Morgunblaðið - 26.05.2007, Side 39

Morgunblaðið - 26.05.2007, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 39 KIRKJUSTARF Vígslubiskup messar í Selfosskirkju Á hvítasunnudag, hinn 27. maí næstkomandi, verður í Selfoss- kirkju sungin hátíðarmessa kl. 11. Vígslubiskupinn í Skálholti, herra Sigurður Sigurðarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Fluttir verða há- tíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteins- sonar í Siglufirði. Kirkjukór Selfoss syngur. Organisti er Jörg E. Son- dermann. Eftir athöfnina verður reiddur fram léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Ég vona að margir gangi í guðshús á Selfossi þennan dag. 150 ára afmælishátíð Krýsuvíkurkirkju Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 14 á 150 ára afmælishátíð kirkj- unnar. Prestar: Sr: Gunnþór Inga- son, sr. Þórhallur Heimisson, sr. Þórhildur Ólafs og dr. Gunnar Kristjánsson prófastur, sem prédik- ar. Frumflutt verður ljóð eftir Matt- hías Johannessen sem hann nefnir: „Munu ósánir akrar vaxa“ við tón- list Atla Heimis Sveinssonar, sem þeir hafa samið af þessu tilefni. Atli hefur einnig samið tónlist við liði messunnar. Flytjendur tónlistar: Ágúst Ólafsson óperusöngvari, Björn Thoroddsen gítarleikari, Guðmundur Sigurðsson, kantór og orgelleikari, og Hlín Erlendsdóttir fiðluleikari. Ljóðalesari: Þorleifur Hauksson. Messukaffi í Bláa húsi málarans. Þar verður m.a. end- urflutt ljóð Matthíasar við lag Atla Heimis. Sætaferð frá Hafnarfjarð- arkirkju kl. 12.45. Ath. tímann. Minningarguðs- þjónusta í Fríkirkjunni í Reykjavík Minningarguðsþjónustan (Candle- light Memorial Day) um þau sem látist hafa úr alnæmi hefst kl. 14. Hún er jafnframt hvítasunnumessa. Guðsþjónustuna leiða þau Hjörtur Magni Jóhannesson og Ása Björk Ólafsdóttir, sem jafnframt prédik- ar. Um tónlistina sér Margrét Pálmadóttir ásamt fríðu föruneyti, Viðar Eggertsson les ljóð og Ingi Rafn Hauksson, formaður Alnæm- issamtakanna, flytur ávarp. Að venju verður glæsilegt messukaffi í boði Alnæmissamtakanna í safn- aðarheimili Fríkirkjunnar að lok- inni guðsþjónustunni. Sr. María Ágústsdóttir messar í Laugarneskirkju Hátíðarmessa verður í Laugarnes- kirkju á hvítasunnudagskvöld kl. 20. Sr. María Ágústsdóttir héraðs- prestur prédikar og þjónar í mess- unni ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálpara, fulltrúum lesarahóps kirkjunnar, Gunnari Gunnarssyni organista og kór Laugarneskirkju. Boðið verður upp á molasopa og djús að messunni lokinni. Messur verða í Laugarneskirkju öll sunnu- dagskvöld kl. 20 fram að Jóns- messu. Þá verða kyrrðarstundir í boði í hádeginu hvern fimmtudag fram til 21. júní. Á kyrrðarstund- unum leikur Gunnar Gunnarsson organisti ljúfa tóna á orgel kirkj- unnar frá kl. 12 og sr. Hildur Eir Bolladóttir eða Sigurbjörn Þorkels- son sjá um að hugleiða stuttlega texta úr Biblíunni og leiða fyr- irbænir við altarið. Að stundunum loknum er máltíð í boði í safn- aðarheimilinu fyrir þá sem hafa lyst og tíma. Allir eru velkomnir í Laugarneskirkju. Hvítasunnuhelgin í Hallgrímskirkju Laugardaginn 26. maí kl. 17 verður opnuð ný myndlistarsýning á veg- um Listvinafélags Hallgrímskirkju. Höfundur verkanna er Guðrún Gunnarsdóttir, sem sýnir nú text- ílmyndir tengdar lífi og sálmum Hallgríms Péturssonar og Guð- rúnar Símonardóttur. Athygli er vakin á því að messa er báða dagana, á hvítasunndag og annan dag hvítasunnu, kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Hörður Áskels- son organisti leikur á Klais-orgel kirkjunnar og Mótettukórinn syng- ur. Messuþjónar aðstoða við messu- gjörðina. Sögustund er fyrir börnin fyrri daginn. Einnig verður ensk messa hvíta- sunnudag kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Messukaffi í safnaðarheimili eftir messuna. Service in English on the Day of Pentecost at Hallgrímskirkja. May 27th at 2 pm. Holy Communion. Preacher and Celebrant: The Revd Bjarni Þór Bjarnason. Organist: Hörður Áskelsson. Leading Singer: Guðrún Finnbjarnardóttir. Á annan dag hvítasunnu eru einnig tónleikar í Hallgrímskirkju í tengslum við stefið „Sálmar á af- mælisári“. Að þessu sinni er yf- irskriftin: „… um lífið og ljósið“. Karlakór Reykjavíkur og Drengja- kór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju flytja fjölbreytta kórtónlist. Stjórn- andi er Friðrik S. Kristinsson. Með- al verkanna eru sálmar eftir Krist- ján Val Ingólfsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Tungur í Neskirkju Hátíðarmessa verður í Neskirkju á hvítasunnudag kl. 11. Fermdur verður Veigar Friðgeirsson, Sörla- skjóli 16. Í messunni verða lesnir ritningarlestrar á framandi tungum. Er með því vísað til reynslu manna í árdaga þegar fagnaðarerindið heyrðist flutt á mörgum tungum. Lesarar verða Ágota Joó og Toshiki Toma. Kór Neskirkju syngur undir stjórn org- anistans Steingríms Þórhallssonar og Hallveig Rúnarsdóttir syngur einsöng. Séra Örn Bárður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma auk leikmanna sem aðstoða við út- deilingu sakramentis. Á annan í hvítasunnu messar sr. Sigurður Árni Þórðarson kl. 11. Nánari upplýsingar á neskirkja.is. Hvítasunnudagur í Grafarvogskirkju Guðsþjónusta kl. 11. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Lenu Rós Matthíasdóttur. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Fólk af erlendum uppruna tekur þátt í ritning- arlestri. Sameiginleg hátíðarguðsþjónusta í Garðaprestakalli Sú hefð hefur skapast á hvítasunnu í Garðaprestakalli að sameiginleg hátíðarguðsþjónusta Bessastaða- og Garðasókna er haldin. Í ár er hún í Bessastaðakirkju kl. 11 á hvítasunnudag. Sr. Þórhildur Ólafs predikar og þjónar fyrir altari ásamt djáknunum Grétu Konráðs- dóttur og Nönnu Guðrúnu Zoëga. Álftaneskórinn leiðir lofgjörðina undir stjórn Bjarts Loga Guðnason- ar, organista Bessastaðasóknar. Boðið verður upp á akstur frá Ví- dalínskirkju kl. 10:30 með viðkomu á Hleinum kl. 10:40. Allir velkomn- ir. Sjá www.gardasokn.is. Morgunblaðið/ÞÖKLandakotskirkja. Tilkynningar Skipulagsauglýsing Kiðárbotnar 3 og 7, Húsafelli 3, Borgar- byggð - Deiliskipulagsbreyting Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir at- hugasemdum við breytingu á ofangreindu skipulagi. Breytingar felast í því að byggingarreitir á lóðum nr. 3 og nr. 7 eru færðir til og stækkaðir, hámarksstærðir húsa eru færðar í 125 m² og heimilað að hús verði byggð úr steinsteypu, en þó þannig að a.m.k. útveggir sem snúa að götu verða klæddir með náttúrlegum efnum t.d. timbri og í jarðlitum. Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgar- byggðar frá 26. maí 2007 til 23. júní 2007. Frest- ur til athugasemda vegna deiliskipulagsbreyt- ingar rennur út 9. júlí 2007. Athugasemdir við breytingar á skipulaginu skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgar- nesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillög- una fyrir tiltekinn frest, til athugasemda, telst samþykkur tillögunni. Borgarnesi, 21. maí 2007. Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. Skipulagsauglýsing Deiliskipulagsbreyting frístundabyggðar í landi Valbjarnavalla, Borgarbyggð Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu. Um er að ræða frístundabyggð er stækkuð frá því sem nú er, jafnframt því sem nýir skipu- lags- og byggingarskilmálar eru settir fyrir svæðið í heild. Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgar- byggðar frá 26. maí 2007 til 23. júní 2007. Frest- ur til athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 9. júlí 2007. Athugasemdir við skipulagið skulu vera skrif- legar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillög- una fyrir tiltekinn frest til athugasemda, telst samþykkur tillögunni. Borgarnesi 21. maí 2007. Forstöðumaður framkvæmdasviðs, Borgarbyggðar. Félagsstarf 2.6. Laugardagur. Eyjafjalla- jökull, (1666 m) Brottför frá skrifstofu Útivistar kl. 08:00. 0706DF01 Fararstj. Guðbjörn Margeirsson. V .7800/9600 kr. 2. - 3.6. Básar - Jeppa- ferð. Brottför kl. 10:00 frá Hvols- velli. 0706JF01 Sumri fagnað í paradísinni í Básum. Sameiginlegt grill á laugardagskvöldinu. VHF talstöð er skilyrði í allar jeppaferðir. Félagsmenn geta fengið Útivistarrásina. Einnig er hægt að leigja talstöðvar á skrif- stofunni. V. 3200/3500 kr. Skráningar í ferðir á skrif- stofu Útivistar í síma 562 1000 eða utivist@utivist.is. Sjá nánar á www.utivist.is. 25. - 28.5. Básagleði. Um hvítasunnuhelgina verður líf og fjör í Básum eins og endra nær. Gestir koma sér á eigin vegum á svæðið. Nauðsynlegt getur verið að panta gistingu á skrifstofu Útivistar. 28.5. Mánudagur. Kóngsvegurinn (K-7) Geysir - Gullfoss Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Fararstj. Gunnar Hólm Hjálmarsson. V. 2900/3300 kr. 1. - 3.6. Mýrdalsjökull - Gönguskíðaferð. Brottför kl. 19:00. 0706HF01 Fararstj. Reynir Þór Sigurðsson. V. 21700/26000 kr. Raðauglýsingar 569 1100 Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is Raðauglýsingar augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.