Morgunblaðið - 01.06.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.06.2007, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Ö rlygur, einsigldur árabátur sem er nákvæm eftirmynd landhelg- isbátsins Ingjalds, verður sjó- settur í Reykjavíkurhöfn á Há- tíð hafsins á morgun. Báturinn er fjögurra manna far í minna lagi og hægt að sigla honum með fokku og gaffalsegli. Fyrirmynd Örlygs er nú á Þjóðminjasafninu. Örlygur var smíðaður fyrir Minjasafn Eg- ils Ólafssonar að Hnjóti í Örlygshöfn. Bát- urinn er nefndur eftir landnámsmanninum Örlygi gamla Hrappssyni sem Örlygshöfn er kennd við. Þangað verður báturinn fluttur og þar verður hann til sýnis. Fyrsti varðbáturinn Landhelgisbáturinn, sem síðar var nefnd- ur Ingjaldur, var smíðaður í Meira-Garði í Dýrafirði fyrrihluta árs 1898 fyrir Kristján Ólafsson bónda þar. Bátasmiðurinn Bjarni Ólafsson frá Auðkúlu í Arnarfirði var kunn- ur fyrir báta sína sem voru nánast með breiðfirsku lagi, að því er segir í 2. bindi Ís- lenskra sjávarhátta eftir Lúðvík Krist- jánsson. Meira-Garðsbátnum var haldið til fiskjar haust og vor. Frægð landhelgisbáts- ins má rekja til þess þegar Hannes Haf- stein, þáverandi sýslumaður fyrir vestan, fékk hann lánaðan 10. október 1899. Hannes fór á bátnum ásamt fimm öðrum að bresk- um landhelgisbrjóti sem var við veiðar á Dýrafirði. Bretarnir sökktu bátnum og fór- ust þrír menn úr áhöfn hans, en Hannes komst af ásamt tveimur öðrum. Bátnum tókst að bjarga og var hann í eigu Meira- Garðsfólksins til 1911. Þá keypti Jón Krist- jánsson í Alviðru bátinn og flutti hann á Ingjaldssand þar sem báturinn var kallaður Ingjaldur. Síðar eignaðist Jón Bjarnason á Sæbóli á Ingjaldssandi bátinn og Jón Sveinn sonur hans eftir hann. Þjóðminjasafnið keypti bátinn 1972 og hefur varðveitt síðan. Smíði Örlygs er liður í því að varðveita gamalt handbragð og menningarminjar. Strandmenningarverkefnið NORCE (North- ern Coastal Experience) styrkti smíðina um 18.000 evrur en NORCE-verkefnið miðar að auknu samstarfi sjávarbyggða innan norð- urslóðaáætlunar Evrópusambandsins. Ís- lenskir aðilar NORCE eru Atvinnuþróun- arfélag Norðurlands vestra og Þingeyinga, byggðasafn Húnvetninga að Reykjum og Minjasafnið að Hnjóti. Verkefnisstjóri er Rögnvaldur Guðmundsson hjá Rannsóknum og ráðgjöf. Agnar Jónsson skipasmíðameistari hefur unnið að smíði Örlygs í vetur í Reykjavík, aðallega í Víkinni, húsi sjóminjasafnsins að Grandagarði 8. Yfirleitt var hann einn en Víðir Guðmundsson bátasmiður og Guð- mundur Magnússon landfræðingur voru honum til aðstoðar. Ísleifur Friðriksson stál- skipasmíðameistari annaðist járnsmíði og Margrét Gunnlaugsdóttir textílhönnuður og þjóðháttafræðingur saumaði gaffalsegl og fokku fyrir bátinn. Nemendur í málaradeild Iðnskólans í Reykjavík máluðu bátinn í umsjá kennara. Bjarni Jónsson listmálari var ráðgjafi við smíðina, en hann hefur mikla þekkingu á íslenskum árabátum. Gamalt handbragð í hávegum „Við notuðum danska eik í kjöl og bönd og furu í byrðinginn,“ sagði Agnar. „Krist- ján 4. Danakonungur útvegaði eikina. Hann ákvað á sínum tíma að eignast stærsta her- skipaflota Norðurlanda og byrjaði á að láta planta eik. Einhverjir bentu honum á að eik- in væri 150 ár að vaxa og kóngur sagði það vera í fínu lagi.“ Agnar bætti því við að þeg- ar eikin var sprottin hafi menn verið löngu hættir að smíða herskip úr þeim eðalviði, en hann kom sér vel við endursmíði landhelg- isbátsins. „Ég fór eftir teikningu af bátnum í Ís- lenskum sjávarháttum. Við bjuggum til þrjú skapalón, eitt í miðjunni og tvö til endanna. Það virtist ganga alveg upp. Margrét Gunn- laugsdóttir hönnuður saumaði seglin. Þau eru listilega vel gerð, það ber öllum saman um það,“ sagði Agnar. Báturinn var kominn í aðstöðu Sigl- ingaklúbbsins Sigluness í Nauthólsvík þar sem unnið var að lokafrágangi hans. Óttarr Hrafnkelsson, forstöðumaður siglingaklúbbs- ins, og Ísleifur Friðriksson starfsmaður og stálskipasmíðameistari, aðstoðuðu Agnar við að seglbúa bátinn, koma reiðanum fyrir. Þeir Óttarr og Ísleifur ætluðu síðan að prufusigla bátnum, enda báðir þrautreyndir siglingakappar. Ísleifur annaðist járnsmíðina og beitti aldagömlu handbragði eldsmiða. Hann er með eldsmiðju í Nauthólsvík sem hann smíð- aði sjálfur. Hann segist bara þurfa að henda í hana kolum og kveikja upp til að vera tilbúinn í eldsmíðina. Í þessari smiðju eld- smíðaði Ísleifur járnhluti á borð við ára- keipa, mastursfestingu, stýrisfestingar, dragið undir kjölinn og stefnislykkjuna. Hann notar m.a. handknúinn físibelg og fyr- irmyndin að honum var grafin upp á Keld- um á Rangárvöllum. Ísleifur gaf sér svo tíma til að skreyta físibelginn með útskurði. „Maður heillast af þessum gamla tíma þegar menn gátu ekki hætt smíðinni fyrr en hún var orðin falleg, þeir settu alltaf ein- hverjar krúsidúllur á það sem þeir smíð- uðu,“ sagði Ísleifur. Sjálfum sér trúr ætlaði hann að skera sveifarkross í stýrið á bátn- um. Vilja endurbyggja fleiri skip Agnar gætti þess að farið væri eftir öllum siðum og venjum skipasmiða frá aldaöðli við smíðina. Meðal annars má kvenmaður ekki klofa yfir kjöl bátsins meðan á smíðinni stendur og að sjálfsögðu setur hann pening undir mastursendann. Hjátrú eða hind- urvitni? Agnar tekur enga áhættu og lætur því ekki reyna á það.Þeir félagar, Agnar, Óttarr og Ísleifur, ljúka upp einum rómi um mikilvægi þess að Íslendingar viðhaldi þekk- ingu og reynslu af smíði báta með gömlu lagi. Þeir nefna að nágrannaþjóðir á borð við Færeyinga, Hjaltlendinga, Norðmenn, Dani og Svía, leggi á það áherslu að eiga báta úr siglingasögu sinni í sjófæru ástandi. Ísleifur segir að Íslendingar hafi þvert á móti lagt metnað sinn í að draga sem mest af þessum sögulegu gersemum og þjóðararfi á ára- mótabrennur. Þeir nefna Bjarna Jónsson listmálara sem hafi verið ráðgjafi Minja- safnsins á Hnjóti og einnig lagt hönd á plóg við bókina Íslenska sjávarhætti. Bjarni búi yfir dýrmætri þekkingu á ára- og segl- skipum fyrri alda. Ísleifur hefur orð fyrir þeim félögum: „Við þurfum að stofna félag um end- urbyggingu gamalla skipa úr siglingasögu okkar. Endurbyggingu þjóðararfsins. Næst getum við smíðað Engeyjarbátinn, svo há- karlaskipið Ófeig og sandaskipið Pétursey. Heldur þú að það væri ekki gaman að sjá þessa báta sigla þöndum seglum inn í hafnir landsins? Eða sjá þá standa sjóklára í Grímsstaðavörinni eða úti í Gróttu og geta siglt þeim þaðan! Við þurfum að kveikja áhuga hjá peningamönnum landsins á þessu verkefni. Ætli smíðin á svona báti kosti ekki svipað og flugtaksbrunið á einkaþotunum hér á Reykjavíkurflugvelli!“ Römm sjómennskutaug Eftir jómfrúrsiglinguna og sýningu í Reykjavíkurhöfn á Hátíð hafsins verður Ör- lygur fluttur á Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn. Þar fær hann stæði í gamla flugskýlinu úr Vatnagörðum. „Þar á að vera hægt að sjósetja bátinn og sigla honum, og það verður líka hægt að klappa honum,“ sagði Agnar. „Þessir bátar verða dauðir hlutir þegar þeir eru komnir inn á söfn. En með því að setja þá á flot eru þeir lifandi minjar.“ Þeir Ísleifur og Óttarr segja að í Sigl- ingaklúbbinn Siglunes komi um tíu þúsund börn á hverju sumri. Þar fá þau að kynnast sjónum og siglingum. Lenda í smá ævintýr- um og læra áralagið. Ísleifur segir það ekki leyna sér að römm taug til sjómennsku liggi í landsmönnum. „Við erum með gömlu sjómannadagsbát- ana og setjum krakkana um borð. Sum eru að setjast á þóftu í fyrsta sinn á ævinni. Eft- ir þrjú áratog út á víkina er eins og þau hafi aldrei gert annað um ævina og róa af kappi,“ sagði Ísleifur. „Og ef þau koma ekki sjóblaut aftur í land þá fá þau endurgreitt!“ Menningararfurinn endurbyggður Morgunblaðið/RAX Bátasmiðir Agnar Jónsson skipasmíðameistari smíðaði bátinn og Ísleifur Friðriksson stálskipasmíðameistari annaðist járnsmíðina. Eldsmíði Allir járnhlutir í landhelgisbátinn voru eldsmíðaðir og við smíðina notaði Ísleifur físi- belg sem hann smíðaði eftir einum slíkum sem grafinn var upp á Keldum á Rangárvöllum. Síðan var físibelgurinn skreyttur með útskurði. Skreytingar Ísleifur skar sveifarkross í stýrisblað bátsins og sólkross í splittið sem festir stýrisblað við stýrissveif.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.