fékk að fara eins og hann hafði óskað sér, fljótt og án þess að þurfa að dvelja á sjúkrahúsi. Vann fram á síðasta dag og frítímarnir fóru í ferðalög. Hann var nýbúinn að kaupa sér nýjan jeppa sem var breyttur að hans þörfum. Aðeins átti eftir að setja ferðahýsið aftan á pallinn. Þar hafði hann ætlað sér og hundunum ✝ SkarphéðinnGuðjónsson fædd- ist á Rifshalakoti í Ásahreppi 25. júní 1924. Hann lést laug- ardaginn 3. mars síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 14. mars. pláss, en þeir voru oft hans bestu ferða- félagar. Tengdafaðir minn var ljúfmenni sem börn og dýr áttu sér öruggt skjól hjá og því ekki að undra að við börnin hans og tengdabörn séum hálf-lömuð því að þetta bar svo brátt að, en þannig hafði hann óskað sér að fara. Spor hans lágu víða um landið og margt fékk hann að reyna, td. var hann einn af þeim sem fóru á Vatnajökul er flugvélin Geysir fórst þar, en allir vita að þetta var engin skemmtiför og að- eins ætluð hinum mestu afreks- mönnum. Það var mikið lán þegar hann kynntist tengdamóður minni en þau voru mjög samhent í því að ferðast um landið þvert og endi- langt og flest sumur fóru þau í ferðalög. Hún lést langt fyrir aldur fram árið 1988. Þau voru svo sann- anlega samhent, áttu meira að segja sama afmælisdag og fædd sama ár. Það eru margar minningarnar, bæði í sorg og gleði, en sem betur fer eru það gleðistundirnar sem eru fleiri. Nú að leiðarlokum kveð ég þig, kæri tengdafaðir minn, með kærri þökk fyrir það sem þú varst okkur. Guð geymi þig. Málfríður Haraldsdóttir. Skarphéðinn Guðjónsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Minningargreinar ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar sambýlismanns míns, föður, tengdaföður, bróður, afa og langafa, ODDGEIRS HALLDÓRSSONAR, Ferjubakka, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á deild 11-E, krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut, fyrir góða umönnun. Sigurbjörg Guðvarðardóttir, Hörður Oddgeirsson, Kristín Hafsteinsdóttir, Hanna Halldórsdóttir, Rúna Halldórsdóttir, Oddur Halldórsson, Guðrún Halldórsdóttir og afabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, ÞORGERÐAR DIÐRIKSDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru sendar öllum þeim er önnuðust hana á Hrafnistu Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Birgir Ísleifsson, Herdís Einarsdóttir, Helga Ísleifsdóttir, Erlingur Ólafsson, Diðrik Ísleifsson, Kristín Á. Guðmundsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og útför, SVÖVU KRISTÍNAR BJÖRNSDÓTTUR Sóltúni 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 14-E á Landspítala við Hringbraut og heimahjúkrun Landspítalans. Hrafnkell Guðjónsson, Soffía Hrafnkelsdóttir, Einar Gunnar Einarsson, H. Jóhanna Hrafnkelsdóttir, Heimir Hrafnkelsson og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 11E á háskólasjúkrahúsi við Hringbraut fyrir yndislega umönnun vegna andláts okkar ástkæra ÁSGEIRS MAGNÚSSONAR, Gvendargeisla 21, sem lést á sjúkrahúsinu föstudaginn 11. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Rakel Ólafsdóttir, Bertha A. Palm, Hakon Palm, Magnús Ásgeirsson, Ann Ásgeirsson, Ólafur H. Ásgeirsson, Ásta Rós Magnúsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Linda Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, ÓLÖF PETRÍNA KONRÁÐSDÓTTIR, Lóa Konn, Skólavörðustíg 31, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. maí kl. 11.00. Rannveig Sigríður Wilberg, Carl Petter Wilberg, Orri Vilberg Vilbergsson, Lóa Wilberg. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.