Morgunblaðið - 26.05.2007, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
FRÉTTASKÝRING
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
FÁTT BENDIR til annars en að
samruni Nasdaq og OMX nái fram
að ganga en samruninn er háður
samþykki fjármálayfirvalda auk
þess sem 90% hluthafa í OMX verða
að samþykkja tilboð Nasdaq í félag-
ið. Þórður Friðjónsson, forstjóri
OMX á Íslandi, segir í samtali við
Morgunblaðið að ólíklegt sé að fjár-
málaeftirlit muni finna að samrun-
anum í ljósi þess að samruni NYSE,
kauphallarinnar í New York, og
Euronext var samþykktur, án fyrir-
vara, fyrr á þessu ári. Að hans mati
er fyrirhugaður samruni mjög góð
tíðindi fyrir íslenskan hlutabréfa-
markað.
Geta lækkað þröskuldinn
Það eina sem gæti komið í veg fyr-
ir samrunann ætti því að vera skil-
yrði Nasdaq um samþykki 90% hlut-
hafa. Tveir af þremur stærstu
hluthöfunum, Investor og Nordea
sem saman ráða 16,5% hlut, hafa lýst
stuðningi sínum við tilboðið og auk
þess má gera ráð fyrir að SEB, þar
sem Investor ræður öllu, muni sam-
þykkja það. Hlutur SEB í OMX er
2,2%.
Tilboð Nasdaq er 15,5% yfir loka-
verði OMX í fyrradag þegar við-
skipti með bréf félagsins voru stöðv-
uð, sem verður að teljast ágætisálag,
og að öllu jöfnu ættu flestir þeir er
ekki hafa „tilfinningalega“ ástæðu til
þess að hafna tilboðinu, því að selja.
á því að sænsk yfirvöld myndu reyna
að hafa áhrif á ákvörðun hins al-
menna fjárfestis. Ennfremur gæti
samruni OMX og Nasdaq orðið til
þess að efla stöðu Stokkhólms sem
fjármálamiðstöðvar frekar en að
veikja hana.
Fari svo að meira en 10% hluthafa
í OMX hafni tilboðinu er inni í mynd-
inni að Nasdaq lækki samþykkis-
þröskuldinn, líkt og fyrirtækið gerði
til dæmis þegar það gerði yfirtöku-
tilboð í kauphöllina í London fyrir
skömmu.
Svipaðar áherslur
Þórður Friðjónsson benti í samtali
við Morgunblaðið á að hann hefði um
langa hríð lagt áherslu á mikilvægi
þess, fyrir íslenskan hlutabréfa-
markað, að gerast aðili að kauphöll
sem hefði sterka stöðu beggja vegna
Atlandshafsins. „Bæði OMX og
Nasdaq hafa lagt áherslu á þekking-
argreinar, t.d. upplýsingatækni, og
fyrirtækjakúltúr sem miðar að ný-
sköpun og samkeppnishæfni.“
Að sögn Þórðar verður núverandi
fyrirkomulag hlutabréfmarkaðarins
á Norðurlöndunum óbreytt fyrst um
sinn en hann segir ómögulegt að spá
fyrir um hvað framtíðin ber í skauti
sér í þeim efnum. Þó verði lögð
áhersla á að samþætta eins mikið og
unnt er, m.a. á tæknisviðinu, og
þannig reynt að ná fram samlegð-
aráhrifum.
Þórður segir OMX og Nasdaq
vera gott par. „OMX fær að fara
heim með sætustu stelpunni á ball-
inu.“
Aðeins eitt ljón í veginum
Samruni Kauphöllin sameinaðist OMX í haust og gæti nú orðið Nasdaq.
Í HNOTSKURN
» Samanlagt markaðsvirðifyrirtækja skráðra hjá
OMX og Nasdaq er 350 trillj-
ónir króna. Ein trilljón jafn-
gildir milljarði milljarða.
» Nafn hins nýja fyrirtækiser Nasdaq OMX Group.
» Í kjölfar sameining-arinnar mun Nasdaq OMX
Group opna kauphöll í Lond-
on.
unnið að því leynt og ljóst að gera
Stokkhólm að fjármálamiðstöð
Norðurlandanna. Hefur sjálfstæði
OMX verið nefnt sem lykilforsenda í
því skyni og Mats Odell, fjármála-
markaðaráðherra Svíþjóðar, sagði í
samtali við sænska miðla í gær að
stjórnvöld yrðu að skoða tilboðið
með það í huga.
Sænskir heimildarmenn Morgun-
blaðsins telja þó litla alvöru að baki
þeim orðum þar sem það er yfirlýst
stefna stjórnarinnar að losa eignir
sínar í almenningshlutafélögum.
Þing landsins þarf þó að veita heim-
ild sína til þess í hverju einstöku til-
viki því ekki eru öll kurl enn komin
til grafar. Komi þingið í veg fyrir að
sænsk stjórnvöld taki tilboðinu get-
ur vel farið svo að smærri hluthafar í
Svíþjóð hugsi sig tvisvar um áður en
þeir taka ákvörðun. Að mati Þórðar
Friðjónssonar eru þó hverfandi líkur
Reyndar er eina sjáanlega ljónið í
veginum sænska þingið, en sænska
ríkið er næststærsti hluthafi í OMX
með 6,6% hlut.
Ástæðan er sú að sænsk stjórn-
völd, bæði sú stjórn sem nú situr við
völd og stjórn jafnaðarmanna, hafa
ÞETTA HELST ...
● VIÐSKIPTI voru heldur dræm í
kauphöll OMX á Íslandi í gær en
heildarvelta nam 6,6 milljörðum
króna. Þar af var velta með hlutabréf
fyrir tæplega 4 milljarða.
Úrvalsvísitala aðallista hækkaði
lítillega, um 0,13% og var gildi henn-
ar 8.133 stig við lokun markaðar.
Mest hækkuðu bréf færeyska olíu-
leitarfélagsins Atlantic Petroleum,
um 14,78%, en lítil viðskipti voru að
baki þeirri hækkun. Mest lækkun
varð á bréfum Flögu Group, 1,38%.
Dræm viðskipti
í vikulok
● DON
McCarthy, stjórn-
arformaður
House of Fraser,
hyggst kaupa um
3% hlutafjár í
Baugi og taka
boði um sæti í
stjórn Baugs
sem meðstjórn-
andi en í tilkynningu frá Baugi seg-
ir McCarthy Baug vera einn áhuga-
verðasta viðskiptaaðilann í
smásölu í Bretlandi.
Sagt er að hann muni einnig
sitja í stjórn Magasin du Nord og
Illum sem eru í eigu Baugs. Stjórn
Moss Bros Group tilkynnti einnig
að Don McCarthy og Tony Bogod
yrðu nýir stjórnarmenn frá Unity In-
vestment sem er íslenskt fjárfest-
ingafélag sem stofnað var af Baugi
Group, FL Group og Kevin Stan-
ford.
Tilkynnt var hinn 11. apríl sl. að
tveir aðilar frá Unity myndu taka
sæti í stjórn Moss Bros.
McCarthy kaupir og
sest í stjórn Baugs
● EFTIRSPURN eftir leiguhúsnæði
hefur aukist að undanförnu, einkum
á höfuðborgarsvæðinu, ef marka má
verðþróun á leigumarkaði. Ekki er
þó auðvelt að lesa úr þeim gögnum
sem til eru þar sem þau eru af skorn-
um skammti. Í raun er aðeins hægt
að styðjast við vísitölu greiddrar
húsaleigu, sem er undirvísitala vísi-
tölu neysluverðs. Vísitalan er reikn-
uð út frá samantekt á greiðslu húsa-
leigubóta og öðrum opinberum
upplýsingum og gefur ekki full-
komna mynd af þróuninni.
Í apríl síðastliðnum var hækkun
vísitölunnar á ársgrundvelli 11,5%
en á sama tíma hefur fasteignaverð
hækkað um 5,3%. Þetta kemur fram
í hálffimmfréttum Kaupþings.
Aukin spurn eftir
leiguhúsnæði
● BAUGUR Group
hefur gert sam-
komulag við
danska kaup-
sýslumanninn Ole
Vagner um kaup-
rétt á 11,2% hlut
hans í danska
fasteignafélaginu
Nordicom, fyrir
átti Baugur 11%
og fer því með rúmlega 22% hlut.
Baugur hefur einnig aukið hlut
sinn í danska fasteignafélaginu
Keops úr 29% í 32% en í vikunni
keypti Pálmi Haraldsson 32% hlut í
Keops af Ole Vagner. Saman fara Ís-
lendingarnir því með um 64% í
Keops. Fréttavefurinn Børsen segir
að samkomulag Baugs við Vagner
felist í að eignarhaldsfélag hans,
Hovedstadens Entrepriseselskab,
þar sem hluturinn í Nordicom liggur,
muni greiða atkvæði í samræmi við
vilja Baugs á aðalfundum félagsins.
Gengi bréfa Nordicom hækkaði
um 5,2% í dönsku kauphöllinni í gær.
Baugur eykur við sig
í Nordicom og Keops
Ole Vagner
ICELANDIC Group hagnaðist um
2,3 milljónir evra á fyrsta ársfjórð-
ungi þessa árs, jafnvirði um 192
milljóna króna. Er þetta tvöföldun
hagnaðar frá sama tímabili í fyrra
er hagnaðurinn nam einni milljón
evra. Rekstrarhagnaður (EBIT)
nam 9,5 milljónum evra en EBITDA
var 14,1 milljón evra. EBITDA-
hlutfallið var 3,7%, samanborið við
2,7% fyrir ári.
Tekjur af vörusölu námu 385,2
milljónum evra, um 32 milljörðum
króna, sem er aukning um 1% milli
ára. Handbært fé frá rekstri, fyrir
skatta og vexti, var 10,7 milljónir
evra, heildareignir voru 911,7 millj-
ónir evra (76 milljarðar króna) og
eiginfjárhlutfall 19,4%. Arðsemi
eigin fjár var 5,3%.
Aukning í sölu framleiðslufyrir-
tækja er vegna kaupa á Icelandic
Scandinavia, sem kom inn í sam-
stæðuna 1. apríl í fyrra, og Picken-
pack Gelmer, sem kom í samstæð-
una í september sl. Aukin sala sölu-
og markaðsfyrirtækja er vegna
kaupa á Icelandic Northwest.
Í takt við áætlanir
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Icelandic Group, segir í tilkynningu
að mikil breyting hafi orðið til betri
vegar í rekstri félagsins frá sama
tímabili síðasta árs og niðurstaðan
sé í takt við áætlanir. Sala félagsins
sé svipuð en kostnaður hafi lækkað
verulega. Aðgerðir í rekstri félags-
ins sem unnið hafi verið að frá fyrri
hluta árs 2006 séu að skila sér og
eigi eftir að skila sér enn betur á
næstu misserum.
Tvöföldun hagnaðar
JÓN Karl Ólafsson, forstjóri Ice-
landair Group, segir aðspurður í
samtali við Morgunblaðið að kaup á
Air Atlanta og Avion Aircraft Trad-
ing verði skoðuð, líkt og önnur tæki-
færi sem gefist á flugmarkaðnum.
Hf. Eimskipafélagið tilkynnti í
gær að stjórnin hefði ákveðið að fela
ABN Amro Bank og Hannesi Hilm-
arssyni, forstjóra Air Atlanta, að sjá
um sölu á flugrekstrartengdum ein-
ingum félagsins. Um er að ræða sölu
á 100% hlut Eimskipafélagsins í Air
Atlanta og 49% hlut í Avion Aircraft
Trading. Á þessu ári er gert ráð fyrir
að um 20% af veltu Eimskips komi
frá Air Atlanta en áætluð heildar-
áhrif af sölu félaganna tveggja á
efnahag móðurfélagsins eru um 300
milljónir evra, jafnvirði um 25 millj-
arða króna.
Haft er eftir Baldri Guðnasyni,
forstjóra Eimskips, og Hannesi
Hilmarssyni, forstjóra Air Atlanta, í
tilkynningu til kauphallar að salan
skapi mikil tækifæri fyrir bæði félög-
in. Frekari uppbygging sé framund-
an í skiparekstri og kæliflutningum
fyrir Eimskip og Air Atlanta sé vel í
stakk búið til að stækka flota sinn
vegna aukinnar eftirspurnar eftir
fraktflutningum á alþjóðamarkaði.
Sem fyrr segir hyggst Icelandair
Group skoða kaup á þessum félögum
en Jón Karl bendir jafnframt á að
þau séu um margt ólík, með tilliti til
rekstrar og flugvélategunda.
Icelandair skoðar kaup á
Atlanta og Avion Aircraft
Flugfélög Ein af 25 flugvélum Air Atlanta sem brátt koma til með að fá
nýja eigendur. Icelandair Group verður meðal áhugasamra kaupenda.
BLAÐAMENN á
danska fríblaðinu
Nyhedsavisen lögðu
niður vinnu í gær
vegna uppsagna á
átta blaðamönnum,
sem kynntar voru
sem liður í sparnað-
aráætlun útgefenda.
Ritstjóri blaðsins,
David Trads, segir við danska fjöl-
miðla að sala á auglýsingum gangi
svo vel að ekki sé þörf á eins mörg-
um blaðamönnum til að skrifa efni í
blaðið. Starfsmönnum á ritstjórn
verði fækkað úr 160 í 152 en frá
áramótum hefur blaðamönnum
fækkað um 15 þar sem ekki hefur
verið ráðið í störf þeirra sem hafa
hætt. Trads vildi lítið tjá sig um
mótmælaaðgerðir blaðamannanna
en þeir ætluðu að hefja störf að
nýju í dag. Nyhedsavisen er sem
kunnugt er í eigu Dagsbrun Media
Group, sem er hlutdeildarfélag 365.
Mótmæli á
Nyhedsavisen
234 234
)
)
1
1
234 (54
)
*
1
1
678
9
:
)
)
1
1
;<=
64
)
)
1
1
234)"'
234*%!
)
*
1
1
! ""#
+,-
.
&$' @
A
@ @C CD
A 5EA A A *?=
B)
BF
)
3 3
@
>
< 5
? ?
/ , !01
=G
A H@ AB* H@ @A 9I> 2345
; ;
E
J
E
2 1
1 <<
+ * 3!"
#
*5A *B
41
5
1
*
B
;
+
B< #?&/%? $!
!?%!0?/0$
"?" $?!0
? !0?"%0
"#?"& ?%!%
" ?/ 0?0"%
00?' "?! #
"?#"#?$!"?'''
&0?%/0?"%%
$&&?&0'?$/%
&%#?&!&?$/%
"0?!!'?" !
&?$#$?$!!
&"?!'%? &&
&?!%#?'!"
$&?%!0?&$/
'?/&'?/$!
"!#? #0?0%%
/0?"!#? "&
" ?#'0?'!!
!'?'!!
&K#/
#%K"!
'K"$
" '!K!!
#K!"
0"K%!
/K&'
0K'!
%"K!!
""!%K!!
&0K '
#%K$!
"$K#!
"K"'
""!K!!
&&K#!
K"!
#K%'
$K$$
"0K$!
'K&&
&/K!!
&K/&
#%K&!
'K"#
"&!!K!!
#K!
0"K0!
/K'!
0K''
%"K%'
""!/K!!
&0K&!
#'K!!
"0K!!
"K !
""!K'!
&&K/!
K"%
#K$!
$K0$
"/K0!
'K&#
%"K/!
#K&!
" K!!
0K!!
J
B , ;*?L>
E
B
"$
""
"!
"'
0
#
"'
/$
%%
'%
%!
&
&0
'
&#
""
"&
0
&
6
?
'?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
%?'? !!0
"?'? !!0
%?'? !!0
'?'? !!0
'?'? !!0
%?'? !!0
?&? !!0
"#?'? !!0
'?'? !!0